Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 04.12.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 04.12.1897, Blaðsíða 1
 II, 84. Reykjavík, Iaugardaginn 4. desember. 1897. Ósigur Valtýskunnár í Höfn. Fjelagíslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn hefur samþykkt svo látanndi fundarályktun: »í 65 ár hafa íslendingar starfað að því með meiru eða minna fylgi að flytja yfirráð hinna sjerstaklegu mála sinna inn í landið. Frá stefnu þessari víkja breytingar- tillögur þær á stjórnarskrá vorri, sem þing- maður Vestmanneyja, dr. Valtýr Guðmunds- son flutti á alþingi í sumar og. allmargir þingmanna hafa fallist á. Aðalatriðið í þeim er að flytja æðsta innlenda valdið út úr land- inu og fá það í hendur ráðgjafa, er sitji í Kaupmannahöfn og bundinn sje yflrráðum -dönsku stjórnarinnar. Þetta teljum vjer, fje- lag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn, skaðlegt fyrir fósturjörð vora, og þess vegna mótmælum vjer stjórnarskrárbreytingum þeim :sem hjer ræðir um, og öllum þeim breyting- um, sem að því miða að rýra innlenda vald ið, þann vísi til heimastjórnar, sem vjer höf- um fengið með stjórnarskránni Ig74, heldur skorum vjer á alla að halda fast við heima- stjórnarstefnuna, og styrkja því c/g tryggja innlenda valdið, sem mest er unnt, meðal annars gagnvart áhrifum þeim og afskiptum af stjórn sjermála Islands, sem koma utan að.« Þannig samþykkt á fundi 6. þ. m. með :28 atkvæðum móti 2. Kaupmannahöfn 8 nóvember 1897. Ágúst Bjarnason. nú forseti. * * * Þessi yfirlýsing íslenskra stúdenta í Höfn mun gleðja alla góða landa þeirra hjer heima. Hún er drengilega og hyggilega orðuð og verður ekki misskilin. — Og hún sýnir, svo dugar, að „danskan" hefur þó ekki náð að uppræta úr þessu fjelagi ungra embættis. mannaefna vorra hvorki ræktina til Islands, nje skilning á helsta málefni þess — eins og segja má um dr. Valtý, sem hefur óbeðið tekið að sjer að baka íslendingum vansa og gjöra þeim ógreiða þar ytra. Raddír hafa að vísu heyrst frá Valtýs- sinnum ýmsum í þá átt, að lítt sjemarktak- andi á því hvernig landar í Höfn taki í þetta mál. En þess verður væntanlega ekki langt að bíða að þeir fái að sjá að slíkt er ekki virt að vettugi hjá þjóðinni sjálfri. — Blöðin hafa flutt frásagnir af annari óför Valtýskunnar í stúdentasamkundunni 9. f. m. þar sem Danir urðu að halda hlífiskyldi fiyrir málstað íslendinga gegn doktornum. Svo langt er nú komið að Valtýssinnarnir (þar á meðal biskup landsins o. fl. höfðingj- ar) þurfa að láta Dani fræða sig um það, að þeir sjeu að vinna Islandi tjón. — Nánari skýrsla um þennan fund með ýmsum nýjum upplýsinginn flytur næsta blað. Sýslur veittar: Skagafjarðarsýla Eggert Briem og Húnavatnssýsla Gísla ísleifs- syni, báðum frá J. f. m. Lögf staðfest frá síðasta alþingi, 6. nóv.; Fjárlög fyrir 1898 og 1899. Lög um sam- þykkt landsreikninganna fyrir árin 1894 og •895. Fjáraukalög fýrir árin 1894 og 1895. Fjáraukalög fyrir árin 1896 og 1897. Lög um að stofna byggingarnefnd í Seyðisfjarð- arkaupstað. Lög um nýbýli. Lög um að stjórninni veitist heimild til að hafa skipti á 7 hundruðum er landssjóður á í jörðinni Nesi í Norðfirði og kirkjujörðinni Grænanessi ama- staðar. Lög um hækkun á fjárgreiðslum þeim, er hvíla á Holtsprestakalli í Rangárvallapró- fastsdæmi o. fl. Lög um uppreist á æru án konungsúrskurðar. Lög um þóknun handa forstjórum og sýslunarmönnum Söfnunarsjóðs Islands. Lög um frestun á framkvæmd laga 25. okt. 1895 um leigu á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. Lög um breyting á 6. gr. tilsk. 4, maí 1872 um sveitarstjórn á íslandi og um viðauka við Iög nr. 1. 9.jan. 1880. Lög nm heimild til að ferma og af- ferma skip á helgidögum þjóðkirkjunnar. Lög um sjerstaka heimild til þess að afmá veð- skuldbingar úr veðmálabókinni. Alls 14. Prófastur 1 Vestur-Skaptafellsprófasts- dæmi er nýskipaðr síra Bjarni Einarsson á Mýrum. Frá útlöndum. Andrée, loptfararnorðurfarinn enn ó- kominn og hefur ekkert til hans spurst enn sem komið er. Gizka sumir á, að hann muni hafa lent einhvers staðar í Norðaustur-Síberíu, og þá er engin von að frjett komi af honum og þeim fjelögum fyr en einhverntíma í vet- ur eða jafnvel ekki fyr en að vori. Aptur halda aðrir, að hann hafi farizt í þessari glæfra- för, og lítil Iíkindi sjeu til, að nokkur maður geti komist lífs af með slíkum útbúnaði, sem verði að hafa vetrarsetu norðar en 800 n. br. — I lok október mánaðar, komu norsk skip norðan úr höfum, og kváðust skip- stjórar á þeim hafa heyrt hróp manna á Spitz- bergen en hefðu ekki getað lent þar sakir veðra og vindstöðu. — Halda sumir, að þetta muni misheyrn ein, og hljóðin hafi stafað af skell- um í rekaís. sem mjög sje algengt í norður- höfum. A hinn bóginn gizka Norðmenn á, að hjer sje um skipbrotsmenn að ræða, og var því sent skip frá Tromsö 6. f. m. norður í höf til að grennslast eptir þessu. Ofriðurinn í Kuba heldur enn áfram sem fyr. Weyler hershöfðingi hefur verið kall- aður heim til Spánar og annar nýr settur í hans stað og brá svo brátt að með heimför Weylers, að hann lagði af stað áður en eptir- maður hans væri kominn til eyjarinnar svo hann gæti skilað hervöldunum í hendur hon- um. Hamingjan má vita hvort hann sleppur við að vera kallaður fyrir herrjett að launum fyrir frammistöðuna. Hafa Spánverjar aukið lið sitt á eynni og kváðu nú hafa þar 145,000 manna. Maður nokkur, sem dvaldi í Kuba síð- ari hluta fyrri vetrar lýsir ófriði þessum þann- ig, að hann sje einhver hinn einkennilegasti í sögunni. í raun rjettri er hann ekki gagn ólíkur ófriði Napolions á Spáni forðum daga. — Á Kuba hefur ekki verið liáður einn ein- asti bardagi frá því vorið 1896. því stórbar- dagar þeir, er blöðin segja frá eru ekki ann- að en uppspuni Spánverja og hafa aldrei átt sjer stað. — Her Spánverja hefur opt verið um 260,000 manna móti 12—40,000 upp- reistnarmönnum, sem hafa forðast allar orust- ur, en gjört Spánverjum allan þann skaða, sem þeir hafa átt mögulegt með, tafið þá og flægt fyrir þeim og stöðugt látið 2/3 af liðs- afla sínum vera óhultan fyrir innan virkisveggj- ina. — Móti hverjum uppreistarmanni, sem fellur falla tveir Spánverjar og fjórir deyja af ýmsum sjúkdómum, svo herskapur Spán- verja er helzt í því falinn að láta reiði sína bitna á friðsömum og verjulausum borgara- lýð og þorpbúum með því að hvelja þá á allar lundir og svelta í hel með því að leggja landið í eyði. — Á hinn bóginn steypir heimalandið Spánn sjálfu sjer í glötun með ófriði þessum, og sekkur sjer í stóra skuldasúpu, sem það get- ur seint risið úr. Og þó safna hershöfðingj- ar Sqánverja sjer miklutn auðæfum í styrjöld þessari, sem þeir stela að nokkurru leyti frá eyjarskeggjum, en mest frá ættjörðu sinni. Lýsir aðalhershöfðinginn Weyler hvað eptir annað, yfir því, að búið sje yfir því að búið sje að stilla gjörsamlega til friðar, en þó veít hvert mannsbarn, að uppreistarmönnum fjölg- ar dag frá degi, og að hershöfðinginn þorir ekki að fara fyrir þeim út í úthverfin í sjálfri höfuðborginni Havanna, nema hann hafi með sjer fjölmenna hermannasveit. Hermenn Spánverja þar vestra eru flest- ir kornungir, þrír fjórðu hlutar hersins yngri en 21 árs og 95 af hundraði hverju yngri en 25 ára. Eru það mestallt, bændasýnir tekn- ir frá plógnum og óvanir allri hermennsku, sem hafa verið fluttir til Kuba til að deyja þar úr landfarssóttum og af slæmri aðhjúkrun. (Frh.). Valtýskan og Sk. Th. (Niðurl.) Þar sem „Þjóðviljinn" brígslar Dagskrá um að hún haldi skoðun sinni enn, — þrátt fyrir höfuðsóttavingl Skúla þessa Jónssonar og hins ómögulega Fuglaskerja- doktors — aðeins af þeirri hvöt að skyld- leikar sjeu milli ábm. blaðsins og annara sem einnig fylgi þessu máli, þá mun Sk. enn hafa flaskað á því, að gjöra »rangan reikn- ing« - - um rjettlætistilfinning þjóðarinnar og lesenda sinna. — Því það vita allir að það málefni sem um er að ræða varðar alla jafnt, er ekk*i neitt skyldleikamál, er einskorðað og ákveðið af viðburðum í sögu vorri, sem eng- inn einstakur maður hefur ráðið, getur aldr- ei unnist nema Islendingar verði sammála um það og hefur einmitt allt til skamms tíma haft Skúla sjálfan — játandi og viður- kennandi allt það sem hjer er sagt —- að fylgismanni. — Það mun heldur ekki bæta neitt fyrir Skúla í þessu efni, að hann hefur einmitt fram yfir aðra þekkta menn beitt skyldleiksrækt sinni opinberlega, meira að segja upþ á kostnað landssjóðs — og þeim manni sem hann er skyldastur, nefnilega sjálfum sjer, hefur hann beinlínis veitt stórfje, goldið af svitadropum landsmanna undir þögn og byrjandi fyrirlitningu jafnvel þeirra rnanna sem hjeldu með honum, óverðskuldað, fram að þeim degi. Vjer viljum að þessu sinni láta það nægja sem nú er sagt, að eins með þeirri viðbót, að vjer viljum benda hinum aflagða frelsispostula á það, að snúa sjer heldur að því fyrir alvöru að selja gráfíkjur og skötubörð, heldur en að hlutast

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.