Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 01.11.1897, Blaðsíða 2
31» Svar til Gísla Þorbjarnarsonar »Þóttust menn og voru ekki, vildu glíma og gátu ekki«. Búfræðingurinn Gísli Þorbjarnarson hefur samið langa klausu í 77. tölubl. „Dagskrár" þ. á. út af nokkrum setningum i einum gr. stúfnum í »Búnaðarbálk«, í 43. tölubl. Islands þ. á. En með því að mjer þykja athuga- semdir höf. á litlum rökum byggðar og með öllu óþarfar, þá vil jeg biðja Dagskrá að flytja búfr. kveðju mína ásamt fáeinum at- hugasemdum. Meiri partur greinar höf. kemur alls ekki við efnið. En þar sem hann kemst að efn- inu og reynir að hrekja fyrnefndar setningar, þá ferst honum það ekki fimlegar en svo, að hann fellur alltaf á sjálfs síns bragði, svo ónotalega, að jeg vona til þess, að hann fari varlegar næst, þótt hann kynni að fá glímuskjálfta, er hann les „Búnaðarbálk" í íslandi. Höf. segir meðal annars: „Hvað snertir álit hinna gömlu og hyggnu búmanna höf. um það, að ekki ætti að slá tún síðar en 17 vikur af sumri, þá er jeg þess fullviss — af eigin sjón — að sú sögn er tæpl. þess verð að vera sögð i leiðbeiningarformi ísl. bænd- um í lok nítjándu aldar, því það má fullyrða að engin hætta væri á ferðum þótt tún væru f síðasta sinni á ári slegin mikið síðar, en þá þurfa þau auðvitað að vera í góðri rœkt o. s. frv. Hvernig hefur búfr. sjeð með eigin sjón að þetta sje rangt hjá mjer? Höf. heldur víst að túnin á íslandi sjeu slegin opt á ári hverju, þar sem hann tcemst svo að orði: — í „síðasta sinni á ári". Jeg skal fræða búfr. á því að túnin á Islandi eru vanalega slegin aðeins 1 sinni á ári, nema nýjar sljettur sem á flestum stöðum á landinu munu vera tvíslegnar. Austurvöllur í Reykja- vík hefur fyrrum verið slegin 3 á sumri, en það eru hreinar undantekningar, enda er meira skjól á Austurvelli, en á nokkrum öðrum túnum, og jarðvegur frjófsamur. Höf. segir að túnin verði þá auðvitað að vera í góðri ræktun og áframhaldandi góðri hirð- ingu ef megi slá þau miklu seinna en þa 17 vikur eru af sumri eins og jeg hefi til tekið. Nú, hvað er þá ofhermt hjá mjer þessu við- víkjandi, búfr. góður? Eða álítur búfr. að tún- in almennt sjeu í góðri rækt og góð hirðing á þeim? En álíti búfr. eins og jeg og fl. aðrir munu álíta, að aðeins tiltölulega fá tún á öllu landinu sjeu í góðri rækt, þá veit jeg ekki hvaðerað falla ásjálfs síns bragði ef það ekki er þessi krítik höfundarins. Enn fremur segir höf. að jörðin þurfi ekki grasið (hána) sjer til skjóls fyrir kuldum og næðingum að vetrinum, því áburðurinn sem borinn sje á að haustinu — dreifður og smátt mulinn — gjöri meira gagn og færir því, sem sje, til sönnunar dæmi úr Reykja- vík að haustáburður á flatlend tún með djúpum jarðvegi, hafi gefist þar betur en vor áburður. Það má skilja það á orðum búfr. að það sje ekki almennt að breiða úr túnáburði á haustin, þar sem hann tilfærir dæmi úr Rvík í þá átt, sem hafi gefist vel. Enda er það með öllu rjett, að það er langt frá því að vera almennt. En þó segir búfr. að áburður breiddut á tún skýli betur rótinni en háin, og því þurfi hennar ekki með. Það er æfinlega rjett að gera við því sem er. Væri það almennt á landi voru að fara þannig með áburðinn þar sem því verður viðkomið, þá væri það sök sjer þótt búfr. færi þessum fákænsku orðum um þetta, en þegar þetta er nú ekki tilfellið, þá kemur fram meira en lítil ósamkvæmni hjá höf. og fellur hann þar í annað sinr. illa á sjálf síns bragði. En þótt það væri nú aldrei nema siður, að bera á túnin á haustin og dreifa úr áburð- inum, þá skal jeg fullvissa höfundinn um það, að háin hefur þó eigi að síður afarmikla þýðingu, sem skýli fyrir rótina o. s. frv. En það er hægt að sjá það á því sem höf. skrifar, að hann hefur ekki minnstu þekkingu á því, sem hann skrifar um; hann veit ekki hvaða þýðingu grasið á jörðinni hefur fyrir frjófsemi jarðvegsins, og má þó ekki minna ætlast til af búfræðingi, þar sem næstum því hver og einn óbúfróður almúgamaður skil- ur þetta rjett að segja af sjálfu sjer. Svo segir og höf. að hann þekki ekki þá venju að beita kúm út á haustin á fallið gras á engjum í vondum veðrum, en hest- um sje lofað að skafa túnin. Það getur vel verið að höf hafi aldrei sjeð slíkt, viti það alls ekki fremur en hvað túnin á ísl. eru opt slegin á ári hverju. Því þótt hann hafi ferðast vítt og dreift um Suðuramtið, í júní og júlí á sumrum og ekki orðið var við þetta eins og hann segir, þá getur það þó eigi að síður hafa átt sjer stað í september, þegar búfr. var komin heim til sín. Annars legg jeg það undir dóm lesenda þessa blaðs, hvor okkar Gísla segir sannara í þessu efni. Að síðustu segir höf. að kýrnar skemmi túnin alt að því eins mikið og hestarnir. Þetta er ekki rjett hjá búfr. Hestarnir spora túnin mest í þýðum á veturnar þegar jörð er gljúp, þegar klaki er að fara úr jörðu. þá eru kýrnar inni í fjósum sínum. Þótt kýr bíti á túnum á haustin, þá sakar það þau lítið; þær ganga aldrei of nærri rótinni en það gera hestarnir; þeir rótnaga þau. Enda borga kýrnar veruna sína á túnun- um á haustin vanalega með því, að gefa meiri mjólk. Þeim er líka um.þann tíma, þegar þær nálgast burð, túnveran í alla staði hollari en engjaveran. Veit ekki búfræð. þetta? Það sem höf. talar um að jeg hafi farið hörðum orðum um fátæka einyrkja í landinu, þá getur víst engin lesið það út úr gr. minni nema Gísli Þorbjarnarson. Og allt það sem hann segir þar um, — er út í hött talað og grein minni óviðkomandi. 5. „Hjálmar“. Hjer með leyfi jeg mjer að senda yður, háttvirti herra ritstjóri, nokkrar athugasemdir viðvíkjandi skipinu »Hjálmar«, sem Eimskipa- útgerðin hefur fengið til að fara seinustu ferðina í ár samkvæmt áætluninui. Það hafa farið hjer ýmsar flugufregnir um þetta skip, sem nauðsynlegt er að leið- rjetta. Farþegi einn, sem farið hefur með skipinu hefur borið það út, að »Hjálmar« hafi verið 16 daga á leiðinni frá Kaupmanna- höfn til Seyðisfjarðar, sem dæmi þess, hve ferðlítið skipið sje. En sannleikurinn er sá að skipið var aðeins 10 og hálfan sólarhring einmitt þessa ferð frá Kaupmannahöfn til Eskifjarðar og hafði þá komið við bæði á Shetlandseyjum og á Færeyjum og fengið slæmt veður á móti, talsvert af leiðinni. Ept- ir komu þess til Eskifjarðar fór það fram og aptur með Austurlandinu á 6 hafnir, áður en það kom til Seyðisfjarðar, og þar sem skipið hefur þótt koma seint til Seyðisfjarð- ar, er það strandferðum þess á Austurland- inu að kenna, en engin ástæða er til að lasta skipið fyrir að hafa verið lengi á leið- inni milli landa. — Hinum umgetna farþega og öðrum, sem þekkja« „Hjálmar" ber sam- an um, að Hjálmar sje sterkt og þægilegt farþegaskip. Skipið er af nýjustu gerð og talið í fyrsta flokki í alla staði. Þegar samningar voru gerðir í vor um að láta „Vestu“ tara 2 ferðir í haust milli íslands og Frakklands og ákveðið var að skipta um skip, þannig, að aukaskipið færi þessa seinustu ferð samkvæmt áætluninni, hafði jeg í höndum samning við Tulinius um.aðhannútvegaðieimskipið »Constantín« fyr- ir aukaskip bæði í sumar og í haust, en skip þetta fer 11 mílur á sjöttungi sólarhrings og hefur rúm fyrir 28 farþega á fyrsta far- rými og 24 til 40 á öðru farrými, og var leigan fyrir skipið helmingi minni en fyrir „Vestu“. —- Þessar ráðstafanir voru gerðar bæði til þess að spara eimskipaútgerðinni þann mikla tekjuhalla, sem búast mátti við af haustferðunum samkvæmt fyrri árs reynslu, svo og til að safna reynslu um notkun á smærri aukaskipum. Eins og sjá má af lögunum og umræðunum um eimskipaútgerð- ina á alþingi, var ætlast til, að útgerðin leigði minni aukaskip til þess að afla sjer reynslu fyrir komandi ára skipaferðum um það, hvernig smærri skip mundu gefast, og sú hefur líka reyndin á orðið fyrir útgerðina að smærri skipin hafa verið hagfelldari og svara betur kostnaði en stóru skipin, enda er nú gert ráð fyrir, að tvö minni aukaskip verði næsta ár í förum kringum landið. Þegar til kom, gat Tulinius ekki upp- fyllt skuldbindingar sínar og staðið í skilum með tilliti til „Constantin“. Hann sendi þá fyrst annað skip „Jyden“, en bjóst við að' geta fengið „Constantin" í síðustu ferðina. Til þess að reyna að færa þetta í lag varð' jeg í haust að sigla til Kaupmannhafnar, en þegar jeg kom þangað var öll von úti um að fá „Constantin" eða „Jyden". Hraðskeyti og brjef voru send í allar átir til að fá ann- að skip, en það varð ekki auðið að fá neitt skip til Islandsferða annað en „Hjálmar". Tveir kaupmenn hjer i bænum, sem einnig leituðu fyrir sjer til að fá eimskip á leigu hafa ekki heldur fengið skip, en orsökin er sú, að fragt á skipum hefur stigið óvenjulega mikið, og geta því skipseigendur haft mjög mikinn arð af skipum sínum heima við án þess að þurfa að senda þau í haustferðir til Islands. Það var því nauðugur einn kostur a& taka „Hjálmar" og fá um 1000 kr. afslátt á leigunni, eða þá algerlega að svíkjast um að fara seinustu ferðina á áætluninni. Eins og áður getið, er „Hjálmar" 1 fyrsta flokki á eimskipaskránni „Bureau Veritas", jen í þeim flokki eru aðeins þau skip, sem talin eru ugglaus til allra ferða_ Hvað ferð þess snertir, hefur eigandinn gefið mjer þannig lagðar skriflegar lýsingar á skipinu, að ekki gatkomið til mála, að hafna slíku tilboði. Auk þess hefur skipið nægileg- an seglútbúnað til að bjarga sjer, ef eitthvað skyldi brotna í maskínunni. Skipstjóri er mjög vel kunnugur hjer við land og vanur Is- landsferðum, var áður stýrimaður á eimskipum „A. Asgeirsson", og hefur í ár flutt farm. og farþega til íslands á „Hjálmar". Það er því engin ástæða til að vera hræddur um skipið. Hitt er eðlilegt, að menn sjeu óánægðir með, að það skuli ekki koma á tilteknum tima og vilji vita ástæðu fyrir ;því, hversvegna það sje ekki komið. En meðan frjettaþráðurinn er ekki kominn hingað til lands, verða tilgátur einarað nægja í þvi efni, og virðast þa tvær ástæður liggja mjög nærri, önnur sú, að skipið hafi ekki farið á rjettum tíma frá Kaupmannahöfn, en. hin, að það hafi leitað sjer skjóls fyrir ofsa- veðri því, sem nú um nokkurn tíma hefur gengið hjer og fyrir sunnan land, og þó helst á Færeyjum, en þá mun naumast verða búist við, að skipið geti komið hingað fyr en 2—3 dögum eptir að þessu ofsaveðri. slotar. Það hefur opt komið fyrir að póstskip- in tefjist eða leita sjer skjóls dögum saman í óveðrum, þannig hefur það tvisvar borið við þegar jeg hef verið með „Lauru", að hún tiefur snúið aptur við Reykjanes. I ann- að skipti var jeg 6 daga á leiðinni frá Reykja- vík að Reykjar.esi, en það var ekki með V,

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.