Dagskrá - 30.08.1897, Blaðsíða 7
Leo Tolstoi,
Þýsk stúlka hefur lengi haldið til hjá Leo Tolstoi á Rúss- I
landi og ritað bók um hann þar sem hún lýsir honum sem j
manni. Hún heldur því fram að til þess að geta dæmt rjett
um verk skáldanna, þurfi maöur að þekkja þau persónulega
og vera gagnkunnugur framkomu þeirra í daglega lífinu,
Hún segir að rit hans sjeu ekki öll sem áreiðanlegust. I
Hann hefur t. d. ritað bók er hann nefnir »Æsku- og ungl- j
ingsár«. Segir hann þar frá æsku sinni, en sumt af því er að !
eins skáldskapur. Lýsing hans á foreld.um sínum getur tæp-
ast verið rjett, þar sem foreldrar hans dóu bæði svo snemma
að hann gat enga minningu haft um þau. A æskuárum hans
datt engum í hug að hann mundi vekja eptirtekt manna á
sjer. Hann var lítið gefinn fyrir bækur og yfir höfuð er það
einkennilegt við hann, að hann hefur allt af fyrirlitið allan lær-
dóm. Hann leggur alla áhersluna á það verklega. Þegar hann j
var í hernum ritaði hann að eins að gamni sínu. Sjálfur segir j
hann frá því að á hernaðarárum sínum hafi hann lifað t hinni
mestu óreglu. Þegar honum leiddist hermannsstaðan, fór hann j
til erfðaeignar sinnar í Tula.
Fyrstu bókina, er vakti nokkra eptirtekt, ritaði hann er
hann var nýkominn heim; hún lýsir glöggt þeirri stcfnu, er
hann hefur haldið síðan. Það er að bæta kjör lítilmagnans.
einkum bændanna á Rússlandi.
Arið 1872 kvæntist hann ungri bóndadóttur, Soffíu Behrs.
Hún er gyðingaættar. Ættingjar Tolstoi’s töldu það svívirðu
næst að hann skyldi ganga að eiga konu, sem ekki var aðals-
ættar og einkum þar sem hún var af Gyðingum komin. En
sambúð þeirra er hin besta. Hún dáist að ritum hans og
hefur ekkert á móti skoðunum hans. Hún er rnjög hagsýn og
framkvæmdarsöm og stjórnar búinu af hinni mestu snilld. Það
er óhætt að fullyrða að það er eingöngu henni að þakka að
Tolstoi er ekki kominn á höfuðið fyrir löngu, enda játar hann
það fúslega. Bækur þær er hann skrifaði fyrstu árin eptir að
hann kvæntist, þóttu mjög tilkomumiklar og græddi hann á
þeim stórfje; lagði hann það mest í jarðakaup. Þegar börn
hans þroskuðust, vildi kona hans fiytja til Moskva til þess að
geta menntað þau og ljet Tolstoi það eptir henni, þótt það
væri honum á móti skapi. Hann hataði alla þá lesti og sví-
virðu, er hann þóttist þekkja í stórbæjunum og sá þar næsturn
ekki annað en það sem miður mátti fara. A kveldin þegar
hann kom heim varp hann stundum mæðilega öndinni og
sagði: »Sjerhver af oss er einn hlekkur í þessari óendanlegu
keðju svívirðu og lasta«. Hann hafði einungis opin augun
fyrir eymd og volæði alþýðunnar; hann sá hvernig menn velt-
ust í saur og svívirðu á götum og strætum þegar þeir höfðu
drukkið frá sjer vitið. Hann tók að gefa sig á tal við skrílinn
og verða honum handgenginn og loksins að bjóða honum
heim til sín, en konu hans geðjaðist miður að því. Sem von
var þótti henni það ekki skemmtilegt að geta ekki þverfótað
fyrir versta skrílnum af götunum. Af kynningu þeirri, er hann
hafði af þessum dýrum í mannslíki, fjekk hann svo mikinn við-
bjóð við vínnautn að hann samdi leikrit, er hann nefndi
»Brennivínsdjöfulinn« og fjekk það leikið skömmu síðar. Upp
frá þessum tíma (1883) var þaö scm hann hætti að skrifa um
stríð og frið, en gaf sig allan við að. bæta kjör hinna bág-
stöddu og afvegaleiddu, Heima hjá sjer sneið hann allt eptir
kenningum sínum og skoðunum. Allt átti að vera sem óbreytt-
ast og viðhafnarminnst. Hann klæddist bændabúningi, saum-
aði sjálfur stígvjel sín o. s. frv. Hann vandi sig af öllum
munaði, en svo leit út sem hann yrði að leggja mikið á sig
til þess. Vinnustofa hans er mjög fátækleg og ólík annara
höfunda. Af húsgögnum er þar ekkert annað en eitt furuborð
og nokkrar hyllur með bókum bæði eptir sjálfan hann og höf.
þá er honum falla best. í geð. Eru það einkum þeir Rousseau,
Bernardin de St. Pierre og Stendhal. Eptir því sem Lco Tol-
stoi sókkti sjer dýpra niður í starf sitt og hugsanir, hugsaði
hann minna um eignir ’sínar og búskapurinn gekk á trjefótum
að því er hann snerti. Kona hans varð því að reyna að hafa
sem mest upp úr ritum hans. Hún samdi við bóksala um
útgáfu þeirra og græddi töluvert fje. Þetta var auðvitað þvert
á móti skoðun og kenningu Tolstois. Hann skrifaði bækur
þar sem hann taldi fjeð rót alls ills og kona hans hafði ein-
mitt þessar sömu bækur tll þess að afla fjár; en samkvæmt
kenningu hans átti hver að hafa frelsi sitt óskert og þess vegna
datt honum ekki í hug að taka ráðin af konu sinni.
Eptir sögu hinnar þýsku konu hefur Tolstoi sína brcsti
eins og aðrir. Einkum þykir henni það undarlegt hversu mik-
ill hjátrúarmaður hann er, þar sem hann þó er blátt áfram
skynsemistrúarmaður. Hann gengur jafnvel næst því að vera
guðleysingi; trúir engri tilveru eptir dauðann og lætur nauð-
ugur skíra börn sín. Hann hatar prestana og neytir allra
bragða til þess að gjöra þá hlægilega og þó er hann íullur
hjátrúar. Allir daglegir viðburðir á Rússlandi eru taldir fyrir-
boði einhvers; þar eru menn hjátrúarfyllri en nokkursstaðar
annarsstaðar t Evrópu og er Tolstoi þar fremstur 1 flokki.
Hann trúir þeim sem spá í spil og kaffikorg og segir allt
af drauma sína til þess að láta þýða þá. Hann er svo hrædd-
ur við dauðann að hann þorir einu sinni ekki að fylgja dauðum
manni til grafar. Einhverju sinni hafði vinur hans gjört boð
eptir honum á dánardægri, en hann ætlaði ekki að fást til
þess.
Stúlka þessi kveðst einnig vera sannfærð um það að hann
í raun og veru sje ágjarn og þó hefur hann líklcga gjört
meira en nokkur maður annar til þess að hjálpa nauðstöddum
náunga og gefið til þess nálega allar eigur sínar.
(■Kringsjá,).
Hr. L. Lövenskjöld
Fellum — Fellum pp. Sítieii, lætur kaupmönnuin
og kaupíjelögum í tje allskonar timbur, einnig tekur nefnt
fjelag að sjer að reisa hús, t. a. m. kirkjur o. s. frv. —
Semja má við umboðsmann hans.
Pjetur Bjarnason, ísafirði.