Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 15.09.1897, Side 2

Dagskrá - 15.09.1897, Side 2
246 atvinnu bæði iðnaði og framleiðslu ef hún á að geta grætt á þeim straumi af fólki er bætist bænum ár- lega og sem mun aukast að miklum mun innan skamms tíma. Fáheyrður dugnaður. Margs er getið í blöðunum, sem síður á við að fræða almenning um heldur en þann eindæmis dugnað sein einn af íbúum Reykjavíkur hefur sýnt og sem hjer skal minnst á. Sigurður Þórðarson heitir maður, búsettur hjer í bænum og blásnauður einyrki. Hefur hann um mörg ár unmð baki brotnu dag út og dag inn, að því að yrkja upp lóðarblett nokkurn, sem hann hefur fengið mældan sjer við Skólavörðustíg efst, fyrir ofan alla húsabyggð, til vinstri þegar farið er upp eptir. Sigurður gamli hefur ekkert verk látið óunnið og ekkert tækifæri ónotað til þess að vinna sjer eyri og eyri, og allt hefur hann lagt samviskusamlega í einn sjóð — í því skyni að geta á sínum tíma byggt sjer og sínum sómasamlegt hús til íbúðar. Það er nú fyrst í sumar að hann hefur ráðist í að ! byggja. Hús það sem hann hefur reist er laglegt og | vel smíðað tvíloptað íbuðarhús rjett hjá lóð þeirri sem hann hefur ræktað upp. Enginn talar svo um Sigurð gamla að hann undr- ist ekki yfir því, hve miklu þessi einstæðings fátækling-' ur hefur getað áorkað með eigin handafla sínum, og allir eru á sama máli um það, að eigi nokkur heiðurs- kross skilinn fyrir ötulleik sinn og ósjerplægni, þá sje það Sigurður gamli Þórðarson. Bændafundir. Það sem stendur búnaði fyrir þrifum ásamt mörgu öðru hjer á landi, er samvinnuleysi og fjelagsskortur; hver baukar sjer án þess að veita því eptirtekt, hvernig nágrannar hans haga verkum og framkvæmdum og fær engar leiðbeiningar. Búskaparlagið verður því næst eins margbreytilegt og bændurnir eru margir. Mjer hefur komið til hugar hvort ekki mætti ráða bót á þessu með því móti að bændur hjeldu með sjer fundi á hverju ári í hverju hjeraði á einhverjum hentugum stað til þess að ræða þau mál, er að búnaði lútaogyfir höfuð öllu því er þeím væri annt um. Þar ættu þeir að bera saman búnaðarháttu sína til þess að hver gæti lært af öðrum, því það er alveg víst að mismunandi fyrirkomuiag er á ýmsu og væri því ráðlegt að taka það upp er vænlegast þætti samkvæmt þekking og reynslu; þar gætu þeir einn- ig rætt um verzlunarmál og margt fleira. Þannig lagaðir fundir gætu haft hvetjandi og örfandi áhrif á hjeraðslífið yfir höfuð og orðið til hinna mestu framfara frá mínu sjónarmiði. Sig. Júl. Jóhannesson. Kaupmenn fyr og nú. Nú á tímum þykir það annálsvert, ef einhver kaup- maður talar eitthvert orð í þá átt, að takmarka sölu á- fengra drykkja; það þykir órækur vottur um hinn ein- lægasta mannkærleik og það er rjett, þegar miðað er við kaupmenn yfirleitt, sem að nokkru leyti lifa á fáfræði annara, sem reka þá atvinnu að gefa ósjálfstæðum fá- ráðlingum kost á því að fleygja frá sjer vitinu, að eyði- leggja heilsu sína andlega og líkamlega; sem hafa hjá sjer opinn fleytifullan brunn hinnar voðalegustu glötunar og eyðileggingar, bölvunar og svívirðu, til þess að hver sem er nógu heimskur, nógu hugsunarlaus um hagi sjálfs sín og annara, hafi alltaf tækifæri til þess að ganga úr flokki skynsemi gæddra vera og niður fyrir allt það, er aumast og viðbjóðslegast skríður á guðs grænni jörðu. Það má gangaað því vísu, að allir sem þessa at- vinnu stunda, gjöri það einungis af hugsunarleysi; jeg vil ekki geta þess til um nokkurn þann mann, sem með rjettu getur talist ærlegur borgari, að hann væri svo gjörspilltur að gjöra slíkt að lífsstarfi sínu ef það væri ekki í hugsunarleysi gjört ;þótt ólíklegt megi virðast að nokkur sje svo blindur að augu hans hafi enn ekki opn- ast fyrir skaðsemi áfengisnautnarinnar; að jeg ekki tali um jafn viðbjóðslegt og óguðlegt athæfi eins og það, að hafa opnar brennivínsholur líkar þeirri sem blasir við hverjum manni í útnorðurhorninu á „Hótel Island", þar hefur að líkindum margur biðið skipbrot á framtíð sinni, bæðihjeríReykjavík ogvíða annarstaðar að, eða að minsta kosti væri full ástæða til þess. Það er vonandi að ekki verði langt liðið af 20. öldinni þegar enginn maður finnst á íslandi svo spilltur, að hann geti gjört sjer slíkt að atvinnu. Til þess að sýna nútíðar kaupmönnum hversu langt þeir eru á eptir stjettarbræðrum sínum áður fyr, að mann- úð og miskunsemi, vil jeg leyfa mjer að taka upp dá- lítinn kafla úr „íslendingi" frá 1862, 3. ár. 9. tölubl. Þar er fyrst farið mörgum og hörðum orðum um ofdrykkj- una og afleyðingar hennar og þvínæst er tekin þar upp yfirlýsing frá náléga öllum kaupmönnum sunnanlands, er jeg set hjer orðrjetta. „Með því skiiyrði, að allir kaupmenn í Suðurum- dæminu eða verslunarhöfnum, Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Eyrarbakka og Vestmannaeyjum, gangi í fje-

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.