Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 13.07.1898, Síða 1

Dagskrá - 13.07.1898, Síða 1
J * DAGSKRÁ. III. 1 Reykjavík, miðvikudaginn 13. júlí. 1898. III, árg. DAGSKRAR kostar 4 krönur 52 tölublöð á ári. Erlcndis 5 kr. (D/2 doll- ar í Vesturheimi). Gjalddagi fyrir lok októ- bermánaðar og uppsögn skrifleg, bundin við áramót, sje komin til útg. fyrir sama tíma. Kemur út á miðvikudögum. 0^“ Dagskrá má borga í inn- skript í öllum verslunum á ís- landi. Fylgirit „Dagskrár4í Þingsöguog bókmenntir ársins 1897 fá nýir kaupendur að III. árgangi ókeypis meðan upplagið endist. Allskonar fatnaður o g tilbúin föt, allt með ágætu verði fæst hjá Sturlu Jónssyni. Nýfluttur til íslands er hinn heimsfrægi litur Omnicolor tilbúinn af efnafræðisverkstofu Baumanns & Kassel. Festist ekki við hendurnar, hefur engin eitruð efni og upplitun á sjer ekki stað Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið bestu meðmæli. 20 litartegundir. — pakkinn kostar 35 aura og fylgja litarreglur á íslensku. Einkaútsölu fyrir ísland hefur Gunnar Einarsson. Tjarnargötu 1. Reykjavík. North British & Mercantile Insurance Compagny Stofnað 1809. Elsta 0 g öflugasta vátryggingarfjelag í Bretalöndum. Fjelagssjóður yfir 270 millíónir króna. Greið borgun á brunabótum. Lág iðgjöld. Allar nánari upplýsingar fást hjá: T. G. Faterson, aðalumboðsmanni á íslandi og Hannesi Ó. Magnússyni, umboðsmanni fyrir Reykjavík og Suðurland. Nýjar bækur. Ódýrar bækur. Bókasafn alþýðu II. árgangur. 1. b. Flammai iort: Urania. 2. z. Topelíus". Sögur Herlœknisins. Báðar þessar bækur eru prýddar fjöldamörgum eirstungu- og málmsteypumyndum og mjög vandaðar að 'óllum frága?igi\ hver þessara bóka kosta í kápu: 1,00 kr., í bandi. 1,35, 1,75, 2,50 (áskrifendaverð). Þeir sem vilja gerast áskrifendur bóka- safnsins geta enn þá fengið I. árgang þess. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ. I. árg. er á förum. Bókasaýn alþýðu fœst hjá; Arinb. Sveinbjarnarsyni. Skólastræti 3. Almennar frjettir. Þjóðminningardagur Arnesinga var haldinn síðastliðinn sunnudag á Armóti. Þar voru hátt á 2 þúsund manns komnir saman og var þar af mikill fjöldi úr Reykjavík. — Kvæði voru sungin eptir þá Guðmund bóksala Guðmundsson á Eyr- arbakka, síra Valdemar Briem og Brynjúlf Jóns- son frá Minnanúpi. Ræður hjeldu síra Olafur Helgason á Gaulverjarbæ, sjera Olafur Olafs- son á Arnaibæli og ýmsir fleiri. I kapp- reið sem haldin var hlaut grár hestur, eign Guð- mundarbónda á Jötul Hreppum i.verðlaun (25. kr.) en sá Móbrúni frá Arnarbasli,sem hljóp á Melunum við Reykjavík í fyrra, 2 verðlaun. Best glímdu Bjarni Guðmundsson (1. verðlaunj og Erlendur Erlendsson frá Miklaholti (2.). í kapphlaupi íjekk Einar Eiiiksson frá Helgastöðum 1. en Gísli Brynjólfsson frá Sóleyjarbakka 2. verðlaun. — Kappreiðarhesturinn frá Jötu var seldur Birni kaupm. Kristjánssyni 1 Rvík. sama dag fyrir 300 krónur. Bruunkapteinn, hinn danski fornleifafræðing- ur sem hefur ferðast hjer síðastliðin sum- ur, fcr þessa daga til Bæjar í Reykhólasveit að skoða fund þann, sem varð þar í vetur. Það- an fer hann yfir Skagafjörð til Eyjaljarðar og síð- an suður Kjalveg; ætlar hann að láta marka veg þann vörðum. — Það sem hann skoðar hjer á landi nú eru að eins forngrafir. Þingstaði lætur hann bíða næsta árs. — Hanson, sá, er hefur áður lagt það til, að mál- þráður væri lagður milli Akureyrar og Reykja- víkur, er væntanlegur með næsta póstskipi, sem erindreki hins norræna frjettaþráðarfélags. Otto Wathne hefur í hyggju að setjast að hjer syðra, ef til vill strax í sumar. Hann kvað ætla að koma bingað í águst, með nótaútgerð sfna, ef ekki fiskast fyrir austan. Nýkominn er til bæjarins Norðmaður af Isa- firði að nafni Hettervig, sem ætlar að setja hjer upp gosdrykkjaverslun. Hann hefur einn- ig síldarútgerð, sem hann flytur hingað. Kirkjujörðina Breiðholt er á veiði að Elliða- ánum kvað nú innan skamms eiga að selja hr. H. A. Payne (eiganda Thomsensjarðanna gömlu við sömu ár) fyrir 10,000 krónur. Ferðamannafjelagið hetur keypt tvo hluti (fyrir 500 kr). í samkomuhúsinu á Þingvöllum sem nú er verið að byggja, og verður orðið albúið til af- nota fyrir þann tírna er boðendur Þingvallafund- arins gerðu ráð fyrir. Bókménntafjelagið bjelt sfðari ársfund sinn 8. þ. m. og endurkaus hina fyrri stjórn sína. Búnaðartjelag Suðuramtsins hjelt og síðari árs- fund sinn 5. þ. m. og endurkaus fyrri stiórn sína. — í þjónustu íjelagsins hafa þeir búfræðingarnir Sveinbjörn Olafsson, Hjörtur Hansson og Gtsli Þorbjarnarson starfað í vor og í sumar. Sam- þykkt var að veita Sigurði búfr. Sigurðssyni frá Langliolti 200 kr. til þess að fara á sýninguna í Björgvin. Hjörtur Skólastjóri Hannesson hefur nú feng- ið 700 kr. alls (500 úr landssjóði og 200 úr amts- sjóði) til að fara til Björgvinjar. Með „Bothnia,, sem kom á laugardaginn að vestan var fátt farþega. Frk. Ingibjörg Bjarna- son, Frk. Kristtn Þorvaldsdóttir (læknis á ísa- firði) cand. jur. Marino Hafstein, Júllus Jörg- ensen af „Hotel Island" og nokkrir fleiri. — Rjett um leið og »Bothnia« var að leggja af stað af Isafirði varð stórkaupmaður Lárus Snorra- son sem var að fara frá borði af skipinu, hastar- arlega veikur og datt niður úr stiga á þilfarið. Var hann borinn meðvitundarlaus í bát þann er átti að flytja hann í land og hefur ekki spurst frekar um þetta, því skipið fór í sömu svipan. Halldór Halldórsson frá I órustöðum er átti í áflogunum við faktor Holm á Flateyri og blóð- in hafa flutt fregnir um sat í varðhaldi 2 daga eptir að hann kom vestur, með »Bothnia« á dög- unum, í gæslu cand. juris Marino Hafsteins. — Hann var þó síðan látinn laus gegn 1000 króna ábyrgð stjúpa síns, og er nú beðið þess að nýjar yfirheyrslur verði hafðar í málinu. — Ferð Halldórs hingað suður var að því semhann segir sjálfur, gjörð í því skyni að útvega sjer málaflutningsmann og þykir engum ástæða til þess að rengja það. Eptir áliti cand. M. Hafsteins, er hefur kynnt sjer þetta mál, er ekki ástæða til þess að ætla að Halldór verði dæmdur til annars en sekta. — A Höfn á Hornströndum drekkti sjer nýlega ungur maður, Alfur Magnússon (sem fór úr latínu- skólanum fyrir nokkrum árum) af einu af fiskiskip- um A. Asgeirssonar. Síldveiði yar komin mikil á Arnar- firði. Gufuskip Thorsteinsons á Bíldudal hafði lagt þar lás daginn áður en „Bothnia" fór um og lokað inni mikla síld, en svo haíði skrufa skipsins komið við lásinn og rifið hann og misst- ist þá allur fengurinn. Daginn eptir fengust 60 1 tunnur á þessum sama firði. A Isafirði var síldarafli rjett að byrja. Höfðu fengist nokkrar tunnur 1 lagnet. Erindi sýslunefndarinnar í K. &. Gbr.sýslu um að hætta væri á því að taka þyrfti lán upp á amtið til þess að aístyra hallæri í 5 hreppum sýslunnar af 12, var svarað á þá leið af amtsráði suðuramtsins er hjelt fund með sjer um síðustu mánaðamót, að sýslunefndin hefði skyldu til þess samkvæmt tilsk. 4. maí 1872 39. gr. að hjálpa sjálf og væri því ekki heimilað að beiðast láns úr amtssjóði. —- Helsta skýrslan sem fyrir lá um bágindi þar syðra var frá Vatnsleysustrandar- hreppi. Efnahagur manna þar og allt ástand hörmulegt sökum fleiri ára aflaleysis. F rjettaþráðarmálið. Eins og getið hefur verið til áður í þessu blaði, virðist nú sú raunin ætla að verða á að hið mikia „norræna frjettaþráðafjelag" dragi sig hóglega og með fögrum orðum út úr því fyrirtæki, og það verði þannig enn sem fyr að íslendingar megi jafnt vera mál- þráðarlausir, sem þeir hafa vciið áður, fyrir ráð.'-tafanir og aðgerðir Dana. Hjer hefur áðurveriðdrepiðáþað,aðDanir sjálfir geta engan arð haft af því að þráður þessi sje lagður. Verslun þeirra við íslend- inga er það eina sem þeir græða á, undir hinu núverandi fyrirkomulagi og ástandi en — sú verslun sem þeir reka nú hjer með talsverðum beinum og óbeinum arði mundi innan örskamms tíma verða „sagan tóm“ ef Islandi yrði komið í málþráðarsamband við önnur lönd, og á hinn bóginn er ekki hægt að ætlast til þess að neinn vilji starfa að því af neinu kappi, að spilla fyrir sjálf- um sjer. Afleiðingin af málþræðinum yrði óhjá- kvæmiiega að Islendingar tækju að skipta beint við hina ýmsu útlendu markaði bæði með innflutta og útflutta vöru í stað þess að kaupa og selja—þer Kaupmannahófn. Og að þessu vilja að minnsta kosti ekki hinir dansk-íslensku kanpmenn í Höfn starfa. — En vilja menn svo í alvöru trúa þvi að þeir muni ekki hafa áhrif á gang þessa máls í höfuðstað ríkisins — þeir sem ein- mitt eiga að reka þau einu viðskipti við Islendinga sem Danir hafa arð aff Svarið til þessa liggur svo í augum uppi að vjer þurfum ekki að orðlengja um það frekar. — En vjer skulum nú í örfáum orðum skýra frá því hvernig málið horfir nú við í K.m.höfn. — Samkvæmt samtali milli fornfræðingsins kapteins Bruuns, og formannsins fyrir nor- ræna frjettaþráðarfjelaginu, Suensons, — er hr. Bruun hefur góðfúslega skýrt Dagskrá frá, og sem þeir áttu saman skömmu áður en hann fór frá K.m.höfn — eru allar líkur til þess að aðgerðir þessa fjelags í frjettaþráðar- málinu verði harla litlar hjer eptir. Suenson segir að vísu alls ekki að svo sje, en það er hægt að lesa út úr ö!lu, að trúin á fram- kvæmd þessa fyrirtækis er farin að dofna mjög hjá þeim sem fjallað hafa um það þar í K.m.höfn. — Eins og nú stendur tillags frá íslendingum og Dönum saman — af þeim 200 þús. sem þarf til þess að Ieflgja út í fyrirtækið. Hinar aðrar 111 þús. áttu væntanlega að koma frá Englum, Frökk- um og Rússum eptir þvi sem heyrst hefur af formanninum. En nú hefur það verið sagt skýrt og skorinort á breska þinginu fyrir skemmstu, að ekkert (je muni koma þaðan til þráðarins og það fyrir þá sök, sem hlaut að vera kunnug mönnum áður, sem sje þá að það er ekki siður Breta að styrkja útlend fyrirtæki með fjárframlögum. — Að því er snertir framlög Frakka og Rússa þá hefur að vísu ekki fengist ákveðið svar enn; en þess má vænta að það fari á líka lund og að svo sofni málið út afsmátt og smátt—eins og það hefur fengið að gjöra áður í meðför- um Hafnarmannanna. — Það hefur og verið látið uppi ótvírætt við þá sem hafa spurt sig fyrir um það ______ að fjelagið vænti sjer einskis arðs af mál- þræði þessum, til Islands, heldur væri. það aðeins álitið nokkurskonar sæmdar-eða kapps- mál fyrir fjelagið að annast þetta málefni ef nokkuð yrði gjört í þá átt á annað borð. En slíkt verður nú venjulegast ljett a metun- um þegar allt kemur til alls hjá fjelögum, sem stofnuð eru og starfað hafa jafnan í því skyni að græða fje og má að vísu búast við því að afskipti þeirra verði til þess að aðrir framkvæmi ekki þráðarlagning til íslands, en á hinn bóginn er alls ekki þar með sagt að hlutaðeigandi fjelag sjálft gjöri annað eða meira í því máli en að sitja fyrir því. ___ Þrátt fyrir þetta allt á samt þegar í sumar að skoða hvernig háttar til á línu þeirri er þráðurinn mundi verða lagður eptir yfir land ef hann væri látinn koma upp til Aust- fjarða og þaðan til Reykjavíkur eins og dr. Valtýr Guðmundsson hefur lagt til. Sá ágreiningur, sem þessi sístarfandi, ó- kyrri og óbeðni samningamiðiil vor í Höfn hefur komið til leiðar með uppástung- um sínum og milliróðri milli Herodesar og 1 ílatusar í þessu máli, getur að líkindum ekki í þetta sinn orðið að neinu verulegu meini vegna þess, að málþráðarmálið hjá hinu „norræna" er komið veg allrar verald- ar hvort sem er,án þess að starfsemd Val- týs þurfi að koma þar í milii. — Mennverða því að öllum líkindum annanhvort að gjöra að snúa sjer alvcg frá því að hugsa um fram- kvæmd þessa máls, eða að líta í aðrar attir heldur en til þess „mikla norræna". Dagskrá hefur átt brjefaskipti við ís- lending einn í Höfn, sem er vel kunnugur gangi þessa máls öllum og horfum þess hjá því "norræna,, sem stendur.—í einu af brjef- um vorum var hann spurður um hvort hann áliti enga leið til þess að koma málinu strax í aðrar hendur — þannig að lögð væri á- hersla á að þráðurinn skyldi borga sig sem sambandslína milli Bretlands og Ameríku yfir ís/a?id. Miili þessara ríkja liggja nú margir þræðir sem keppa og hafa keppt hver við annan og eru nú alls ekki notaðir allir- — En þráður sem lagður væri milli Skotlands, — íslands, — Ameríku, gæti orðið ódýrari en nokkur hinna, vegna þess að hann yrði styttri. Lögun hnattarins veld- ur því að sú leið er í raun rjettri hin bein- asta, og frá því sjónarmiði virtist ekkert því til fyrirstöðu að ísland gæti fengið málþráð sinn fiyrir ekki neitt. Meira að segja—land- stjórn vor gæti farið fram á sjerstök hiunn- indi fyrir íslendinga í verði á skeytum hjeð. an og hingað, sem endurgjald fyrir leyfið til þess að láta þráðinn koma hjer á land. Dagskrá var svarað á þá leið að til væru þeir sem mundu þegar lengi hafa hugsað um að leggja slíkan málþráð, og að Eng- lendingur einn (ekki Mitchell enski) mundi nú vera að starfa að því að koma máli þessu eitthvað áleiðis. Að öðru leyti voru skýrslur landans í Höfn ekki ætlaðar til að birtast almenningi, og verður því ekki sagt skýrar frá þessu að sinni. Að öllum líkindum mun það sann- ast að það verða enskir peningar en ekki danskir sem koma þræðinum út að íslandi og því fyr — því betra.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.