Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 4
 miðlun og tillögur í því skyni að sneiða hjá synjunar- ástæðum stjórnarinnar, halda nú gorgeirslullar hróka- ræður um það »að enginn taki neitt tillit til þess, þó stjórnin segi, að hún geti ekki gengið að þessu eða hinu«. — Sömu mennirnirsem »doceruðu« með miklum spekingssvip á dögunum að þingið mundi ekki geta tekið neitt endurskoðunarfrv. til meðferðar að þessu sinni ef Valtýs — eða rjettara sagt Rumpsfrv. væri fellt strax — fullyrða nú með jafnrriikilli andagipt að efri- dcild geti komið samhijóða frumvarpi inn, þó þetta, sem nú er í stjórnarmálsnefndinni verði fellt í neðri deild o. s. frv. o. s, frv. Það er, í einu orðiaðsegja, haldið reglulegt þorska- jubilæum hjer í staðnumþessa dagana, og hver kepp- ist við annan um að véra fremri í hinu politiska axar- skaptasmíði. Þinginu óg þjóðinni er einmitt þessa sömu minn- ingardaga allrar truflunar og fávisku borið frumvarp, sem Danir sjálfir hafa sarnið í því skyni að taka frá Islend- ingum heimild þá til sjálfræðis, er þeir hafa samkvæmt sögulegum rjetti — og sem Danir hafa ginnt auðtrúa og grunnhygginn íslenskan þingmann til þess að gjöra að sínu eigin málefni. —: Og þetta er á vitund allra. — En i demantsafmæli stórflónskunnar er eins og búast er við fullt hjer af stjórnmálagörpum, sem sverjast viljugir undir merki mótstöðumanna sinna, með dýrðlegum lof- söngvum yfir sínum eigin hyggindum og góðvild þeirra sem hafa lagt rottugi'ldruna fyrir þá. Ógurlegft vatnsflóð var nýlega í Ungverjalandi. Jfestan skaða gjörði ákafur vöxtur í á einni sem rennur í »Pruth«; yfir hana liggur járnbraut, og höfðu menn ekki veitt því eptirtekt að vatnið hafði grafið undan brúarstöplinum. KI..12V2 um nóttina aðfaranótt mánudags fór járnbrautarlest sem gengur á milliLemburg og Ezer- nowits yfir brúna með fullri ferð. Voru það allmargir vagnar í lest, bæði flutningsvagnar og farþega. Þegar komið var út á miðja brúna, heyrðust voðalegir brestir; brúarstöplarnir hrundu og járnbrautin fjell í ána. Fórst þar fjöldi manna og vita menn ógjörla hve margir; 30 lík hata fundist en talið er að drukknað hafi margfallt fleiri. Þar drukknaði læknir einn frá Austurríki, Seidler að nafni. Hann var að koma úr brúðkaupi sínu ásamt með konu sinni en hún bjargaðist. Bærinn Kolomed eyðilagðist að mestu; þar fórust mörg hundruð manna og 100 hús hrundu til grunna, og sama er að frjetta allstaðar meðfram Dóná. Bærinn Kilia í Bessarabíu er alveg eyðilagður og áin er þar nálega stífluð af líkum manna og dýra. Aiarmikil vatnsfióð hafa einnig verið á Frakklandi, einkum í kringum árnar Aldeur og Sers; fjöldi fólks hefur drukknað, menn hafa misst eignir sínar og snúið sjer til stjórnarinnar með fjárbænir, hópum saman. Einkennileg líkkista. Frægur skipasmiður í Liverpool hefur nýlega smíðað líkkistu handa sjóliðs- foringja einum sem er enn á lífi. Hún er í lögun eins og björgunarbátur, í henni er þilfar og að öllu er hún vel úr garði gjörð. Hún er sjö feta löng og byggð úr dýrum víðartegundum. Henni fylgir stýri og tvær árar. Skipasmiðurinn hefur fengist við starf sitt í 40 ár; kveðst hann hafa smíðað marga fleytu einkennilega en þessa kveður hann skrítnasta allra. Sjóliðsforinginn rjeði sjálfur laginu á kistunni. Bravól -wm A. »Mig langar til að ríða eitthvað í sumarþang- að, sem jeg hef ekki komið áður, það er ekkert gaman að vera að skjökkta hjerna um nærsveitirnar; jeg er orð- inn leiður á því!« B. »Við skulum koma upp í Borgarnes með Reykjavíkinni og ríða svo fram í ðurtshelli, þangað hef jeg aldrei komið, en það kvað vera ákaf- lega skemmtilegt*. A. »Já, það er óskaráð, en hvar fáum við hesta? Jeg þekki engan þar upp frá, og jeg vil hafa góðan hest, en ekki eins og móbykkjurnar hjerna«. B. »Það eru óvíða skemmtilegri hestar á landinu en í Borgarfirðinum og jeg þekki mann, sem getur út- vegað þá mjög ódýra«. A. »Bravo! Við skulum undir eins korna tilhans og panta hjá honum hesta og fara svo næst til Borg- arness með Reykjavíkinni, það er svo inndælt að ferð- ast með henni«. B. »Maðurinn er uppi í Borgarfirði, hann heitir Jóhann Björnsson í Bakkakoti, það er ekki annað en skrifa honum«. Tvö e$a jþFjú lierbergl, í miðjum bæn- um, ásamt eldhúsi og dálitlu geymsluplássi, óskast til leigu fyrir 1. október. Ritstj. vísar á. Abyrgðarmaður: Einar Bersediktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.