Dagskrá - 12.02.1898, Qupperneq 4
374
Höfuðstaðar-bruIIaup.
Fánar uppi á hverri stöng ! Bráðhvass, hroll-
haldur útsynningur heflar dönsku merkin þráð-
beint aptur írá snærunum, og slær vængjunum
fast um vit og hlustir þeirra, sem úti ganga.
Og nú er öll Reykjavlk úti. — Prúðbúnir
broddar með flegin brjóst inni undir kuflunum og
biksvarta háhatta á ská upp í storminn sneiða sig
beitivind hver á eptir öðrum allir í sömu áttina
— til kirkjunnar — með flakandi sjöl og dingl-
andi húfuskúfa allt í kring um sig.
I kveld er verið að gipta. - Og menn vita
að staðarfólkið sækir þá þjónustu betur en safn-
aðarfundi — þá ekki síst, þegar gipt er fólk af
betra taginu. Kirkjuljósin depla augum út í
hálfrökkrið — og straumurinn af fólkinu vex eins
og flóðbylgja þjettara og þjettara upp að dyrum
musterisins. — Athöfnin hefst kl. 5 en tjórðungi
stundar fyrir tímann eru fordyrin og loptströpp-
urnar troðfullar, með höfuð við höfuð á löngum háls-
um og með forvitnisaugu.
Tvær borðahúfur sjást í mannþrönginni. Það
er lögreglulið bæjarins (tveir menn), sem er að
reyna að halda opinni braut fyrir brúðgönguna
inn í aðalkirkjuna. — En það veitir erfitt.—Menn
eru vanir að fara ferða sinna hjer og i guðshúsi kem-
ur andi jafnaðarmennskunnar yfir fólkið.
Jeg er vel settur — get valið um gott „útsýni"
á loftinu og efri hluta tröppunnar, þar sem hægt
er að sækja inn í þrengslin þegar ástæða þykir til.
Jeg sje hvert andlit og hvern vöxt, sem fer
gegnum dyrnar. Hjer er nóg að gjöra fyrir öll
skilningarvit, ekki síst það fimmta. — Herrann
trúr! Væri ekki það, sem sjest og finnst, svona
breytilegt og laðandi þá ætti engin skepna að
fara hjer inn, sem andar með nefinu. — Þó bregð-
ur fyrir, innan um allt hitt, ósviknum konuilmi
frá þeim betri — ah, hunang drýpur af vörum
annarlegrar konu og hálli en viðsmjör er hennar
barki. Ah,—tja „Myrra aloe og kanel“, eins og
Salomon hinn mikli kvinnukennari sagði.
Rjett fyrir neðan mig i tröppunni sje jeg
herðabreiðan, hálsdigran utanbæjarmann með snjó-
barða loðhúfu. Hann spyr hátt, i rámum róm,
upp yfir alla: „Hvað er það sem á að gipta?,,
— Ungur iðnaðarpiltur með derhúfu svarar, með
hálfu munnviki og bæði augu ídyrunum: „Veistu
það ekki, maður! það er farstjórinn og biskups-
dóttirin".
Lftt hæversk orð og lágir hlátrar heyrast í
fordyrinu og hátt upp í tröppumar: Aðeins í
efstu þrepunum hafa menn tekið ofan og reglan
öll virðist of laus fyrir hið heilaga hús, þó utar-
lega sje.
Jeg horfi á allt sem kemer inn og sje þekkta
svipi undir háhöttum, skautaföldum og dönskum
höfuðbúningi. Loksins skýst síðasti brúðkaups-
gesturinn inn úr jelinu, snjóhvítur, eins og stráð
hafi verið yfir hann muldum hvítasykri — og nú
streymir hið lifandi flóð upp eptir tröppunum og
jeg læt mjúka öldu af brjóstum og öxlum bera
mig upp í „útsýnið".
Þessi staður er ekki víður um sig, en þó má
misjafnlega vel nota hann. Ein af trjesúlunum er
höfð til þess af ungum nemanda við hlið mjer að !áta
hana skyggja á þegar hann horfir fram í dyrnar,
án þess að það sjáist af andbýling hans einum að
norðanverðu, — sem jeg veit að hefur velþóknun
á honum. — .
En inni undir kórnum sitja bringubreiðir kjól-
herrar alvörugefnir og grafkyrrir og horfa tóm-
um, köldum augum á brúðarfylgdina andspænis. —
Alvaran og hátíðarþögnin leggst dýpra og dýpra
yfir söfnuðinn eptir því sem innar dregur nær alt-
arinu sjálfu og myndinni af Kristi, höfundi trúar
vorrar, sem er svo góð, væri henni vel trúað. En
eptir því sem utar dregur verða augna-tillitin og
svipirnir ljettúðugri að sjá. Allra fremst—frjálsir
til að fara innar eða utar, eftir lyst — standa hin-
ir lausu fuglar ög jeg er einn af þeim. — Jeg virði
trú vora mikils, en jeg er ekki gagntekin af henni
og það er klerkunum að kenna. Þeir hafa ekki
talað nógu vel til hjarta míns, — og jeg trúi með
hjartanu en ekki með höfðinu. — Þess vegna geta
þessir rafstraumar af hlýjum augum haldið mjer
föstum við veraldleik og ljetta siði. — „Lát þitt
hjarta ei teygjast á hennar veg, gakk þú eigi' á
hennar götum“, ségir hinn spaki konungur. En—
þetta eru áð eins orð, köld og dauð, sem falla í
grjótið og gieymast fyrir einu heitu ástarauga.
Söngurinn hefst, með orgelspili og kornet. —
Hornið er vel blásið og raddirnar eru góðar, eink-
um kvennraddirnar. En þær eru óæfðar og óboð-
legar í kirkju höfuðstaðarins. Þrátt fyrir allt kór-
djáknamas og afsakanir, er og verður það óþolandi
að láta skafa innan á sjer hlustirnar með kórgali
hinnar svokölluðu „hárgreiðu". — Við viljum hafa
siðaðra manna kirkjusöng hjer. Við erum ekki
úti í Grímsey og ekki úti á Hornströndum — og
hjer er nóg af fólki, sem vill borga söngeyri fyr-
ir það að láta lærða söngvara standa við orgelið
í stað hinna og þessara, sem koma utan af göt-
unni.
En nú er ekki timi til þess að láta sjer gremj-
ast þetta gamla kirkjuhneyxli. Hjer er annað að
hugsa og sjá um?
Jeg hef að eins bent á það með hverjum hug
jeg geng til giptingar í höfuðstaðnum og vil ekki
fara frekar út 1 þessa skýrslu.
En fara ekki margir þangað með sama eða
líku hugarþeli? .
Kórmakur.
Að sunnan — norður og niður.
Ritstj. „Landskammarinnar« var nýlega að
minna menn á það, hversu dásamlega hann
hagar ' útkomu hins ósýnilega málgagns,
Sunnaníara, og hversh vel hann endurborg-
ar kaupendum það, sem þeir hafa goldið
honum fyrirfram fyrir blaðið.
En ritstj. þarf ekki að vera að minna
menn á þetta. Menn vissu það fyrir löngu,
að Sf. var dæmdur til tortímingar, þegar
hann „fór sunnan« með Þ. G. úr höndum
þess manns, er fær var um að bjóða mönnum
eitthvað læsilegt, og yfir í vörslur hins grunn-
hyggna heimspekings, sem nú er að hæla
sjer af því að hann hafi verið „negldur" með
sig og hitt blaðið — það sem nú á „að fara
norður og niður” í höndum hans.
Það er ekki til neins fyrir hann, að
vera að auglýsa, að hann ætli að láta koma
mynd framan á hverju tölublaði þess ósýni-
lega. — Það getur aldrei verið nein mynd
á blaði, sem kemur frá heimsk-spik-ingnum.
Og það er ekki til neins fyrir hann að gleið-
rita: »frá fjallatindum til fiskimiða" yfir sína
litlu og lúalegu landeyðufylling, því allir vita
nú að „landið hans<i- nær ekki lengra en frá
holtinu þar sem hann býr og niður að bryggju-
miðunum, þar sem marhnútarnir veiðast.
Laura kom í gærkveldi, fer á morgun
(sunnudag) kl, 9.
Austan — og vestanpóstur komu 8. og 9.;
norðanpóstur ékominn.
Fátt um brjef eða fregnir með vestanpósti,
sem teljandi sjeu.
Úr brjefi úr Fáskrúðsfirði dags. 12. f. m... .
»Allt til þessa hefur tíð verið hjer ágæt, snjólaust
að kalla má og fje þar af leiðandi ljett á heyjum.
Pestdauði óvanalega mikill hjer um slóðir. Um
60 fjár hefur farið á Kirkjubólseli í Stöðvarfirði
og milli 20 og 30 á öðrum bæjum. Nú hafa flest-
ir tekið íje á gjöf og gefa lömbum töðu til þess
að forða þeim frá pestdauða, en þykir misjafnlega
gefast.
Oss væri ekki vanþörf á að fara að sjá fram-
an í dýralækni hjer eystra ef ske kynni að afljetti
þeim vandræðum sem vofa hjer af pest og kláða.
Tvítuga andarneíju rak á Svinaskálastekk í
Reyðarfirði seint i desember.
.......Aðra jólanótt hvarf ráðsmaðurinn á Kol-
freyjustað, Stefán Vigfússon að nafni. Hann hafði
legið veikur nokkurntíma ogverið vakað hjá hon-
um á hverri nóttu þangað til þessa nótt að út af
brá. Það hefur ekki til hans spurst síðan og enginn
getur gjört sjer grein fyrir hvar hann muni niður
kominn, dauður eða lifandi.
Bindindismannadrykkurinn
,Chika‘,
er ljúffengur og fínn svaladrykkur. »Chika«
er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum
stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er
bannað að drekka.
Martin Jensen, Kjöbenhavn.
Umboðsmaður fyrir Island: F. Hjorth & Co.
Fundur verður haldinn í „Bindind-
isfjelagi íslenskra kvenna" miðvikudag 16.
febr. Áríðandi að öll þau börn, sem eru í
fjelaginu mæti og helst einnig foreldrar
þeirra.
Neyðin stærst hjálpin næst,
Frú Karna Ólsen, frá Kristínarfrið, seg-
ir meðal annars:
„Þessi orð get jeg sannarlegatekið mjer
í munn, því jeg var svo þjáð af eymd og
volæði að jeg átti aldrei friðarstund hvorki
dag nje nótt; jeg vakti allar nætur með
óstjórnlegum kvölum sem engin orð fá lýst.—
Þannig var ástand mitt, og hatði verið
um 20 ára bil. Nú get jeg sofið um næt-
ur og kenni engra kvala. Það er fögnuður
eptir 20 ára daglegar pislir. —
Það er kraptaverk fyllilega þess vert að
það verði heyrum kunnngt",
Herra Henr. M. Gróssi segir:
„í 12 ár þjáðist jeg af þunglyndi, blóð-
sókn til heilans, stöðugun, hiksta og vind-
gangi í maganum.
Jeg var mjer úti um Voltakross, og sjá
undur mikil! Þegar jeg hafði borið kross-
inn í viku var jeg, guði sje lof, glaður og í
góðu skapi«.
Allskonar gigt, hvar sem er í líkaman-
um, taugaveiki, máttleysi, krampa, taugaveikl-
un, þunglyndi, hjartslátt, svima, suðu fyrir
eyrum, höfuðverk, svefnleysi, andþrengsli,
heyrnarleysi, influensa, húðsjúkdóma, maga-
veiki, þvaglát, magakvalir, ófrjósemi, bilun
allskonar, (einkanlega afleiðing af langvinnri
sjálfsflekkun) bætir og læknar Voltakrossinn
algerlega á stuttum tíma.
Á öskjunum utan um hinn ekta Volta-
kross á að vera stimplað: »Kejserlig kongel.
Patent«, og hið skrásetta vörumerki: gull-
kross á bláum feldi, annars er það ónýt ept-
irlíking.
Voltakross professor Herskiers
kostar 1 kr. 50 aur. hver og fæst á eptir
fylgjandi stöðum:
I Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni
— — Gunn. Einarssyni
A ísafirði -— Skúla Thoroddsen
- Skagastr. — — — F. H. Berndsen
- Eyjafirði — Gránufjelaginu
— — Sigfúsi Jónssyni
— — Sigv. Þorsteinss.
- Húsavík — — •— J. A. Jakobssyni
- Raufarhöfn — — — Sveini Einarssyni
-Seyðisfirði — C. Wathne
— — — — S. Stefánssyni
— — Gránufjelaginu
- Reyðarfirði — — —- Fr. Wathne
- Eskifirði — Fr. Möller.
Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyjar,
hefur stórkaupmaður Jakob Gnnnlögsson, Cort
Adelersgade 4, Kjöbenhavn K. —
Hr. L. Lövenskjöld
Fellum — Fellum pir. Sk.ien, lætur
kaupmönnum og kaupfjelögum í tje allskon-
ar timbur, einnig tekur nefnt fjelag að sjer
að reisa hús, t. a, m. kirkjur o. s. frv. —
Semja má við umboðsmann hans.
Pjetur Bjarnason, ísafirði.
Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson.
Prentsmiðja Dagskrár.