Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 10.08.1897, Síða 1

Dagskrá - 10.08.1897, Síða 1
Verð árgangs .yrir cltlri kaup endur innanlands. 4 krónur. lCemur ut hvern virkan dag. Verð ársfjórðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — Arsfjórð. erlendis 2,50. AGSKRÁ. II, 35. Reykjavík, þriðjudaginn 10. ágúst. 1897. Fjelagsskapur Skúla. Hr. Sk. Thoroddsen er hróðugur af hinum nýja fjelagsskap er hann sje nú kominn í, eptir að hann varð svarinn þjónn og vinur Valtýs — og jafnframt vill hann láta heita svo, sem allir aðrir sjeu íhaldsmenn sem ekki hafa viljað fylgja honum, nfl. Skúla sjálfum, undir merki hins launungarfulla Vestmannaeyja-doktors. Hr. Skúli heldur að hann sje álitinn sá feikna frelsispostuli um endilangt land, að það verði skoðað sem fyrsta og síðasta meginskilyrði fyrir því að nokkur maður geti kallast frjálslyndur, að hann geti hrósað sjer af því að teljast í flokki með Skúla — hvað sem því líður, hvað það er sem Skúli kann að stefna að. Þess vegna kallar hann það íhaldspolitík að halda fram aðalkröfunni í stjórnarbótarmáli íslendinga — að- skilnaði sjermálanna frá ríldsráðinu — en hina einu sönnu og ósvikulu frelsispolitik kallar hann það að steypa sjer á eptir Valtý og hans hlýðnum þjenara, Skúla Thorodd- sen, niður í rottugildruna, sem menn hafa verið svo vænir að opna fyrir hverjum sem fýsir að fara þar inn. En skyldu menn nú ekki, sutnir hverjir, hugsa sig um tvisvar, áður en þeir taka góðar og gildar allar vit- leysur Skúla um þetta mál — ef ekkert á annað að sykra þær heldur en meðmæli hins upplitaða frelsispost- ula sjálfs? Eða heldur Skúli að Islendingar muni álíta allt apturhaldspolitík sem þeir konungkjörnu og lands- höfðinginn halda fram án alls tillits til þess hvað það er, hvort það er landinu til góðs eða landinu til tjóns? Það var sá tími að menn höfðu fremur gott álit á Skúla fyrir frjálslyndi, vegna þess að hann fylgdi 'óðrum vel að málum — en þó þótti öllum betri mönnum hann skrifa jafnan fremur strákslega og óviðkomandi malefninu sjálfu um stjórnina. — Yfirleitt leit optast svo út sem hann hjeldi að það væri nóg að skamma stjórnina innanlands og utan, til þess að verðskulda nafnbót frelsispostulans á meðal landsmanna — án þess að ávítur hans væru á nægilegum rökum byggðar. Jafnvel þar sem menn voru á sama máli með Skúla um það, að stjórnin verð skuldaði aðfinningar og ávítur, söknuðu menn optast góði a röksemda hjá ritstjóra Þjóðviljans, en í stað þess voru dálkar biaðsins einatt fullir af alls kyns skætingi, sem var ekki lagaður t'l þess að sannfæra neinn um það að Skúli hefði á rjettu að standa. Það er skætingur af þqssu tagi sem hann ber á borð í síðasta Þjóðvilja, þar sem hann vill gjöra það tor- tryggilegt að Dagskrá fylgi nú fram sömu skoðunum sem þeir konungkjörnu á síðasta þingi og landshöfðing- inn hjeldu fram. — Þetta á að vera alóhafandi stefna að eins af því að Magnús Stephensen hefur mælt frani með henni við stjórnina. Þetta er lógik herra Skúla. — En vilja margir treysta því að Islendingar í heiid sinni hugsi á þennan veg? Nei. Hvort maðurinn heitir Magnús Stephensen eða Skúli Thoroddsen mun verða álitið minnst um varða hjá þjóðinni þegar hún fer að yfirvega þetta mál. En hvor hefur verið heilráðari um mesta velferðarmál lands- ins, mun verða athugað fyrst og fremst og eptir því mun verða dæmt á milli þeirra á sínum tíma. En færi maður á annað borð að fara út í þá sálma, er ekki ólíklegt að einhverjum gárunganum þætti það nokkuð kynlegt vinfengi er gjörist nú a dögum mill fógetans fra Isafirði og hins eða þessa núverandi fjelags- bróður hans, er áður átti litlu dálæti að fagna af Skúla frelsispostula; mundu menn ekki síður geta fundið hon- um til foráttu nokkurt hviklyndi í slíkum efnum, heldur en Dagskrá, þó hún vilji styðja rjett málefni, ekki síður fyrir það þótt erindreki og fulltrúar konungsvaldsins hjer innanlands sjeu með því. Dagskrá hefur aldrei lofað menn eða lastað af persónulegum ástæðum. — Hefði Dagskrá lagt það í vana sinn mundum vjer þegar fy rir löngu hafa svarað Skúla Thoroddsen eins og vera bar upp á ýms ónot og slettur er blað hans flutti að ósekju til Dagskrár í vetur, meðan vjer málefnisins vegna vildum komast hjá þrætu við hann, er vjer treystum að mundi ekki verða með Danastjórn á móti íslendingum, cptir að þjóðin hafði goldið honum stórfje í launaskyni fyrir frammistöðu hans — sem var nú, ef satt skal segja, varla launanna verð. Reyndar hlaut manni strax að bjóða við því hvernig hann fór í ótíma að gjöra ráð fyrir því að fylgi fengist ekki með hinni fullkoinnu endurskoðun, en vjer alitum að greinar haus í þá átt væru fretnur ritaðar af poli- tisku »taktleysi« heldur en af illum vilja. Vjer gátum varla ætlað honum það að hann mundi á þennan hátt vera að rjettlæta að hann vildi heldur eLki heita hinu eldra endurskoðuuarfrv. fylgi sínu a þessu

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.