Dagskrá - 05.08.1897, Síða 4
124
Á Englandi hefur verið eytt 24,462,000,000 kr.
í tæpum 300 árum í herkostnað.
Á Merkúríus Og Venus er svo heitt að sams-
konar steintegundir sem hjer eru algengastar, mundu
bráðna þar; en á Uranus og Neftúnus er svo kalt að
vatn mundi þar verða hart sem klettur.
Á Frakklandteru til hæli fyrir 16,700 munaðaðar-
laus börn og fyrir 79,400 gamalmenni sem engan eiga að.
Svefnleysi þola menn ekki lengur en 1 10 daga,
loptleysi í 5 mínútur, vatnsleysi í 7 daga og matarleysi
mismunandi eptir ýmsum kringumstæðum.
Helstu skógar í heiminum eru að stærð nálægt
því sem hjer segir: í Rússlandi 485,000,000 ekrur (ein
ekra er = 4840 ferhyrnings yards, 46 yards 67 álnir),
í Bandaríkjunum 476,000,000, í Canada 174,000,000,
Brasilíu 135,000,000, Skandinavíu 63,000,000, Austur-
ríki 46,000,000, Þýskalandi 33,000,000, Frakklandi
23,000,000, Ítalíu 11,000,000, Spáni og Portúgal 9,000,000
Algier 6,000,000, og Hollandi og Belgíu 1,500,000 ekrur.
Úr Bandaríkjunum voru fluttar 4,150,000,000
pottar af Steinolíu árið 1891 fyrir 184,727,420 króna.
ísöldin halda menn að hafi byrjað fyrir nálægt
240,000 árum og staðið yfir hjer um bil 160,000 ár
Biflugur verða að hafa 90,000 til 2,000,000 blóm
til þess að geta safnað einu pundi hunangs.
Dr. Bail írskur stjórnfræðingur segir að jörðin
háfi snúist svo hart á meðan hún var fljótandi að dag-
urinn hafi ekki verið nema 3 klukkstundir. »Loksins
skiptist hún í tvennt« segir hann, »og er tunglið minni
parturinn; það hefur alltaf gengið í kring um hana síð-
an, en fjarlagist hana meir og meir«.
Allt guil í heiminum mundi verða nægilegt til að
fylla hús sem væri 22—30 fet á hvern veg
Hæö manna er ekki jöfn kvölds og morguns.
Þegar maður hefur unnið á daginn,, er maður einum
þumlungi lægri eða meira á kvöldin en á morgnana
þegar maður hefur sofið og hvílst.
Meðalárshiti á öllum hnettinum er 50 gráður á j
Fahrenheit.
Halastjörnur eru fæstar styttri en 5,000,000
mílna og margar 50,000,000, en efnismegin þeirra er
mjög lítið, þær eru ekki þyngri en l\ 100,000 í hlutfalli
við jörðina.
Fyrstu eidspítur voru 6 þumlunga langar.
Líísábyrgöarfjelagið
S T A S®
Umboðsmenn fjelagsins eru:
Borgari Vigfús Sigfússon, Vopnafirði.
Versiunarmaður Roif Jóhannsson, Seyðisfirði.
Verslunarmaður Arnór Jóhannsson, Eskifirði.
Verslunarmaður Grímur Laxdal, Húsavík.
Amtskrifari Júlíus Sigurðsson. Akureyri.
Sjera Árni Björnsson, Sauðárkróki.
Sjera Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði.
Bókhaldari Theodór Ólafsson, Borðeyri.
Sýslumaður Skúli Thoroddsen, ísafirði.
Sjera Kristinn Daníelsson, Söndum í Dýrafirði.
Kaupmaður Pjetur Thorsteinsson, Bíldudal.
Kaupmaður Bogi Sigurðsson, Skarðstöð.
Bóksaii Gísli Jónsson, Hjarðarholti í Dalasýslu.
Verslunarmaður Ingólfur Jónsson, Stykkishólmi.
Kaupmaður Asgeir Eyþórsson, Straumfirði.
Kaupmaður Snæbjörn Þorvaldsson, Akranesi.
Verslunarmaður P. J. Petersen, Keflavík.
Sjera Bjarni Pálsson, Steinsnesi í Húnavatnssýslu.
Verslunarmaður Halldór Arnason, Skógarströnd.
Verslunarmaður Kr. Jóhannesson, Eyrarbakka.
Ólafía Jóhannsdóttir, Reykjavík.
Skrifstofa fjelagsins er á Skóla-
vörðustíg nr. 1 i, opin nvern rúm-
helgan dag.
Hr. L. Lövenskjöld
Fellum — Kellum pi’. Sltien, lætur kaupmönnum
og kauptjelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt
fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv.—
Semja má við umboðsmann hans.
Pjetur Bjarnason, ísafirði.
Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson.
Prentsmiðja Dagskrár.