Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 15.09.1897, Qupperneq 5

Dagskrá - 15.09.1897, Qupperneq 5
249 mig undir eins. Jeg hugsa ekki um neitt nema hana; hún verður að fara hjeðan, langt í burtu hjeðan, hiín verður að fara til útlanda, til Frakklands, til Parísar, jeg kosta ferðina, en þjer verðið með okkur í ráðum. Jeg hugsa fjandann ekkert um kerlinguna hana mömmu, jeg læt hana eiga sig; þs' hugsa jeg ekki fremur um aðra þorpsbúa, þeir eru bófar og slarkarar, þorpið er sannkallað drykkjubæli, svínastía. Jeg ætla líka að fara hjeðan, setjast að í útlöndum og vera ekki lengur í þessari glötunarholu. En sjáið þjer, fiskurinn! jeg ætl- aði að koma þorpsbúum, rjettara sagt þorpurunum, til þess að hugsa, þeir eru alveg sofandi og aðgjörðarlaus- ir, en fiskurinn! þeir kunna ekki að verka fiskinn, það er kvartað á markaðinum erlendis, á Spáni og víðar; það verður að hafa einhverja aðra aðferð, þurka fiskinn öðruvísi, fletja hann öðruvísi; bærinn verður að taka sjer fram, hann skal gjöra það; verslunin skal batna, fiskurinn skal gjöra þorpsbúa auðuga, þeir skulu fá margar miljónir fyrir hann. — Um hvað var jeg nú annars að tala síðast, var það Fiskurinn eða Fiskimær- in? — já, hvort var það?: fiskurinn, nei Fiskimærin ha, ha, ha. — Jæja jeg borga, þjer leggið á ráðin, hún verður konan mín, og svo. — Hann komst ekki lengra, á meðan hann ljet þann- ig dæluna ganga, hafði hann ekki tekið eptir litbreyt- ingunum í andliti Odegaards; hann varð fyrst náfölur, stóð því næst upp af stólnum, tók reyrprik í hönd sjer og lamdi á Yngve Vold eins og kraptarnir leyfðu. Yngve varð svo hissa, að ekki er hægt að lýsa því með orðum; hann bar af sjer fyrsta höggið með hendinni, hjelt að Ödegaard væri genginn af vitinu og mælti: »Varið þjer yður, þjer getið barið mig efþjerlátið svona!« — Já jeg get barið yður! þjer eruð spánskur, þatta er spansreyr, það hæfir skelkjapti!« — Hann ljet höggin dynja í sífellu á Yngva, ýmist á höfuðið, bakið, handleggina eða hvar sem hann komst best að honum. Yngve stökk sem óður væri um allt gólfið, hjelt hönd- um ýmist fyrir andlitið eða reyndi að bera af sjer högg- in með höndunum, en þá lenti reyrprikið á flngurgóm- unum og hann gat ekki staðið það af sjer að hljóða upp yfir sig. — »Eruð þjer vitlaus!« mælti hann, »eruð þjer alveg band sjóðandi vitlaus! - jeg ætla að giptast henni heyrið þjer það Jeg ætla að giptast henni!« — »Snáfaðu út!« hrópaði Ödegaard svo hátt og grimmt að undir tók í öllu húsinu, og Yngve Vold þaut í dauð- ans ofboði út úr dyrunum, niður stigann og út; hann þóttist eiga fótum sinum fjör að launa. Þegar hann kemur út á götuna, tekur hann eptir því að hann er ’hattlaus. »Æ, jeg hef gleymt hattinum mínum!« sagði hann. Honum var fleygt út um gluggaan og svo varð allt þögult. Um kveldið var drepið ljett högg á dyrnar hjá Petru. »Kom inn!« sagði hún og gekk nokkur fet apt- ur á bak til þess að sjá því betur gestinn, er heim- sótti hana um leið og hann kom inn. Þegar dyrnar lukust upp sortnaði henni fyrir augum, það var eins og kalt vatn rynni henni á milli skinns og hörunds; henni fannst gólfið hringsnúast nokkra stund og renna svo burt undan fótum sjer. Hún horfði aptur á bak og greip dauðahaldi í rúmstólpann til þess að detta ekki. Hún horfði beint niður á gólfið; henni sýnd- ist það opnast og hún sá hyldýpis gjá fyrir framan sig. Aður en dyrnar lukust upp, var hún hamingjusamasta stúlk- an á jörðinni, en nú var hún orðinn vesælasti autningi og svívirðilegasti stórsyndari, sem henni fannst að eng- inn gæti aumkast yfir, enginn sýnt nokkra hluttekning; og þessi breyting hafði orðið á einni sekúndu; henni sýndist augu hans segja það að hann aldrei gæti fyrir- gefið henni um alla eilífð. «Jeg sje það á þjer að þú ert sek» sagði hann svo lágt, að varla heyrðist, hann hallaðist upp að dyrustafnum og hjelt hendinni fast utan um hurðarhúninn. Röddin skalf í honum og tár hrundu niður eptir kinnum hans og þó lýsti andlitið ekki neinum geðshræringum; «Veistu hvað þú hefur gjört?» sagði hann og hvesti svo á hana augun, að henni fanst seiri hún mundi falla »fyrir sjóninni einni samt«. Hún svaraði engu — hún grjet einu sinni ekki. Það var eins og blóðið hefði storknað í æðum hennar; hún var alveg eins og liðið lík. »Jeg hef bundið einlæga vináttu við einn mann áður« mælti hann »og sá maður dó af mínum völdum. Jeg gat aldrei gleymt þeirri ógæfu, ekkert gat bætt mjer þann missi nema ef jeg hitti einhvern, er bæði vildi verða ástvinur minn af einlægu hjarta og jeg gæti sjálfur treyst og trúað. Jeg þóttist hafa fundið hann, það varst þú; jeg hjelt að þú værir saklaus og einlæg — þú ljest sem það væri — en það var einungis upp- gerð«. Honum var svo j ungt að hann gat ekki hald- ið áfratn lengur; hann ætlaði að hefja máls aptur hvað eptir annað, en kom ekki upp nokkru orði. — »Þú gast fengið það af þjer“ sagði hann loksins, »að draga mig þannig á tálar, að steypa mjer í glötun. — Jæja. það er úti um allt«. Hann reyndi að hafa sem mest vald á geðshrænngum sínurn. »Þú skilur ekki hvað þú hefur gjört, barn« sagði hann ennfremur »þú ert svo ung — þú ættir samt að skilja það, að þú hefur dregið mig á tálar. — Hvað hef jeg annars gjört jjojer svo að þú þyrftir að breyta svona grimmdarlega við mig? hefðir þú aðeins sagt mjer það í gær; hvers vegna — hvers vegna laugstu svona hra:ðilega?« Hún heyrði hvað hann sagði og hún fann að það var allt saman satt. — Hann hafði staulast að stóli einum, er stóð úti við gluggann og hallaði höfðinu fram á borð, er einnig

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.