Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 2
Eimskipið C. F. Grove (skipstjóri Bloch) kom í morgun með allan útbúnað til vitanna; lagði af stað frá Höfn 6. þ. m. Með því kom skólastjóri Markús Bjarnason. Tveir danskir verkfræðingar, Brink og Smith, voru einnig með skipinu. Það kom við í Leith; fór þaðan þann 13. Frá Miklagarði segir hraðskeyti eitt (2. þ. m.) að Edhem Pasha hafi látið það uppi við hermálaráða- neytið tyrkneska að hann mundi neyðast til þess að leggja niður herstjórn, ef friðarsamningar kæmust á, þannig gjörðir, eins og stórveldin færu fram á. —Hann mundi þá ekki treystast til að halda neinum aga yfir þeim her, er hann hefði verið skipaður yfir. — Annað skeyti frá Miklagarði (30. f. m.) segir að Tyrkjastjórn sje einráðin í því að krefjast Þessalíu sem hernumins lands, samkvæmt þjóðarrjettinum. — Aptur segja nú hinar allra síðustu fregnir að Rússa- keisari hafi fyrir skemmstu ritað Soldáni á þá leið að hann vonist svo góðs af hinni alkunnu friðsemi Tyrkja- stjórnarans að hann flýti nú svo mikið fyrir friðarsamn- ingunum við Grikki sem unnt sje, og fylgir það með sögunni að Soldán hafi látið sjer segjast svo við þetta brjef að hann hafi strax sett herkostnaðarkröfur sínar niður i c, 70 milljónir króna — og jafnframt falið ráða- neyti sínu að ákveða um landamærin á grundvelli þeim er stórveldin hafa haldið fram. Stórkostlegt járnbrautarslys í Danmörku var nýfrjett til Leith þegar »Grove« fór þaðan. Slysið hafði orðið á brautinni Gentofte —- Helsingör og höfðu 30—40 manns biðið bana en á 2. hundrað meiðst meira og minna. — Þetta er hið fyrsta járnbrautarslys sem teljandi er að orðið hafi í Danmörku. Dr. Jameson, sá er gjörði hið alræmda áhlaup á Transvaal á sínum tíma, er nú fyrir nokkrum dögum farinn frá Englandi til Suður-Afríku. Höfðu vinir hans sjeð svo um að enginn yrði þess var er hann fór af landi burt. Svo er sagt að gamla dr. Jim sje falið að stofna lögregiuflokk af innlendum mönnum í Maschona- landinu, en það stendur undir umráðum hins illa þokk- aða enska verslunarfjelags »The Chartered Company«. Fjórði fundur blaðamanna(international) var haldinn í Stockhólmi og er nýafstaðinn. Þótti mönnum vera fremur lítið gjört eða ályktað á þeim fundi, og er sagt að örlátar veitingar Stockhólmsbúa hafi átt mikinn þátt í því. Næsti fundur ákveðinn í Lissabon. Óeirðir í Indlandi. í Kalkutta hafa orðið tats- verðar óeirðir nýlega og lögreglan mátt skerast í leikinn. Er álitið að þessar óeirðir standi í sambandi við ýms mjög æsandi flugrit, er hefur verið dreift út meðal þegna Viktoríu drottningar í Indlandi, og er þar með einkum tal- inn ritiingur emn er sendur var út rjett fyrir demantsaf- afmælið, og sem minnst hefur verið á fyr í Dagskrá. Tjón af Stormi hefur orðið, svo milljónum kr. skiptir í nokkrum hjeruðum á Þýskalandi: (Weinberg, Kútizelsaun, Gerabrunn og Hall). Vínekrur, garðar og merkur hafa alveg eyðilagst yfir stór landsvæði. Dýraverndun í höfuðstaðnum. Annaðhvort er ekkert dýraverndunarfjelag til hjer í Reykjavík eða það lætur nauðalítið til sín taka. Sje það ekkert til, þá ættu bestu menn bæjarins að stofna það sem allra fyrst, en sje það til að nafninu, þá hlýtur það að sofa og væri vel gjört að ýta við því. Þess sjást og glögglega merki daglega, að sljófar eru tilfinn- ingar manna gagnvart málleysingjunum. Núna undan- farna daga hafa menn verið hjer á ferð með lestir og hafa fylgt þeim folöld fárra vikna gömul, sem hafa verið svo aðframkomin af þreyiu og hófsæri, að það hefur orðið að berja þau með hörðum svipuólum til þess að standa upp og fylgja móðurinni; þau hafa í engan fót- inn getað stigið þegar farið hefur verið af stað hjeðan, hvað þá þegar heim er komið, ef til vill eitthvað langt austur á land. Lögreglan er beinlínis skyld að sjá um að slíkt eigi sjer ekki stað; hún á að sjá um að folöldun- sje ekki misboðið, ef eigendurnir eru svo hugsunarlausir að þeim dettur það ekki í hug sjálfum. Það mundi talinn illur húsbóndi, sem Ijeti þjón sinn ganga berfættan langan veg og grýttan, en þótt vesal- ings skepnurnar verði að þola það, þykir ekkert athuga- vert. Það er einnig ósæmilegt að láta það viðgangast að teymdar sjeu langar lestiruppnr bænum, þar sem hest- um er hnýtt hverjum aptan í tagl annars. Jeg dauðskamm- aðist mín fyrir það nýlega þegar jeg var niðri á götu og enskir ferðamenn bentu á lest sem var teymd upp úr bænum; þeir hlógu dátt að því, hve skrælingjalegur var útbúnaðurinn að öllu leyti, en einkennilegast þótti þeim að hnýtt var í töglin. — Það virðist annars liggja nærri dýralækninum að gangast fyrir .dýraverndun hjer í bænum; jeg efast ekki um að hann gæti haft manna mest áhrif í þá átt, og jeg efast heldur ekki um að honum sje ljúft að gjöra það. Dýravinur. Mannþekkjaralistin. Alkunnum mannþekkjara enskum segist svo um það hvernig þekkja skuli mann afhöndunum. »Sá sem hefur stórar hendur er vanalega seinn og

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.