Dagskrá - 24.08.1897, Blaðsíða 5
i85
eru, er hjúkrað með lúnni aðdáanlegustu nærgætni, höfð-
ingjar þekkjast þar engir aðrir, en þeir sem eistir eru,
þeir eru mest virtir. (Frh.).
Fiskimærin,
(Eptir Björnstjerne Björnsson).
Þar senr síldveiðar hafa verið stundaðar til muna,
myndast smám saman bæir, ef annars cru nokkrir mögu-
legleikar til þess. Vanalega eru þeir óskipulegir, og lík-
ari því, að það væri ýmislegt rekald, er sjórinn hefði
skolað upp, heldur en mannaverk. Allt í kring liggja
staurar og drumbar, og batar fiskimannanna eru til og
frá á hvolfi; þeir hafa hvolft þeim yfir sig til skjóls
einhverja óveðursnóttina.
Þegar vel er aðgætt, sjest það glöggt, að bærinn
eða þorpið er byggt af handa hófi. Ef til vill liggur
stóreflis hæð í miðjunni og kofarnir ailt í kring, cða til
og frá eru tjarnir og lækir og húsin á milli. Góturnar
eru bognir og hlykkjóitir stígar. Það er einungis eitt,
sein bæir þessir hafa allir til síns ágætis: höfnin er hin
hagkvæmasta, þar geta legið stór skip, hverju sem viðr-
ar; enda leita menn þangað opt af hafi utan.
í bæjum þessum er vanalega þögult og hljótt;
hvergi heyrist neinn hávaði nema við bryggjurnar. Þar
dingla smábátar bundnir á stefnum, og aðrir ganga
fram og aptur, því optast er verið að ferma og afferma
skip, er liggja á höfninni. Meðfram sjónum cr eina gat-
an cr nokkuð kveður að. Við hana er húsaröð. Þau
eru ýmist ein- eða tvíioptuð og máluð hvít eða rauð.
Þó liggja þau ekki saman, í rnilli þeirra eru jurtagarð-
ar. Gatan er nokkuð löng og viðunanlega breið, en
opt er þar óþægilegur þefur af því sem liggur á bryggj-
unum og í flæðarmálinu.
Allt er siðsamt og hljótt — það er þó ekki af
ótta fyrir lögregluþjónum, þeir eru vanalega engir —
en það er af ótta fyrir umræðum náungans, því allir fá
óvægan dóm, ef út af bregður. Það verður að gæta
allra bæjarsiða nákvæmlega. Þegar gengið er fyrir
glugga, verða allir að heilsa þeim, sem við hann situr:
er það optast öldruð mær, sem tekur undir vingjarn-
lega. Ekki þykir sá heldur fylgja bæjarsiðunum, er
ekki heilsar öllum sem hann mætir á götunni. Hverj-
um flokki manna, er sett fast ákveðið lögmál, sem hann
verður að breyta eptir. Það er auðvitað ekki nema
vaninn, sem hefur sett það, en því lögmáli hlýtur þó
hver að hlýða; því sá, sem að einhverju leyti fer út
fyrir takmörk þess, hann fellur í gildi í augum allra
bæjarbúa, Menn þekkja allir hver annan í bænum, og
ekki einungis það, heldur einnig ætt og uppruna hvers
einasta manns. Ef einhverjum verður eitthvað á, t. d.
að heilsa ekki manni á götu, þá er farið að rekja ætt
hans, og grafa það upp, hvort nokkur af æltingjum
hans hafi áður gjört sig sekan í sömu yfirsjón.
Fyrir mörgum árum kom maður einn í bæ þcnn-
an, er Per Olsen nefndist. Hann kom þangað utan af
landi og hafði selt þar glysvarning og leikið á fiðlu.
! Þegar Olsen kom þangað verslaði hann með hið sama,
| og brennivín að auki. Hann hjelt til í herbergi á bak
j við sölubúðina, gekk þar um gólf og ljek á fiðlu sína.
I hvcrt skipti, er hann gekk fyrir, leit hann í rúðuna
á huröinni til þess að sjá hvort enginn væri kominn í
búðina; þegar einhver kom inn lagði hann frá sjer fiðl-
una og flýtti sjer fram. Verslunin gekk ágætlega, og
hann græddi á t.i Og fingri.
Að nokkrum tíma liðnum kvæntist hann, og eignaO-
ist skömmu síðar son, er hann Ijet skíra í höfuöiö n sj ílfum
sjcr, þó ckki Per, heidur Pjetur. Olsen fann það sjalf-
ur, að það sem harin vantaði var að vera mcnntaður;
hugsaði hann sjcr því, að búa Pjetur litla betur undir
! lífið; hann setti hann í latínuskólann. Þegar strákarnir,
leikbræður hans, börðu hann svo að hann hjelst ekki
við og varð að flýja heim, fyrir þá sök að hann var
sonur Olsens, þá barði Olsen hann líka og rak hann
aptur út til þeirra með harðri hendi, »þ\-{ enginn verð-
ur óbarinn biskup« hugsaði Olsen. Pjetur litli varhafð-
ur útundan í skólanum og hafði lítið saman við skóla-
bræður sína að.sælda. Hann varð brátt latur og leið-
ur á lestrinum og svo tilfinningarlaus fyrir öllu að hann
grjet einu sinni ekki, hversu mikið sem faðir hans barði
hann og honum stökk ekki bros þótt allur heimurinn
Ijeki og dansaði í kring um hann. Þegar Olsen sá
hvað verða vildi, tók hann Pjetur litla úr skóla og setti
hanti í búðina. Við það starf var hann mjög skyldu-
rækinn, hann var lipur og gegninn verslunarmaðtir, vigt-
aði allt nákvæmlega rjett, eyddi engu sjálfur, ekki svo
mikið að hann stingi upp í sig svcskju eða sykurmola.
En fálátur var hann og mælti varla orð frá munni. Nú
rann aptur upp vonarsól í huga gamla mannsins með
framlíð sonar síns. »Hver veit nema það rætist úr hon-
um« hugsaði hann. Að skömmum tíma liðnum sendi
hann Pjetur mcð síldarskipi til Hamborgar, til þess að
lesa þar verslunarfræði. Hann var þar í 8 mánuði og
það hlaut að vera nóg.
Þegar hann kom aptur, hafði hann fcngið sjer scx
klæðnaði og var í þeim öllum þegar hann steig á land
»því það er þó ckki hægt að tolla fötin sem maður
gengur í« luigsaöi hánn. Þegar hann kom út á götuna
daginn cptir, þótti mönnuin hann liafa grennst töluvert
um nóllina, því nú var hann ekki nema í einum klæðn-
aði. Hann gjekk þráðbeinn og Ijct hendurnar hanga
niður með lærunum Þcgar hann heilsaði á götunni
hneigði hann sig snoggt, cn tók sig jafnskjótt aptur, rjett