Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 3
3T9 skipum hinnar íslensku eimskipaútgerðar, og var því ekki að því fundið. Eimskipið „Arcturus" sem hjer var áður póstskip, var einusinni meira en 20 daga á leiðinni frá Höfn, og það má sjálfsagt finna þess fleiri dæmi, að skip hafa tafist nokkuð lengi vegna óveðra á leiðinni hingað frá útlöndum. Reykjavík þ. 26. oktbr. 1897. Virðingarfyllst. 1). Thomseu. Fiskimærin. Eptir Björnstjerne Bj'órnson. (Framh.). Tvær þvottasnúrur voru samtengdar þannig að hinni þriðju var hnýtt á milli þeirra með ákveðnu millibili, hjer um bil álnar löngu og þannið var haldið áfram þang- að til stíginn var fullgjör. »Var hún lengi í burtu?« spurði prófast- nrinn. Ráðsmaðurinn horfði á hann stundar- korn vandræðalegur á svip og sagði; »í burtu, hvað menið þjer með því?« »Var liún lengi í burtu þegar hún var komin nið- ar?« Signý stóð skammt frá þeim og skalf af kulda og ótta. »Hún fór ekkert í burt« sagði ráðsmaðurinn »heldur einungis upp og ofan stigann«. »Upp og ofan? — hver var það þá, sem fór í burt?« — Signý sneri sjer undan og fór að gráta. — »Það var enginn hjá lienni það kveld; það var í gær«. »Gekk þá engin eptir stiganum nema hún« — »Nei«, »Og hún gekk niður eptir honum og fór jafnskjótt upp aptur?« — »Já« — »Hún hefur þá verið að reyna stigann« mælti prófastur, og dró andann lítið eitt ljettar. »Já, áður en hún ljeti einhvern ann- an ganga eptir honum* sagði ráðsmaðurinn — prófasturinn leit á hann og sagði: »Þú heldur þá að þetta sje ekki sá fyrsti, sem hún hefur búið til?« — »Nei, — hvernig kefðu menn annars getað komist upp til hennar?« — »Er langt síðan þú vissir fyrst til þess að einhver kæmi til hennar?« »Það var ekki fyr en í vetur, eptir að hún fór aðkveikja, fyr kom mjer ekki til hugar að fara hingað niður eptir«. Prófasturinn spurði alvarlega. »Svo þú hefur vitað það í allan vetur?, hví hefurðu ekki sagt fyr frá því?« — »Jeg hjelt að það væri einhver af heimilisfólkinu—sem hjá henni var; en þegar jeg sá hana í stig- anum í fyrri nótt, varð mjer fyrst ljóst, að það hlyti að vera einhver annar; hefði jeg áður orðið þess var, þá hefði jeg líka sagt fyr frá því«. »Já, það er svo sem auðsjeð að hún hefur leikið á okkur öll«. — Signý leit upp bænaraugum. — »Hún ætti ekki að sofa svona fjarri fólkinu«, sagði ráðsmaður- inn. Hanri vafði saman stigann. — »Hún ætti helst ekki að sofa nokkursstaðar hjerna í húsinu« mælti prófasturinn og fór út með þeim, en þegar hann var kominn niður og hafði lagt ljósið á borðið, kom Signý og flaug í faðm honum. —- — »Já, barnið mitt, það er íllt að vera svona brögðum beittur«. Stundu síðar sat Signý í legubekknum með vasaklút fyrir augunum. Prófastur hafði kveikt í pípunni sinni og gekk hratt um gólf. Þá heyrðu þau óp í eldhúsinu, gauragang í stiganum og að stokkið var um ganginn uppi yfir. Þau þutu bæði út. Það var kvikn- að í herbergi Petru. Neisti hafði að líkind- um fallið úr ljósinu niður í skotið, því það- an kom eldurinn; hafði hann í einni svipan læst sig upp veggtjaldið og komist í glugga- grindina, Okunnur maður hafði sjeð það utan af götu, og hlaupið jafnskjótt inn í eld- húsið til þeirra, sem voru að þvo. Eldurinn var brátt slökktur, en í sveit- inni, þar sem allt er svo tilbreytingarlítið ár- ið um kring, kemur sjerhver breyting hug- um manna í hræringu- Eldurinn er hinn voðalegasti og hættulegasti óvinur þeirra. Aldrei hverfur hann úr huga þeirra og þeg- ar hann kemur svo og rekur höfuðið á næt- urþeli upp úr djúpinu og blaktir hvæsandi tungunni að ránsfeng sínum, þá skjálfa menn og eru ekki í rónni vikum saman; sumir ef til vill ekki framar á æfinni. Þegar nú prófasturinn og dóttir hans sátu bæði í dagstofunni og höfðu kveikt Ijós, fundu þau til einhverra óþæginda, einhverr- ar auðnar, sem þau ekki gátu auðveldlega gjört sjer grein fyrir; en það var í því inni- falið að herbergi Petru var nú autt og hún horfin. En allt í einu heyrðu þau Petru spyrja með skýrri og hvellri röddu: »Guð minn góður! hvernig stendur á því, að her- bergið mitt hefur brunnið?« Hún hljóp upp og ofan stigann, af loptinu fram í göngin, þaðan fram í eldhúsið og loksins inn til þeirra í ferðafötum sínum. Það svaraði henni eng- inn, en jafnskjótt sem hún hafði sleppt síð- asta orðinu af spurningunni spurði hún apt- ur: »Hver hefur verið uppi í herberginu mínu? hvenær kviknaði í því? í hverju kvikn- aði?« »Við vorum þar« sagði prófasturinn, »við vorum að leita að nokkru«, bætti hann við og hvessti á hana augun. En það var ó- mögulegt að sjá að Petru brigði; hún horfði einarðlega í augu honum eins og ekkert væri um að vera. Það leit ekki út fyrir að hún hefði vitað þar af nokkru, sem allir hefðu ekki mátt sjá. Signý grúfði sig niður í legu- bekkinn og það vakti heldur ekki nokkurn grun hjá Petru; hún hjelt einungis að það væri af ótta eptir brunann. Hún spurði í sífellu hvernig menn hefðu orðið varir við eldinn, hvernig hann hefði verið slökktur og og hver fyrst hefði komið upp og þegar hún fjekk ekkert svar, þá fór hún út aptur. — Eptir litla stund kemur hún inn aptur og hafði farið úr nokkru af ferðafötunum; því næst tekur hún að skýra það fyrir prófast- innm og dóttur hans hvernig þetta hafi orðið. Hún kvaðst sjálf hafa sjeð logann og orðið dauðhrædd, en þakkaði hamingjunni fyrir hversu lítið tjón hefði orðið af því. A með- an hún var að tala þetta fór hún úr þVí sem eptir var af ferðafötunum; nú fór hún út með þau, kom því næst inn aptur og settist við borðið, þar sem hún var von að sitja. Hún talaði í sífellu um eldinn og skaðann sem hann hafði gjört. En þegar enginn svaraði mælti hún: »Það er verst að þetta hefur eyðilagt kveldið fyrir okkur; jeg ætl- aði að biðja hana Signýu að lesa »Romeo og Júlia« og hlakkaði svo mjög til þess. Hún hetur auðvitað lesið það áður, en mig langaði til þess að heyra aptur fallegasta kaflann úr því, nefnilega um það, þegar Romeo kvaddi Júlíu á svölunum«. Þegar Petra hafði mælt j etta kom inn stúlka 'úr eldhúsinu og segir að það vanti þvotta- stög, þau hafi horfið. Petra varð allt í einu rauð sem blóð og stóð upp. »Jeg veit hvar þau eru!« sagði hún, »jeg skal sækja þau«. Hún gekk nokkur skref áfram, minntist þá brunans og staðnæmdist. »Guð minn góð- ur!« kallaði hún upp yfir sig, »þau eru sjálf- sagt brunnin, þau voru í herberginu mínu!« Signý hafði sest upp í legubekknum. Pró- fasturinn gaf Petru hornauga: »Til hvers hefir þú þvottastög?» spurði hann og var honum svo þungt að hann gat tæpast kom- ið upp nokkru orði. Petra horfði á hann, og sökum þess hversu hann var alvarlegur og hvasseygður varð hún hálfhrædd, en þó gat hún eigi annað en hlegið að karlinum; hún reyndi þó fyrst að láta ekki á því bera og sneri sjer undan, en þegar hún leitáhann aptur þá varð henni það á að skellihlæja. Það heyrðist ekki fremur á hlátrinum að sam- viskan ásakaði Petru, heldur en hann væri lækjarniður. Signý heyrði það og reis upp úr legubeklmum- „Hvað er þetta, hvað er þetta?" spurði hún. Petra sneri sjer við, hjelt áfram að hlæja og ætlaði út, en Signý fór í veginn fyrir hana og mælti: »Að hverju hlærðu Petra? — segðu það«. Petra flaug í fang henni, grúfði sig niðuraðhenni og hló í sífellu. Nú sá prófasturinn að Petra gat ekki verið sek. — Hann var áður orðinn svo reiður að hann hafði tæpast taumhald á sjálfum sjer, en nú fór hann líka að hlæja og Signý sömuleiðis. Það er ekkert til í heiminum sóttnæmara en hlátur, og einkum sá hlátur, sem maður skilur ekki. Prófastur- inn og Signý reyndu á víxl að komast ept- ir að hverju Petra hló, en það var að eins til þsss að auka hláturinn enn þá rr.eira. Vinnustúlka sem stóð þar skammt frá, fór loksins að hlæja líka. Hún hló ákaflega undarlega; það var eins og þegar stórsjóir í brimróti skella á land með drunum og dynkjum og sogast svo út aptur með ógur- egumskruðningumþegar hnöllungssteinar velta hver um annan þúsundum saman. Hún fann sjálf til þess, að það sómdi sjer illa að hlæja svona ruddalega á meðal heldra fólks og flýtti sjer því fram sem mest hún mátti. Á leiðinni hjelt hún niðri í sjer andanum, en þegar hún kom fram í eldhúsið þá skellti hún upp yfir sig. Hláturinn lieyrðist inn til prófastsins svo mikill og stórkostlegur rjett eins og margir hestar hneggjuðu í senn og var það fólkinu óskiljanlegt að hverju verið væri að hlæja frammi, þetta jók hláturinn inni af nýju. Þegar þau höfðu hlegið sig alveg mátt- laus, fór Signý að grennslast eptir orsökun- um. Hún tók í hönd Petru og mælti: »Nú verðurðu að segja mjer hvernig á öllu stend- ur, þú skalt ekki komast undan því, kelli mín!« — »Nei, það get jeg ekki fyrir nokkurn mun« svaraði Petra — »Jeg veit annars allt saman!« sagði Signý allt í einu. Petra leit á hana og hljóðaði upp yf- ir sig, en Signý mælti: »Pabbi veit það líka!« Petra öskraði alveg eins og hún væri gengin af vitinu, reif sig af Signýu og stökk út að fremri dyrunum, en þar stöðvaði Sig ný hana. Petra neytti allra krapta til þess an losna; hún vildi komast burt hvað sem það kostaði. Hún hló enn þá, en augu hennar voru full af tárum. — Signý sleppti henni. — Petra þaut út og Signý á eptir. Þær fóru báðar inn í herbergi Signýar. Þegar þangað var komið, lagði Signý hendurnar um hálsinn á Petru og Petra faðm- aði Signýu að sjer: — »Guð minn góður! vitið þið þ;'*f?« hvíslaði hún. »Já, við vor- um uppi í írcrberginu þínu með ráðsmannin- um, hann hafði sjeð þig — og við fundum stigann« sagði Signý einnig í hljóði. — Petra hljóðaði upp yfir sig af nýju og fleygði sjer í legubekkinn og grúfði sig niður í hann. Signý fylgdi henni; hún laut niður að henni og sagði henni í hljóði alla söguna; um frá- sagnir ráðsmannsins um eldinn, um stigann og allar afleiðingarnar, sem þetta hafði haft í för með sjer. Það sem Signý fyrir örstuttri stund hafði hræðst og hryggst af, sagði hún nú með ánægju og brosi á vörum. Petra gjörði ýmist að hlusta eða halda fyrir eyrun, ýmist að setjast upp eða grúfa sig niður í legubekkinn. Þegar Signý hafði lokið sögu sinni og þær voru báðar sestar saman í legu- bekkinn, hvíslaði Petra: »Veistu hvernig á þessu stendur? — — — jeg get með engu móti farið að sofa kl. 10 þegar við skiljum á kveldin og eigum að hátta. Það sem les- ið er á vökunni hefur svo mikil áhrif á mig, veldur svo miklum geðshræringum og um- hugsunum. Jeg læri utan að allt það sem mjer þykir mest til koma af því; jeg kann þannig utanað heila þætti og les þá upp hátt fyrir sjálfri mjer á kveldin. Þegar lesið var um Romeo og Júlíu þótti mjer það hið feg-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.