Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 19.07.1897, Blaðsíða 3
63 sljór i hugsunum, hann getur sjaldnast hugsað um fleira en eitt í senn. Sá sem hefur litlar liendur, er þar á móti fljótur að hugsa, úrræðagóður og snarráður. Sá sem hefur litlar hendur, og grannar með mjóum fingr- um, hefur mikla fegurðartilfinningu og ber vel skyn á allar hinar æðri listir. Sje fingurnir snubbóttir að fram- an og jafndigrir hefur maðurinn lítið vit á skáldskap og fögrum listum, en er hagsýnn. Sá er uppfiningamað- ur og frumlegur í hugsunum, sem hefur hönd í meðal- lagi stóra, langan þumalfingur, en hina stutta. Ef þum- alfingur á vinstri hönd verður á milli þumalfingurs og vísifingurs á hægri hönd þegar menn spenna greipar þá eru þeir ljettlyndir, hvikulir og óstaðfastir; sjeu greipar spenntar öfugt við það, eru menn staðfastir og þjettir fyrir, orðheldnir og áreiðanlegir«. í kirkjugarðinum. Jeg var á gangi úti á götum bæjarins með kunn- ingja mínum; það var um hásumar og veðrið hið feg- ursta. Fjöldi af útlendum ferðamönnum var nýkominn; þeir höfðu ráfað aptur á bak og áfram allan daginn um göturnar og voru auðsjáanlega orðnir þreyttir, því hvergi var hægt að setja sig niður. Einn þeirra kom til mín og bað mig að sýna sjer kirkjugarðinn. Jeg fór með honum og þegar við kom- um inn um garðhliðið, verður fyrst fyrir okkur steinn- inn yfir Sigurði Breiðfjörð. »Þarna ■ er einn með hörpuna sína og tekur á móti þeim sem inn koma«, segir út- lendingurinn. »Já það er eitt af skáldum okkar íslend- inga, hann hjet Sigurður Breiðfjörð«. Útlendingurinn horfir á mig stundarkorn og segir síðan: »Skáldum ykk- ar, er þeim ekki reistur stórkostlegri minnisvarði en þetta?« Jeg fyrirvarð mig mjög, klóraði mjer bak við eyrað og vissi ekkert hvað jeg átti að segja. Jeg reyndi að telja honum trú um að þetta þætti svo þjóðlegt og velviðeigandi að hafa yfir honum óhöggvinn íslenskan stein og svo gjörði jeg mikið úr því, hversu vel það færi að hann væri þarna alltaf með hörpuna sína og byði alla velkomna, en útlendingnum fannst ekkert um það. Hann fór að segja mjer af minnisvörðum sem reistir væru á leiðum erlendra skálda, og reyndi með ö-llu mögulegu móti að koma mjer í skilning um það, að engin þjóð mundi vilja vera kynnt að því að láta slíka ómynd sjást yfir leiði skálds er teldist meðal hinna helstu. Jeg andæfði því svo sem jeg treystist til, auðvitað á móti betri sannfæring, en varnirnar urðu veikar, sem við var að búast. Útlendingurinn tók að spyrja mig nákvæmar um þetta skáld; hvar hann hefði búið, hversu há skáldlaun hann hefði haft, hversu mikil viðhöfn hefði verið við greptrun hans o. s. frv. Jeg laug að honum ýmsu þótt ljótt sje frá að segja; jeg gat ómögulega fengið það af mjer að segja að eitt af okkar allra fremstu skáldum hefði lifað í nokkurskonar útlegð all-langan tíma, að hann hefði hvergi haft höfði sínu að að halla heima, að hann hefði soltið og gengið ver til fara en sveitar- ómagi, að hann hefði verið grafinn án alirar viðhafnar, og einungis nokkrar kerlingar fylgt honum til grafar og loksins að gröf hans hefði gleymst og enginn vitað með vissu hvar hún var, en einstakir menn er sjeð hefðu sóma þjóðar sinnar, hefðu lagt þennan stein einhvers- staðar nálægt því til minningar um Sigurð, en að þeir hefðu gjört það á sinn eigin kostnað og leynilega sök- um þess að þeir hefðu óttast að hlegið yrði að sjer fyr- ir það að leggja merki á leiði skáldsins. Ef jeg hefði sagt söguna rjetta þá var hún svona, og jeg hefði get- *ð bætt því við, sem gamall maður sagði við mig einu sinni: »Það eru ljótu mennirnir Islendingar*, sagði hann »þeir hafa drepið öll alþýðuskáldin sín úr hungri og harðrjetti, t. d. Sigurð, Hjálmar, Daða o. fl.«. — Það er ekkert spaug að verða fyrir spurningum útlendinga, hjerna á íslandi fyrir þá sem ekki stendur algjörlega á sama, hvert álit vjer fáum meðal annara þjóða. S. J. Þorskhausa-jubilæum. Það er naumast hægt að hugsa sjer að lengra verði komist niður á við í stórflónsku og gengdarlausri óvita- framhleypni heldur en orðið er í pólitík þessa sumars. — Það er eins og allt hugsunarleysi og heimska sje að halda demantsafmæli hjer í landinu — með svo miklum fagnaði og digurmælum er endileysunum og axarsköpt- unum nú flaggað framan í þjóðina. — Ekkert sýnist vera nógu vitfirrt, ekkert nógu þverbeint á móti allri mannlegri skynsemi í þessum tryllta kappleik um að rífa af sjer pólitisk öfugmæli, svo herfileg, svo græn- golandi, að slíkt hefur aldrei heyrst fyr af mannamunn- um. — »Aðalhnúturinn er r(kisráðið« — heyrir maður þanka- tóma heiðursgesti þessa hátíðahalds töngla dag út og dag inn um leið og þcir flagga því fram að einasta heilla- i vænlega hjálparráðið sje að samþykkja stjórnarlög, er gjöra beint ráð fyrir því, að hnúturinn haldist óleystur. — Landshöfðinginn hefur tilkynnt þinginu opinberlega, að stjórnin taki á móti hinu væntanlega Valtýs frv. frá þinginu með því beina skilyrði, að þá sje allri endur- skoðun lokið — samt heyrast menn klifa á því, að alltaf sje nógur tíminn til þess að fara að hugsa um hitt síð- ar — o. ef manni falli miður vel við hinn nýja ráð- gjafa -— Nú er það ekki lengur synjun stjórnarinnar, sem þarf að óttast. — Þcir sörnu sem hafa prjedikað

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.