Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 16.03.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 16.03.1898, Blaðsíða 1
r II, 94. Reykjavík, miðvikudaginn 16. mars. 1898. Ljósavatnsfundurinn. Ýms blöð hafa skýrt frá fundi þeim, er Suður-Þingeyingar hjeldu með sjer að Ljósa- vatni 3. f. m. þar sem samþykktar voru yf- irlýsingar gegn Valtýskunni, áskorun til Val- týsliða á þingi að segja af sjer og um leið látið í ljósi, að æskilegt væri að halda Þing- vallafund fyrir næsta þing. Fyrir þessar yfirlýsingar allar munu menn kunna S,- Þ.- eyingum góðar þakkir, því þær eru í fullkomnu samræmi við þann almenn- ings vilja, sem birtst hefur til þessa úr öðr- um kjördæmum landsins- En að öðru leyti virðist það svo, eptir nánari skýrslum um fund þennan, úr privatbrjefum og þó einkum eptir því sem blaðinu „Stefni" segist frá, að Ljósvetninga-samkoman hafi ekki verið svo einhuga og ákvörðuð til að fylgja end- urskoðunarmálinu, sem vænta hefði mátt, sjer- staklega af kjósendum þessa kjördæmis, sem jafnan áður hefur verið talið helst og fremst meðal þeirra, er halda vildu þessu máli í rjettu horfi. Það virðist allt of lítilfjörlegt hlutverk fyrir þingmálaáhuga S. Þ., að vera að krukka í Valtýskuna, sem er þegar áður kveðin svo rækilega niður, sem nokkur vanhugsuð og illa stofnuð vandræða-pólitik gat orðið. Þeir sem henni hafa fylgt eru og óðum að draga sig aptur, þögulir og kyrlátir, til þess afskipt- aleysis um stjórnarmálið, sem þeir hefðu, bæði sjálfra sín vegna og annara, átt að temja sjer í sumar er leið, ekki síður heldur en áður. En að því slepptu, að S. Þ. hafa tekið vel undir í þeim erfi-söng, er íslendingar svo að segja með einum rnunai hafa kveðið yfir ráða- bralli Vestmannaeyja-mannsins, þá mun fund- ur sá, sem um er rætt, ekki hafa neina aðra þýðingu heldur en þá. að sýna að Suður- Þingeyjarsýsla er nú ekki lengur eða lætst ekld vera fær um að gegna rjettum lit í endurskoðunarmálinu, sem hingað til hefur haft svo öfluga stoð í kappi og fylgi ýmsra helstu manna þar. Ýmsir hafa getið þess til, að nokkur hluti S. Þ. mundi ætla sjer að fara að feta í fótspor Valtýs með aðra enn þá ómögulegri tillögu til breytinga, ekki á stjórnarskránni, heldur á stefnu Islendinga í stjórnarskrármál- inu. Tillaga þessi eða hin svo kallaða miðl- un, hefur sem sje, eins og kunnugt er, haft nokkra fylgendur áður þar um slóðir og hafa menn því rennt grun í, að tilraun sú, sem gjörð heiur verið nú að nafninu til í þá átt að vekja upp ringulreiðina frá 1889, mundi ef til vill eiga rótsínaað rekja til þeirra for- sprakka, semhafa átt mjög bágtmeð að gleyma óförum þeim, er þeir biðu á sínum tíma í þessu máli. En þeir sem vel eru kunnugir munu þó síst efast um, að slíkt til- tæki mun mæta sterkri mótspyrnu meðal fjölda góðra manna norður þar og mjög ó- víst hvort nokkurt hjeraðsríki, kaupfjelaga- samband eða önnur persónuleg mök geta haft nokkur teljandi áhrif þegar til atkvæða kem- ur. Það er ætíð valt, að treysta a verslun- arskuldir til þess að bæla niður sannfæringu kjósenda í landsmálum, og hversu mjög sem almenningur kann að hafa látið leiðast af einstökum mönnum í kaupskapar- og viðskipta- málum í S. Þ.- sýslu, væri rangt að ráða af því, að þessir hinir sömu mundu geta veifað veldissprotanum yfir þorra kjósenda, einnig að því er snertir endurskoðunarmálið. Þvert á rnóti væri öllu líklegra að kaupskaparmál- in hefðu alveg öfug áhrif á aðstöðu foringj- anna, því það mun nú ekki lengur vera álit- inn góður varningur nyðra, að vísa á trúar- arsetningar K. Þ. sem neitt óyggjandi og ó- hagganlegt evangelíum. Menn vita að vísu svo mikið, að fáliðaður miðlunarmanna flokkur var stoinaður á þingi í sumar leynilega og með þeim atvikum, sem ekki skal skýrt hjer nánar frá að þessu sinni. Má og ráða af því, sem fram hefur komið síðar, einkum írá hr. Jóni Jónssyni í Múla (sbr. brjef hans í „Bjarka",) að einstöku menn í flokknum hafi verið svo auðtrúa, að hyggja sjer þann veg færan nú, að snúa allri þjóð- inni við í öfuga átt ofan í hennar eigin marg- yfirlýstan vilja, enda þótt eins ljóst sje, að aðrir svo kallaðir fylgismenn miðlunarinnar sál. vita vel að stefnan er alómöguleg þótt það geti ef til vill borgað sig í bráðina fyr- einstakra hagsmuna sakir, að látast trúa á hana. En hvað sem hver hinna fámennu miðlunarliða kynnu að hugsa með sjálfum sjer, þá er svo mikið víst, að þeir hafa byrj- að svo illa á þessu óvænlega fyrirtæki sínu, þegar litið er á allt þeirra brugg frá byrjun síðasta þings, að óhætt' mun vera að fullyrða að þeir fá að sjá málalok í því efni jafnvel fyr og glögglegar heldur en þeir menn sjálf- ir hafa ætlað, sem leiddu grunnhyggnari fylg- isbræður sína inn á þetta gönuhlaup í sum- ar, vitandi vel, að miðlunarstefnan frá '89 var, er og verður algjörlega ómöguleg til nokk- urs árangurs, jafnt á alþingi sem fyrir rfkis- ráði Dana. Eyðilagt peningavirði. I. Herra ritstj. Má jeg biðja yður svo vel gera að ljá eptirfarandi línum rúm 1 bíaði yðar. Aljer hefur alltaf fundist þetta land og sú þjóð sem það byggir svo snauð af veraldlegum auði, að hjer ættu menn að grípa hvert tækifæri sem býðst, fegins hendi, tll þess að framleiða peninga, bæði í landinu sjálfu, og sömuleiðis að auka sem allra mest að verða má arðsama verslun við önn- ur lönd. Þó ekki sje um stórann arð í hverri grein fyrir sig að ræða, þá vitum vjer allir vel, að korn- ið fyllir mælirinn, og hver króna felur í sjer 100 aura.—Jeghefialla mína daga haft virðingu fyrir smámunum, sem skapa þá stóru heild. Þessi smásmygli mín í peningasökum h efur ieitt það af sjer, að það er mín skoð- un, að Islendingar ættu að róa að því öltum ár- um að fá samþykkta breytingu á hinum núgild- andi frímerkjum, af því aö jeg þykist sjá frarn á að það gæti haft í för með sjer ekki svo lítinn penmgahagnað fyrir landið í heild sinni. Ems og tekið hefur verið fram, þar sem rit- að hefur verið og rætt urn þetta mál, þá get jeg alls ekki fallist á að það sje nem vanvirða fyrir landið þó þó þessari breytingu sje framfylgt. Það hafa mörg lönd, tiltölulega ríkari en ísland, látið svo lítið að gera sjer að góðu þann arð, sem frí- merkjabreytingar hafa í för með sjer. Tvisvar hafa þingsályktunartillögur i þessa átt verið samþykktar af alþingi og síðan látnar siglar til þóknanlegrar fhugunar vorri æðstu stjórn í Kaupmannahöfn. — I fyrra sinnið varð ekkert úr breytingunni, að öllurn líkindum meðfram af {'ví að ýms stórmenni út um heim, þar á meðal >ýskalandskeisari sjálfur, risu upp öndverð og kváðu rjettast að reka ísland úr póstsambandinu, ef íslendingar hjeldu fast við beiðni sína um breit- ingu á frímerkjum. Auðvitað hefði sú hótun aldr- ei komist lengra en á pappírinn, því öllum er auðsætt, að hún gat ekki átt neina dýpri rót en þá, að Þjóðverjar, sem einna mest allra þjóða reka frímerkjaverslun við Islendinga, sáu fram á, að hin eldri íslensku frímerki hlytu að stíga mjög í verði við breytinguna. A síðasta þingi var samþykkt enn á ný þings- ályktunartillaga, en með því að óvist er hvernig henni muni ríða af, skal jeg ekki að svo stöddu tala neitt frekar um hana, en að eins geta þess, að hún var svo aðgengileg og það fynrkomulag á breytingunni, sem þar var farið fram á, svo handhægt, að mjer er óskiljanlegt að stjórnin sjái sjer ekki fært að verða við óskum þingsins í þessa átt. Ef þessi b-ieyting kynni að komast á, þá hækka hin núgildandi frímerki óhjákvæmilega mikið 1 verði, en — þá kemur til þess, sem jeg ætlaði sjerstaklega að snúa máli mínu að:hve mikið pen- ingatjón landinu hefur verið bakað með hinni sóða- lega óvandvirknislegu „stimplun“ á frímerkjunum að undanförnu. Jeg þykist ekki taka of djúpt í árinni þó jeg segi, að margir tugir þúsunda af krónum hafi ver- ið fleigt í sjóinn meo þeirri eyðileggingu, sem unnin hefur verið í frímerkjum vorum á hinum ýrnsu brjefhirðinga- og póststöðum á landinu, og þó skömm sje frá að segja, hefur hvergi borio meira á þessu en einmitt í Reykjavík, aðal-mið- depli póstsamgagnanna. r Ur póstbrjefum. Þingeyjarsýslu. Tíð hefur verið hjer ágæt og snjókoma lítil þangað til nú að póstar eiga að fara af stað suð- ur að gerði dálítið hríðarkast. •— Hafíshroði sá, er sást til úr „fjörðunum" um það leyti er póstur fór síðast, hvarf strax um hæl. — Verslunarástand hef- ur verið fremur bágborið hjer eins og víða ann- arstaðar þetta ár. Nýafstaðinn fundur í Kaup- fjelagi þingeyinga: skuldir fjelagsins með mesta móti. og fremur dauft hljóð í fjelagsmönnum. Þó fóru engir úr fjelaginu að þessu sinni, en töluvert hlýtur fjelagið að minnka pantanir sínar til næsta árs, ef ekki á að hallast enn þá meira á fjárhag þess. — Öllum hjer þykir Frakklands-markað- urinn hafa illa gefist og brugðist mjög vonum manna, eins og mikið var gumað af framgöngu þeirra, er mestu rjeðu um að sendir voru þangað sauðafarmarnir í haust. — Kvillasamt hefur verið hjer í sýslu eins og víðar, þó fáir nafnkenndir dáið. — Af sunnanblöðunum sjest að hettusóttin geis- ar í Reykjavík. — Mjer þótti undarlegt þegar jeg sá þess getið að þessi pest, sem eptir því sem jeg best get munað, átti að vera fyrirkomið með mikl- um dugnaði af hjeraðslækninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu, þegar hennar Ivarð fyrst vart þar syðra, skuli nú komin upp úr kafinu .... Ja, þá er eitt sem jeg ætla að minnast á úr því að jeg fór að tala um blöðin. — Skelfing er jeg orðinn leiður á þessum sorglegu gleðileikja- gagnrýningum í ykkur blaðamönnunum. Hvaða ánægju eða »interresse« haldið þið að við hjer út á landshorni höfum af því að lesa langa leikdóma um leikrit og leikendur, sem við höfum aldrei sjeð og fáum vonandi aldrei að sjá. Ekki vitund nema helber leiðindi, jeg segi fyrir mig. Það er satt að blöðin eru ekki eingöngu skrif- uð fyrir mig, en jeg veit þó ekki betur en að jeg sje tekinnmeð í reikninginn þegar þau eiga að borgast, þau sem jeg kaupi. Það má vel vera að öllum (jðrum en mjer líki vel að sjá langa dálka í blöðunum skrúfaða saman með álls kon- ar háfleygum margyrðum um það sem kemur út af því að nokkrar hræður jarma sig saman einhvers- staðar í Reykjavík sjer til skemtunar og dægra- styttingar en öðrum til angurs og leiðinda, eptir því sem mjer skilst á sumum blöðunum. — Og svo á að fara að senda eitthvað af þessu út ti þess að fullkomna sig í mennt sinni I! — Jeg má þó tala um það eins hátt ogjeg vil því jeg veit, að jeg myndi fá að verða með í aðborga þann reikn- ing sem sú utanför myndi baka landinu, það ger- ir enginn fyrir mig. Það væri að mínu áliti nær að heita verðlaunum fyrir vel skrifað leikrit um þá þarna syðra, sem eru að þenja sig um þess konar hluti sem leik og list, sem þeir að rninni hyggju naumast geta haft mikið vit á. Það er alls ekki sagt, að þó einhver maður hafi hafst við í Km-höfn í nokkur ár við nám og einstöku sinnum komið í leikhús, að hann hafi neinn [rjett til þess að vera að »vjera« sig um leikmennt, og þannig takast á hendur að leiða smekk alþýðu. Mjer þykir það hlægilegt, en jeg er gamall Reyk- vikingur og þekki þá freistingu sem bíður allra þeirra, sem þar eru og hafa einhvern tíma yerið í siðuðum bæ til þess að láta til sín taka um sjer- staka djúpa þekkingu á listinni. Það verður auð- vitað einhver að gera það, en mjer líst vel á að þeir sem álíta að þeir hafi köllun í þessa átt, haldi fund með sjer til þess að koma sjer saman um hvað þeir eigi að segja, svo sitt segi ekki hver. Við lyktum það undir eins úti um landið, að ef mönnum líst sitt hvorum um eitthvert atriði, að þá geta ekki báðir haft rjett fyrir sjer, eða trauðla. A hinn bóginn þykjumst við sannfærðir um að listin sje svo helg þessum mönnum að þeir beiti ekki dómum þeim, sem þeir brenna af sjer á altari hennar, sem títuprjón til þess að reka hver í annan. ______________ Landinn við fljótið rauða. Eptir S. P. Thomson. (Frmh.) Jeg sat og var að hugsa um þetta þegar nýr atburður á götunni vakti athygli mitt. Leiguvagn af hinu vanalega tagi, seni notað- aðir e{U til mannfiutninga um götur stærri bæja í útlöndum, með einum hesti íyrir, kom með öll- um þeim hraða, sem dróginni var gefinn, upp götuna. Vagnstjórinn húkti eins og hálfdauður

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.