Dagskrá

Issue

Dagskrá - 18.12.1897, Page 6

Dagskrá - 18.12.1897, Page 6
346 aldrei verið til“ sagði Randi og hann er því hjer; er það ekki satt?“ „Nei“ svaraði Öde- gaarð, sskáldskapurinn hefur opt meira sann- leiksgildi fyrir oss, en það sem vér sjáum“. Allir horfðu á hann, og efasemd skein út úr augum þeirra. Þá mælti ungi maðurinn: „Jeg hef aldrei vitað það fyrr að æfintýrið um öskuhlöðuna. hefði meira sannleiksgildi, en jeg sje með mínum eigin augum". Nú lilógu allir hæðnislega og sigri hrósandi. »Jæja«, sagði Ödegaard; „Skilurðu þá allt af sambandið í öllu, sem þú sjer með aug- unum?" „Getur verið að jeg sje ekki nógu lærður?“, svaraði hinn. »Lærðir menn skilja það ef til vill, enn ver“ mælti Ödegaard. »Jeg á við það í daglega lífinu, sem hefur í för með sjer böl og mótlæti, og sem vjer getum ekki fellt oss við. Kemur það ekki fyrir oss stundum?« Hann svaraði engu, en úr fatastranganum heyrðist sagt: »Jú, mjög opt-. En ef þú 'nú heyrðir skáldsögu, sem líktist því, er þú hefir reynt í því tilliti og svo vel sagða, að þegar þú heyrðir hana, þá skildirðu þína eigin sögu ? Mundirðu ekki segja um þá sögu, er skýrði þannig fyrir þjer þína eigin sögu, sem veitti þjer þá hugg- un og hugrekki, sem felst í þekkingunni, að hún hefði meira sannleiksgildi fyrir þig, en þín eigin ?“Fölleita konan sagði: »Jeg hef einu sinr.i lesið sögu, sem hjálpaði mjer svo mjög þegar jeg var aðfram komin af harmi, að það sem hafði lengi verið mjer til byrði og aflað mjer sorgar, varð þá allt í einu næstum gleðiefni«. Það heyrðist hlatur í fatastranganum rjett eins og suða í grautar- potti; ,.Já, það er alveg satt« bætti konan við stillilega. Þetta fjeli unga manninum vel í geð. »Getur æfintýrið uro öskuhlöðuna verið nokkr- um manni 'til huggunar?« sagði hann. „Það má draga sinn lærdóm út af hverju skáld- riti«, svaraoi Ödegaard. Það sem er skemmti- legt og gjört til þess að láta hlæja að því, hefur líka sitt gildi, og þetta æfintýri sýnir það á hlægilegan hátt, að sá, sem heimur- inn hefur einna minnst álit á, getur opt ver- ið mest verður, sýpir það að allt hjálpar þeim, sem sjálfur hefur þrek og áræði til að bera og að sá sem hefur einbeittan og sterkan vilja, hann kemst lengra áleiðis, en ætla mætti eptir öllum ástæðum. Heldurðu ekki að það væri heillavænlegt fyrir mörg börn að hugsa um þetta, og ef til vill, fyrir suma fullorðna líka?« »En að trúa á djöfla og drauga, tröll og forinjur það er þó hjatrú« mælti ungi maðurinn. „Hver hefur sagt þjer að. þú skyldir trua á það ?“ spurði Öde- gaard „það er myndaskrift". „Þaðerbannað að viðhafa myndir og merki" sagði utigi maðurinn, „því allt þess háttar er djöfulsins verk“. »Jæja« svaraði Ödegaarð. „hvar hef- irðu lesið það?“ „I biblíunni", svaraði ungi maðurinn. Þá tók prófasturinn fram í. „Nei“, það er misskilningur, því myndir eru í sjálfri biblíunni". Allir litu á hann í senn. „Það eru myndir á hverri einustu síðu, eptir sið- um austurlanda þjóða. Vér höfum sjálfir myndir í máli voru, á trjám, í lérepti, á grjóti og vjer getum ekki hugsað oss guðdóminn nema skýra hann með myndum, og ekki nóg með það‘ Jesús sjálfur notar myndir og hefur ekki sjálfur guð tekið á sig margar myndir þegar hann opinberaðist spámönnun- um ? kom hann ekki í ferðamannslíki til Abrahams í Mamreslundi og sat til bórðs með honum? En ef að guðdómurinn tekur á sig ýmsar myndir, þá leyfist mönnum einn- ig að nota þær“. — Það virtist, sem allir væru samþykkir því, sem prófasturinn sagði, en Ödégaard stóð upp, og klappaði hægt á öxl hans og mælti: „Þakka þjer fyrir, nú hefur þú sannað það óhrekjanlega með biblí- unni að sjónleikir sjeu leyfilegir!« — Pró- fastinum varð hverft við og náfölnaði og reykurinn, sem var uppi í honum, streymdi út úr honum hægt og áhrifalaust frá hans halfu, rjett eins og hann hefði mist meðvit- undina. Ödegaard gekk þangað sem fata- böggullinn var, laut niður að honum til þess að sjá í andlit það, sem hann þóttist vita þar af, en það var árangurslaust. »Langar þig nú til að tala fleira?" spurði hann hana, „mjer virðist þú hafa haft nokkuð aðhugsa". »-Ó, guð minn góður, snú mjer á rjetta leið«, mælti hún. „Það er opt syndsamlegt, sem jeg hugsa". „Já, fyrst eptir apturhvarfið og náðina, eru menn svo gagnteknir af því, að allt anriað virðist ónýtt og einskis virði, jafn- vel ránglátt og syndsamlegt. Þá eru menn eins og þeir, sem eru ástfangnir, þeir þrá ekkert annað en þann, sem þeir elska". Frá útlöndum. (Niðurl.). Drengir þessir koma í Famanói land, ó- vanir öllu. Ráða þar bólusóttin og gula-sótt- in! tvíveldi, sitt missirið hvor. Fara foringj- arnirvermeð hermennina en margir fara með skynlausar skepnur og þarað auki eru hermenn- irnir sviknir af þeim, er eiga að sjá .þeim fyr- ir vistum og öðrum nauðsynjum. Þeir etu sveltir og iila klæddirog er því ekki við miklu að búast af þeim. — Heilar hersveitir gráta líkt og börn af heimfarar löngun. ef einasti maður í hersveit- inni fær' brjef heiman að. Sá er ritar þetta kveðst hafa sjeð general-majór einn slá her- mann hvað eptir annað í höfuðið fyrir, að hermaðurinn hafði ekki tekið nægilega fljótt eptir komu foringjans tii að heilsa honum sem vera bar. Ög svo kveðar hann her- mennina orðna niðurlægða að þeir skríði á fjórum fótum á gólfinu til að leita að eyr- peningum, sem amerikanskir frjettaritarar strái fyrir þá. Foringjarnir og hermennirnir, eru svo ó- líkir hver öðrum, að líkt er og tveir mann- flokkar væru. Foringjarnir eru hinir feg- urstu karlmenn, sem hægt er að hugsa sjer, háir, en vel vaxnir, gáfnalegir og kurteisir, en þó grimmir og æði spilltir sjeu þeir skoð- aðir niður í kjölinn. Hermennirnir eru klunna- legir og þunglamalegir, heimskulegir bæði í sjón og reynd, illa vaxnir og kúgaðir af of- reynslu þegar á unga aldri. — Svik og fjárdrættir ganga frarn úr öllu hófi. Sagt að Weyler muni hafa grætt 2 mtljónir króna þar vestra a ófriði þessum. Ofurstarnir telja hermenn tugum saman á hermannaskrám sínum, þótt þeir sjeu löngu dauðir og láta ríkið borga handa þeim mála. Kapteinar og lautinantar fara óþarfar járn- brautarferðir með herflokka sína og gefa svo ranga reikninga yfir fargjaldið. Lfmsjónar- menn forðabúranna stela bæði af hermönn- unum og úr ríkisfjárhyrslunum. — Einn hinna æðri hershöfðingja var kallaður heim í sum- ar og kærður fyrir, að hafa þegið 150,000 kr. mútur til þess að breyta stefnu á her- göngu til að forðast að komast í bardaga við óvinina. — Níu tíundu hlutarnir af skotfær- um uppreistarmanna eru keypt af hershöfð- ingjum Spánverja. Herforingjar Spánverja eru huglausar bleyð- ur. — Skríða undir sætin í járnbrautarvögn- unum, þó 6—7 uppreistarmenn skjóti á vagn- inn langt að, og skipa umsjónarmanni lestar- innar að auka hraða lestarinnar og þó eiga þeir að taka uppreistarmennina höndum og hafa margfaldan liðsafla. — En sjái herfor- ingjarnir friðsaman borgara bundinn við trje þá er ekki að yggja grimmdina og hugrekkið Hve mikið má marka hersögur Spánverja má ráða af því að sami uppreistarhöfðinginn var fjórum sinnum drepinn á þremur vikum en þó hafði hann farið 450 kílómetra á þess- um tíma með hersveitina sína fyrir augunum á þeim og komist allrar leiðar sinnar. Viðbjóðslegast er hvernig Spánverjar hafa farið með hina svo nefndu pacijicos •— mein- lausa borgara, sem ekki hafa viljað taka þátt í styrjöldinni á nokkurn hátt. I fjórum vest- urhjeruðum eru þeir reknir af heimilum sín- um út undir bert lopt eða í ljeleg hreysi, úr pálmablöðum, nálega fatalausir og matarlausir og þar verða þeir að lifa í dæmafáum óþrifn- aði í afar óhollu loptslagi. Ibúar þessarra fjögra hjeraða eru nál. 1,300,000. Af þeirrt eiga 6 50,000 heima uppi í sveit, og naumast meira en30,000 meðal þeirra hafa gripið til vopna. Hinir eða 600,000 eru reknir burt af heimil- um sínum og hafa safnast saman í víggirtar herbúðir. Má geta nærri hvílíku lífi þeir lifa um rigningartímann. Þeir eiga alls ekkert til og óski’janlegt hvernig þeir fleyta fram lífinu, enda verða naumast margir sem koma lifandi heim til sín aptur. Menn þessir eru svo friðsamir, að það eru fádæmi. Það ma reka þá frá heimilum sínum,ogbrennaþau,misþyrmaættingjumþeirra og þeir vopnast þó ekki, sparka þeim, skamma þá út og slá konurnar þeirra höfuð- högg og þó hreyfa þeir ekki minnsta fingur. Þeir segja frá eymdarsögum sínum og grirnmd Spánverja án þess að kreppa hnefann eða tala nokkurt ósæmilegt orð um böð’ui sína, og skoða þetta að eins sem mótlæti, sem bera þurfi með þolinmæði. Þannig er lopts- lagið. menntunarleysið og kúgun Spánverja búið að fara með þá Þannig eru hvítu mennirnir. Svertingj- arnir eru ekki jafn vesalir. Þeir geta reiðst, enda eru þeir að tiltölu fleiri í hóp uppreisn- armanna. I austurfylkjunum er fólkið kjark- meira þar sem uppreisnin á aðalból sitt. Auk þessa er allmikið í liði uppreisnarmanna af Suður-Ameríkönum, Mið-Amríkönum og inn- lendum mönnum, er dvalið hafa erlendis og mannast þar. Samkvæmt áskorun Bandaríkjanna í Norður-Ameríku bjóða Spánverjar nú Kúbu- mönnum fullkomna sjálfstjórn undir spánskri yfirstjórn að nafninu til, og er marskálkur sá er Blance nefnist sendur vestur þangað til yfirstjórnar hersins í stað Veylers. — Nú er eptir að sjá, hvort honum reiðir nokkuð bet- ur af. Takið epíiri Jeg undirskrifaður sel: Vandaða silfurskúfhólka á 3—7 kr. Vandaðar og fallegar brjóstnálar úr sama efni - 2—3 — ' Smáreislur, sem taka 5, 6 og 7 ® - 3 kr. 50, og margt fleira smíði. Þessir hlutir geta verið mjög’ hent- ugar jólagjafir. Benedikt Ásgrímsson gul Ismiður á Grímstaðaholti. Hafði hann tryggt líf sitt? Þegar það heyrist að einhver hafi dáið og látið eptir sig fátæka konu með börnum, gamla og ellihrum a foreldra eða mörg og einstæð systkini, þá er það hið fyrsta sem hver hugsandi maður spyr að : „ Ha0i hann tryggt líf sitt?“ eða með éðrum orðum: „Hafði hann búið svo í haginn fyrir vesalings kon- una sína og börnin, fyrir aumingja gömlu for- eldranaí eða munaðarlausu systkinin sín að þau þurfi ekki að fara á sveitina?" Svarið verður sjaldnar „já“ en vera ætti. — Þó hafa þrír af þeim mörgu,sem drukknað hafa

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.