Dagskrá

Issue

Dagskrá - 11.09.1897, Page 4

Dagskrá - 11.09.1897, Page 4
236 Sameining- Lærðaskólans og Möðruvailaskólans o, fl, (Niðurl.) Það eru fjöldamargir menn sem kallaðir eru alls- ómenntaðir, sem fleyta sjer miklu betur í nýju málun- um en stúdentar frá lærða skólanum og það þótt ekki sje valið af verri endanum. Það er þó langt frá að jeg vilji gjöra lítið úr kennslunni í sjálfri sjer ; það er ekki hægt að segja annað en að hún sje að mörgu leyti góð, en hún hlýtur að vera næsta ófullkomin þegar tíminn er af svona skornum skamti; þó má einnig geta þess að ekki er nægjileg áhersla lögð á það að kenna piltum að tala og rita nýju málin, sem þyrfti að vera og hefur til skamms tíma alls ekki verið hugsað um það, heldur einungis kennt að skilja þau og lesa. Hljóta allir menn að sjá hversu öfug aðferð það er að leggja mikla áherslu á það að kenna að skrifa latínu, en ganga í því tilliti næstum alveg fram hjá ensku, þýsku og frakknesku. Þá er ennfremur eitt, sem algjörlega vantar, og von- andi er að verði tekið upp innan skamms; það er að æfa hugsun og málfæri nemendanna; það ætti að velja eitthvert efni, sem þeir væru látnir tala um, þar sem þeir hefðu alveg óbundnar hendur með það, hvaða stefnu þeir hjeldu frarn og gætu látið í Ijósi óháðar eig- in skoðanir og fært svo skýr og glögg rök fyrir mál- stað sínum, er hver væri fær til. Þetta yki sjálfstæði og einurð, það hefði mjög menntandi áhrif á nemend- urna og gjörði þá færari fyrir baráttu lífsins. Það er alveg víst að cinskorðun sú er nemendur verða að fylgja bæði í lærðaskólanum og annarsstaðar hjer á landi t. d. þegar þeir skrifa íslenskar ritgjörðir, hefur afarill áhrif á allt hugsanalíf þeirra. Ef þeir skoða efni það sem þeim er fengið til meðferðar frá annari hlið en kennararnir, þá fá þeir lægri vitnisburð, þótt rit- gjörðirnar sjeu eins góðar og jafnvel betri. Það er tvenns konar tilgangur, sem stýlagjörðin hefur; fyrst og fremst á hun að vera til þess að kenna málfræðislega rjettritun og í öðru lagi að auka og víkka hinn and- lega sjóndeildarhring nemendanna, fá þá til þess að hugsa sjálfir óháð og óbundið við nokkra persónulega skoðun annara, hvort sem það eru kennarar eða aðrir. Þetta á að vera tilgangurinn, en hann virðist vera nokk- uð annar. Einskorðun þessi hlýtur að hafa þau áhrif á nemendurna, að þeir verði ósjálfstæðir og einurðarlaus- ir, þegar þeir venjast á að fara að mestu leyti eptir annara orðum og hugsunum. Jeg hef áður minnst á eitt atriði hjer í ’blaðinu, sem mjer virðist þurfa að komast í betra horf í lærða- skólanum; það er samband og samvinna milli kennara og neinenda. Það þótti hlægilegt og fjarstætt þegar jeg stakk upp á að þeir hjeldu með sjer fundi til trygg- ingar fjelagsskap og samheldni, en síðan hef jeg áit tal bæði við Jón skólastjóra Hjaltalín á Möðruvöllum og menn sem gagnkunnugir eru siðum og hátium á öðrum skólum landsins. Jón Hjaltalín sagði mjer að slíkir fundir hefði átt sjer stað á Möðruvöllum í Iangan tíma að undanförnu og tíðkuðust enn, og sama segja menn að sje á búnaðarskóianum í Ólafsdal; hefur það einmitt verið tekið upp eptir Möðruvallaskólanum ög mun það hafa verið piltur einn, er þaðan kom að Ólafsdal, er upphaflega átíi þátt í að það komst á. Bæði þetta og ýmislegt fleira sýnir það að fleirum en mjer hefur kom- ið þetta til hugar, og það sýnir það einnig að lærði- skólinn hjer í höfuðstaðnum stendur að sumu leyti að baki hinum óæðri skólum úti um land, þótt hann ó- neitanlega sje þeim fremri að mörgu. Sambandið á milli skólanna mundi því verða þeim báðum til góðs; hver þeirra fyrir sig gæti tekið það eptir hinum, er bet- ur mætti fara og nýtt og heppilegra skipulag mundi hrinda úr sessi ýmsum gömlum siðum og föstum, rót- [ grónum venjum, sem standa í vegi fyrir sannri menntun j og sönnum framförum skólanna. Fjelagsskapur mundi komast á milii námsmanna fyrir sunnan og norðan og sömuleiðis kennara, og skólalífið mundi verða fjörugra og tilbreytingarmeira, og það hefði enn einn aðalkost í för með sjer, er jeg teldi mikilsverðan; það mundi afmá þann ríg, sem alltaf á sjer stað á milli lærðaskólans og gagnfræðaskólanna. Þeim sem eru á lærðaskólanum j eða hafa verið þar, er hætt við að líta smám augum á j gagnfræðanemendur og gjöra lítið úr menntun þeirra; í og þótt það ef til vill sje ekki alltaf að ástæðulausu, j þá er óhætt að fullyrða að margir fara þar of Iangt. Þessi nemendarígur er svo magnaður á milli j lærisveina latínuskólans og Flensborgara, að þeir hafa j allsengan fjelagsskap sín á milli, þótt þeir sjeu svo ná- iægir hverjir öðrum að þeir gætu hæglega tekið hönd- j um saman, báðum til ómetanlegs gagns. I stað þess I að eiga með sjer fjelag eins og bræður, eru þeir eins I og tveir andstæðir flokkar, sem forðast öll viðskipti saman og jafnvel reyna að rýra álit hvors annars og troða skóinn hvor niður af öðrum. í stað þess að skólar allsstaðar annarsstaðar, bæði æðri og lægri, cru nokkurs konar samhangandi keðja, Þar sem hver hlekkur er öðrum til styrktar, þá eru þeir hjer næstum alveg afskiptalausir hver af öðrum og vita nauða h'tið hver um annan, rjett eins og það væru gágnólíkar stofnanir, sem eklcert þyrftu og ekkert ættu að hafa saman að sælda. Til þess að sanna sögu mína, með samband skói- anna erlendis, þótt jeg sjálfur sje þeim ókunnur, vil jeg bcnda á ritgjörð eptir dr. Þorvald Thoroddsen um skóla j í Svíþjóð; þar er lýst glöggt og greinilega fyrirkomu- lagi skólanna og er það næsta ólíkt því, sem hjer

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.