Dagskrá - 18.12.1897, Qupperneq 4
344
Hann. spiiiir fyrir konunni sinni!
»sjer grefur gröf þótt grafi«
Það stóð nýlega í Fjallkonunni að
»Æskan« væri dýrasta blað landsins Auð-
vitað datt engum rjettsýnum manni í hug
að trúa því, og meira að segja, jeg lield að
ritstjórinn hafi engan vegin getað trúað því
sjálfur; að minnsta kosti hefur hann þá hvorki
gætt þess að blaðjð konunnar hans, sem er
nákvæmlega jafnstórt og Æskan (það keinur
sinu sinni í mánuði tvöfalt en Æskan tvisvar
einföld í samabroti) er mikiu dýrara\ það er
kr. 1,50 úti um land en Æskan 1,20, það er því
fimmta parti dýrara en hún þar. í Reykjavík
kostar það líka 1,50 en Æskan 1,00, það cr
þvi þriðjungi dýrara í Rvík enÆskan. Og
heldur hefur ritstj. ekki gætt þess, að sam-
kvæmt nýgefinni játningu eins heista biaö-
stjórans hjer á landi, borga auglýsingarnar
stórann part af vcrði hinna blaðanna. En
látum nú þetta vera hvorttveggia, þóít ritstjóri
Fjallk. hefði sjeð ofsjónum yfir útbreiöslu
Æskunnar og ekki getað vitað það, að ef
hún gjörði meira en að borga sig, þá gengi
afgangurinn tii þess málefnis, sem öllum sönn-
•um mannvinum er annast utn og í það fje-
lag, sem að því starfar, en hatin (ritstj.) bar
ekki gæfu til að vera í nema stutta stund,
þótt. þetta hefði nú verið þannig, segi ieg,
þá var það . afsakanlegt í mínum augum,
þegar þess er gætt, hvernig ntaðurinn er;
en það verð jeg að jata að jeg varð alveg
hissa þegar konan hans sendi frá sjer ann-
að blað skömmu síðar, miklu dýrara en
Æskan er, með þeim fyrirmælum, að það
sje gjört af löngun til þess að láta börnin
hafa éitthvað skemmtilegt(?) að lesa fyrir
iítið verðiI. Til þess að menn sjái að
það er ekki gripið úr lausu lopti; að þ?tta
nýja (nafnlausa) blað sje dýrara en barnablaðið
Æskan, skal jeg leyfa mjer að bera þau
saman eins og Kvennabl. og Æskauna. Æsk-
an kostar kr,i,20 úti um land en Bríetar
blað kr. 075; það er nákvæmlega helmingi
minna en Æskan; hún ætti því að kosta úti
um land 1,50 í samanburði við það, Bríet-
arblað kostar í Rvík 60 aura og eptir því
ætti Æskan að kosta þar 1,20. þetta er svo
auðreiknað að alfir, sem komnir eru til vits
og ára, geta það, nema ef vera skyldi ritstj.
Fjallk. Hann hefur annars gjört konunni
sinr.i ljótar. ógreiða með því, maðurinn, að
auglýsa þetta. Það gat vel verið að fáir
hefðu veitt því eptirtekt að blöðin hennar
hvort í sínu lagi eru langdýrustu blöð lands-
ins, ef hann hefði ekki gefið tilefni ti! þess
að benda á það. Mjer dettur ósjálfrátt' í
hug kötturinn sem ætlaði að snúa sjer. við
og bíta barn er stóð fyrir aptan hann, en
beit í þess stað í rófima á sjálfum sjer. —
Þó kastar fyrst tólfunum þegar ritstýra
aýra-blaðsins kveðst ekki hafa getað fengið
það af sjer að gefa það út í fyrra, af því
að blöðin hafi þá verið svo mörg! en nú
þegar þau eru orðin enn þá fleiri, þá vílar
hún það ekki fyrir sjer. Þetta bersorglegan
vott um hnignandi brjóstgæði hjá henni,
blessaðri frúnni.
Að endingu skal jeg hugga ritstýru dýra-
blaðsins með því, að barnablaðið Æskan
hefur þegar fengið mjög góðar undertektir
og mikla útbreiðslu; henni er annt um
börnin(r) og þess vegna hlýtur hún að gleðj-
ast af því.
Sig. jfúL Jóhannesson.
Fiski mærin.
Eptir Björ?istie?'ne Björnso??.
(Framh.).
Loksins hóf kona ein umræðu, hún var
fölleit í andliti, hjer um bil fertug að aldri.
Hún var ennislítil, augun stór og flóttaleg og
eins og þau ekki gætu haldizt föst á nokkr-
um hlut augnabliki lengur. »Það var góð ræða
hjá prestinum í dag« sagðihún; »hún var alveg
i samræmi við það, sem við vorum að hugsa
um, — því við höfum talað mikið um freist-
ingu undanfarna daga. — Hún varp öndinni
mæðilega. Einn af gestunum andvarpaði einn-
ig; hann var einkennilegur útlits; niðurandlit-
ið var svo nauðalítið en uppandlitið stórt og
barþaðalgjörlegaofurliði: »Drottinn, vertu leið-
togi minn! snúðu augum mínum frá hjegóma!«,
sagði hann. Konan sem fyrst hóf máls — hún
hjet Elsa — andvarpaði aptur og mæiti »Drott-
inn, hvernig á æskúmaðurinn að fara að því
að forðast.vegu hinna illu og breyta eptir
boðum. þínum ?«. — Það Ijet eitthvað undar-
lega í eyrum að hún skyldi mæla þannig, því
ekki var hún ung. — Miðaldra maður sem
hallaði undir flatt og ruggaði sjer í stólnum,
muldraði vísu þessa í hálfum hljóðum, rjett
eins og hann væri að tala upp úr svefni.
Það er hlutur hvers þess manns,
er hefur drottinn kæran,
að undan freisting andskotans
aldrei sloppið fær hann.
Prófasturinn þekkti fólkið svo vel að þetta
var byrjun lengra samtals. Nú þögnuðu
allir stundarkorn. Loksins heyrðist „Hum,
hum?“ til stúlku einnar. Hún var ákafíega
lág vexti og vatð enn þá lægri fyrir það að
hún laut áfram. Hún var svo margvafin í
sjölum og klútum, að hún leit út rjett eins og
stór fatastrangi. Það, mótaði ekki fyrir höfð-
inu á henni, heldur en það væri ekki til. Þá
var eins og kona sú er áður hafði taiað, hrykki
upp af svefni og mælti:. Það »er ekkert gam-
an á ferðum þarna út frá hjá okkur um þess-
ar mundir — en«. — — — Hún þagnaði
aptur, en Lars — svo hjet hann, maður-
inn með stóra uppandlitið — hjelt áfram. —-
»Enþarermaður,sem getur haldið uppi skemmt-
unum og gjörir það víst líka, — Það er hann
Hans spilari«. Það var eins og hann væri
að hugsa sig um, hverju hann ætti að bæta
við, en ungi maðurinn tók framm í fyrir honum
ogsagði „Hann veit það tíðkast á prestsetrinu".
— »Það hneykslar smælingjana og það síendur
skrifað, að þeim sem hneykslar einn afþessum
smælingjum væri betraað miinusteinn væri fest-
urumháls honumoghonum svo sökkt í sjávar-
djúpi«,sagði konan. Larstók framm í fyrirhenni
ogsagði: »Vjer kretjurnst þess því að þú eyði-
leggir hljóðfæri þitt, helst brennir það, svo að
það sje ekki til hneyxlunar«. „ Fyrir sóknar-
börnin þín“ sagði ungi maðurinn. Prófastur-
inn bljes út úr sjer reykjarstroku og mælti
sfðan — Það var auðheyrt að hann hafði
mikið fyrir að dylja gremju sína — »Hljóð-
færi þetta er ekki til þess að freista mín; Það
er til þess að lypta upp sál minni og fjörga
hana.
Þjer vitið að alit, sem getur fjörgað og
skerpt andann, gjörir menn færari til þess að
skilja, hugsa og álykta. Jeg er því ekki í
nokkrum efa um það að hljóðfærið sje mjer
til góðs en ekki til ills. Þá mælti ungi mað-
urinn: „Það er eins og Páll postuli segir, að
fáir prestar sjeu til sem láti að vilja
safnaða sinna“.
»Það er fyrirgefanlegt þótt menn láti ept-
ir sjer að einhverju leyti; en það dug-
ar ekki að vera of einstrengrngslegur eða
hjegómagjarn; ef jeg væri það, þá breytti jeg
ekki einungis illa gagnvart sjálfum mjer held-
ur einnig gagnvart þeim, sem jeg á að vera
til fyrirmyndar; þá gæfi jeg þeim illt eptir-
dæmi og það væri sönnun þess að jeg kenndi
þvert á móti móti því semjeg gjprði«. Prófastur-
inn var ekki vanur að gefa svona langar
skýringar þegar hann var ekki í ræðustóln-
um: „Jeg vil ekki og læt ekki af hendi hljóð-
færið mitt; jeg vil heyra til þess optar; jeg
hef svo mikla unun af því og jeg vildi
óska að þjer hrestuð yður öðruhvoru með
saklausum skemtunum t. d. söng og hljóðfæra-
slætti: Það er svo langt frá að jeg álíti það
syndsamlegt, jeg skoða það miklu fremur gott
og sjálfssagt".
Ungi maðurinn haJlaði undir flatt; hann
spýtti um tönn og ruggaði sjer 1 stólnnm.
Prófasturinn varð eldrauður í andliti;
og nú varð dauðaþögn í herberginu nokkra
stund, þangað til ungi maðurinn allt í einu
söng eptirfarandi vísu með hárri röddu:
„0, drottinn minn guð, það glöggt jeg finn,
að gleðilegt þykir það eigi,
að kveljast og bera krossinn þinn
og klöngrast um þrönga vegi,
því hjegómlegra holdið er
en hörmung þola megi“.
„Já, þú segir að það sje rjett og guði
þóknanlegt, að spila, dansa og syngjá!“
mælíi Lars, rólegur: „Jú, það var nú það, ojæja,
já, það cr rjett og gott að æsa djöfulinn með
skilningarvitunum; en þetta kennir presturinn
okkar, nú jæja, við vitum hvað við megum
bjóða okkur eptir þessa upplýsingu! — Já,
presturinn, sjálfur guðsmaðurinn segir að allt
þess konar, allt iðjuleysi sje til frelsis og bless-
unar — að það sem hefur freistingar í för
með sjer, sje gott og guði þóknanlegt!« Nú
var Odegaard fljótur til máls; hann horfði á
prófastinn og sá það glöggt að farið var að
síga í hann og óttaðist að eitthvað mundi illt
hljótast af þessum ræðum. Hann tók því til
máls og sagði: »Segið mjer, góði maður, hvað
það er. sem ekki getur haft freisting í för með
sjer?“
Allir störðu a hann og undruðust það,
hversu hann talaði alvarlega og áhrifamikið.
Spurning þessi kom svo fiatt upp á Lars, að
hann gat alls ekki áttað sig í fljótu bragði og
svaraði því engu. Allir þögðu. Allt í einu
heyrðist rödd, sem var líkust því að hún kæmi
ueðan úr kjallara eða brunni. Það var kona,
Radí að nafni, sem var á meðal gestanna, og
var svo margvafin í klútum, að hún var al-
veg eins og fatastrangi: »Það er vinna!« mælti
hún. Gieðibros ljek um andlit Lars og föl-
leita konan leit á Radí og jafnvel ungi mað-
urinn, sem stóð upp við dyrastafinn, hætti
rjett í svip að vera háðslegur. Odegaard þóttist
þess sannfærður að þessi mundi geta svarað
fyrir sig orði betur en allir hinir, þótt tæpast
væri hægt að trúa því.
Hann sneri sjer því til hennar og mælti:
„Hvernig þarf vinna að vera tii þess að hún
geti ekki haft freisting í för með sjer?« Hún
svaraði engu, en ungimaðurinn tók framm í og
sagði: „Þegar guð lýsti bölvun sinni yfir mönn-
unum eptir syndafallið, sagði hann: »ísveita
þíns andlits skalltu þíns brauðs neyta!“ Vinn-
an verður því að hafa í för með sjer svita og
erfiði:« »0g ekkert annað en svita og erfiði?“
mælti Odegaard: «ekki t. d. hagnað ?« Ungi
maðurinn svaraði engu, en þá tók maðurinn
með litla niðurandlitið til máls og sagði. »Jú
svo mikinn hagnað, sem nauðsynlegur er«.—
„En þá hlýtur einnig vinnan að geta haft freist-
ing í för með sjer“ mælti Ödegaard »til dæmis
freisting til of mikils hagnaðar?«
Þá kom hljóð úr fatastranganum: »Já þá
er það hagnaðurinn, sem freistar, en ekki \ inn-
an«. »En þegar vinnan keirir fram úr hófi
sakir hagnaðarins ?•« Prótasturinn þagði en Lars
svaraði: »Hvað þýðir það að vinna gangi
fram úr hófi ?« Að menn verða þrælar
hennar". »Það er skárri þrældómurinn?«
svaraði ungi maðurinn. »Þegarhúngjörir menn-
ina að þrælum, getur hún þá leitt til guðs?«
spurði Odegaard. » Vinnan er guði þóknanleg? <
svaraði Lars. »Dirfist þú að segja það um öll
þín störf og allar þínar athafnir?" mælti Öde-
gaard. Lars þagnaði. — »Nei vertu nú sann-
gjarn og játaðu það að vinnan getur gengið
fram úr hófi ef hún er einungis fyrir hagnað-
/