Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 24.08.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 24.08.1897, Blaðsíða 4
i^4 Framfarir mannkynsins. (Eptir Elisée Reclus). Á síðari tímum hafa margir haldið því fram að mannkynið væri allt af að fullkomnast, en aðrir þykjast fullvissir um hið gagnstæða. Margir ágætir vísindamenn og sagnfræðingar segja að framför eigi sjer alls eigi stað yfir höfuð. Sagnfræðingurinn Ranke þykist sjá það að tímaskipti sjeu að framför og apturför. Hvert tímabil hefur sín einkenni og sínar stefnur. Eptir hans kenn- ingu er heimurinn eins og eitthvert allsherjar safn þar sem hvað er út af fyrir sig án þess að það sje verulega tengt hvað öðru. Margt er það, sem menn halda að hafi náð svo mikilli fullkomnun sem verða megi og allar breytingar á því hljóti þess vegna að vera apturför. Af þeirri ástæðu er það að lítið er opt gjort úr því yfir- standandi, en hið liðna hafið til skýjanna. í fornöldinni þykjast menn sjá hinn fyllsta fullkomleik er hægt sje að öðlast og telja því allt sem öðruvísi er apturför. »Það er eitthvað ólíkt orðið nú á tímum því sem var á æsku- árum mínum«, segja menn, »öliu fer hnignandi«. Þeir þykjast sjá glögga apturför á öllu og komandi kynslóð- um glötun búna. Þetta skapar hjá börnum virðingarótta i fyrir foreldrum og öllum hinum gömlu alveg eins og j þeir báru fyrir foreldrum sínum og þetta gengur koll af | kolli; afleiðingin af þessu verður sú að mönnum inn- rætist smámsaman sú viðurstyggilega trú, sú skaðlega sannfæring að öllu fari hnignandi, allt sje á leiðinni til glötunar og eyðileggingar. Það er alveg jafnalgengt að tala um sspilltan tíðaranda« nú á dögum og fyrir 200 árum. Annars er það mismunandi hvað meint er með orð- j inu »framfarir«; það er eins og orð Buddhatrúarmanna: »Nirvána« (hið æðsta góða). Það fer allt eptir því hvað j það er sem mönnum þykir háleitast og best. Sumir heimspekingar halda því t. d. fram að hvíld og næði sje best allra gæða. Þeir sem þær skoðanir hafa hljóta að leggja aðra þýðing í orðið framfarir en hinir sem meta meira fjör og frelsi þótt því fylgi hætta, en að- gjörðaleysi, deyfð og dáðleysi. Yfir höfuð er það margt sem má telja til framfara, t. d. hinn fullkomnasta þroska alls þess sem best finnst og háleitast í eðli mannsins, ráð og möguleika t'l þess að auka fegurð, hreysti, langa lífdaga, auð og þekkingu, siðferði og göfugan hugsunar- hátt. Sje þetta talin rjett skýring á orðinu framfarir, þá munu margir segja að þær sjeu litlar. Margir ferða- menn hafa orðið gagnteknir af því, hve sælir sjeu ýmsir flokkar manna er lifi í ró og næði, er viti ekkert af byltingum heimsins og því sem vanalega eru kallaðar framfarir. Frásagnir ferðamanna um líf þeirra höfðu svo mikil áhrif á rithöfundana Rousseau og Diderot að þeir sögðu: »Nálægjumst aptur náttúruna«. Ofsi hinna áköf- ustu stjórnarbyltingarmanna á Frakklandi sefaðist jafnvel svo að þsir vildu koma á hjá sjer líkri stjórn og var hjá Spartverjum og Rómverjum. Það er ekki hægt annað að sjá en að sumir nútíðarmenn hugsi hið sama, sem ekkert finnst koma til neins er yfir stendur, en lofii það á hvert reipi sem liðið er, enda virðist ekki hægt að neita því að sumt hafi verið betra í ýmsu tilliti. Alfred Brússel Wallece hefur ritað á þessa leið. »Hvenær hefur mannkynið náð hinu fyllsta þroskastigi? Hinir elstu heimspekingar segja, að það sje þegar ein- staklingsfrelsið sje orðið sem mest og hann hafi sjálfur vit á að stjórna vilja sínum og kröptum; þá kemst allt fjelagslíf í rjett horf; þá vita menn hvað rjett er eða rangt, og þá finna þeir hjá sjer einbeittan vilja til hins rjetta; þá þarf enga hegningu og er.gin lög, — Nú ber þess að gæta, að hjá þjóðum á lágu þroskastigi í mennt- unarlegu tilliti virðist þetta vera á hærra stigi, en hjá oss. Jeg hef vcrið hjá þjóðflokkum í Suður-Ameríku og í Austurlöndum, sem hvorki þekktu lög nje dóm- stóla, heldur var almenningsálitið hinn eini og algildi dómur. Einstaklingsrjettarins var þar gætt svo vel að furðu sætti. Það kom tæpast fyrir, að nokkur maður skerti rjett annars eða gjörði á hluta hans að nokkru leyti. Þar voru allir jafningjar. Þar þekktist ekkert af því, er kemur til leiðar flokkaskiptingu hjá oss t. d. menntun og fáfræði, auðæfi og fátækt o. s. frv. Þar þekktist ekki samkeppni í atvinnuvegum og verslun. Þótt nú engum detti í hug að mæla á móti því, að vjer sjeum þessum þjóðum fremri að menntun og and- legum framförum, þá stöndum vjer þeim langt að baki í siðferði, það er ekkert djúpt tekið í árinni«. Þetta kveður hann koma af því, hve þröngur sje sjóndeildar- hringur þeirra; flokkarnir eru svo fámenmr og hafa ekk- ert saman við aðra að sælda; þar eru því allir bræður og systur. I hinum menntaða heimi, þar á móti, er sjónsviðið svo stórt, samgöngurnar svo viðtækar, og þess vegna verður fjelagsskapurinn eklci eins náinn, þar sem svo fjöldamargir taka þátt í honum. Þetta sjest glöggast á svertingjum þeim, er byggja Filipps- eyjarnar. Híbýli þeirra eru ljelegri, en hægt sje að lýsa; það eru aðeins greinar, sem snúnar eru saman og þaktar pálmaviðarblöðum; er það til þess, að vcrj- ast hinum brennandi sólarhita. En því minna, sem hver einstaklingur þarf að hugsa um tilveru sína og lífsviðurværi, því betri ástæður hefur hann til þess, að rjetta náunga sínum hjálparhönd, og styðja að heill fjelagsins í heild sinni. Þegar barn fæðist, þá koma ailir saman, til þess að ráðgast um, hvað það skuli heita. Þar er enginn prestur, en siðsemi og samkomu- lag hið besta. Til þess, að tákna ást og eindrægni hjónanna, eru á sumum »heimilum« gróðursett tvö trje, sem látin eru hallast hvort að öðru. Þeim, sem veikir

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.