Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 04.11.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 04.11.1897, Blaðsíða 1
II, 80. Reykjavík, fimmtudaginn 4. nóvember. 1897. Úr brjefi frá Höfn. dags. 12. okt. — — Hjer hafa verið allmiklar æsingar með- al landa síðustu dagana, út af leynimakki Valtýs við Dani bæði í stjórnarráðinu íslenska og utan** þess. Þykir mönuum óvíst að allt sje framkomið enn af því sem V. hefur bruggað og borið í stjórnina —- en þó mun flestum virðast það sem komið er ærið nóg — og greinar nokkrar er birtust í blöðunum þessa dagana hleyptu öllu í bál og blossa. Fyrst kom alllöng grein frá Jóni A. Hjaltalín alþingismanni í »Pólitíken« 3. þ. m. og var þar svarað ýtarlega, en þó að því er mönnum fannst, með mestu hógværð, æsinga- grein Ski'ila Thoroddsens í sama blaði, sem þjer munuð hafa lesið, þar sem einkum var lögð áhersla á, að sverta landshöfðingja í augum Dana fyrir framkomu hans í stjórnar- skrármálinu. — Grein Hjaltalíns víkur eins og þjer sjáið jöfnum höndum að Valtý og allri hans frammistöðu, og er þar hreift við ýmsum »aumum punktum« í hinni pólitisku æfisögu V. svo að honum mun hafa þótt þörf á að svara nokkru vegna almenningsá- litsins í Danmörk. —• Jeg þarf varla að segja yður frá því að svar Valtýs í Pólitíken* þ. 8. hleypti hjer upp svo mikilli gremju og undrun yfir því hvað ha?in gœti verið ó- skamfeilinn, að fá dæmi munu þekkjast nokkurs slíks í íslendingabyggð hjer á síðari árum. A fundi stúdenta daginn eptir að grein- in kom út, var hlýtt á frásögn Valtýs um framkomu hans á alþingi. — Hóf þá cand. mag. Bogi Melsteð all þungorð, en þó stilli- leg andmæli gegn Valtý, en það sem vakti langmesta eptirtekt í ræðu ht. B. M. var sú yfirlýsing hans, að Valtýr hefði játað i prívat sam- ræðu við sig- (B. M.) og skrifstofu- stióra Ólaf Halidórsson, að stefna sín miðaði að því að færa valdlð út úr ísiandi þótt hann hjeldi því gagnstæða fram opinberlega. < -------------------- *Frá grein þessari skal nánarskýrt hjer síðar- En til þess að menn hafi nokkra hugmynd um andann í henni, má geta þess að V. kallar þar mótstöðumenn leynimakksins nihilista (o: gjöreyð- endur; alþekkt nafn a rússneskum stjórnleysingjum er gjöra samsæri um að fremja ýms illræðisverk). — Þetta á að vera til að skýra „afstöðu" and- stæðinga hans fyrir dönskum lesendum sem auð- vitað þekkja ekki að þetta nafn sje haft um aðra en pólitiska illvirkja og glæpamenn. Þingflokk þann er var á móti honum kallar hann „nihilista"- flokkinn, sjerstaklega þá alþm. Jón í Múla og Guttorm Vigfússon, er gáfu vottorð um hvað móttakandi „gula snepilsins" hefði sagt að í hon- um hefði staðið — eptir að Valtýr hafði þrætt fyrir innihaldið opinberlega. — Alþm. J. A- ÍHjaltalín gefur hann í skyn að muni hafa ritað á móti þeim Skúla og Valtý, af því að hann sje „skyldur landshöfðingja frúnni"! Og landshöfð- inginn, segir hann, að haldi dauðahaldi i sína á- byrgðarlausu stöðu, af því að ekki sje að vita, Íhvernig fari urn einhverja sjóðþurð í búi Finsens heitins póstmeistara. (Þessi sjóðþurð er hvergi til nema í höfði Valtýs). Öll greinin er eptir þessu. ** Leturbreytingar eru allar gjörðar til skýringar. Þessari yfirlýsing hr. B. M. tók Valtýr á móti í áheyrn allra án mótmœla, en þó var hann svo djarfur að fara að reyna að sanna með sínum gömlu margendurteknu rök- um að pólitík sín færði valdið inn í landið, — þarna á þessum sama fundi, ofan í sína eigin játningu, sannaða af vitnisburði tveggja manna, og þegjandi viðurkennda af honum sjálfum á þessum sama fundi. Þá þótti nú mönnum Valtý takast upp, og að hann jafn- vel færi »fram úr sjalfum sjer« í bíræfni. —- Drottinn minn! Þetta á að vera milligöngu- maðurinn milli þjóðar vorrar og Danastjórn- ar og leiðtogi 15 íslenskra alþingismanna!! Eptir að Valtýr hafði lokið þessari dæma- lausu varnartilraun sinni stóð stud. jur. Jón Sveinbjörnson upp og tók svo greinilega í lurginn á Valtý, en þó með góðum og gild- um rökum, að síðustu orð hans drukknuðu í lófaldappi. Því næst töluðu þeir dr. Finnur Jónsson og stud. mag. Sigfús Blöndal, báðir eindrégið á móti Valtý. Stóð þá enn upp Valtýr sjálfur og fór að bera í bætifláka fyr- ir sig — en þá virtist nú þolinmæði fundar- ins lokið, því nú tóku illar og harðar hnút- ur að fljúga ti! Valtýs frá sætum fundar- manna, og þótti öllum þær vera meiulcgast- ar, sem komu frá dr. Jóni Þorkeflssyni yngra. -— Heyröust hnífilorð og kuldagaman koma úr þeirri átt, sem enginn hefði viljað óska sjer að standa íyrir og verðskulda eins og Valtýr. — Varð þá hlátur mikill að V. og ræðugerð hans, — enda varð hann og að hætta án þess að hafa komið fram neinu því er gæti bætt málstað hans. — Eptir að óp og köll höfðu varað nokkra stund tókst for- seta (stud. mag. Agúst Bjarnason) að koma kyrrð á, og fjekk hr. B. Melsteð þá enn orðið; stakk hann upp á því, að greiða at- kvæði um málið, en þá hrópaði Valtýr: »Er það meiningin að »demonstrera« á móti mjer?« — Hefur V. víst óttast að Dönum þætti hann ekki liðmargur meðal Islendinga hjer, ef til atkvæða hefði verið gengið — og mun og óhætt að fullyrða að ckki hefði annar póli- tíkus fengið færri meðhaldsmenn en Valtýr, ef svo hefði verið gjört. En úr þessu varð ekki. — Því eptir að Jón Sveinbjörnson hafði enn staðið upp og gjört fyrirspurn til Valtýs um það, hvernig stæði á málaferlum þeirra dr. J. Þ. og V. (útaf grunsamlegum höfundarmerkjum Valtýs undir danska blaða- grein á sínum tíma o. fl.) — — varð æði mikill hávaði, samtal og óspekt í salnum, sem enn jókst við það að dr. J. Þ. tók til máls, og vægði Valtý iítt. — Notaði V. ó- kyrrð þessa til þess að komast út enda þótti honum víst ekki fýsilegt að heyra allt hvað dr. J. mundi hafa 'að segja — en forseti varð að slíta fundinum, án þess að gengið væri til atkvæða. —- Svo fór um þennan fund, þann heitasta og ákafamesta sem jeg man eptir að ha!d- inn hafi verið hjer um pólitik. —- En ekki er öll nótt úti enn, og spá nú flestir illafyr- ir „stöðu" V. hjá stjórninni. Einkum munu flestir Danir er fylgjast með í íslenskum mál- um álíta, að Valtýr haft gjört sig því nær »ómögulegan« með grein þeirri er hann rit- aði í Politiken, þar sem hann kemur með svoleiðis getsakir gegn þingmönnum, lands- höfðingja og jafnvel framliðnum heiðurs- manni eins og Finsen póstmeistara, að ó- kunnugir menn hljóta að sjá af hverjum toga þær eru spunnar, hvað þá þeir sem til þekkja. ,Hjálmar- kom hingað í gær eptir 3 vikna sigling frá Höfn. Fátt um merkis- frjettir. Verður getið nánar í næsta blaði. Farþegar fáir, en nokkuð af þeim orðið ept- ir í Engl. og Höfn. Þorðu ekki aðfarameð landsskipinu. Svar tii Corpus juris. Hin forna lagaskræða (C. J.) er í mikl- um vafa um það í Isafold 78. tölubl. »hvort sje vitlausara« kenningar Ðagskrár um með- ferð málanna í ríkisráðinu, eða viðvíkjandi ráðgjafaábyrgðinni. Þessu trúum vjer mæta vel. Það mundi þurfa miklu vitrari og fóðari mann heldur en þennan C. J. til þess að leysa úr þessu, þvi báðar kenningarnar eru jaf?i rjettar, en það er á máli óhæverskra nafnleysingja af Corpusar tagi |að þær sjeu báðar jafn rangar. Þegar maður veit, eins og hr. C. J., að maður heldur uppi ómögulegri skoðun, sem almenningur hefur fengið viðurkenndar sann- anir fyrir að sje röng, byggð á átyllulausum misskilningi, þá er eðlilegt að maður láti svo sem kórvillan sje hafin upp yfir það að þurfa nokkurra sánnana við., Þeir menn sem eru þaulvanir því að halda fram hinu eða öðru eptir því, sem á stendur, án alls tillits til þess hvort þeir bera nokkurt skyn á það, sem þeir fara með, og jafnvel einnig án þess að taka tillit til þess sem þeir kunna að hafa sannfærst um að rjett sje — þeir eru einnig vanir að fyllasig upp með líkum digurmælum, sem hr. C. J. um það að andmælendur þeirra sjeu ekki heyrðir af neinum, enginn skilji það sem þeir segi en allir, allir sem sjái eða heyri, sjeu, þar á móti, samdóma kórvillunni. En enda þóttþað megi telja víst að »C. J.« viti að hver einasti maður. sem les greinar hans og Dagskrár um þetta mál, verði að játa að Corpusið hefur aumlega flækt sig í endalausa bendu af vitleysum — þá álítum vjer samtrjett að svara honum jafnóðum sem hann ágatar sig. — Málstaður hans er stofnaður af þesskonar hvötum og studdur af þesskonar mönnum að þar er ekki ein- ungis að ræða um rjett rök, eða hvort þörf sje á í sjálfu sjer að skýra málið öllu meir en orðið er — heldur einnig að halda niðri nýjum tilraunum til þess að viila sjónir fyrir almenningi, með allskonar yfirskyni. — Þann- ig þarf t. a. m. ekki lengur að færa rök að því að ráðgjafi íslands er háður afli atkvœða í ríkisráðinu. Það höfum vjer þegar sannað og sýnt fram á, öllum semskilja mælt mál, og þeir einir eiga að skera úr um hvað gjöra skuli hjer á landi í stjórnarskrármálinu. Jafn- framt höfum vjer einnig sýnt frarri á, glöggt og ómótmælanlega, með tilvitnunum í lögin, stjórnina og kenningar haskólans að »C. J.« veður þar í villu og reyk um hið alira cin- faldasta og alkunnasta, um tilhögua á æðstu stjórn ríkisins. — En þrátt fyrir þetta má þó ekki sleppa lúðurþeytara Valtýsfiokksins, hr. »C. J.« — Það þarf einnig að sýna fram á — eins og vjer áður höfum sagt — jafnóðum og hann ágatast í nýjum og nýjum möskv- um, að hánn eykur og styrkir þær líkur sem upphaflega voru til þess að hann færi vís- vitandi með rangt ??iál. Það er þessi hliðin á ritmennsku Corpusar sem hjer eptir verður átt við í Dagskrá. Hr C. J. byrjar á því í Isafold síðast að fullyrða að hver ráðgjafi sem láti undan rík- isráðinu (þ. e. »segi ekki af sjer« þótt hann verði í minni hluta) — beri ábyrgð á stjórn-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.