Dagskrá - 12.02.1898, Page 1
II, 89.
Reykjavík, Iaugardaginn 12. febrúar.
1898.
Sk:rifstofa Dagskpár er í
jVinaminni’ (stofan til
vinstri). -
NÆRSVEITAMENN
verða að vitja blaðeins eða
láta vitja þess þegar ferðír
falla.
Úr brjefi frá bónda.
. . Eruð þið blaðamennirnir hættir
að trúa á það, að landbúnaður vor íslend-
inga geti þrifist?
Jeg heyri og sje ekki annað en eilífar
lofklausur yfir þorskalóðum og lúðuvörpum.
En fáir hreyfa penna, eða láta orð heyrast í
þá átt að góður gróðavegur sje að hleypa
fje upp á heiðarnar okkar á vorin.
„ Dagskrá “ á að sönnu þakkir skildar
fyrir það, að hún hefur þó getið um land-
búnaðarmálið og það til góðs, — en jeg
vildi óska að þetta blað ræddi mikið ýtar-
legar hinar ýmsu leiðir, er finna mætti til
þess að halda landbúnaðinum í horfi — því
á þessum atvinnuvegi veltur framtíð þjóð-
ernis vors fyrst og fremst. — Þið skulið
sjá það allir saman, hvort heldur þið lifið af
sjófangi, iðnaði, ritstörfum eða embættum,
að velferð bóndans er velferð ykkar — því
hann er „bústólpi« en bú er »landstólpi“.
Lausamennskan er búnaðinum til yfir-
vofandi hættu, mannfæðin í landinu drepur
þrótt og kjark úr hverri viðleitni til endur-
bótar, sjómannalífið ginnir margan mann úr
vist, sem þykir það girnilegra til fróðleiks,
en dauft og leiðinlegt í sveitinni. Þingið er
máttlaus, úrræðalaus áhorfandi þeirra breyt-
inga, sem eru að verða, hvar sem litið er.
landbúnaðinum til óhags. En hvað á að
gjöra?
Vafalaust er það hið fyrsta og besta
ráð, að láta ekkert færi ónotað til þess að
sýna fram á hiS sanna og rjetta í þessu rnáli,
en það er að landbúnaður vor er arðmeiri
og vissari gróðavegur heldur en sjávarútveg-
urinn.
Þið blaðamennirnir eigið að leiða rök
að þessu og tala hug í bændurna, sem nú
eru að yfirgefa afbragðs jarðir úti um allar
sveitir yfir endilangt land, til þess að sækja
í óvissar verstöðvar niðri við sjó, eða jafn-
vel leita bæjarleyfis í Reykjavík til þess að
gjörast daglaunamenn.
Hve nær hefur nokkur maður lagt ann-
að eins fje í jarðabætur í einhverri einni
jörð eins og menn leggja í eitt einasta þil-
skip og útgerð þess? En það virðist þó
anðsætt að menn verða að gjöra ráð fyrir
því að fje sje lagt í hvorntveggja atvinnu-
veginn af menn vilja bera þá rjettlátlega
saman.
Og hvað halda menn að yrði úr gróða-
von útvegsbóndans á borð við gróðavon
landbóndans ef báðir leggðu jafnmikið stofn-
fje í fyrirtæki sitt?
Það mundi t. a. m. ekki þykja nein ó-
sköp þó lagðar væru 10 þúsund krónur í
eina þilskipsútgerð. En ef menn legðu io
þúsundir í einhverja jörð, þó góð væri, vel
sett og undir góðri afrjett mundi mönnum
blöskra og hafa það í frásögnum eins og
Fróðárundur.
Það sanna er vafalaust, að oss vantar
að útlendingar sýni oss, hvað í landinu ligg-
ur, alveg eins og þeir hafa sýnt hvað sjór-
inn hefur í skauti sínu.'
Vantrúin á öllum möguleikum liggur enn
eins og martröð yfir framtakssemi landbónd-
ans, en doðinn og dofinn, sem áður rjeði í
fiskiverunum, er farinn að sleppa tökum af
fólkinu. — Við höfum nóga peninga til þess
að leggja í landbúnaðinn. Stórríkir bændur
og hálaunaðir emþættismenn eru til fjöl-
margir í landinu, sem gætu lagt þilskipsverð
í jarðir sínar í einu. En þeir bara gera það
ekki af því að þeir liggja undir dáleiðslu
gamals kúgunaranda og framtaksleysis.
Og þó getur enginn maður, sem þekkir
þorsk frá sauðkind, verið svo sljór, að hann
geti ekki skilið, hve miklu vissari arðurinn
er af landbúnaðinum, og um leið meiri held-
ur en hinn, þó sjávarútvegurinn sje síst last-
andi.
Jeg fellst alveg á það sem Dagskrá
sagði einu sinni, að menn einblíndu á brutto-
tekjurnar af þilskipunum, en gættu þess ekki
— er þeir bera saman landbúnað og sjávar-
útveg, —að enginn arður er nrður, nema hann
sje netto •— að öllum kostnaði frádregnum.
Og þegar menn reikna fyrir fram hver gróði
muni hafast af einhverri atvinnu, verður á-
hœttan að teljast til útgjalda í hundraðs-
brotum . . . .“
Listamenn og dómar um þá.
(Niðurl.).
Það er ekki síður nauðsynlegt, að hafa
góða þekking á list til þess að geta dæmt
rjettlátlega og að gagni um tilraunir til lista
(dilettantisme), heldur en til þess, að dæma
um það, sem fullkomnara er af þessu tagi.
Menn verða að vita vel, hve mikiðkrefst
af æfing og lærdómi til þess, að geta sagt
eitt orð, eða sungið eina hending eins og á
að vera, ef menn ætla sjer að vinna gagn
með dómum sínum um viðleitni þeirra, sem
ekki eru fullkomnir í þessu. Og þess ber
líka vel að gæta, að meira verður að krefj-
ast af þeim, sem gjöra sig að dómurum,
heldur en af hinum, sem álitið skal sagt um.
— Því þó menn kunni alls ekkert til listar,
hafa þeir ef svo mætti að orði komast —
náttúrunnar rjett til þess, hvort heldur að
yrkja, mála, syngja eða leika, og hvar sem
litið er, sjest lífið allt, manns og manns í
milli, fullt af ósjálfráðum tilraunum til listar
í öllum hennar mörgu greinum. En menn
hafa engan slíkan rjett til þess, að setja sig
í dómarasæti yfir því, sem heyrist eða sjest
í þessa átt — nema því aðeins, að þeir beri
skyn á list og verk listamanna. Menn geta
sagt hvað þeim líkar ver eða betur, — en
menn geta ekki sagt: Þetta er svo og svo,
ef þeir eru vitanlega sneyddir hinum fyrstu
grundvallarskilyrðum til þess að geta sagt
eitt orð með ástæðum, um það sem dæma
á. Slíkt ríður í bága við góða umgengni
og mannasiði.
Að temja sjer kennaratón, setja á sig
spekingssvip og halda langa lestra um list,
fer þeim mönnum afarilla, er skortir bæði
alla þekking á því máli og þar að aukinátt-
úrlega smekkvísi. En því miður er þessu
einmitt svo varið um fjölmarga lista- og rit-
dómara vora. Að vísu skara þeir ef til vill
ekki fram úr að vöntun á þekking — en af
því að þá vantar næma tilfinning fyrir því,
sem fer vel, taka þeir sig einmitt út úr öðr-
um og gerast dómendur, þar sem aðrir láta
sjer nægja að segja álit sitt sín á milli, eða
gefa lítið út á það, hvert gildi það hafi, er
þeir heyra eða sjá.
Á dönsku er til orð, sem heitir „dum-
kritik", — og það þykir, hvar sem er, mið-
ur heppilegt að verðskulda nafnið „dumkrit-
ikus“. En er ekki betra að vera heimskur
og þekkja þó hvað list er, heldur en að vita
alls ekki hið allra minnsta um list og „pat-
entera" sig samt sem áður til þess, að dæma
um hana? Annað má kallast einfeldni, en
hitt glópsháttur — og er hvorugt gott. En
órækari vott ber það þó um lága menning
að vera glópurinn. — Hitt er manninum ó-
sjálfrátt og fyrirgefst fremur, alstaðar þar
sem mannnúð og menntun ræður.
Mönnum kann ef til vill, að þykja það
hart, að ekki skuli meiga dæma listir og til-
raunir til lista af hverjum sem er, og f fljótu
bragði mætti svo virðast, að engum listum
gæti nokkurn tíma farið fram hjá oss, ef bíða
ætti eptir þeim dómum, er standa yfir list-
inni sjálfri. En menn verða að gæta þess,
að kjör vor og hagir allir eru svo, að þess-
ar fáu listir, sem sýndar eru hjá oss, lifa á
straumum erlendrar menningar sem ná hing-
að út og berast með þeim, er kynna sjer líf-
ið og listirnar í öðrum löndum. — Hjá oss
er engin þjóðleg list til nema skáld-
skapurinn einn, og þó er lítið af alíslenskri
rnennt jafnvel í kveðskapnum sjálfum hjá nú-
tíma-skáldum vorum.
Vjer þurfum ekki að halda á framhleypn-
um, ómildum og vankunnandi „gagnrýnend-
um“ — því af þeim kerist ekkert nema al-
gerð fyrirlitning vorra fáu listnemanda fyrir
dómi áhorfenda og áhlýðenda. Þeir verða
að vera sparari á spekingsdómunum, sem
ekkert haía gott eða gagnlegt að segja.
Listamennirnir hafa fyrst um sinn miklu
heilnæmari lærdóm af því að lesa sjálfirþað,
sem að hendi berst af fræðandi ritum eptir
þá sem vita hvað list er og að öðru leyti
að taka þeim fáu góðu bendingum, sem ó-
neitanlega koma hér fram frá einstökum
mönnum, sem bæði hafa þekkingu á þvísem
þeir tala um og góðvilja til þess, að dæma
vægilega svo sem vera á um þá, sem ekki
Koma fram sem fullnuma listamenn, og verða
menn að láta sjer skiljast að undantekning-
ar, góðar og vel kunnar, finnast frá sem hjer
hefur verið sagt, um listadómara yfirleitt. —
Stundum sjást hógværlegir og vinsamlegir
dómar um tilraunir söngvara og leikara í
blöðum hjer, og getur slíkt umtal verið til
uppörfunar fyrir byrjendur, en skaðlaust að
öðru leyti þó þeir fái hreinskilnar bendingar
sem eru alveg ómögulegri til slíkra hluta. Og
mörg dæmi finnast þess að svo gersneydd
allri listagáfu er frammistaða sumra hjer, að
engin voú er þess að þeir verði nokkurn-
tíma neitt í neinu.
Það er ástæða til þessað taka það fram,
sem hjer er sagt. Vegurinn til lífs og list-
ar fyrir oss byrjar þar, sem vjer játum sjálf-
ir og viðurkennum hve skammt vjer erum
komnir á leið. Meðan vjer höldum, að stað-
laus þvættingur og bernskuhjal sje vísindiog