Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 4
320 ursta skáldverk, er jeg hefi heyrt á æfi minni. Það hafði svo mikil áhrif á mig að jeg ætl- aði alveg að ganga af vitinu; þar var talað um snærisstiga; jeg mátti til með að reyna það. Jeg hafði aldrei fyr heyrt talað um að menn gætu gengið eptir snærisstiga. Jeg náði nokkrum þvottastögum — og svo hef- ur einhver þorpari staðið fyrir utan húsið í nánd og sjeð þegar jeg fór upp og niður.— Já, það er ekkert hlægilegt, Signý; það er svo strákslegt — jeg verð heldur aldrei ann- að en strákur og nú verður auðvitað nafn mitt á vörum hvers manns í hjeraðinu á morgun*. Signý var aptur farin að skellihlæja; hún klappaði Petru, rak að henni rembings koss og fór út. »Nei, þetta verður pabþi að fá að að vita!« sagði hún. »Eriu vitlaus Signý!« hrópaði Petra. Þær þutu út úr herberginu, Signý á undan, Petra á eptir. Prófasturinn hafði ætlað að vita hvað af þeim hefði orð- ið. Þær ráku sig á hann í dyrunum og lá við að þau dyttu öll. Signý tók að segja honum frá hvernig í öllu lá; Petra rak upp hljóð og stökk út; en þegar hún kom út fyrir dyrnar datt henni í hug að hyggilegra hefði verið fyrir sig að vera kyr inni, til þess að koma í veg fyrir að Signý segði frá þessu — ætlaði svo inn aptur, en prófasturinn lá á hurðinni, svo að það var enginn vegur að ljúka henni upp. Petra barði og barði að utan með báðum höndum, söng og stappaði, svo að ekkert skyldi heyrast til Signýar, en hún talaði því hærra, og þegar prófasturinn hafði heyrt alla söguna, og var farinn að hlæja eins og Signý yfir þessari nýju aðferð við lestur rithöfund- anna, þá opnði hann, en - - sú sem var horf- in, var Petra. — Eptir kveldverð, sem Petra hafði tekið þátt í meðan pröfastur hafði strítt henni svo að ekki var þörf á meiru, varhún yfirheyrð í því sem hún k.mni utanað í refs- ingarskyni. Það kom þá í ljós að frægustu þættina kunni hún upp á sína tíu fingur, og ekki einungis eina „persónu" í þeim, heldur allar. Hún fór með það eins og vant var að lesa; stundum komst hún í eldmóð, en óðara lægði hún á sjer. Jafnskjótt sem próf- asturinn varð þessa var, vildi hann slá á hina næmustu strengi tilíinninga hennar, en hún varð aðeins óframfærnari. Þau hjeldu áfram tímum saman. Hún kunni kýmnisþættina og hún kunni jafnt það sorglega, gaman- þættina og alvöruþættina. Minni hennar vakti undrun og aðhlátur; sjálf hló hún og sagði þeim að hlæja eins og þau vildu. »Jeg vildi óska að vesalings leikararnir hefðu átt- unda partinn af hæfilegleikum f^iums sagði Signý. „Guð forði henni frá því að verða nokkru sinni leikmær" sagði prófasturinn og varð alvarlegur allt í einu. »Þú heldur þá víst ekki að Petra hafi í hyggju að verða leikmær, pabbi?« sagði Signý hlæjandi; »jeg segi þetta einungis af því að jeg hef veitt því eptirtekt að þeir sem alast upp við skáld- skap frá blautu barnsbeini, hugsa aldrei um að verða leikarar; en þeir, sem ekkert hafa heyrt þess háttar á æskuárunum verða svo hrifnir af því þegar þeir heyra það og eru orðnir fullorðnir, að hjá þeim vaknar óstöðv- andi löngun til þess. Það eru þessi skjótu umskipti sem valda því«. »Þetta er sjálf- sagt heilagúr sannleikur« mælti prófasturinn »að minnsta kosti eru þess fá dæmi að mennt- aðir menn verði leikarar«, »Já, og enn þá sjaldnar þeir, sem vel eru að sjer í skáldskap« svaraði Petra, »Ef það kemur fyrir, þá er það sjáifsagt af staðfestuleysi, sem gjörir það að verkum að hjegómagirnin og hviklyndið fær yfirhöndina. Jeg hef þekkt marga leik- endur, bæði frá námsárum mínum og síðari tímum þegar jeg ferðaðist, en jeg hef aldrei þekkt og aldrei heyrt talað um nokkurn leik- ara, sem hefur lifað sannkristilegu lífi, jeg hef orðið þess var að þeir hafa haft mikið álit á sjálfum sjer; en það einkennir þá alH hversu þeir eru hvikulir og hvarflandi, þeir geta aldrei verið eins og aðrir menn — jafn- vel langan tíma á eptir að þeir hætta að leika. Þegar jeg hef talað um þetta við þá, hafa þeir viðurkennt það og kvartað yfir því, en þeir hafa optast bætt þessu við: »Við getum þó huggað okkur við það, að við er- um ekki verri en svo margir aðrir«. En þetta kalla jeg hjegómlega og heimskulega huggun. Það líf, sem ekki er í samræmi við við kristna trú, er syndsamlegt. Drottinn miskuni þeim og varðveiti góðar og sann- kristnar sálir frá því að verða leikarar!« Framh. Til ,N. A£. Ritstjóri „N. A.“ er eins og allir vita eða rjettara sagt ættu að vita, »inn mesti stjórnspekingur veraldarinnar". Þetta hefur hann verið, óátalið, síðan hann fæddist, og verður það sjálfsagt fyrst um sinn, fram í „Aldar“ lokin. Þessi inn mikli veraldar spek- ingur, er nú eptir því sem hann segir sjálfur frá, að fræða vin sinn og fornkunningja Aust- urríkiskeisara og Ungverjakong um það, í hverju sambandi ríki hans sjeu, hvort við ann- að. — Þetta hefur keisarinn aldrei vitað, eptir því sem ritstj. „N. A.“ segir. Það er bara hann sjálfur, nefnil. ritstj. sem hefur „keisaralegt—konunglegt patent" upp á þessa þekkingu. — En það er ekki nóg með það, að höf. innar nýju aldar er mesti stjórnspekingur þessa heims — hann er spakari en svo. — Hann er sem sje stórkostlegasti stjórnvitr- ingur „þessa heims og annars" því hann hef- ur eins og allir ættu að vita, staðið langt uppi yfir öðrum stjórnmálaspekingum bæði í „inum“ gamla og „inum“ nýja heimi — sína „Öldina“ í hvorum. In veraldarfræga feiknspeki og stórviska þessa volduga Messíasar komandi aldar, aug- lýsir sig meðal annars á þann hátt, að hann einn allra manna er nógu djúpsær og hár- næmur til þess að „finna púðrið" í miðluninni sálugu. — Þar stendur hann langfremstur allra manna hjer á landi, glöggeygur og ó- umræðilega vísdómsfullur. — Enginn þekkir til líka eins vel og hann, hvernig það geng- ur í „Bretlandi inu mikla" — og hvernig eiga menn þá að geta skilið ina framliðnu miðlunarstefnu eins vel og hann—því „Bret- land ið mikla“ er, eins og allir ættu að þekkja, in einasta sanna og rjetta fyrirmynd alls stjórnarfars í hverju landi þar sem ritstjóri „N. A“. dvelur. Það er margt fleira sem sýnir hve langt »inn veraldarfrægi spekingur'” skarar fram úr öllum öðrum mönnum á hnettinum, að djúp- sæi og þefvísi á hulinn sannleika. Hann er t. a. m. sá eini maður á hnettinum sem getur funcLið það í fyrsta sinn sem aðrir hafa fund- ið fyrir lifandi l'cmgu. Þannig fann hann »miðlunina« upp, fyrstur allra manna, eptir að síra Arnljótur Olafsson og ýmsir fleiri höfðu varið nokkrum tíma í það fyrir mörgum ár- um síðan, sjer og öðrum til leiðinda, að skeggræða um „ina“ bresku fyrirmynd. — Þess- konar uppgötvanir getur enginn gjört nema ritstj. „N- A.“ — Það skyldu þá bara vera gullfundarmennirnir sem „uppgötvuðu" nám- urnar í Aljaska löngu eptir að ritstjóri »N. A«. hafði rótað þar upp iðrum jarðarinn- ar eins og hann segir sjálfur að skráð tiafi verið í »Jónsbók« fyrir mörgum árum. Fyrir utan stjórnmálaspekina hefur þessi framtíðarinnar Messías þá undragáfu fram yf- irallaaðra dauðlega menn að „finnapúðrið" íþví sem hann segir þegar hann ætlar að vera fyndinn. •—• Hann hefur aðeins sagt tvær setn- ingar síðan hann fæddist sem aðrir hafa haft vit á að hlæja að — aðra óvart um Grím heitiun á Bessastöðum og hina viljandi um sjálfan sig.— En annars er öll hans átjánblaða æfisaga út- skrifuð með glensi sem enginn hefur verið nógu hárskarpur til þess að geta haft gaman af nema hann sjálfur. I þessari grein mannvitsins kemur fram samkyns uppgötvunargáfa hjá inum nýja miðl- ara eins og í stjórnspekinni — að sínu leyti. — Hann getur sem sje sagt þá fyndni fyrst- ur manna, — sem aðrir hafa áður tönglað sig þreytta á. Og í þessu stendur hann óef- að og mótmælalaust aleinn þó leitað sje beggja megin við Atlantshafið. Vjer höfum áður leyft oss að nefna dæmi upp á þessa hlið hinnar óumræðilegu fjölbreytilegu andagiftar hans, og skulum hjer nefna tvö önnur sem mönnum mun minnisstæð. Hver nema hann mundi hafa getað »uppgötvað« hinar fyndnu prentvillur »Banastræti« og »Pósthola« í fyrsta sinn eptir að ungdómur bæjarins hafði fyrir löngu lagt þær niður sem útslitnar og úreltar? -— Og nefnum t. a. m. „ N.öldrið" sem honum þótti miður veglegt nafn um in guðdómlegu, yfirnáttúrlegu, andríku hænsna- spörð, í »enu nýja málgagni*. — Hversu óum- ræðilega fyndið varð ekki þetta orð bara við þá athöfn að hann, Messíasinn, hafði þau upp aptur eptir »Dagskrá«? — Það var eins- og manni heyrðist bakvið orðin að höfundur komandi „Alda" ætlaði hreinlega að kafna f hlátri yfir þessari »uppgötvun« að prenta orð- ið upp aptur í nýju öldinni. Þess mætti minnast að hann er einnig f síðasta „nöldrinu" sínu að kenna læknastjett landsins að lesa — á sama hátt eins og hann „las“ Þjóðólfs greinina, sem menn munu minnast að rætt var um fyrir nokkrum dög- nm. — Aðrir dauðlegir menn mundu ef til vill álíta að hann hefði mislesið það sem hann fór með af elligiöpum, sem búast mætti við af honum tveggja Alda gömlum fauskin- um. — En ritstjóri »þeirrar komandi", sem stendur hærra að vísdómi og skarpskyggni heldur en önnur þessa heims börn, veit að einasti rjetti vegurinn til þess að skilja setn- ingar annara rjett, er að stýfa þær sundur í miðjunni eða lesa þær öfugar. — Að öðru leyti munu fleiri heldur en ritstj. „N. A.“ vita að hann er jafn fróður um lækningar eins og allt annað, því hann hefur fyrir löngu síðan útskrifað sig sjálfur í öllum heimsins- vísindum með ágætiseinkunn. „N. Ö.“ segir svo síðast meðal annars- góðgætis: „Sá maður sem hann (einn valtýskur vinur N. A.) og Isafold trúa nú mest á, sem stendur, hefur fullyrt við oss að sá sem mestu ræður í því efni hafi ekki neitt annað á móti þeirri stefnu (miðluninni) en kostnaðinn". Nr. I. Valtýskuvinurinn. Nr. 2. sá maður sem Valtýskuvinurinn trúir á. Nr. 3. Sá sem ræð- ur öllu saman. Nr. 4. ritstjóri „Nýju aldar- innar“. — Hm. — Sagan er reyndar komin til vor á 4. hönd, en af því að ætla má að hinar 3 óþekktu stærðir sjeu jafn stáláreiðan- legar og sannsöglar, eins og þekkta stærðin nr. 4 — má telja vafalaust að þetta fyrir- komulag stofnist fyrir »Aldar«lokin, ísland við urkenni að það sje lýðland Danmerkur, og „in breska nýlendustjórn" komist hjer á. — Kostnaðurinn gjörir þar ekki neitt til sakar því ef gullmolarnir frá Aljaska reynast ó- nógir, þá getur landssjóður lagt „fúlgu" til viðbótar. Eins og „N. Ö.“ segir: „Sje svO’ (d: að ekki sje annað til fyrirstöðu en kostn- aðurinn!) þá er auðgert að eyða þeirri við- báru!! Vatnstígvjelaáburður tilbúinn af P. RönningS & Gjerlöffs efnasamsetnings verkstofu, tekur eins og vonlegt er langt fram áburði þeim, er menn sulla saman hjer og nefna því nafni; allt fyrir það er P. Rönnings & Gjerlöffs aburður ódýrari, en samsull manna hjer. Fæst í verslun B. M. Bjai’nason. SIlf11.rf5.eSja hefur týnst á götum bæjarins í dag. — Finnandi skili henni í prentstofu »Dagskrár«. Ábyrgðarmaður: Einar Benedíktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.