Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 30.08.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 30.08.1897, Blaðsíða 2
jq8 Avarpið, áður en því var breytt (frá meiri hluta nefndarinnar í Efri deild). Mildasti herra Konungur! Þá er Efri deild alþingis að þessu sinni lýkur störf- | um sínum, finnum vjer hjá oss innilega hvöt til að senda j Yðvarri Hátign vort þegnsamlegasta ávarp. Vjer erum sannfærðir um, að vjer mælum það eitt, er býr öllum íslendingum í brjósti, þá er vjer fyrir hönd lands vors vottum Yðvarri Hátign lotningarfyllstu og hjartanlegustu þakkir fyrir hina ríkulegu hjálp, sem j fyrir mildilega forgöngu Yðvarrar Hátignar og konung- j legt örlæti Yðvart og Yðar konunglegu ættar hefur með svo hlýjum bróðurhug verið sent frá Danmörku til líkn- ar og viðreisnar þeim löndum vorum, sem urðu fyrir j tilfinnanlegu tjóni • í hinum skæðu landsskjálftum á næst- liðnu sumri, og höfum vjer hjer, eins og svo optlega áður, sjeð órækan vott um landsföðurlega umhyggju Yðar Hátignar fyrir velfarnan þjóðar vorrar og Yðar konunglegu mildi oss til handa. Mikillega hefur það hryggt oss, að Yðar Hátign hefur eigi sjeð sjer fært að taka til greina óskir alþing- is um þær breytingar á stjórnarfyrirkomulagi landsins, sem vjer teljum oss nauðsynlegar. Og eigi liefur það síður hryggt oss, að tilraunir þær hafa að engu orðið, sem á þessu þingi voru gjörðar af þingmanna hálfu til að ná samkomulagi um hinar bráðnauðsynlegustu bætur á stjórnarhögum vorum, sem stjórn Yðv. Hátign- ar hafði með munnlegri yfirlýsingu fulltrúa síns tjáð sig fúsa til að ganga að. En þótt frumvarp það í þessa átt, sem samþykkt var í vorri deild, fjelli með litlum atkvæðamun í neðri deild þingsins, sem vjer teljum óhappalega farið, þá öl- um vjer þá öruggu von, að stjórn Yðar Hátignar muni eigi þar með láta þetta mikilvæga mál vera niður fallið, heldur sjái um, að það verði lagt á ný fyrir alþingi, eptir að þjóðinni við nýjar kosningar hefir gefist færi á að láta í ljósi, hvort hún er fremur sinnandi þeim þing- mönnum, sem vildu taka samkomuiagi á hinum gefna nýja grundvelli, þótt ýmsar af óskum vorum og kröfum hlytu með því enn um hríð að vera óuppfylltar, eða þeim þingmönnum, sem í sumar höfnuðu slíku samkomulagi sem gjörsamlega ófullnægjandi. Vjer drögum engan efa á, að vilji alls þorra þjóðarinnar muni reynast að vera sá, að taka heldur þeim bótum á stjórnarhögunum, sem ríflegast- ar geta fengist, heldur en að halda áfram að eyða kröpt- um sínum í árangurslausa baráttu, sem hlýtur að standa framförum landsins fyrir þrifum. Vjer fulltreystum því, að frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá vorri, sem vjer dirfumst að gjöra oss ör- ugga von um, að stjórn Yðv. Hátignar muni eptir boði Yðar leggja fyrir næsta alþingi, verði svo aðgengilegt oss til handa, sem framast er unnt, og fullnægi þörfum vorum að minnsta kosti í sama mæli og það frumvarp, sem vjer á þessu þingi eptir atvikum vildum ganga að. Vjer biðjum algóðan Guð að halda sinni verndar- hendi yfir Yðvarri Hátign og allri Yðar konunglegu ætt. * * Þótt ávarp þetta sje að miklu leyti áður prentað í Dagskrá vildum vjer taka það hjer upp orðrjett eins og það kom frá hendi höfundarins, biskups Hallgríms Sveinssonar til þess að hann gæti ekki kvartað yfir því að neitt væri »rifið út úr sambandi« — og síðan fært hon- um til reiknings. — Vjer skulum að þessu sinni ekki fara langt ú.t í málið — en skulum fyrst benda á hvernig hugsunargangur herra Hallgríms var áður en tekið var í taumana af öðrum. Herra H. er fyrst hryggur af því að hafa ekki fengið óskorunina sína frá því í hitteðfyrra tekna til greina — en er þó um leið jafnhryggur yfir því að þingið gat ekki þegið hið fyrirliggjandi tilboð. — Hvað á stjórnin að gjöra til þess að Ijetta þess- ari hryggð af blessuðum biskupnum? — Eða hvernig hefði farið ef þingið hefði viljað gleðja hann með því að fallast á Valtýskuna? — Hefði það getað bætt upp hugarangur hans yfir því að ekkert var tekið til greina af óskum hans? — 011 heila klausan verður ekki skilin öðru vísi en svo að biskupinn hafi hryggst yfir því að fá »tilboð« sem hann fyrir sitt leyti vildi þiggja með gleði. — En þó hinum kynlega hugsunargangi í þessari grein ávarpsins sje sleppt verður nóg eptir að athuga við þetta þingskjal, sem ber af öllu öðru sem sjest hefur enn fra þinginu í stjórnarskrármálinu að vanhyggni og politisku »takt«-leysi. (Framh.). Enn um Vaitýskuna. (Aðsent). I öllum málum skyldi þess gætt, sem við á, »comme il faut«, en, umfram allt sjerstaklega í þingmálum. Alþing er löggjafarsamkoma kosinna manna. Frum-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.