Dagskrá

Issue

Dagskrá - 27.04.1898, Page 2

Dagskrá - 27.04.1898, Page 2
4i 6 óhófi, er hún sýnir í útbýting byggingar- grunna undir nýja smákofa allt í kring um eldri byggðina. Það er hið lang-dýrasta eyðsluefni, sem óstjórnin okkar á fyrir hendi. Hver ferh.faðmur.sem látinn er ónot- aðurog þarfiaus milli tveggja bygginga, eykur stórfje við útgjöld þau til vega, ræsa, ljósa og annara sameiginlegra nauðsynja, er hvíla á þessu fátæka bæjarfjelagi. Þegar heilir rófugarðar eða jafnvel stórar túna-flatneskjur eru mældar mönnum út milli smákofanna, þá sýnir sú „jarðneska forsjón“, sem ráða á bygging Reykjavíkur, hversu mikil gjafmildi getur þróast af heimsku og blindri einþykkni hjá þeim, sem af engu hafa að taka, nema af því, sem náttúran sjalf hefur lagt oss upp { hendur, en það er einmitt sú eign, sem allra síst má sólunda til einkis og sem vel- ferð vor öll í framtíðinni á að byggjast á. í þeim bæjum, sem byggðir eru eptir reglu og undir stjórn, en ekki af tómri hend- ingu og geðþekkni hvers eins, er farið svo sparlega með byggingarrúmi? sem verða iná, þó þannig, að tekið sje tillit til efnaaags og annara ástæða þar sern byggt er. Þar er eðlilega forðast að auka kostnað við sameig- inleg fyrirtæki með því að dre fa fáum mönn- um út yfir feiknastór svæði, með því að hrófa upp smáhreysum, með því að láta ó- notuð nærliggjandi byggingarsvæði en glenna byggðina út til íjarliggjandi stöðva o. s. frv. En Reykjavíkur-stjórnin þarf ekki að gæta þessa. Til þessa er hún allt of rík — af fávisku og óbifanlegn trúnaðartrausti á sína eigin speki, hversu opt og hversu rækilega sem hún er minnt á það, að hún er að fleygja fje bæjarins og framtíð í botnlaust díki bráð- vitlausra, gagnslausra, skaðlegra ráðstafana. Lundakofarnir í kringum Laugaveg og hinar rúmgóðu ábýlisjarðir í kringum hvern kofa munu verða haldgóðir minnisvarðar þeirr- ar heimskulegustu og þrákelknustu óstjórnar, sem nokkru sinni hefur ráðið fyrir bygging nokkurs bæjar. Það er vel samanrýmanlegt eða hittþó heldur, við slíkt takmarkalaust örlæti á því dýrasta sembærinn á að láta fjelagið vanta öll sameiginleg, siðaðra manna lífsþægindi. Hjer er ekki til svo mikið sem eitt einasta salerni fyrir almenning. En að úthluta stór- um landflæmum undir auðvirðilega og afkára- lega byggð híbýli í beitarhúsa og hænsakofa stýl, sem hvort um sig eykur bæjarfjelaginu stórvægileg útgjöld, það er líf og yndi óstjórn- arinnar í Vík og til þess hefur hún ráð. Eimm þúsund sálir dreifðar yfir fimmtíu þúsund manna byggingarsvæði o. s. frv. í sama hlutfalli þangað til bærinn er orðinn ónýtur og verður að rífast niður, það er byggingar- pólitík þeirrar stjórnar, sem refsidómur for- laganna hefur úthlutað oss. Reykjavíkurbúi. Frá Útlöndum eru engin ný mark- verð tíðindi að segja. Enn stendur á sama þófinu milli Spánverja og Bandaríkjanna, en það ætla menn þó flestir að ágreiningur þeirra um Kúba leiði til ófriðar innan skamms. — Þing Bandaríkjanna hefur fyrir nokkru falið forseta Mck. Kinley vald til að gjöra hvað sem honum þætti við eiga gegn Spán- arstjórn, en Madrídarblöðin láta sjer á hinn bóginn hóglega og stjórnin þar í landi er að því sem sagt er, mjög nauðug að leggja út í ófriðinn. Meiri hluti ameriska þingsins er þar a móti mjög æst og nóg af hörðum hnútum látið fjúka til Spánverja úr þeirri átt. — Don Carlos hefur skorað á alla fylg. ismenn sína í opnu brjefi er hannhefur útgefið að fylgjast að öllum málum með hinum ýmsir politísku andstæðingaflokkum gegn hinum sameiginlegu óvinum Spánar. — Hann lýk- ur erindi sínu með þeím orðum: Ef stjórn landsins viil ekki taka upp glófa þann er fleygt hefur verið til vor í Wash'ngton þá fer jeg sjálfur af stað og afla mjer her- sveita, ef ekki reglulegra liðsmanna þá sjálf- boða — til þess að verja heiður föðurlands- ins. — Síðustu blöð er borist hafa segja ó- friðinn óhjákvæmilegan. ___________ Glaðstone lifir, en er talinn al ólæknandi. — Með X-geisIasjánni hefur það nú fundist að sjúkdómur sá er hann þjáist af er átumein í nef- beininu, og ætla læknar hans að það muni innan skamms tíma draga hann til dauða. Ráðaneytið sama þraukarenn við stjórn í Danmörku, þrátt fyrir hinn mikla sigur vinstri mannaflokksins við kosníngar 5. þ. m. Úr póstbrjefi. ....... Menn eru hjer óvenjulega sammála um »stórpólitíkina«, um framkomu hinna helstu þingmanna og um blöðin nú sem stendur. Það er síðasta hneyxlið, er Valtýsmenn gjörðu í stjórn- arskrármálinu, sem hefur safnað mönnum hjer svo einhuga saman. Endurskoðunarfrumvarpið frá 1885 og 86 hefur aldrei haft svo tvídrægnislaust fylgi kjósenda í þessu kjördæmi eins og það hef- ur nú,. og mun það nú sjást síðar, hvort vjer höfum ekki tekið þann málstað, sem best mun duga hjá þjóðinni þegar til hennar kasta kemur. Annars furða menn sig á því, hversu auð- virðilegan varning ýms blöð vor leyfa sjer að bjóða mönnum, sjerstaklega að því er snertir stjórnarskrármálið, og munu menn búast við því, að einhver bráð breyting verði nú á afskiptum „pressunnar" hjer a landi af opinberum málum, ef annars menning þjóðar vorrar skyldi vera ætl- uð nokkur framtlð. Því dýpra niður í stefnuleysi, smekklausan rithátt, vanþekkingar-glamur og ó- fyri'rleitna persónu- eigingirni sýnist blaðamennska engrar þjóðar geta sokkið, sem annars á sjer nokkr- ar viðreisnar von. Sama er að segja um pólitik ýmsra hinna svo kölluðu löggjafa vorra á alþingi. Sje litið á sögu landsins eða horft yfir nöfn og verk helstu manna þjóðarinnar að undanförnu, sjerstaklega 1 stjórnfrelsismálinu, þá blöskrar manni einfeldni, ljettúð og óþjóðrækni þessara manna, sem nú þykjast vera að ráða endurskoðunarmál- inu til heillvænlegra lykta með leynisamningum og öðru óþinglegu makki við útsendara frá skrif- stofu stjórnarráðsins í Höfn. Hvar sjáum vjer í sögu landsins dæmi til annarar eins fákænsku og lítilþægni gagnvart Dönum? Bændurnir 1 Kópa- vogi standa eins og djúpviturt oghálært öldunga- ráð langt yfir Valtýs-klíkunni og hennar fylgifisk- um. Aldrei hefur aumara lið verið elt á neinni bónda-veiðiför Dana hjer í landi. Þó virðist, ef til vill, það eitt bera enn þá ríkari vott þess, að vjer sjeum komnir svo langt niður sem komist verður, að nokkrir þeir, sem betri menn þykjast og vitrari Valtýsliðinu, hafa leyft sjer að taka upp og bera á borð fyrir þjóðina hræ miðlunarinnar frá 1889, sem óhætt mun vera að fullyrða að almenningi býður enn þá meira við, heldur en nokkurn tíma Valtýsk- unni svo kölluðu. Og þessi viðbjóður er enn þá öflugri fyrir þá sök, að sá maður er leigður til þess að halda miðluninni að landsmönnum, sem menn allra síst vildu heyra taka þátt í umræðum um nokkurt opinbert málefni. Menn vildu helst aldrei þurfa að vita af honum framar og þvf síð- ur að sjá hann settan í meistarasæti. Og fyiir hverja peninga er þessi maður leigður? Ekki fyr- ir peninga þeirrar klíku, sem hann hefur nú slð- ast smeygt sjer inn á, heldur fyrirfje landsmanna allra. Mjer er óhætt að fullyrða, að sú hneyxlis- fjárveiting er einhuga álitin ein hin mesta sví- virðing, sem sjest hefur á fjárlögum vorum. Það er sannarlega hart, að vita því fje varið þjóðinni til skapraunar og vanvirðu, sem ætti að verja henni til gagns og sóma. En hvað er það, sem ekki má nú gera hjer á landi í þá átt, að níða og svíkja af okkur bændunum allan árangur af því, sem gjört hefur verið í stjórnarskrármalinu að undanförnu?....................... Hertoginn af Aljaska vill enn þá vera „óviðjafnanlegur" eins og hann er vanur að vera. Enginn getur svo vel sem hann »fundið púðrið« 1 hverju sem er, í bundnu eða ó„ bundnu máli, og enginn getur með jafnmikilU sálarrósemi eins og hann klifað á því, sem flestir aðrir í hans sporum mundu vilja forðast að nefna. Hertoginn veit að það erexkisiður að deila um „smekk" — óg ekki siður að svara því orði til Qrðsísem dómarar slíkra hluta segja eða skrifa. Þessvegna er inn óumræðilegi einatt, vanur því, þegar hann hrærist til reiði í hjarta sínu, að blanda galli og ediki í sína goðumlíku úrskurði yfir gildi allskonar ritsmíða. Með því vill inn víðförli Odyssevs og upp- götvari Vínlands ens mikla svala hugarþeli sínu gegn þeim er hafa dirfst að erta hann til gremju og koma honum í geðshræring. Herra hertoginn hefur nýlega opnað sinn innri mann á þessa lund í miðlunartólinu sínu, sem er svo sjaldsjeð og fágætt meðal mannanna Hann hefur trúað mönnum fyrir því að hann skrifi orðið hreifa með y, gagnstætt því sem flest- :ir menntaðir menn gjöra, að hann hafi aldrei heyrt lóuna syngja (Sbr. Gröndal: Syngur lóa suðri í mó) að hann þekki ekki orðið rafurmagn, að hann geti sjeð prentvillu ef hann blíni nógu lengi á hana, að hann geti fundið eptirmála í bók þeg- ar hann hafi blaðað í gegnum hana alla, að hann álíti óhentugt að taka eptir leiðrjettingum (sbr. gott eðli leiðrj. í . . opt eðli o. s. frv. o. s. frv.) I öllu þessu lýsir sjer feiknamikil andagift ins óumræðilega. — Sjerstaklega minna tilvitnanir hans í hinar mörgu augsýnilegu prentvillur, svo átakanlega á Koch og hnýsuna, að mað- ur lifir svo að segja upp aptur það gaman sem hafðist af þessari nýju doktorsritgerð í náttúru- vísindum frá hendi ins lævísa hrakningsmanns. Heilar 3 vikur gekk »uppgötvarinn« í saklausri gleði sinni yfir þessari smellnu þýðing á orðinu »Marsvin« þangað til honum var trúað fyrir þvf af einhverjum velunnara sínum að hvalakyn allt væri óhentugt til bólusetningar og annara þess- konar tilrauna. — En þrátt fyrir það þótt menn hljóti að við- urkenna mikið andríki ins náðuga hertoga í þeirri grein að leita uppi misprentaðar kommur, punkta og því um líkt, verður nú ekki komist hjá því f þetta sinn að minna hann á að hann hefur farið svolítið lengra í ofangreindum dómara-lestri sín- um heldur en siður er til. — Edikssúrar hugleið- ingar sínar um allskonar ritsmíðar hefur hann leyfi til að láta prenta eptir sig — en þegar gall- ið leiðir hann út fyrir það efhi þá verður inn stórmerkilégi hertogi að láta sjer lynda þótt hon- um sje gefin hæfileg vísbending um það hver hann er og hvar hann er staddur. Mönnum mun efalaust þykja inn fyrverandi skilamaður Lögbergsfjárins góða o. s. frv. miður vel fallinn til þess að brígsla mönnum að raunarlausu um fjárglæfrar og yfirleytt að honum fari frem- ur illa að ræða um fjárhag annara manna, meðan hann lifir sjálfur á opinberri ölmusu. — En sjerstak- lega mun mönnum finnast að inn guðdómlegi flökkumaður hafa látið sjer skjátlast í því að telja þetta heyra undir •»b6kmenntir<, og vissu menn það eigi að hann hefur kastað ellibelgnum, og að hann er kominn inn í Nýju Öldina löngu á undan öðru dauðlegu fólki þá mundu menn nú ætla að hann gengi í barndómi og elliglöpum fyrir þessa sök. — Ennfremur mun mönnum þykja það lftt geðslegt að heyra hann væna aðra um of mikið sjálfsálit. — Þvl eins og búast er við hefur inn óviðjafnanlegi nú um nær þvl heilan mannsaldur látið það sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru að hæla sjálfum sjer, og þarf enga næma greind til þess að finna, enn þann dag í dag, að nonum þykir bragðgott að minnast á sig, inn Njál- spaka, þrautseiga Odyssev, sjálfan kominn enn einu sinni Vestan um haf, vota vegu. — Að vísu hefur ekki verið laust við nokkra rjenun á „sjálf- skoðun" þessa merka manns síðan að sagan um „úrið og kompásinn" hans var lesin upp fyrir honum fyrir nokkru slðan. Það er líkast því sem hann þaulblíni ekki alveg eins lengi á skuggann sinn nú eins og fyrir þann tíma. En þrátt fyrir það má enn greina það vel hvert umtalsefni hon- um þyki gómsætast og væri það synd ef hann legði þann vana sinn nú niður á gamals aldri að lofa sig og afreksverk sín. Hver ætti þá að gjöra það, og hvert gaman hefðist þá af hinum óviðjafnanlega? —

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.