Dagskrá - 12.02.1898, Page 2
listafræðsla, villumst vjer fram hjá og ef til
vill langt úr vegi.
En svo sorglegt sefn það er, að sjá
hversu lítils hin nýíslenska þjóð megnar enn
í sönnum listaverkum eða framleiðslu listar,
þá er þó enn leiðara að heyra þá dóma,
flesta hverja, sem birtast frá vorum sjálf-
sköpuðu Mæcenum listarinnar. — Listnem-
endur eru á framfaraleið, en gífurlegir van-
þekkingardómar hvort heldur er til lasts eða
lofs, bæla niður og leiða til apturfarar.
K.
Kærleikssambandið.
„Með guðs hjálp lofa jeg að drekka ekki á-
fengi, neyta ekki tóbaks, bölva ekki nje heldur
spila áhættuspil, dufla ekki, heldur sýna ráðvendni
og gott viðmót í allri minni framgöngu og lesa
bænir mínar kvölds og morgna". —
Þessu líkur er sá eiðstafur, sem meðlimir „kær-
eiksambandsins" hafa undirskrifað. — Það er ekki
smávegis loforð fyrir hálfgerða óvita að gefa en
það var ekki annað að sjá en að þessi 100 börn,
sem voru saman komin í „Kastalanum" hafi góða
samvisku. — Þau sátu öll glöð og kát við vinnu
sína, stúlkurnar við sauma og hekl, drengirnir við
tijeskurð, teikningar o fl.
Börnin komasaman undir stjórn oggæslu »hers-
ins« tvisvar í viku i »Kastalanum« á mánudögum
og fimmtudögum til vinnu og bænahalds. Það sem
unnið er, er eign fjelagsins og þess aðaltekjur að
undanteknu 15 aura inntökugjaldi og 10 aura mán-
aðar tillagi. Mörg af þessum ungu andlitum koma
kunnuglega fyrir sjónir; á strætum og torgum eru
þau opt á ferð fáklædd í frostum með einkenni
fátæktarinnar í andliti. Stundum bregður fyrir í
salnum snáða og snáða, sem borið hefur við að
sjest hefur hjer á götunum gánga með hendurnar
djúpt niðri í vösum, húfuna aptur á hnakka og úf-
ið hárið fram undan, blístrandi og æpandi, ogjafn-
vel stundum í ósáluhjálparlegum herferðum með
fleirum drengjum af líku tagi í hendur lítilsigldu
fólki, sem fyrir bar. En viðkomandi hefur
vafalaust ekki verið kominn í „kærleiks-
sambandið", að minnsta kosti þorir enginn að láta
á sjer bæra innan þessara vjebanda, þar sem hver
krókur og kimi geymir stunur og andvörp hinna
herleiddu.
I fyllingu tímans skipar dróttstjórinn að vinn-
an skuli lögð til hliðar og drottni gefin dýrðin.
Með lófaklappi eru sungnir nokkrir hersöngv-
ar. — Það fór vel og virðulega úr hendi. — Einn
ungur meðlimur af karla kyni fór þó út af laginu
og leitaði lags á þeffærum heiðraðs fjelagsbróður,
sem hjá honum stóð.
Eitthvað í líkingu við org heyrðist í svip, en
rann bráðlega saman við hið voðalega heróp drótt-
stjórans. .
Að loknum sálmasöng var borinn inn heitur
drykkur (cacao) og kökur handa börnunum. Eins
og hungruðum hermönnum sæmir luku þau á ótrú-
lega stuttum tíma við það sem fram var borið, og
horfðu síðan þungt hugsandi um sinn hag ofan í
hinar tómu krukkur, og á diskana, sem einu sinni
voru kúfaðir með brauð.
Frá heilsusamlegu sjónarmiði á dróttstjórinn
þakkir fyrir að hann annaðist um að salurinn kæm-
ist í nánara samband við andrúmsloptið utan »hers«
áður en hann raðaði börnunum í hringi á gólfinu
og „dansinn", sem þau svo kölluðu, byrjaði.
Það var þó víst ekki dans af vanalegu tagi,
enda heyrðust ýmsar raddir meðal hinna ungu her-
manna, sem sögðu: „Við viljum glíma", í nokkuð
hærri tónum en bráðnauðsynlegt virtist vera.
Það er ætlun sáluhjálparhersins að gera hina
uppvaxandi kynslóð sjer vinveitta og herskáa í
stríðinu við hið illa í heiminum, og það er ómögu-
legt að neita honum um það, að hann fer hyggi-
lega að ráði sínu til þess að safna fólki undir sitt
merki:
„blóð og eld“. —
Það lítur svd ; »fallega út« að taka börnin af
götunni, setja þau niður við vinnu og saklausa
skemmtun, en það er vafainál hversú höll hin iestu
trúarorð og aðfarir stríðsmanna eru 'börnum, sem
ekki eru komin til vits . og ára. j , - .
Þetta er fjölménnt'útboðslið af svo' ‘fámennu
bæjarfólki,! og hvað sem paenn kunna að segja hern-
um til ágætis, er það þó víst ekki vilji Reykvík-
inga að gjöra meginþorra hinnar yngri kynslóðar
vorrar að æpandi og syngjandi liðsmönnum í her
Booths hins breska.
Eða er það syo — þið sem eigið börnin í
Kastalanum ? J. J.
372
Patrik frændi.
Eptir
«
Stephán G. Stephánsson.
Hann Patrik var írskur og katólskur karl,
Og kofinn hans gisinn og siginn
Stóð lágt, inn í rjóðri, í raklendum skóg,
Með risatrjen, mosann og dýin;
Úr jörð hans var seinlegt að sópa upp auð
og svitaverk árlangt ið daglega brauð.
En hringinn í kring voru húsin öll stór
Og hálendar ekrur og frjóar,
Þá sveit byggðu lúterskir, sannkristnir menn—-
Það sást á að Guðsfólkið bjó þar!
I blessun hans, sáðlöndin ágætu, einn
Varð aumingja hjátrúar-Patrik of seinn.
Og það var nú ugglaust hans ógæfa fyrst,
Að ei gat hann stjórnmálum varist
En þaut út í orustur, þegar að var
Um þrælahald suðurfrá barist. —
Hann sagði það auðvitað efunarmál
Hvort ódæðis blökkumenn hefðu nú sál.
En hitt kvað hann öldungis ómögulegt
Að Irinn það stjórnfrelsi skildi:
Ef mannsmyndin ein væri ákvæði það,
Sem atkvæðisrjetturinn fylgdi, —
Að þrælka einn mann þó hans skinn hefði skekkst
I sköpunarverkinu’ og dálítið blekkst.
Svo berjast til frelsis þeim vildi hann víst —
Þó væri’ í sjer hvumleiður þjóstur,
Þeir bökuðu erfiði öðrum og sjer
Og ónot^og bálfgildings róstur.
En það sagði' hann nurlara hugsunarhátt,
Að hjálpa’ ekki Surt þegar ætti hann bágt.
Hann sjálfboði allt af í strfðinu stóð
Uns styrjöldin loksins var búin;
Svo flæktist hann víða, en festulaus var,
Varð fjölskyldumaður ogþlúinn,
Og land nam hann seinast í þjettbýli, þar
Sem þjóðsagan einasta’ um landgæði var.
Og því hreppti’ hann úrganginn: frumskóg og fen
— Oft fannst mjer samt gaman að karli
Er hveitiverð leiddist og messurnar mjer,
Og mas út af kaupum og bralli,
Og embættissníkjanna ryskingarík
In rægjandi, gortandi pólitík.
Því hann átti öra og lífsglaða lund,
Og ljetta og orðhaga tungu,
Og hjá honum sjaldan á svarinu stóð
Nje sögu frá dögum hans ungu.
Og fangamark Patriks var orðunum á
Þó ei væru málefnin stór eða há.
Eg uppnefndi karlinn, að íslenskum sið,
Og auknefndi' hann frœnda. Og þanninn
Mun Frónbúinn sverja sig einatt í ætt!
Og enn er mjer þelgott við manninn;
—Um skyldleikann veit jeg — hvort orsökin er
Nú Irinn til þess, eða skáldið í mjer.
Og það var einn dag, þegar samtal í sveit
Mjer sýndist þó venjunni grynnra,
Og pólitík geggjaðri’ og gruggugri’ en fyr,
Og guðsorðið væmnara og þynnra.
Að drungi og leiðindi lögðust mig á;
Jeg labb'aði’ að hitta hann frœnda minn þá.
' t • •
Jeg fann hann.Hann hjekk út’við húsgarðsínsdyr,
Þar hliðið við þjóðveginn stendur,
Og'skyrtán úf ljerefti-flakti’;honum frá
Utn freknótta brjósfið ög hen’d'Ur,
Og beltið var stór þörf að strengja á ný,
Svo strigábuxurnar hjengju’ í því.
Og dautt var í kolsvörtum krítpípustúf,
Sem hvervetna rjúkandi bar hann,
Og hakan hans breiða var hornhvöss og bein
Og harðleitur ásýndum var hann,
Og hofmannavikin sem hrísrunni smár,
Þau huldi’ ið ókembda, rauðbirkna hár.
Jeg fyr hafði’ hann aldrei svo fálátan sjeð,
Því fýla var honum ei lagin ;
Jeg gekk til hans beinlfnis, brosti’ upp á hann
Og bauð honum hátt: góðan daginn.
En ertu’ nú Patrik inn írski’, eða hinn
Sá eldri og lakari bróðirinn þinn?
Hann kipptist þá við,sem hann vaknaði’ af blund.
Um varir hans kveinstafir byltust
Og sæbláu augun hans urðu svo dökk
Og einhverri móðu þau fylltust —
»Það reskir loks svipinn, jeg segja það kann,
Að sjá upp á vonirnar smákveðja mann !“
„I skóginn þar uppi er úthöggið skarð
Og alfaraveginn það sýnir,
Af brekkunni þaðan sjest húsið mitt hinnst,
Þar hurfu þeir drengirnir mínir!
Mjer sýndist þeir staldra og horfa þar heim,
Er hjeðan með augunum fylgdi jeg þeim“.
»En drengi jeg veit ekki vænni’ en þá tvo
Og von er þó sýnist mjer fækki’ um —
En foreldrahúsin vor fátæk og smá
Opt finnast oss þröng er við stækkum,
Og ofaukið finnst oss þar okkar um munn,
Sem opt skortir brauðið, og súpan er þunn«.
»Og nú verður æfin mjer einmanaleg,
Að erja og ryðja um skóginn. —
Já, spurðu’ að því hestinn, sem fargað var frá
Hans fjelaga tömdum við plóginn,
Sem át við hans jötu og opt hefur sveittst
Á ækinu sama og með honum þreyttst".
»En það er nú smáræði. Þyngra er hitt,
Jeg þekki hvað flestra vor bíður
Er gæfuna höfum við æfilangt elt
Sem undan í flæmingi ríður 1
Og úrslitin, þau hafa bakið mitt beygt
Og bilað mitt glaðlyndi-, kjarkinn minn veikt".
„Þó sýnist í æskunni veröldin víð
Er vonunum móti þú keppir,
Hún þrengist með árunum optast nær samt,
Að ellinni fastast hún kreppir.
Að berjast um hamingju, hafa loks ver,
Jú, höndin sú arna veit glöggt hvað það er !“
„Þó innbyrðis meðal mannanna hjer
Sje misskipt ið illa og góða,
Mjer sýnist að auðnunni ójafnar deilt
Sje alstaðar samt milli þjóða.
En hvar helst í veröld sem volæðið hlóð
Sinn valköst, finnst leyfin af írlenskri þjóð!
\
»Og sárast þó bíti þig landsmanna last
Er lof þeirra hlýast og sætast,
Og sorgin manns hvergi jafn angurvær er
Nje eiginlegt sálinni’ að kætast;
Því frjálsust er öndin á föðurlands strönd,
Þó framkvæmd og höndin sje rekin í bönd“.
„Og okið er ljettast á Irlandi þó,
Og allsleysið býtur þar sljófast —
Þó vonunum hnignaði, hefur þó samt
Mín heimfýsn með aldrinum þróast,
Jeg bjóst við að flytja heim erlendan arð,
I önd eða hönd, þegar kveðja það varð“.
„En þegar það brást, fyrir börnunum samt
Jeg bjóst við sú heill mundi liggja —
Sem konungur Davíð dróg efnið það að
Sem úr skyldi sonurinn byggja —
Mitt erfðaland fær ekki fje eða son,
Hún fjell' nú í dag þessi seinasta von“.
»Og þannig á æskunnar oftrausti loks
Sín ellinnar, vanipáttur hefndi —
Mjer miklaðist land þetta —; mjer er það nú
Sá Mólokk, sem börnin mín hremmdi I
I dag er jeg, þegar við drengina skil,
Svo dapur að jeg á ei spaugsyrði til«.