Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 04.11.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 04.11.1897, Blaðsíða 3
323 þar að auki klæðlitlir úti í hryssingsrigning- um, með blauta fætur? Reykjavík er svo gestrisinn bær, og hjer er svo margt af fólki, sem vill gjöra öðrum gott að það er hróplegt hneyksli að ekki skuli vera einn einai;ti staður til fyrir fátækl- inga, sem einrænast hjer allslausir á götun- um — annar en tukthúsið. — Þeir sem hafa peninga geta í lengstu lög komið sjer inn einhversstaðar, en þó getur það komið fyrir að sveitamenn, sem eru ekki vel ldæddir eða illa til reika á annan hátt, eigi fullt í fangi með það að fá sig hjer hýsta fyrir peninga. — Hotel ísland er ekki þekkt að því, að taka vel á móti þesskonar gestum. — En geta ekki hinar veglyndu og hjartagóðu hefðar- konur Reykjavíkur — sem hafa myndað fjel- agsskap sín á milli til þess að hjálpa bág- stöddu fólki hjer við Reykjavík — einnig hugsað um gestina sem koma hjer og vant- ar allt ? Jeg hef sjeð að þessa máls hefur áður verið minnst í »Dagskrá« og »ísafold« — en enginn árangur hefur orðið af því. Mundi ekki Thorvaldsensfjelagið eða Kvenn- fjelagið geta stuðlað að því, að hið svokall- aða »hotel ísland« væri látið rækja skyldu sína í því að taka á móti mönnum sem vant- ar húsaskjól, en hafa peninga — og að góð- gjörðasemi einstakra manna gæti sameinast um það, að koma upp einhverju hæli fyrir hina, sem ekkert hafa til að borga með. Jeg leyfi mjer að skora á þá, sem mest fást hjer við það, að gjöra fátæklingum og bágstöddum gott, að íhuga þetta mál ræki- lega, og reyna að koma því í einhverja fram- kvæmd. — G. Svar til „S“. „Tómir vagnar skrölta mest“. Jeg vil leyfa mjer að svara hjer nokkr- um orðum til greinarstúfs eins er stendur í »Dagskrá« síðast, eptir búfræðinginn »S.» — ef þjer herra ritstjóri vilduð ljá mjer rúm fyrir það. Hr. »S«. byrjar með því að spyrja mig hvernig jeg hafi getað sjeð með eigin sjón, að það sje rangt hjá honum, að ofseint sje að slá tún eptir að 17 vikur eru af sumri. Jeg hef þá æru, að geta frætt hr. »S.« á því, að jeg hef sjeð tún slegið 3 var á íslandi og síðast eptir að rúmar 19 vikur voru af sumri — og reyndist vel. — Ennfr. get jeg sagt yður eina sögu hr. »S«. — - Hún er sú, að toðugresi á sljettum, velræktuðum túnum — svo sem öll tún ættu að vera — er í fullum vaxtarkrapti opt og tíðum eptir 18. ágúst á sumrin. Veithr. „S“ ekki þetta? Hvað getur komið hr. »S« til að halda því fram. að óhyggilegt sje að slá tún eptir áðurnefnda tíma ársins, þegar þeir er best hafa ræktað tún sín, •— samkvæmt reynslunni geta vitnað hið gagnstæða; það hlýtur að vera þekkingarskortur, — ef það er ekki annað verra. — Rjett á eptir þar sem hr. »S« er mjög drýgindalegur, yfir því, að jeg viti ekki hve opt túnin eru slegin á íslandi —- og segist skuli fræða núg á því að þau sjeu ekki sleg- in nema 1 sinni á ári — segir hann, að nýj- ar sljettur sjeu víðast á landinu tvíslegnar, og ennfr. að »Austurvöllur« hafi verið þríslegin. — — Þarna hefir hann reglulega verið í »ess- inu« sínu, hann hr. »S«1. Telur hinn búfróði hr. »S« „Austurvöll« eða hinar nýju sljettur ekki með túnum?. Annað hvort gjörir hann það ekki, eða hann hefir, svona nærri því? — tapað samkvæmninni, — enn jeg vona nú að hr. »S« »detti ekki þó hann hallist« (!!). Hr. »S.« segir »rjett að gjöra við því sem er« og virðir mjer til vamms, að jeg skuli nefna' aðra meðhöndlun áburðarins en þá, er hann segir vanalega. Hann verður að fyrirgefa þótt jeg vildi_ leiðrjetta hann, af því mjer kom til hugar að hann vildi með rit- gerðum sínum í »íslandi«, fræða bændur um það er þeir ekki vissu sumir hverjir, þvi hitt þurfa þeir ekki að læra af hr. »S.« sem jeg hygg að þeir kunni — kannske fullt eins vel — eins og hann. Ennþá skröltir í hr. »S.« þar sem hann telur mig ekki þekkja hvaða þýðingu grasið á jörðinni hafi fyrir frjöfsemi jarðvegsins. Jeg vil þá benda honum á, að hugmynd min um þetta efni, stendur ennþá óhrakin fyrir hon- um. Þá reynir hr. »S.« að telja mönnum trú um, að jeg viti ekki hvað gjörist í sveit- um á haustin í september, — ætli hann viti það betur? — og heldur þeim ósannindum fram að bændur hafi þá þrælslegu venju að beita kúm á fallið gras á haustin, í hvaða veðri sem er, og leggur undir dóm lesenda blaðsins hvort ekki sje satt.(ll) Ætli ekki hefði verið betra fyrir hann að spyrja — þá er vissu — að þessu, áður en hann skrifaði greinina í »ísland?« NB. ef hann hefði ekki viljað segja annað en það er satt var og rjett. Loksins segir þessi makalausi hr. »S.« að kýrnar skemmi ekki túnin á haustin, þó þær sjeu hafðar á þeim, og spyr hvort jeg viti ekki að þeim sje það hollara. Jú, það vita allir að kúm væri best að mega bíta þau tún allt sumarið út sem vel spretta, og jeg er sannfærður um, að þær myndu þá gefa af sjer meiri mjólk enn ella. — En jeg hygg að það yrði ekki svo affarasælt fyrir landbúnaðinn, að það borgaði sig, Hvað því viðvíkur að kýrnar skemmi ekki nýjar sljett- ur á haustin, þó þeim sje lofað að sparka um þær, þá get jeg sýnt hr. »S.« mörg dæmi sem sanna hið gagnstæða, ef hann vill skoða með mjer tún, sem friðuð eru fyrir hestaá- gangi alla ársins tíma. Jeg hef þá stuttlega svarað spurningu yðar minn kæri hr. »S.«. — En skyldi svo fara, -— sem ekki er líklegt — að yður þætti nauðung bera til, að taka pennann aptur, þá væri óneitanlega glímumannlegra að fela sig ekki, annars getur þá og tilborið, að les- endur ritgjörða yðar gefi öðrum dýrðina, en þeim sem hún ber. Reykjavík í nóv. 1897 Gísli Þorbjarnarson. Úr brjefi frá enskum ferðamarini, Nýlega sáum vjer brjef frá merkurn Englendingi er ferðaðist hjer um landið fyr- ir I—2 árum, og var það stííað til íslend- ings sem nú er í Kmhöfn. Þó það sje ekki tómur himnaprís í garð íslendinga, viljum vjer þýða hjer úr því kafla, því það er fullt svo holt að heyra sig lastaðan sem lofaðan. Það sem á veltur er að vinsa hið sanna úr því ósanna •—• en eins og kunnugt er munu menn eiga hægra með að trúa smjaðri um sjálfa sig heldur en ósönnum ávítum. Englendingurinn segir svo meðal annars: Jeg hef ferðast um Island í því skyni að þekkja þjóðina, jafnhliða því sem jeg kynnti mjer landið og hina merku sögustaði. —- Flestir útlendingar sem ferðast hafa um þetta land hafa lagt mesta áherslu á að kynna sjer landshættina og sjá hinar frægu stöðvar fornmannanna, en jeg ásetti mjer frá því fyrsta að kosta mestu kappi um að kynna mjer „íslendinginn eins og hann er í dag“. Og jeg verð nú að segja, þó jeg hafi farið víða, að jeg hef aldrei á æfi minni sjeð neina kristna, siðaða þjóð eins langt frá því að fylla upp þær vonir sem ókunnur aðkomandi gestur gæti haft til hennar eptir afspurn og sögn annara og eptir því sem mætti ráða af fortíð hennar. Drottinn minn, að sjá fjelagsbrag, og framkvæmdir íslendinga. Maður skyldi halda að maður væri meðal Indíána. Jeg furðaði mig á að sjá kotin hanga eins og skrælingabyrgi yfir höfð- unum á afkomendum hinna ríkilátu, glæsilegu óðalshöfðingja er áður byggðu þessa víðler.du, fiskisælu og kjarngrösugu eyju. Og jeg tek hjer ekki til þessa um þá fátæku, sem engin ráð hafa, og sem örbyrgðin grúfir sig yfir eins og mara, heldur tek jeg þetta fram af því að það gildir svo að segja jafnt um hina auð- ugri eyjabúa. embættismenn sem hafa góðar árlegar tekjur sumir hverjir, og sjálfseignar- bændur sem gætu vel hafa komið upp yfir sig góðum húsakynnum ef þeir hefðu lagt stund á það. Grasblettirnir sem liggja í kringum bæ- ina, hin svokölluðu tún, virtust mjer svo lít- il, ljót og illa ræktuð, að það var því líkast, sem skepnurnar sjálfar hefðu ræktað þau upp án íhlutunar frá mönnunum. — Og hinar ör- fáu arðsömu sljettur, sem nú sjást hjer og þar í landinu, eru aðeins vitnisburður um það, hve herfilega þessi þjóð hefur vanrækt helsta bjjargræðisveg sinn öld fram af öld, allt til þessa dags. — Ekki hryllti mig síður við þvl, að sjá mannvænlega ötula sjómenn vera að snúast í kring um eina og eina smákænu, hjer og þar við strendurnar, fyrir þessu opna hættu- lega hafi, sem er þó svo fiskiauðugt, og svo að segja breiðir faðminn út á móti hverjum sem hefur færa ferju til að nota sjer það. — Jeg er sannfærður um það, og hef sjeð svo mikið til íslendinga, að þeir eru efni í af- bragðs siglingaþjóð. Þeir eru djarfir, harð- fengir og kappsamir þegar út í það er kom- ið. En hvenær læra þeir að koma sjersam- an um að leggja það fje i þilskipin, sem þeir verja nú í hinar lífshættulegu opnu fleytur sínar ? Jeg veit að þjer munuð reiðast mjer fyr- ir það, að jeg tala svo um yðarkæru landa. En þjer báðuð mig um að segja yður sann- leikann afdráttarlaust — og jeg hef enga minnstu hvöt til þess, að ljúga neinu lofi á þessar dreifðu, úrættu leyfar af hinum fornu frægu íslendingum, Jeg hef aldrei sjeð neina þjóð svo svæfða, aldrei neina þjóð svo ger- samlega umbreytta í hugsunarhætti og vilja- krapti, af erlendri heimskulegri .óstjórn. — Jeg veit að þjer hafið rjett að mæla, þar sem þjer segið að þetta sje allt eðlilegt, eigi rót sína að rekja til auðsjáanlegra sögulegra orsaka. En breytir það ástandinu, þó vjer getum játað að það sje komið af eðlilegum ástæðum? Er ekki allt »eðlilegt« í þessum heimi, og verða ekki allir gallar og brestir mannanna raktir til »eðlilegra« undanfarandi atvika? — Jú, sannarlega. Það getur aldrei verið Iblendingum fremur en öðrum til rjett- lætingar eða huggunar. — Og iítið þjer með mjer á embættismennina, kaupmennina og þingmennina í þessu landi. — Vekja þessir menn sjálfsþótta og atorku þjóðari.in- ar, eða glæða þeir tru hennar á sjálfa sig? Koma kaupmennirnir upp arðberandi atvinnu- stofnunuin í landinu? Notar þingið hina opin- beru fjárhirslu tii eflingar framleiðslunni? — Nei, embættismennirnir hafa þá helstu yf- irburði yfir almúgann að þeir geta talað dönsku, kaupmennirnir fara varla fram fyrir búðarborðið, hvað þá að þeir líti út um búð- ardyrnar á landið og sjóinn sem bíður ept- ir því, að auðmagni verði varið til að nota þau; — þingmennirnir sitja hálfsofandi yf- ir atkvæðagreiðslu um allsendis ómerkileg mál. Og hvernig fara þeir með stórmálin? Þar er jeg yður fullkomlega samdóma. — Eptir mínu áliti þarf einhvern stór- viðburð til þess að venja íslendinga, til þess að hugsa — og skilja hvað þeir eru, og hvar þeir eru staddir«.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.