Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 1
Reykjavík, mánudaginn 1. nóvember. II, 79. Þingsaga. Botnvörpumálið. Framh. ------ Þingið fellir burt einmitt það úr hindr- unarákvæðunum sem á veltur — ótilkvatt, óneytt, ástæðulaust, og þykist sjálfsagt hafa afrekað feiknamikið velferðaverk fyrir þjóð- ina með því. — Þetta fásinnuflan er það sem hinir 3 lagasmiðir er vjer áður nefndum eiga sjerstaklega skilið að þeim sje eignað um- fram aðra. Aptur á móti má telja það meðal hinna bestu rjettarbóta er gjörðar hafa verið nýlega er það breytingarákvæði var sett inn í lög- in við tölul. 3 í 3- gr. „að heimilt skuli þó innlendumbotnvörpuveiðaskipum að leita lands til að afferma afla sinn og til að afla sjer vatns og annara nauðsynja hvernig sem ástend- ur, en veiðarfæri skulu þá og höfð í búlka*. Helsti talsmaður þessa ákvæðis í efri deild var Jón Jakobsson, en hjá ýmsum deildar- mönnum mætti þessi rjettarbót mjög öflugri mótspyrnu og kom fram hjá þeim, eins og andmælendum ákvæðisins í neðri deild, að þ>eir vóru starblindir fyrir því, með öllu, hverja leið hið íslenska löggjafarvald átti að fara í botnvörpumálinu, en sú leið var að veita innlendum botnvörpuskipum forrjettindi á eina hliðog áhinaa^gjörasvo ströngforboðs-ogsekt- arákvæði gegn þeim útlendu sem þjóða- rjettur og framkvæmdarvald ýtrast leyfði. »Dagskrá« hefur upp aptur og aptur skýrt og skilmerkilega sýnt fram á að þetta var hin eina rjetta og mögulega leið. — Fá blöð mun nokkru sinni hjer á landi hafa með jafnmiklu kappi leitast við að útvega nokk- urri uppástungu í opinberu máli fylgi almenn- ings eins og þetta blað hefur gjört fyrir til- lögu sinni í botnvörpumálinu. Og það verður einnig að játast að einmitt þetta j'afnrj'ettis- úkvœði sem komið er nú inn í iögin er bein- línis kenningum »Dagskrár« að þakka. Það ákvæði hefur ekki einasta þá þýð- ing að nú er mögulegt að halda úti íslensk- um botnvörpuskipum, heldur inniheldur það mikilvæga viðurkenning um, að þessari steýnu — í áttina til að tefla botnvörpuveið- unum í hendur Islendinga — beri að fylgja framvegis. I andmælunum gegn jafnrjettisákvæðinu, þá er það kom fyrir neðri deild, heyrðust ýmsar kiausur og kenningar sem voru líkari því að þær væru settar fram til athlægis heldur en í alvöru, og hefur Dagskrá áður drepið á nokkuð af þeim, svo ekki virðist ástæða til þess að taka- þær hjer upp, því síður sem ætla má að sumir þeirra sem negldu sig þannig, hafi fremur mælt á móti ákvæð- inu af ofurkappi, flokkshatri, eða löngun til þess að virðast »sjálfstæðir« — heldur en af því að þeir hafi verið svo fádæma sljóeygðir fyrir einföldum augljósum sannieik, að þeir hafi álitið veginn til þess að vernda hag Islendinga þann, að banna þeim veiði- skap sem óðrum var leyfður. ■— Hið næsta og síðasta merkisatriði í sögu botnvörpumáisins á alþingi er samningamakk nefndarinnar í neðri deild við hr. Atkinson, hinn enska flotaforingja, þann sama sem kom hjer út með nokkur skólaskip í fyrra og samdi þá við stjórnina — fyrir meðalgöngu lands- höfðingja — um að upphefja hin eldri, gild- andi lög alþingis. Flotaforinginn skrifar konsúlnum breska alllangt erindi 6. aug. þess efnis að láta lands- höfðingjann og—þar með alþingi—vita að hann hafi ætlað að ráða bresku stjórninni til þess að framfylgja þeirri reglu hjer við land að botnverpingar megi fara inn í fjarðarmynni, sem ekki sjeu breiðari en 6 mílur enskar — með öðrum orðum láta sömu reglu gilda um firði eins og við opnar strendur. Aptur á móti lofar hann að fara þess á leit við sömu stjórn að hún láti hina regluna ( io enskra mílna breidd) gilda ef alþingi samþykki lög- in eins og efri deild hafði þá breytt þeim, sem sje á þann hátt að forboðsákvæði stjórn- arinnar gegn hafnasnatti trawlaranna væri fellt úr lögunum. — I nefndaráliti neðri deild- ar er ennfremur vísaði í það „að flotaforinginn vilji leggja það til„ við hina bresku stjórn að botnverpingar enskir fiskuðu eigi nær Reykja- vík en 8 mílufjórðunga og hafa nefndarmenn víst stutt sig þar við einhver munnleg skila- boð um það hvað hr. Atkinson »hefði í huga að fara fram á«. Þetta var nú það sem þinginu var boð- ið í aðra hönd fyrir það að fleygja burt vernd- arákvæði stjórnarinnar — og taki menn nú vel eptir því hvað í þessu boði felst og af hverjurn boðið var gjört, þá er ekki ólík- legt að Islendingum muni þykja barnaskap- ur hlutaðeigandi þingmanna keyra nokkuð langt fram úr hófi. Fyrst og fremst er nú það sem hr. At- kinson býður enginn ívilnun frá hálfu bresku stjórnarinnar, því eptir íslenskum og dönsk- um lögum, nær landhelgi nærri því 5 mílur enskarfrá landi og takmarkalínan er þannignær io mílum enskum yfir fjarðarmynnin einmitt eins og Norðursjávarsamningurinn heimilaði, og þótt Danastjórn hafi lýst því yfir að hún treystist ekki til þess að halda fram landhelg- isreglu sinni gegn Bretum, þá gildir það vel að merkja aðeins um landhelgi fyrir opnum ströndum. —■ I fjarðarmynnum hafa Bretar aldrei fyrr farið fram á að þeir mættu halda sinni ensku 3 mílna reglu fram, sem sjeð verður á því, að Bretastjórn hefur látið býta út meðal allra trawlskipa prentaðri reglugjörð þar sem þeim er bannað að veiða inn á 10 mílna breiðum fjörðum. Það er og alkunn- ugt að Norðursjávarsamningurinn gildir nú víðar heldur en upphaflega var til tekið (norður að 6i°); hann hefur verið víkkaður með þjóðavenju til annara landa þar, sem Bretar hafa haldið úti skipum. Þingmenn þeir í neðri deild, sem strax gripu tækifærið fegins hendi, að mega gjörast skutilsveinar herra Atkinssons, vildu ekkert heyra um það, að lög Islendinga hefðu nokk- urt gildi gegn t því sem flotaforinginn ljest mundi „leggja til“ d: efþingið vildi ekki láta að óskum hans — og því síður um það að Bretar hefðu áður álitið það lög sem flotaforinginn nú bauð þinginu sem sjerstök vildarkjör. — En auk þess var það svo einfeldnings- legt sem mest mátti verða að álíta það nokk- urs virði hvað þessi flotaforingi sagðist mundi „leggja til“ við bresku stjórnina. — Því þótt ætla hefði mátt að stjórn Breta hefði farið eptir því — sem engin ástæða var til, — þá gat hver heilvita maður skilið og skynjað strax að botnverpingarnir mundu jafnt eptir sem áður brjóta lögin þegar þeir gætu sjeð sjer fært, og þetta höfðu menn meira að segja margsannað eptir „samning,, 1897. þann er gjörður var við þennan sama Mr. Atkinson í fyrra. — En þetta „tilboð" um væntanlegar til- lögur herra Atkinssons var nóg fyrir hina „háttvirtu" til þess að flaska á því. Þeir þurftu ekki meira. •— Svo lítið er það sem þarf að leggja í agnið fyrir suma vora mikil- látu og þaulræðnu þingspekinga — og er það rjett að minnast þess að lögvitringurinn Guð- laugur Guðmundsson, sem var skrifari og framsögumaður nefndarinnar átti mestan þátt í þessum ímynduðu samningum við parlia- mentið og hina eptirlitslausu fiskara frá Bret- landi. Önnur blöð. Þjóðólfur 29. okt. 1. Mannlýsingar, eptir Matth. Jochumsson. 2. Aum skip — eim- skip eptir „Orm í auga“. Stofnendur landsk., stjórn þess og öll útgerðin ávítuð harð- lega. 3. Athugasemd við „Nýju Oldiua". Sýnt fram á að tilvitnun „N. A.“ í ritstj.gr. „Þjóðólfs" um miðlunina frá 1889 hafi verið röng. ísafold 27. okt. 1. Ferðapistlar frá Einari Helgasyni, I. 2. Ríkisráðsflækjur og ráðgjafaábyrgð. Svar til Dagskrár frá Corpus juris, II. 3, Fjárkláðaráðstafanir, eptir Magnús Einarsson. Skrifað á móti útreikningi Isa- foldar á kostnaði hreinsunaraðferðar þeirr- ar er Magnús rjeði til, og einnig leitast við að sýna fram á að hreinsunaraðferð hans væri hættulaus fyrir óvana — með athugasemdum ritstj. Fjallkonan. I. Horfurnar í stjórnarskrár- málinu. Ritstj.gr. Blaðið vill bíða væntan- legra aðgerða stjórnarinnar og svars alþingis til þeirra. 2. Húsdýrarækt. Ritstj.gr. um það að efla rækt húsdýra þeirra sem nú eru hjer til, og koma upp nýjum tegundum, svo sem svínum og alifuglum. 4. Kenníngar Tol- stojs, frv. 4. Islenskur sögubálkur. Nýja Oldin 30. okt. „Hugurinn reikar víða“. Hugleiðingar um auðlegð, fátækt, fólkseklu o. fl. Svör „Dagskrár“, Þess verður beðið að svara miðlunar- greinum þeim er ritstj. »Nýju Aldarinnar* hefur verið að skrifa í blaðið »ísland« síð- ustu laugardaga — þangað til greinum þess- um er lokið. »Corpus juris« verður einnig svarað ínæsta blaði — og verður þar með væntanlega lokið viðræðum við hr. »C. J.«, sem hefur sýnt sig miður hæfan til þess að fást við umtalsefni sitt. Hjálmar ókominn, Ekki þykir vert að rita grafskriptina yfir landsskipsútgerðina fyr en menn vita hver forlög Hjálmar hefur hreppt. Það má vel vera að það sje öllum vítalaust að koma skipsins hefur dregist, en verði nokkur sak- aður um þennan drátt, þá er ekki nema rjett- látt að bæta þeirri sök við hið langa reg- istur sem lesa þarf — og það svo dugar — yfir þeim sem hafa þannig mokað fje þessa bláfátæka lands í sjóinn, og heyrast svo jafnvel hælast um það eptir á! — „En — geymum það þangað til förlög „Hjálmars" eru kunn.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.