Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 16.03.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 16.03.1898, Blaðsíða 2
392 hlutur í sæti sfnu með báðar hendur á taumunum og langt vagnkeyri í hægri hendi, sem hjekk í latri lúku hans ofar yfir vesalings. hestinn í bog- inni línu frá vinstri lend og frarn að hægra eyra. Maðurinn naut sýnilega hinnar bestu værðar þrátt fyrir það að vagninn boppaði og skoppaði upp og ofan á steinbrúnni. það var áreiðanlega meira af gömlum vana og til þess að hlýðnast lögboð- um landsins, en til þess að forðast árekstur, að hann starði blóðhlaupnum isuaugum fram undan hestinum, því það er óhugsandi að maðurinn hafi verið svo óskammfeilinn að ímynda sjer að hann, sæi nokkurn sem um götuna fór, gangandi eða keyrandi. Þessi samgöngumiðill hafði auðsjáanlega haft of mikla umgengni við gleðinnar guð þennan dag, og af því stafaði hin sofandi óstjórn hans á trunt- unni og því sem henni fylgdi, sem fyr eða síðar hlaut að koma honum í koll á hinni fjölförnu götu. Jeg hallaði mjer út undan sóltjaldinu eins langt og mjer var mögulegt án þess að reygja mig úr hálsliðnum, til þess að geta notið þessa sjaldsjeða vagnstjóra sem lengst. Hann var í þann veginn að sleppa slysalaust fyrir götuhornið þeg- ar eitthvað það bar fyrir augu hestsins — jeg gat ekki sjeð hvað það var —, sem hafði þau áhrif á hann, að hann í hendingskasti skvettist út und- an sjer og fleygði kerrunni á hliðina. Um leið og vagninn datt, brotnaði sú rúðan sem niður vissi og glerbrotin skotruðu um götuna; sömuleið- is hrökk annar kerrukjálkinn sundur í roiðju, og vafalaust hefur eitthvað fleira gengið úr skorðum, sem jeg ekki sá. I sama svip og kerran valt um koll, hljóp til lögregluþjónn, sem hafði stöðu á gatnamótunum og greip í beislishöfuðleðrið niður við kjaptamjel og reyndi að stöðva hestinn sem ljet mjög ókyr- lega. Fólk sem var á gangi 1 nánd, nam staðar til þess að sjá hvað um væri að vera, og brátt var kominn meðalstór íslenskur kirkjusöfnuður í þjettan hnapp utan um kerruna. Jeg var of langt frá til þess að sjá greinilega hvað fram fór. Jeg beyrði niðinn af mörgum munnum, sem töluðu hver í kapp við arnan, en engin orðaskil. Mjer virtist þó á atíerli þeirra er viðstaddir voru að ekkert slys hefði orðið, 'og það dró jeg meðfram af því, hversu fljótt lögregluþjón- unum, sem nú voru orðnir 3 að tölu, tókst að gera fólkinu skiljanlegt, að hjer værf ekki meira nýstárlegt að sjá og því væri skynsamlegast að hver færi sinnar leiðar. Mannþyrpingin klofnaði og út úr hópnum kom ökumaðurinn og leiddi hestinn við hönd sjer. Jeg fjekk ekki betur sjeð en að iögreglan ýtti við honum á vissum stað um leið og hann fór, lík- lega í þeim tilgangi að gefa honum til kynna, að hann skyldi gera brottför sína hið bráðasta, _ því mjer virtist á öllu að þeir væru fyllilega búnir að fá nóg hver af öðrum ökumaðurinn og lagavönd- ur sá. — Vagnstjórinn hafði á einn hátt haft mjög gott af þessu ökuslysi; hann hafði vaknað við það að byltast á’endum úr sessi sínum og ofan á götuna og jeg sá ótviræð merki þess, að hann hafði ljósa meðvitund um það, sem fram hafði komið við hapn, á því að hann dró á eptir sjer annað lærið, og fylgdi hverju spori sem hann steig áfram með aumkunarlegum grettum, sem harla lítið juku á fegurð hans, sem þó mátti ekki minni vera. — Að öðru leyti hafði lögreglan, strax óg henni gafst tækifæri til að kynna sjer andlegt ásigkomuiag vagnstjórans, tekið að sjer að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að hann færi heim til sín sjer til heilsubótar, en tók sjálf að sjer alla umsjón yfir hinni lemstruðu kerru. Samkvæmt fyrirlagi hennar var kerran borin inn í næsta port til viðgerðar áður en hægt væri að koma henni heimleiðis á hennar eigin hjólum, sem höfðu orð- ið fyrir töluverðu skakkafalli að þvi er jeg síðar fjekk að vita. Jeg horfði með innilegri meðaumkun á eptir vagnstjóragreyinu, sem dróst eptir götunni skakk- ur og bjagaður með truntuna í taumi þangað til að jeg þóttist vera búinn að virða hann nægilega fyrir mjer frá öllum hliðum. — Jeg hafði setið þarna i sama stað nærfellt 2 klukkutíma og fannst, satt að segja, að jeg vera orðinn saddur á að horfa á götulífið i M. . . . street. Jeg þreif hátt minn og staf, dró hanskana á hendur mjer og gekk út á gangstjettina. Mjer varð iitið eptir götunni í þá átt sem jeg ætlaði að halda, og augu mín námu staðar við mann nokkurn, sern jeg sá koma vaðandi beint ofan í mig með ferlegu fasi. Það sem fyrst vakti eptir- tekt mína á þessum manni frekara en öllum öðr- um, sem þar voru á stjái, var limaburður hans og göngulag, sem jeg ætla að leyfa mjer að lýsa dá- lítið nákvæmar. . Hann var meðalmaður á hæð, einkennilega sívalur í vextr, hálslangur með óvanalega lítið höf- uð, líkast í laginu hálfþroskuðu flösku-epli. Staf hafði hann i hægri hendi, sem hann rak af mik- illi grimmd, að því er virtist, ofan í götuna í hvert sinn sem hann tók nýtt skref með hægra fætinum. Um leið og hann rak stafinn niður, hafði hann það lag, sem auðsjáanlega var fengið með langri og þrautseigri æfingu, að geta snúið þannig upp á grindina, að efri hluti líkamans vattst allur út á hlið. Þessa hreyfingu gjörði hann svo samvisku- samlega að það lá næst að ætla að það hefði upphaflega verið ætlun hans að æfa sig svo til fullnustu í þessari list að hann gæti látið búkinn, ofan mittis. horfa þráðbeint aptur, í hnakka stað, og ferðast sfðan um allan heim og sýna sig fyrir peninga. Mjer flaug þetta í hug og jeg er nokkurn veginn viss um að fleirum hefði farið sem mjer. Yið nánari aðgæslu sá jeg að þetta alheims ferða- lag hefði líklega strandað á ýmsum erfiðleikum sem snertu vinstri hlið mannskepnunnar. Hann reyndi með jafnmikilli kostgæfni að vinda þá hliðina, en árangurinn varð sýnilega mjög svo ó- fullkominn. Þá stuttu stund sem jeg naut þessa fyrirburðar álengdar, virtist mjer jeg verða var við óbrigðul merki þess að meltingarfæri roanns- ins væru ekki í sem allra ákjósanlegasta ástandi. Hann gekk rnjög íbogirm, svipað því sem sem hálfur tunnsveigur væri á gangi og á þeim stað í ummáli sveigsins, sem að rjettu lagi bar þeim hluta líkamans, sem tók á móti skellunum í æsku, lá aðalaðsetur meltingarinnar. Jeg gat ómögulega varist að setja þetta háttalag mannsins í sam- band við óbærilegar intökur. Allar flíkur þessa fáránlega manns voru sniðn- ar eptir nýjustu tísku og efnið að sama skapi vandað, þar var engu við að bæta. Jeg stóð f sömu sporum mi eins og þegar jeg sá hann fyrst. Hann var kominn fast að mjer, að eins 3 fótmál á milli okkar, þegar mjer varð litið framan f hann. Jeg æpti ekki upp yfir mig, sló ekki saman lófunum, rak heldur ekki upp skellihlátur. Jeg stóð höggdofa með opinn munn og gleypti þessa »þekktu stærð« með augunum............. Jón P. Gíslason hjet ungur maður, uppal- inn á Austfjörðum, að mig minnir á Eskifirði, sem tók sjer far með Allanlínunni sama sumarið og jeg fór vestur, og varð mjer samferða alia leið til Qveebeck. •— Hann var einhver sá mesti æringi sem jeg hef kynnst á æfi minni; nótt og nýtan dag hugsaði hann ekki um annað en ærsl og ó- knytti. Hann hafði stundað sjómennsku í nokkur ár heima áður en hann fór, en varð þó sjóveikur jafnskjótt og við ljetum frá landi með »Thyra« á leiðitil Englands. En það var sama hvernig hann píndist af sjóveikinni. Hann hjelt sig á fótum mestan hluta sólarhringsins, ýmist upp á þilfari með glettur og gamanyrði við þá, sem þar voru, eða þá niðri í farþegjarúminu, og þar hafði hann slíka háttsemi í frammi, að enginn farþegjanna gat varist hlátri, hversu aumlega sem þeir voru haldnir af sjóveiki. — Jeg verð ekki svo gamall maður, að jeg minnist ekki með þakklátri viður- kenningu þess hvernig hann stytti okkar löngu stundir yfir hafið. Þegar hann kom til skips á Seyðisfirði átti hann eitthvað kringum 30 kr. afgangs fargjaldinu og sínum óhjákvæmilegusttt nauðsymjum á leiðinni til Vesturheims; hann gekk fyrir hvem mann á skipinu og tjáði honum þessar fjárhagsástæður sínar og rak vanalega upp skellihlátur í hvert sinn og hann þóttist sjá meðaumkun f andliti manna yfir þessu báglega ástandi hans og sagði: »Það sem maður á, þarf maður ekki að fá« og stakk báðum höndum í buxnavasana, sem þá voru utan á hliðinni, samkvæmt austtjarða-móðn- um. — (Frh.) Sjómannalíf „um borð“. (Utdráttur úr lengri ritgjörð)- eptir Sv. Egilson. Líf sjómanna á íslenskum þilskipum hef- ur ekki, mjer vitanlega, verið tekið til um- ræðu í blöðum eða tímaritum og væri þó full nauðsyn á að um þetta sje ritað, því að það má teljast eitt af þjóðarmeinum vorum, að slíkt skuli vera eins og það er. Og fyrr eða síðar hlýtur það að koma til greina, hvort sjó- mannalífið um borð eigi að halda áfram að vera þannig, eða ráða skuli bót á því; hvern- ig híbýli þeir hafa á þilskipunum, sem á að vera heimili þeirra 5—6 mánuði af árinu, og hvernig viðurværi þeirr-a og allri aðhiynn- ingu er háttað. — Laun sjómanna ætla jeg ekki að gera að umtalsefni, því að þau koma þessu máii eigi beint við, og jeg vildi síst af öllu verða þess valdandi að menn færu að gjöra „skrúfur", og vil jeg ráða frá öllu, sem þar að lýtur. Jeg vona að allir góðir menn, sem gefæ sjer tíma til að hugsa um þetta mál, sjái að jeg ber hjer ekki fram nein ósannindi eða fleipur. Hjer eru svo margir, sem hafa sjálf- ir reynt sjómannalífið og undir þeirra dóm legg jeg mál mitt, því að þó einhverjir, sem hefur verið sagt að það væri ágætt eins og það er, en hafa ekki eigin reynslu fyrir því, vilji mótmæla, þá vil jeg ráða þeim til að reyna það fyrst og koma svo með mótbárur sínar. Jeg skal nú stuttlega lýsa lífinu „um borð" í íslenskum þiiskipum eins og það er almennt. Undantekningar geta verið hjer, en þareð mál þetta varðar almenning yfir höfuð, þá vil jeg taka þilskipin í heild sinni, eins og þau eru almennt, án þess að telja upp und- antekningar þær, er geta átt sjer stað. Hafi skipið verið vel hreinsað um haust- ið þegar það var sett upp, má vera að þol- anlegt lopt sje þegar menn koma „um borð", en vanalega er, þegar hasetar koma þar, bæði ólopt í hásetaklefanum og ýmislegt rusl ept- ir smiði og þá menn úr landi, er unnið hafa að því að setja skipið fram, og þegar ókunn- ugur rnaður kemur þar í fyrsta sinn, þarf hann ekki annað, til þess að fá hugmynd um óþrifnaðinn, en að líta ofan um gatið, sem leið hans á að liggja um í nokkra mánuði, bæði þegar hann gengur til hvíldar og eins þegar hann fer til erfiðis, og máske verða það þær síðustu dyr, sem hann gengur um í Hfi sínu. Niðri er svart og dimmt, enginn gluggi eða rúða á á þilfarinu og menn verða þvf að fálma sig áfram í myrkrinu; jafnvel ekki dæmalaust, að enginn bekkur eða sæti sje í liásetaklefanum. Það getur enginn gjört sjer í hugarlund hvernig þessi hreysi eru fyr en komið er til sjós; þá skulum vjer líta þar inn og sjá hvernig umhorfs er. Þar sem eldað er í hásetaklefannm, sem ekki ætti að eiga sjer stað, er eins og nærri má geta vell- andi hiti frá því að farið er að sjóða soðn- inguna kl. 6 á morgnana og þangað til kl. er 1 á daginn, þá fellur hitamælirinn lítið eitt, því þá er verið að hugsa um kaffið og^ matreiðslusveinninn er að þvo upp o. s. frv., og þareð kaffið kemur ekki fyr en kl. 3, þá væri heldur enginn þörf á að hafa alltaf fyllsta hita á eldavjelinni. — -I kringum eldavjelina eru stög og á þau má hver sem vill hengja föt til þerris. Það er ekki annað en segja: „kokksi, hengdu þetta á snúruna, en jeg drep þig, ef þú brenn- ir það“. Svo er fleygt niður hálfbiautum sokkum eða sjóvetlingnm og þeir þurkaðir f svefnklefa hásetanna.' Til beggja handa í hásetaklefanum eru rúmflet eða föst rúmstæði, sem í botninn eru þakin lausum hálmi eða heyi, er eigendur skip- anna leggja til, en hve lengi endist nú þetta í flet- unum eða hvernig eyðist það? og á hverju liggja menn þegar hálmurinn eða heyið er búið? — Þessum spurningum getur hver þil- skipaháseti svarað. — Hálminum er annað- hvort brennt í uppkveikju eða hann hrynur smátt og smátt úr rúmstæðunum og eftir 12. maí mun venjulegast lítið orðið eptir af þeim hálmi, sem kom um vertíðarbyrjun, og stund- um er enga viðbót hægt að fá. Allir, sem vilja, geta skilið hve notalegt það muni vera fyrir þreytta menn að liggja á berum fjölun- um, eða hversu góða hvíld þeir muni þann- ig fá, eptir hina ströngustu vinnu í margar klukkustundir, er þeir stundum verða að vinna, jafnvel lengur en venjulegt er nokkurstaðar annarstaðar.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.