Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 04.12.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 04.12.1897, Blaðsíða 2
til um politík landsins, og byggjum vjer þá ráðlegging á því tvennu að hann hefur sýnt sig óhæfan til þess að vera þingmaður og að hann hefur jafnframt opinberað góða hæfileika til þess að græða á kaupskap. — Sjerstaklega mun mega segja, að 5000 kr. »forretningar« liggi vel fyrir honum.* — En fari svo að hann haldi áfram að veifa sínum upplituðu, politisku rauðdulum, þá ætti hann að temja sjer meira rjettlæti og sanngirni á móti þeim flokki, sem hann taldist sjálfur með áður. Vjer fyrir vort leyti viljum strax segja hon- um það — á góðu kaupmannsmáli, svo að hann skilji það — að hjer skal ka?in fá seld- an varning sinn, eptir því sem ritháttur hans til vor verðskuldar Ur brjefi frá mag, Eiríki Magnússyni. „—- — Hið valtýska stjórnarfrumvarp átti að gera verulega breytingu á stjórnarskrá Is- lands. Að henni var löggjafarlega orðum komið á þessa leið: — (1) »Skipa skal sjerstakan ráðgjafa fyrir Island, er eigi hafi önnur stjórnarstörf á hendi, (2) er skilji og tali íslenska tungu, (3) eigi sæti á alþingi og (4) beri ábyrgð fyrir því, á allri stjórnarathöfninni«, (liði frumvarps þessa hefi jeg greint með tölum). Um leið og Islendingum var þetta boð- ið, var þeim og tilkynnt, að þetta væri hið lengsta, sem stjórnin gæti farið út í endur- skoðunarmálið. Með þessu skyldi og því máli lokið. »Það var alvegnýttt, segja sextán virðu- legir þingmenn er ávarp hafa ritað til Islend- inga, »að heyra fulltrúa stjórnarinnar á þingi í sumar lýsa því yfir, að stjórninni væri það áhugamál«, að fá þetta frumvarp samþykkt. Já, þegar dönskuui Islandsráðgjafa verður það áhugamál að breyta stjórnarskrá Islands, Islendingum í vil, þá má ganga að því vísu, að hann hefir »eitthvað í geðinu geymt, sem grunar eigi alþýðu manna«. Avarpsmenn sem flytja ofan skrifað frum- varp í óbeinni ræðu, gera við það þá veru- legu breytingu, að annar liður stendur hjá Þeim orðaður á þessa leið: —- »skyldi og talaði íslenska tungu, eða með 'óðrum orðum vœri Islendingur?. — orðunum, sem jeg hef auðkennt hafa ávarpsmenn skotið inn til þess, að láta almenning vita, hvað óauð- kenndu orðin í öðrum lið eiginlega merktu. Hvað mennirnir hafa fyrir sjer, er þeir telja það sjálfsagt að það, »að skilja og tala íslenska tungu« merki hið sama og að »vera Islendingur«, veit jeg ekki. Hvað þeir hafa fyrir sér i því, að gefa óhikað í skyn, að þetta sje merkingin er stjórnin í Damnórku leggur í orðin »að skilja og tala íslenska tungu«, veit jeg heldur ekki. Þeir geaa lónd- um sínum þar fyrir enga grein. Það sem maður veit með vissu, er þetta: að stjórnin segir ekki 1 öðrum lið frumvarpsins að ráð- gjafi Islands nskuli vera Islendingr«. Enga tilkynningu í embættisnafni vita menn heldur til að hún hafi gefið út þess efnis að orðin: »skilji og tali íslenska tungu«, skuli merkja*: »sje Islendingur«. En það liggur í augum opið, að ef þetta ætti að vera merking orð- anna í 2. lið, þá var stytst, einfaldast og ó- tvíræðast að orða annan lið þannig: »sje ís- lendingur«. Jeg geri. því ráð fyrir því, svo sem vafa- lausu máli, að skýring ávarpsmanna sje ekld studd heimild frá stjórninni, — heimild frá Dr. Valtý er náttúrlega engin heimild — en sje skýring, sem þeim sjálfum þyki æskileg. Ofi það er ,nú eins og hver sjái sjálfan sig. En ekkert gildi hefur hún þó fyrri, en stjórn-, in veitir henni skýlausa, formlega heimild. *Sbr. 5000 kr. útfararkostnað hinnar pólitisku stærðar Skúla Thoroddsens. Hjer er um samningstilboð af hendi stjórnarinnar að ræða. Tilboðið hefurstjórn- in sjálf samið. Akvæði samningsins gilda það, sem orð þeirra merkja tekin bókstaflega og þýdd samkvæmt algengri málvenju. Þeg- ar ganga skal að pólitiskum samningi, þá verða menn að hafa varúðhvesta sjón á honum : 1., hvað ákvæði hans gilda eptir orðanna htjóðan og málvenju, 2., hvað þau gilda að efni, samanborin við það kerfi ákvarðana, lagalegra eða annarskonar, sem samningur- inn stendur í sambandi við. Þegar nú að er gætt, eptir þessari reglu, þá er það kunnugra en frá þurfi að segja, hverju manns barni á landinu, að orðin:» að skilja og tala íslenska tungu« geta aldrei merkt það, sem ávarpsmenn hiklaust segja, »að vera Islendingur«. Hver sá maður, sem höfð eru um orðin: »hann skilur og talar íslenska tungu«, hann getur aldrei verið Is- lendingur, hann hlýtur ávalt að vera útlend- ur. Engum lifandi manni dettur í hug að segja, t. d. „Dr. Valtýr skilur og talar ís- lenska tungu“ þá, er hann skyldi segja :„ Dr. Valtýr er Islendingur«. Eins langt og saga íslenskrar tungu nær hefur enginn maður haft orðin: hann „skilur og talar íslenska tungu", nema um þann, sem ekki var Is- lendingur, en þó svo vel að sjer, að hann hefði enda lært að »skilja og tala« það mál. Engum dönskum manni dettur í hug að segja um danskan mann: »hann forstár og taler dansk sprog« í staðinn fyrir: „han er dansk«. Orðatiltæki þessi: »hann skilur og talar ís- lenska tungu«, »han forstár og taler dansk sprog«, fyrirbgggði nefnilega, að sá, er þau eru höfð um, geti verið kynbcrinn Islending- ur eða Dani; ' þau útiloka það alveg, að hann geti verið það. Hann getur skilið mál- ið og skilið það vel, hann getur talað það og talað það vel, en íslenskur éða danskur að kyni (indfödt) getur hann ekki verið. Nú er komist að hinni sönnu pólitisku merkingu í öðrum lið liins ofan tilfærða frum- varps, orðanna: »skilji og tali íslenska tungu« = hafi lœrt íslensku, þ. e. sje slíkur, að ís- lenska sje ekki móðurmál hans = hann sje ekki Islendingur-= hann sje útlendingur = sé Dani. Að fá þetta lögleitt af Islendingum sjáif- um, það var Doktorsins eiginlega erindi á þing í ár, og var það náttúrlegt, að stjórnin tilkynnti fulltrúa sínum, landshöfðingja, að hún myndi fáanleg til þess að ganga að slíkri stjórnarbót — —“. * * * Rúmið leyfir ekki, því miður, að taka upp meira af brjefi. hins góðkunna landa vors í Cambridge, sem nú eins og fyr er þeim megin, sem betur gegnir í stjórnarmáli voru. -— Brjef hans inniheldur eins og menn sjá alveg nýjar og skarphugsaðar röksemdir fyr- ir fánýti Valtýskufrumvarpsins, að því er snertir tungumáls ákvœði hinnar nafntoguðu »stjórnarbótar«, og ljetum vjer oss því ann- ara um að flytja skoðanir hr. E. M. á þess- ari grein þó vjer gætum ekki tekið athugan- ir hans um hin önnur atriði með. Vjer verðum að láta nægja að skýra frá, að hann er fylgismönnum endurskoðun- arinnar samdóma um að sjerstakur ráðgjafi fyrir Island geti ekki orðið til fyr en ísland hafi fengið ráðgjafa þ. e. ráðgjafa er sje óháður ríkisráðinu, að seta ráðgjafans á ap þingi nái ekki sínum pólitiska tilgangi nema því að eins, að landið fái að öðru leyti eig- inleg stjórnskipunarlög (Constitution) um sjermálin, og loks að ábyrgðarákvæði Val- týskunnar verði að sýnu leyti jafn fánýtt, meðan hinni æstu stjórn er hagað eins og Vaítýsmenn gjöra ráð fyrir. Svar til S. M. o. fl. Hr. S. M. „gefur á gadd“ með skepnu- grein sinni í Dagskrá. Höfundur sá er einn af þessum nppgerðar-tilfinningarmönnum, sem taka munninn fullan og eru digurmæltir, af tilfinningarsemi fyrir því og því, sem hrærir hjörtu þeirra — en í raun rjettri sýna jafn- framt að þeir meina sekkert með því“. Höf. „horfir á meidda, sárfætta, magra hesta undir þunguin ldyfjum, togaða sundur af töglum og taumum, sínum á hvorum enda“ (sic) og honum gremst þetta ósköpin öll. Og svo sjer hann „opt og tíðum sker- ast snærin inn í munnvik og flipa hesta" og- þessir píslarvottar hinnar mannlegu grimmdar og hirðuleysis auka hver öðrum „óheyrðar(?)< óþolandi kvalir og erfiði" með því að toga hver í annars tagl. Höf. segir enn fremur, að lögin verndi til- finningar (sic) manna gegn slíkum hneyksl- um« og spyr þó „því menn þoli að sjá þessa hryggðarmynd ár út og ár inn", og »hvenær verði hætt að ofbjóða hestunum í augsýn Reykjavíkur búa«. Enn fremur gefur S. M. í skyn að þess- um hestakvölurum, sem auðvitað eru aðkom- andi ferðamenn ofan úr sveit, standi beigur af lögreglunni í Rvík, og í dæminu sem hann skýrir frá, getur hann þess til að óttinn við aðsteðjandi lögregluþjón hafi þá í svip hindr- að sveitamanninn að girða reiðing ofan í fleiðrið á meiddum hesti. Allir hestarnir f lest sveitamannanna, sem hann tekur dæmið af, vóru magrir og aumingjarlegir, og helm- ingurinn af þeim „helmeiddir í herðum og; síðum “ Ogþrátt fyrirþetta finnurhinn meðaumnk- unarfulli vandlætari ekki annað vænna fram- kvæmdarmeðal til að fullnægja réttlætistilfinn- ing sinni og reka réttar þessara „píslarvotta," en að mála með bleki á blað nokkur gífur- yrði og koma þeim á framfæri í opineru dagblaði. Þó eg, sem þetta rita, sje »sveitamaður« og hafi opt verið með hesta í Rvík, hef jeg aldrei verið þar með magra, sárfætta, meidda. nje taglteymda hesta, og dettur mjer síst í hug að mæla bót þesskonar meðferð eða brúkun á hestun? sem S. M. lýsir, ef hún á sjer stað, En sje svo, þá er það rangt að láta slík einstök dæmi verða til þess að áfella almenning, í stað þess að láta þann „hljóta skell er skyldi? Úr því S. M. sá og þekkti til þess,. er hann ritar um, og úr því hann þekkir lög sem slíku refsa, veit að menn hafa beig afi þeim og sjer löggœslumann koma að þar sem verið er að brjóta þessi lög — því fer hann ekki þá beinustu jjog skemstu leið til að uppræta hneyxlið: kærir sökudólgana. til hegningar? Það hefði verið mannsbragð — að vísu ekki nema sjálfsagt og ekki þakkarvert, en fyrir hitt á hann óþökk: að láta hinn seka sleppa óhegndan, en bera sökina á aðra sak- lausa, mig og allan almenning manna ofan úr sveitum, sem til Rvíkur koma erinda. sinna, eins og hann gerir með „skepnu"- grein sinni, þar sem hann lætur alla »sveita- menn« „eiga óskilið mál“. Það er ekkert nýtt að heyra í Rvík af munni karla og kvenna, helst manna er ekkert kunna til meðferðar á skepnum, alveg samkynja „fjas og mas“ um þræla- meðferð sveitamanna á hestum, eins og S. M. fer með í grein sinni. En þegar sveita- menn ljá þéssum sömu mönnum heSta í út- reið á sumrin, þá fara þeir stundum ' svo með þá á - einum degi a.ð 'eigendurnír þykj- ast góðu bættir ef hestarnir eru brúkunar- færir eptir viku eða ná sjer á þeim tíma. Og það þykir versti vottur um harðýðgi

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.