Dagskrá - 24.08.1897, Blaðsíða 6
i86
eins og hann væri fjaðurmagnaður. Hann var kurteis
og siðprúður í allri framgöngu, en talaði varla orð frá
munni. Það var ekki laust við að svo liti út, sem hann
væri hálf einurðarlaus. Hann skrifaði sig ekki lengur
Olsen heldur Ohlsen.
»Hvað ætli Pjetur hafi menntast mikið í Hamborg?«
spurðu gárungarnir. »Hann byrjaði á stafrofinu«, sögðu
aðrir. Pjetur hafði líka ætlað að kalla sig Pedro, en
sökum þess, hve mikið gys var gjört að honum fyrir
»h«-ið, hætti hann við það, og skrifaði sið P. Ohlsen.
Hann var dugandi maður og jók verslun föður síns.
Þegar hann var 22. ára, gekk hann að eiga búðar-
meyna með rauðu hendurnar.
Faðir hans var orðinn ekkill, og hann varð að taka
við húsinu, en það var skynsamara að kvænast, en að
halda ráðskonu, það þurfti þó ekkert að borga konunni.
Að ári liðnu eignaðist P. Ohlscn son, var hann vatni
ausinn og nefndur Pedro. Þegar Olsen var orðinn afi,
fannst honum það hljóta að vera, að hann væri orðinn
gamall. Hann afhenti syni sínum verslunina, en sat
optast sjálfur á bekk fyrir utan búðardyrnar, og reykti
þurkað munntóbak í birkipípu. Þegar hann einhverju
sinni hafði setið þarna stundarkorn, tók honum að leið-
ast, óskaði hann hann þá, að fá sem fyrst að sofna
fyrir fullt og allt; enda hlotnaðist honum það nokkru
síðar.
Þess er áður getið að Olsen gamla var tvennt vel
gefið; hann var hygginn í verslunarsökum, og hafði
töluverða sönghæfilegleika
Það var alveg eins og gamli maðurinn hefði skipt
því á milli sonar síns og sonarsonar, og hefði arfleitt
þá sinn að hvoru. Pjetur hafði fengið verslunarkænnsk-
una, en litli Pedro sönghæfileikana. Honum gekk il!a
að læra að lesa, en fór snemma að syngja. Hann blístr-
aði svo vel og viðkvæmt á flautu, að menn hlutu að
sannfærast um það, að hann hefði góðar og göfugar
tilfinningar. En föður hans geðjaðist miður að því,
hann hjelt að »strákurinn« mundi sökkva sjer niður í
söng og vanrækja störf sín. Þegar honum varð eitt-
hvað á, þá var hann ekki barinn og hrakyrtur eins og
faðir hans þegar hann var ungur, heldur var hann klip-
inn. Ef hann ekki sat eða stóð eins og föður hans
líkaði, þá ldeip hann hann. Móðir hans taldi á honum
bláu blettina á kvöldin þegar hún háttaði hanu, og kyssti
á þá, en hún þorði ekki að finna að þessu við mann
sinn, því þá kleip hann hana líka. í hvert skipti, sem
gat kom á treyjuna hans Pedros litla, sem var sniðinn
upp úr gamalli ferðaúlpu af föður hans, hljóp Ohlsen
upp á nef sjer; ef skólabækurnar hans urðu óhreinar,
var sama máli að gegna, og móðir Pedros varð fyrir
öllum ákúrunum. Hún v.eitti honnm því stöðugar á-
minningar og setti ofan í við hann fyrir cngar sakir. Þetta
gramdist Pedro; hann varð reiður við föður sinn, og-
honum leiddist nöldrið í móður sinni. Þegar hann var
að leika sjer með fjelögum sínum, fóru þeir sjaldnast
illa með hann; ef þeir tóku óþyrmilega í hann, fór hann
að gráta; hann varð þá hræddur um að fötin sín mundu
rifna og þá vissi hann á hverju hann átti von. Leik-
bræður hans skoðuðu hann því eins og annan aumingja
sem ekki væri gustuk að bekkjast til við, en hann fór
algjörlega á mis við allar virðingar hjá þeim. Hann
fór einförum og var utan við alJt, enginn tók þátt í
kjörum hans, og hann var ekki samrýmdur neinum.
Svona var það í skólanum; hann sá það brátt, að þetta
var af því, að skólabræður hans þóttust allir vera æðri
honum að virðingu og klæðaburði, en hann sá það líka
að fátækustu börnin í þorpinu voru öðruvísi Hann var
heldur betur búinn en þau, og þess vegna töldu þau
hann jafnvel meira en jafningja sinn; hann fór því smám-
saman að verða þeim samrýmdari. Einkum var það
ein stúlka, sterkbyggð og hávaxin, sem honum geðj-
aðist best að; hún mátti sín rnest af öllum krökkunum
og var eins og nokkurs konar drottning yfir þeim, en
hún var svo undur góð við Pedro litla, og því var hann
óvanur. Hún hafði hrafnsvart hár, sern hún greiddi
aldrei öðruvísi en með fingrunum; augun voru dökkblá
og djúp, og ennið lágt. Hún var starfsöm og afkasta-
mikil við allt sem hún gjörði og kvað langmest að
henni allra krakkanna. Á sutnrin var hún berfætt og
með bera handleggi og dökkmórauð í andliti af sólar-
hita; á vetrurn var hún ekki meira klædd, en aðrir á
sumrin. Það var táp í henni. Faðir hennar var fiski-
og hafnsögumaður. Hún reri með föður sínum og and-
æfði bátnum á meðan hann dró. Þegar hann varð að
fara í hafnsöguferðir, þá reri hún ein og fiskaöi. Hún
vakti mjög eptirtekt manna; það var eins og allir sem
höfðu sjeð hana, vildu fyrir hvern rnun sjá hana aptur.
Hún hjet Gunnlaug, en var aldrei nefnd annað en fiski-
mærin, og þótti henni heiður að því nafni. Alltafþeg-
ar börnin Ijeku sjer, hjálpað; hún þeim sem miður höfðu.
Pedro varð alltaf undit- við hvern sem hann átti, hún
þurfti því opt að hjálpa honum og þess vegna urðu
þau brátt samrýmd. Hann liafði næði til að blístra á
flautuna sína í bátnum hennar, en það var honum strang-
lega bannað heirna, því faðir hans hjelt að það drægi
huga hans frá skólanámi og daglegum störfum. Hún
reri opt með hann út á fjörðinn á kvöldin þegar sóiin
var að síga í æginn og allt var svo unaðslegt í sumar-
kyrðinni. Hún sagði honum ótal margar sögur um
marmennla og töfra þeirra; um skipbrot og lífshættur;
um ókunn lönd, svarta menn o. fl. Frá þessu höfðu
sjómennirnir sagt henni. (Framh.)