Dagskrá - 18.12.1897, Page 3
343
rjett þeim litlafingurinn — og stundum apt-
ur fyrir sig.
Líkt hefir nú stjórninni farið í skiptum
sínum við íslendinga í stjórnarskrár-
málinu. Þeir hafa lötrað að náðardyr-
um hennar, klappað á lokuna og tölt inn á
tánum og kvatt hana niðurlútir, auðmjúkir
og harla lágmæltir. En gamla skepnan ber-
synduga hefur rjett þeim litlafingurinn —
aptur fyrir sitjanda.
Það er því næsta kynlegt að sjá miðl-
ingana fórna höndum og heyraþátóna þann
pistil: að stjórninni sje áhugamál að koma
fram breytingum til bóta á stjórnarskránni,
þar sem hún hefur einungis stappað niður
fótunum þegar þetta mál hefur borið á góma.
íslendingar eru fæstir svo bláir undir rifjum
eða tómir innan við ennisbeinið, að þeir viti
ekki og skilji, að stjórninni var lafhægt að
sýna áhugann í verkinu.
Það var siðvenja í fornöld, að aðilar
saka mæltu mót með sjer, þegar þeir þurftu
nð jafna ágreining eða leggja mál í gerð,
og mættust þeir þá jafnan á miðri leið.
Svo gerðu Noregs-konungar og Svía og
hittust jafnan á Vík austur. Þegar Askell
goði og Eyjólfur á Möðruvöllum gengu milli
Vjemundar kögurs og Steingríms á Kroppi,
Littust þeir í Ljósavatnsskarði, og marga
fleiri mætti nefna, sem þannig fóru að ráði
sínu. Þessa aðferð ætluðu íslendingar að
reyna í stjórnarskrár-misklíð sinni við Dani.
Þeir hafa gengið eptir Dönum með lofi og
lófaklappi, bænum og tillögum. Það hefur
«nda legið nærri, að þingmenn vorir hafi gert
aðsúg að skaparanum, þar sem þeir hafa
skorað á hann, að „forsorga" allt saman hof-
fólkið og reka dauðann frá gamla kongi um
aldur og æfi.
Þetta hafa Islendingar látið sjer sæma
og hefði þeim þó verið nær að biðja fyrir
sjálfum sjer og fósturjörðunni, konum sínum
og börnum. En hvernig hefir stjórnin tekið
öllum þessum fleðulátum f
Sú saga er fljótsögð: Danskurinn hef-
ur setið heima að arinshorni í Kaupmanna-
Löfn og hvergi hreyft sig úr sporum. Stjórn-
in hefur ekki viljað mæla sjer mót með Is-
lendingum; hún hefur engin vináttumál sent,
engar gjafir nje sendimenn — fyr en hún
dubbar upp Þorbjörn rindil og sendir hann
öfiiga boðleið rangsælis frá Rófu og að
Hala á baksáru hrossi, með vorgærur undir
sjer í langsekk og myglaðan ost.
Þetta eru vingjajir Dana til Islendinga.
Og yfir þessum hungurkosti og hallær-
isgjöfum verður nálega helmingur þingmanna
svo feginn og frá sjer numinn, að þeir láta
skynsemina frá sjer fara á húsgang og kasta
kosningarheitum sínum undir fætur sjer.
Miklir dauðans ættlerar eru nú íslending-
ar orðnir. Eeður vorir gerðu annað tveggja:
tóku engar bætur og ljetu sökina bíða eða þá
sjálfdæmi og sættir. Nú hafa Danir haft
land vort fyrir fótaskinn öldum saman. Það
má svo að orði kveða, að þeir hafi vegið
eitt víg af öðru í sama knjerunn þjóðar vorr-
ar; og loksins þegar þeir bjóða bætur eru það
þrœlagjóld.
Og að þessum etjukostum vilja hinir
upplituðu grábuxar vorir ganga — að þjóð-
inni fornsþurðri. Þeir hafa að vísu slegið
um sig með þeirri rófu, að stjórnarskrármál-
ið hefði eigi verið lagt undir fullnaðar-úrslit
(stjórnarinnar) þótt það hefði nú verið af-
greitt frá þinginu. — Hvar stendur það skrif-
að, að stjórnin geti eigi staðfest þau mál,
sem þingið hefur samþykkt?
Þar sem þessi kvennkostur er borinn
fram á boðstóla þjóðarinnar, er rjettað „gagn-
rýna" heimasætuna dálítið og fara um hana
höndum. Það er þá fyrst og síðast:
Ilvað hefur
Stjórnarbót Valtýsdóttir
að bjóða?
Þetta eitt: að hún hampar á höndum
sjer ráðgjafa, sem koma má á alþing Islend-
inga og ábyrgjast fyrir því orð sín og gjörðir.
Það hefur verið þráttað furðu mikið um
þessa ábyrgð — hvort hún væri fullgild eða
ónýt. Pjetur segir að hún sje mesta ger-
semi, en Páll sem er eins vel gefinn og engu
síður, fullyrðir, að hún sje handónýtur hje-
gómi og staðlaus reykur.
Jeg er allur á Páls bandi. — Ef jeg hefði
þurft búshluta með, myndi jeg heldur hafa
keypt þá dýru verði af Kaupa-Hjeðni, en
böngusmiðum þeim, sem' rekið hafa saman
skemilinn, sem skotið hefur verið undir iljar
henni; og heldur yrði jeg vinnukonulaus, en
að taka Valtýsdóttur fyrir vinnukonu —- af
þeirri einföldu ásæðu, að hún getur ekki á-
byrgst orð sín og gjörðir.
Það er orðin heljar mikil höfilðbenda og
og furðuleg fimbulflækja úr þrætum þeirra
manna, sem haldið hafa með og móti á-
byrgðinni, enda veit þorri manna ekki með
vissu, hvorir hafa sannleikann sín megin.
Mjer sýnist málið ekki afar flókið. Það
virðist auðsætt, að ábyrgð verði ekki komið
fram á hendur ráðgjafanum fyrir brot hans
og breyskleika, þar sem enginn sjerstakur
dómstóll er ætlaður til þess að fjalla um sak-
irnar. Syndir hans myndu eigi heyra undir
hegningarlögin; þær yrðu pólitiskar að eðli
en hæsti rjettur dæmir ekki pólitisk mál.
Þetta er auðskilið, en þó er hægt að
skýra það með dæmi:
Ráðgjafi einhvers lands fer þannig að
ráði sínu, að ófriður kviknar milli ríkja af
völdum hans. Fósturjörð hans verður undir
og bíður stórtjón. Það er auðsætt, að ráð-
gjafinn yrði ekki dæmdur fyrir slíkt brot,
eptir hegningarlögum landsins — hann yrði.
hvorki sakfelldur nje sýknaður fyrir undir-
rjetti nje yfirrjetti, eða hæstarjetti, hellur
þyrfti ■ til þess sjerstakan dómstól -— þ. e.
pólitískan.
Það er því þýðingarlaust, þótt Stjórnar-
bót Valtýsdóttir lofi því, að ráðgjafinn beri
ábyrgð gjörða sinna. Hann ber enga ábyrgð
gjörða sinna nema^ siðferðislega. Þingið kem-
ur engri ábyrgð fram á hendur honum fyrir
hæstarjetti — ekki þó þúsund hæstarjettir
væru í Höfn; það er jafnómögulegt eins og
okkur er ómögulegt að fá Marsbúa dæmda
fyrir þjófnað og hýdda. I stjórnarskrárfrum-
vörpum fyrri þinga var landsdómurinn ætlað-
ur til þess, að dæma milli þings og ráð-
gjafa og var það hið eina rjetta í þeirri
grein.
Þarna lítur nú jómfrúna með öllum gögn-
um og gæðum. Er eigi sem mjer sýnist,
að þar sje sinuvisk sem hjartað skyldi og
kerlingareldur í heilastað ?
Það er þessi blóðlausa beinagrind, sem
hleypt hefur þinginu í bál og brand, otað
blöðunum saman og tvístrað hugum þjóðar-
innar; fyrir hennar skuld á, ef til vill, að
skipa fyrir nýar kosningar, senda smala út
um fjöll og dali, til þess að smala saman
þeim sauðum til sora-merkingar, sem eru svo
gæfir og auðsveipir, að þeir verði hand-
samaðir.
Það er líkara, að þessir hlaupagosar fái
fyrir ferðina, áður enn lýkur.
Þegar gætt er að gangi þessa máls á
þingi, eru það tvær greinar, sem einkum
stinga í stúfinn. I fyrsta lagi sjestþað svart
á hvítu, að: *
tejit hefur verið af ósviknu kaþþi, og
í öðru lagi er það deginum ljósara, að:
br'ógð hafi verið í taflinu.
Þetta sjest á því, að fyrst eru nálega
allir þingmenn móti Valtý, sem einn maður.
En þegar fram á þingtímann líður, snúa
þeir hinum fornu stöðvum rófunnar, aðheill
þjóðar vorrar og ganga í flokk Valtýs einn
af öðrum; og að lokum hefir hann nálega
hálfan þingheim undir merki sínu.
Hjer getur eigi verið um það að ræða,
að rosknir og ráðnir menn sjái að sjer eða
öðlist æðri og betri 'þekkingu í eiginlegum
skilningi. Það er því að eins um tvennt að
gera: Annaðhvort er þingmönnum talin trú
um það, að ákveðinn maður setjist í ráð-
gjafastólinn, sem þeir treysta til að toga
hönkina úr greipum ríkisráðsins og vinna
þar málum vorum gagn og fylgi — eða þeir
eru lokkaðir með loforðum um góðan bita,
enda getur vel verið, að báðum þessum ár-
um hafi verið hamlað á borði.
Það hefur t. d. flogið fyrir, að Hall-
grími, virðulegum biskupi og kærum brúð-
guma kristninnar á íslandi, hafi verið boðið
ráðgjafaembœttið
ef hann fylgdi Valtý að málum. — Líklega
verður þó þessi fregn lítill vinningur fyrir
þá fjelaga í gráu buxunum; því fæstir
þeir, sem atkvæði eiga um landsmál, og sem
veitt hafa því eptirtekt hve dauðans ljettvæg-
ur kristnivörður Grímsi biskup er, munu á-
líta hann meira en vinstri-handarmann Magn-
úsar landshöfðingja og er því engin ástæða
til þess, að stuðla að því, að hið æðsta inn-
lenda vald hrapi þannig eigi all-lítið norður
og niður. — Síðan verslunin batnaði og
þekking manna á viðskiptum og hagfræði
jókst, skipta bændur eigi þannig, að þeir
taki refsbelg gráan fyrir bjarnarfeld.
Og hafi þingmenn verið unnir með lof-
orðum um œti, dæmir sú kaupmennská sig
sjálf. Um þetta verður ekkert fullyrt. En
undarleg eru fataskipti ísfirsku þinggarpanna
og verða líklega flestum mönnum torskilin,
sem heyrt hafa og muna buslubænirnar, sem
Skúli tónaðí í »Þjóðv.« yfir miðluninni og
fylgendum hennar frá þinginu 1889.
Sumir hafa haldið að Valtýr yrði ráð-
gjafi og treystu honum til þess að draga
ráðgjafana upp í króknum. Eptir því sem
hann hefur komið ár sinni fyrir borð á þing-
inu verður því ekki neitað, að maðurinn er
góður í andþófi og líklegur til þess að þræða
grunnsund og mjóar leiðir milli skers og
báru. En þess ber líka vel að gæta, að
auðveldara er að vefja sumum þingmönnum
okkar um fingur sér en eldgömlum eintrján-
ingum ríkisráðsins, sem ófrelsis-dástjarfi Est-
rups er búinn að einæta fyrir löngu.
Ef til vill fengjum vjer ekki íslending í
ráðgjafastólinn. Reyndar segja miðlingarnir
í ávarpi sínu, að stjórnin sje fús á, að sam-
þykkja þá breytingu á stjórnarskránni að
skipaður verði sjerstakur ráðgjafi fyrir Is-
land, sem skilji og tali íslensku — með öðr-
um orðum: sje Islendingur, segja miðlingar.
Samkvætnt þessu fagnaðarerindi eru þeir
menn allir Islendingar sem skilja og tala ís-
lensku, —- allir enskir sem skilja og tala
ensku o. s. frv.I Það er fágætt, sem betur
fer, að sjá vitleysuna dansa svona strípaða
úti á bersvæði.
Jeg skal að lokum greina, hvers vegna
jeg kalla áverpingana
miðlinga:
Það er fyrir þá sök, að þeir eru (eptir
minni skoðun) meðal góðra þingmanna, það
sem myðlingarnir eru meðal ávaxtanna.
Sandi í nóv. 1897.
Gubmundur Friðjónsson.