Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 30.08.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 30.08.1897, Blaðsíða 6
það sem guð vi 11«. Gunnlaug þagnaði litla stund, gekk því næst fáein skref nær Ödegaard og spurði. »Hvað meinar þú?« »Jeg meina, að hún skuli læra það, sem hún hefur hæfilegleika til, því til þess hefur guð gefið | þá«. Gunnlaug gekk enn þá nær, horfði spyrjandi í j augu Ödegaards og mælti. »Á jeg þá ekki að ráða fyrir hana? jeg sem er móðir hennar?« »Jú«, svaraði Ödegaard, »en þjer verðið og megið til að fara að ráðum góðra manna, sem vilja yður vel og betur vita, og þjer verðið að haga yður, eins og guð hefur boðið«. Gunn- laug stóð kyr stundarkorn og mælti síðan: »En ef hún lærir of mikið? Hún er fædd og alin upp í fátækt«, bætti hún við og leit framan í dóttur sína með við- kvæmni. »Ef hún lærir meira en stjettarsystkini henn- ar, þá færist hún upp eptir mannvirðingastiganum« sagði hann. Hún skildi hvað hann fór; svipur hennar varð þung- lyndislegri, hún horfði á dóttur sína og sagði við sjálfa sig: »Þetta er hættulegt«. —- »Þar hafið þjer rjett að mæla« svaraði hann »en þjer sjáið það sjálfar að þetta dugar ekki«. Það lýsti sjer eitthvað í augnaráði henn- ar, sem ekki var hægt að skilja til fulls; hún leit á hann alvarlega, en svo mikil einlægni og hreinskilni skein út úr honum, að hún gat ekki komið upp einu einasta orði. Hún gekk til dóttur sinnar og faðmaði hana að sjer. »Jeg skal kenna henni upp, frá þessum tíma og þangað til hún er staðfest* sagði hann, til þess að hjálpa henni, því hann sá, að hún var alveg orðlaus. »Mjer líst vel á þetta barn«. Hún klappaði á kinnarn- ar á dóttur sinni, lagaði á henní hárið, tók hálsklút af I sjálfri sjer og ljet á hana, og það átti að vera vitni þess, að hún mætti fara. Að því búnu hraðaði hún sjer brott á bak við húsið. Það var eins og hún vildi ekki horfa á þau leng- ur. Það lá við sjálft, að hann hálfiðraði þess, er hann hafði gjört, hann var ungur og óreyndur og var hrædd- ur um. að þetta hefði ef til vill verið glappaskot af sjer. Litla stúlkan tók eptir því, að móðir hennar hafði orðið að láta undan þessum manni, en það mundi hún ekki eptir að hún hefði gjört nokkru sinni áður. Hún hjelt því, að hann hlyti að hafa eitthvað ægilegra við sig en aðrir menn, og var því hálf hrædd við hann. Þannig byrjaði kennslan að þau voru bæði hrædd, sitt í hvoru lagi. Hann fullvissaðist um það daglega, að hún væri skyn'söm og námfús, og furðanlega þroskuð að skiln- ingi eptir aldri og ástæðum. Idann talaði viö hana um menn úr biblíunni og mannkynssögunni, og skýrði fyr- ir henni köllun þeirra af guðlegum ráðstöfunum. Hann talaði um Sál og Davíð, sem gætti hjarðar föður síns, þangað til Samúel kom og smurði hann. Hann taiaði um þá, sem Jesús sjálfur kallaði, þegar hann var hjer'á jörðunni; þegar hann kom til fiskimannanna og kaliaði i þá til að fylgja sjer í blíðu og stríðu, en þó ávallt í j gleði, því köllun drottins er aldrei án gleði. (Frh.) I Nóttin. Eptir B. Austigard. Ain rennur hægt og jafnt og tunglsgeislarnir leika fölleitir á vatnsfletinum. Ung kona situr á árbökkanum og horfir á gaupnir sjer dapurleg á svip. Beggja vegna árinnar er skógur, dimmur og skuggalegur. Það er eins og hver hrísla sje á hreifingu í tungslgeislunum og litbreytingin er svo marg- vísleg á laufinu að þeim sem á horfir sýnast stundum koma fram náföl mannsandlit sem gretta sig hræðilega með viðbjóðs- legu kuldabrosi. Himinhá fjöll dökk og ógnandi byrgja útsýnið á alla vegu, Himininn uppi yfir er eins og blámáluð hvelfing, skreytt tindr- andi stjörnum. Það er eins og þær leiði hugann eitthvað langt úti í geimnum. — — Ain skvampar hægt og afllítið við bakkana sem liggja í ótal smákrókum. Við og við heyrast þung og djúp andvörp, andvörp sem lýsa sárari sorg en nokkur tunga getur skýrt frá. — — Þessi unga kona situr í skógarjaðrinum samanhnipruð á dálítilli þúfu. Hún styður sinni hendi undir hvora kinn og olnbogarmr hvíla á knjám hennar. Hendin er föl og hold- lítil; svipurinn sýnir glöggt að henni býr eitthvað þungt í huga. Vesalings konan! — Hvað getur það verið sem veldur einveru hennar og sorg? Maðurinn hennar er drykkjumaður, hann er kominn svo langt á vegi víndrykkjunnar að engin líkindi eru til að hann muni snúa aptur. Hann hefur ekki verið henni ástríkur eiginmaður, heldur harður húsbóndi, — nei langt um verri. Harka hans við hana er alveg takmarkalaus þegar hann er drukkinn. Nú hefur hann rekið hana frá sjer undir nóttina á haustdaginn svo hún verður að hafast við undir beru lopti skjálfandi af kulda og hrygg í huga. Hún hefur staðnæmst þarna i kveldkyrðinni til þess að geta útausið tárum sínum í næði og talið sjer raunatölur þar sem enginn heyrði til hennar. Henni finnst sem hún geti ekki haldið þetta út lengur og langar til að kasta sjer út í ána, en innst í huga sjer finnur hún þó löngun til að lifa. Það hafa svo margar konur orðið að lifa við hið sama og hvers vegna skyldi hún ekki geta sætt sig við það líka? Allt í einu stendur hún upp og segir við sjálfa sig: »Nei, jeg gjöri það ekki! Það er miklu skynsamlegra að taka höndum sarnan við þá sem berjast á móti böli þessu. Konan á að neyta allra krapta til þess að hrinda af stóli hinu arga goði, áfenginu, sem fávísir menn hafa tignað og tilbeðið um langan aldur og scm ráðið hefur að miklu forlög- um hennar«. Henni Ijetti mikið við þessa ræðu; hún leggur af stað og kemur heim rjett fyrir dögun. Maður hennar liggur sofandi á gólfinu; hún leggst fyrir og sofnar. Upp frá þessu tók hún ótrauðlega til starfa og hcfur orðið mikið ágengt.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.