Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.08.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 24.08.1897, Blaðsíða 7
Flensborg1. Þessi uppeldisstofnun sinna eigin kennara („Kenn- araskólinn") var felld við 3, umræðu í efri deild í gær — og er látið vel yfir því rjettlætisverki deildarinnar, hvar sem á það er minnst. Mönnum mun þykja heldur ganga úr hófi fram með fjármálapólitík hr. Jóns Þórarinssonar. þegar hann íetlast nú til þess, að landsmenn fari að setja hann á lífstíðarlaun með sjerstökum lögum. Mönnum mun þykja það nóg að hann „kenni á fjárlögunum" svona fyrst um sinn. — Það er ekki nema sanngjarnt, því fjárlög- in hafa svo lengi fengið að „kenna á honum". r Utiendir ferðamenn. Stöku sinnum hefur verið minnst á það í blöðum, hvað gjört væri að því að hæna hingað útlenda ferða- menn og hvað gjört yrði til þess; er ekki hægt annað að segja en að þau orð hafi verið tekin til íhugunar hjer í Reykjavík, þar sem stofnað er ferðamannafjelag í þeim tilgangi og sama er að segja um menn úti á landinu; þeir taka optast á móti útlendum ferðamönnum j með opnum örmum, enda sjest það glöggt á ferðasögum þeirra. Það er þó að einu leyti sem langt of lítið cr gjört í þá átt að auka ferðamönnástrauminn hingað og tryggja þannig landinu talsverða fjárupphæð árlega; það er að fræða þá setn best um alla sögulega staði; það hefur jafnvel meiri þýðingu en allar aðrar góðar viðtökur. Þetta virð- ist liggja næst Ferðamannafjelaginu. Það ætti að taka á móti öllum útlendum ferðamönnum og útvega þeim j bæði hesta og fylgdarmenn. Fylgdarmehnina ætti það j að vclja þannig að það væru einungis menn, er kynnu vel að tala ensku og væru fróðir í sögu landsins. Það er algengt að Englendingar hafi haft fylgdar- menn, sem reyndar geta talað við þá allt hið nauðsyn- legasta, en þegja nálega allt af nema þegar þeir yrða á þá, fræða þá alls ekkert um ásigkomulag lands og þjóðar, þekkja enga forna sögu- nje merkisstaði og hafa þeir þannig mjög litið gagn af ferðinni. Þeir sjá að eins það sem fyrir augun ber án þess að vita nokk- uð um það og fara þannig á mis við allt sem hefur mest áhrif, allt sem helst mundi leiða þá hingað og laða. Ferðin verður dauf og ieiðinleg og hugmyndin um landið náttúrlega alveg eins. Það mundi þykja Ijeleg landafræðiskennsla í skólum vorum að sýna lærisveinum landsuppdrætti, nafnalausa án allra skýringa og an þess að þeir væru látnir lesa nokkra Taók; en það er alveg að sýnu leyti eins að ferð- ast um ókunnugt land með tnönnum, sem annaðhvort vita ekkert eða segja ekkert um örnefni eða sögustaði. Þetta ætti Ferðamennafjclagið að taka alvaslega til íhugunar Sig. Júl, Jóhaunesson, Blaðamenn. (Eptir Júlíus From). F.ru pcir annars til nokkurs gagns fyrir mannkynið þcssir blaðamennr ætli 'það væri ckki hetra að þcir væru ckki lil? Enn þá eru rnargir svo langt á cptir -tímanum að spyrja, eða að minnsta kosti að hugsa þannig, og þó er enginn mað- ur f heiminum setn kemur eins miklu til lciðar Q^gpdur blaða- maður. Til þess að einhver verði mcð rjettu kallaður góður blaðamaður, verður hann að hafa rniklu víðari andlegan sjón- deildarhring en flestir aðrir menn. Hann þarf að geta skrifað um búnað og jarðyrkju, listir og vísindi; hann verður að hafa þekking á vjelum og iðnaði; hann verður að þekkja öll varö- andi lög í mannlífinu; hann vcrður að hafa í huganum svo glöggt yfirlit yfir mannkynssöguna að hann geti dregið sögu- legar og skynsamlegar ályktanir af einni eða annari stjórn- fræðisstcfnu. Hann vcrðar að fylgjast með í öllum breyting- um á því, cr nokkuð varðar bæði í stjórnarfari og öðru. Blaðamennirnir safna saman öllu, er þeir geta, fræðandi og nytsömu; draga það sarnan og gjöra það auðvelt og skilj- anlegt fyrir fróðlcikstúsa lesendur. Það sýnist ckki mikið verk á blaöi þcgar vcrið cr að tesa það, en þá er þess ekki gætt að sá sem að því starfaði hefur orðid að eyða í það miklum tíma og fyrirhöfn til þess að geta gjört það vel úr garði, hann hefur orðið að lesa margar bækur, og bera þær saman og kemur með stuttan útdrátt úr þeim svo að aðrir geta lesið efni þeirra í blaði hans á einum klukku- tíma, sem hann hefur þurft til marga daga. Góður blaðamaður hefur augun opin fyrir öllu, hann set- ur sig aldrei úr færi til þess að fræðast og frjetta. Allt sem hann heldur að almenningur hafi gagn cða gaman af geymir hann í huga sjer og skýrir svo frá því. Hann leitast við að bæta allt smátt og stórt, benda á það sem aflaga fer og finna nýjar leiðir og þó halda menn að hann sje til einkis gagns. í IViadrid á Spáni er árlega haldinn markaður í tjaldi einu. Þar er maður José Coll að nafni, sem getur sagt ná- kvæmlega hversu hver hlutar sje þungur, einungis ef hann tekur hann upp. Ef honum Cr t. d. fenginn stafur, þá held- ur hann honum í hendinni nokkrar sekúndur og segir síðan hve þungnr hann sje. Ef stafurinn svo er vigtaður þá stendur það alveg heima. Vasaklúta, tóbaksdósir, úr og þess konar gctur hann vigt- að í hendinni svo alls cngu muni. Engin svik nje sjónhverf- ingar geta komist þar aö eptir því scm sjeð verður. Coll er sonur bankagjaldkera 1 Kataloniu. Kveðst hann hafa byrjað á því ungur að æfa þetta á pcningum og brjefunt.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.