Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 04.11.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 04.11.1897, Blaðsíða 2
322 arathöfn þeirri sem við er átt, ásamt hinum öðrum meðlimum ráðaneytisins. Þetta höfð- um vjer áður frætt C. J. um að væri mis- skilningur og bent honum á auðlesna grein í ríkisrjettarfræði Matzens þar sem það sjest að ráðgjafar geta firrt sig ábyrgð, með því að sýna í gjörðabók ríkisráðsins að atkvæði þeirra hafi verið goldið á móti þeirri ráð- stöfun sem um er rætt. Það er nú ómögulegt annað en að hr C. J. hafi skilið þetta, er vjer skýrðum það fyr- ir honum — svo framarlega sem hann er með fullu viti. En þrátt fyrir það heldur hann því enn fram, að vjer höfum þar haft rangt að mæla — og kemur nú með það tilfelli að ráðgjafi skrifi undir — sem hann biand- ar saman við hitt að þesskonar ákvörðun verði gjörð í ríkisráðinu sem ekki er skrifað undir (sbr. lagasynjanir). — En þegar undir- skript ráOgjafa liggur fyrir, kemur ekki til greina að ákveða ábyrgðina eptir atkvæði hans í ríkisráðinu — eins og hver maður getur skilið. í þessu atriði er C. J. þannig sýnilega að reyna að leyna því, að hann veit að Dagskrá hafði rjett að mæla. Næsta möskvann ríður C. J. um sig með þessum orðum: »Áþreifanlegasta sönnunin fyrir því að jeg (C. J.) hafi rjett að mæla (um það, að ráðgjafi íslands hafi sjerstöðu í ríkisráðinu) er þessi: að engin stjórnarráð- stöfun viðvíkjandi sjermálum Islands öðlast gildi nema ráðgjafi ísjands taki hana að sjer. — — Hjer er ómótmælanlega að ræða um þýðingarmikla sjerstöðu, sem ráðgjafii vor hefur. Byggist hún á grundvallarlögum Dana? Nei. Hún byggist eingöngu á stjórnarskrá vorri«. — í þessari klausu opinberast svo rnikið öfugstreymi á móti hinum alþekktustu stjórn- arfarsreglum að það virðist jafnvel óhugsandi að sjálfur Corpus sje svo gersamlega sneydd- ur algengri þekkingu að hann viti hjer ekki betur en hann talar. Eða veit þessi maður með gamla lögbókarnafnið, sem er sífelldlega að stilla röddina í kennimanns tón í sjálfu stjórnarbiaðinu, ekki af því að það er venja að sá ráðgjafi skrifi undir með konungi sem settur er yfir málefni af því tagi, sem ræða er um?—Og ætlar hann að þessi verkaskipt- ing milli ráðgjafanna veiti þeim nokkra stjórnskipulega sjerstöðu í ríkisráðinu? Það er svo ótrúlegt, að jafnvel Corpus viti ekki þetta, að full ástæða virðist til að ætla að hann stígi þessi krákuspor, aðeins til þess að sýnast enn ófróðari heldur en hann er.—• Svo kemur alllangur óskilj anlegur kafli í grein Corpusar, og er sá kafli það jafnt eptir sem áður þótt tekið sje tillit til þess að greinin hefur ruglast í prentuninni, (sbr. leiðrjetting í ísaf.) En það er aðeins endurtekning, órökstudd, af margsögðum misskilningi Corpusar er hann segir síðast sað úrslit íslenskra mála í ríkisráðinu sjeu háð öðrurn skilyrðum, en úrslit danskra mála«. Vjer höfum áður sýnt fram á það og það veit hver einasti lögfróður maður í danska iíkinu,::: að allir ráðgjaýar sem í ríkisráðinu sitja, hafa s'ómu stjbrnskiþulega st'óðu. Þar sem því C. J. er að tala um að Dagskrá standi ein uppi með þessa kennning; skoðanir vorar á þessu máli sjeu líkar því, sem mætti heyra »neðarlega í barnaskóla«, að ekki sje talandi við Dagskrá í alvöru um þetta mál o. s. frv., — er hætt við því, að mönnum þyki hann vera nokkuð ágataður siálfur lögbókar-»nafninn« til þess að tala svo ]>rofessors!ega um það, sem hann hefur sýnt allri þjóðinni að hann ber ekkert skyn á. —• En annars unnum vjer honum þess vel, að einangra sig með svo mikium lokleysum sem hann lystir og erum jafn ánægðir með hann hvort hann vi!l tala í spaugi eða al- vöru hjer eptir. *Nema ef til vill sá, er Corpus lætur lesa yfir greinar sínar. Isiensk jafnaðarmennska Það er öll þörf á því við og við að skýra fyrir mönnum hjer á landi tilgang og kenningar jafnaðarmennskunnar, því hún er nú vafalaust það málefni sem stendur lang- efst á blaði, allra politiskra innanlands mála í hinum ýmsu kristnu löndum heimsins. Menn geta stuttlega skýrt hugmyndina um þetta fyrirkomulag á skipun fjelagsins með því að segja að jafnaðarmennskan fari fram á að gjöra fjelagskenningar Krists að lögum, að sínu leyti eins og lögmál gamla- testamentisins hefur verið tekað upp í borg- aralega löggjöf. — Lögmálið sagði, þú skalt ekki ■— en kristnin segir þú skalt. — Eptir hinum núverandi borgaralegu lögum má það heita svo sem skyldum fjelagsins sje fulinægt ef maður brýtur ekki á móti forboðslögum þeim sem rjettarskipunin hefur sett upp, og fullnægir að öðru leyti þeim skyldum sem maður leggur sjálfum sjer á herðar (t. a. m. með samningum, giptingu, með því að taka að taka að sjer embætti o. s. frv.) En samkvæmt boði kristninnar, og hin- um komandi lögum jafnaðarmennskunnar er þetta ekki nóg. — Maður á að vinna allt það sem nauðsynlegt er fyrir hagsmuni fjelagsins án sjerstakra loforða eða samninga svo mikið sem jafnrjettis hugmyndin leyfir að heimta af hverjum einstaklingi. Menn telja þrjá aðalgjörendur er öll verkleg menning byggist á, en það er jórðin, auðurinn og erfiðið. Þessa þrjá gjörendur vill jafnaðarmennskan láta vera alháða stjórn fjelagsvaldsins. — Hún vill láta land og sjó vera undir umráðum fjelagsins, auðmagn allt og starfskrapta þegnanna. Og þá getur stjórnin sagt þú skalt. —■ En svo lengi sem hverjum einstökum er það sett í sjálfsvald, hvað hann gjörir eða lætur ógjört fyrir utan hið núverandi forboðslagasvæði fjelagsins, þá verða menn að láta sjer nægja hina sið. ferðislegu eða trúbragðalegu kröfu: þú skalt. Og bak við þá kröfu stendur ekkert vald til að knýja menn til hlýðni, þó þeir brjóti á móti. Það er ekki fyr en í öðru lífi sem sá reikn- ingur er »gjörður upp« — og það þykja jafnaðarmönnum of sein reikningsskil. — Hin íslenska »jafnaðarmennska« hefur verið gjörð að umtalsefni nokkrum sinnum í Dagskrá, og hefur verið sýnt fram á að tíminn væri ekki nándar nærri komin hjer á hjer á landi til þess að láta fjelagsvaldið taka undir sig umráð yfir jörð, eignumnje vinnuafli einstakra manna, — Þaðhefur veriðsýnt fram á að skilyrði fyrir svo víðtækri fjelagsstjórn sje að landið sje byggt og rœktað en það er Island ekki. Island má kallast óbyggt og óræktað land, enn sem komið er. —- Hver einasti bóndi og hver einasti báts- formaður yrði hjer að vera ernbœttismaður ef slík fjelagsstjórn ætti að ná tilgangi sínum. En ætli Islendingum, sem með rjettu kvarta yfir að þeir hafi nú sem stendur alltof mikið af embættismönnum, þætti þá ekki nóg um og hvaðan ætti að taka allan þann kostnað er þetta feiknamikla stjórnarbákn mundi leiða af sjer, í málþráðarlausu, vegalausu eyðimark- arflæmi?. — En það er eitt aðaleinkenni á framkomu hinna fáu Islendinga er fylgja kenningum jafnaðarmanna, að þeir gleyma gersamlega skilyrðiuu fyrir því að sú fjelagsskipun geti þrifist -— en tala að eins um það, hve gott fyrirkomulagið væri í sjálfu sjer. — En þegar menningarskilyrðin vantar, næst enginnannar jöfnuðurmeðþeirriskipan en sá, að enginn eigi neitt, og það er það síðasta semhinir sönnu jafnaðarmenn úti um heiminn ósica eptir. (Frh.) Skepnurnar. Osköp gremst mjer það að þurfa alltaf að horfa á meiddu, sárfættu, mögru hest- ana hjerna á götunum undir þungum klyfjum, togaða sundur af töglum og taumum, sínum af hvorum enda. Opt og tíðum skerast snærin inn í munn- vikogflipaáhinumþæga, verndarlausa málleys- ingja — enaptan í honum hangir annar jafn- illa farinn píslarvottur hinnarmannlegu grimmd- ar og hirðuleysis, og eykur samþræli sín- um óheyrðar, óþolandi kvalir og erfiði, sem hann á ekki málið til að kvarta um. — Því þola menn að sjá þessa hryggðarmynd ár út og ár inn úr því að lögin þó vernda tilfinningar manna gegn slíkum hneykxlum? — Jeg man eptir því að jeg var einu sinni staddur uppi á Laugavegi og horfði á tvo sveitamenn er vóru að binda klyfjar upp á hesta sína. Það var rigning og kalt veður og klárarnir hömuðu sig undir garði þar rjett hjá. - - Þeir vóru 4 alls, magrir ogaumingja- legir, og tveir af þeim helmeiddir í herðum og síðum. Annar af þeim sem voru að binda vatt sjer að hestunum og teymdi einn þeirra fram. Svo kippti hann upp meltorfu er lá þar í svaðinu og smellti henni ofan í meiðsl- in. Mjer heyrðist aumingja skepnan stynja al- veg ems og fárveikur maður, og fæturnir skulfu undir hestinum af kvölum. — Augun sem hann renndi upp á kvalara sinn voru svo raunaleg, svo örvæntingarfull, að mjer rann tii rifja að sjá það, og jeg kallaði til mannsins og spurði hann að, hvort hann ætlaði að vera svo samviskulaus að girða reiðing ofan í þessi opnu sár á blessaðri skepnunni. »Og jeg held að hann »Gráni« sje farinn að kannast við það fleiðrið að tarna« sagði húsbóndi hestsins, og ætlaði að fara að leggja klifberann upp á hann en þá kom hinn að og hvíslaði einhverju að honum, svo hann tók reiðinginn af hestinum aptur. —Jeg vissi ekki hvað þessu olli, en gat mjer til að þeir mundu hafa einhvern hita af lögregluþjóni með borðahúfu, er sást koma neðan veginn. Jeg veit ekki hvernig aumingja Grána hefur liðið á leiðinni heim — en líklegt er að honum hafi þá ekki verið hlíft þegar eig- endurnir voru komnir úr augsýn lögreglunnar. En hvenær verður hætt að ofbjóða hest- unum í augsýn Reykjavíkurbúa ? 5. M. Hælislausir menn í Rvk. Hvernig stendur á því, að Rvk.urbúar gjöra enga tilraun til þess, hvorki stjórn bæj- arins, nje einstakir góðgjörðamenn — að koma upp eða útvega húsaskjól fyrir þá, sem koma hingað svo að segja daglega inn til bæjarins í ýmsum erindum, en þekkja engan og eiga hvergi höfði sínu að að halla? Fyrir örfáum dögum síðan, sá jeg mann liggja í forarblautri götunni yfirkominn af svefnleysi, hungri og kulda. Hann gat enga björg sjer veitt, dn stundi því að eins upp, að hann væri máttlaus af sulti. — Maðurinn hafði sýnilega drukkið áfengi en hver vill lá skýlislausum, svöngum ferðamönnum, sem skjálfa, blautir í fætur og alls lausir hjer úti á götum, þó þeir þyggi staup, sem þeim kann að vera boðið, til þess að hýrga sjer? — Good- templararnir hafa gott augnamið og þarfan málstað, en þeir mega ekki fara of langt í því að áfella menn fyrir áfengisnautn, hvern- ig sem á stendur. — Hjer sjást margir vel metnir og góðir borgarar ganga þurrir og þokkalegir, með allvænau »björn« sem mað- ur segir, án þess að nokkuð beri á. En hve mikið mundu þeir þola af Leþe-lindinni ep þeir hefðu, ef til vill, ekki bragðað mat í sól. arhring, ekki sofið í tvö dægur, og væru

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.