Dagskrá - 13.07.1898, Síða 2
2
Til lesenda ,Dagskrár‘.
Um leið og þetta blað byrjar nú hinn
þriðja árgang sinn, mikið aukið að efni og
stækkað að formi, þykir rjett að ávarpa með
fám orðum hina heiðruðu lesendur blaðsins,
með kærum þökkum fyrir þá velvild, sem
„Dagskrá" hefur notið meðal landsmanna.—
B!að þetta vill enn sem fyrri halda allri
hinni sömu stefnu í helstu þjóðarmálum, sem
vjer höfum við og við haft tækifæri til þess
að láta uppi og mun yfirleitt heldur ekki
breyta háttum sínum, að því er snertir rithátt
nje meðferð þeirra málefna, sem tekin verða
hjer upp. — Það er enn eins og að undan-
förnu meginskoðun Dagskrár á hlutverki sínu
að hún eigi að hvetja til og efla samtök Is-
lendinga í því að fylgja fram hagsmunum
þjóðarinnar allrar í heild sinni, hvort heldur
er á móti útlendingum á aðra hlið eða á móti
einstaklingum innan þjóðfjelagsins sjálfs, eða
slíkir hagsmunir eiga að vinnast í viðureign
við náttúruna, sjó eða land, eða afurðir þeirra.
—Vjer erum enn sem fyr á þeirri skoðun, að
íslendingar eigi að gæta alls þess, sem þeir
hafa nú, sleppa engu af því nema á móti
arðsömum skiptum í aðra hönd, en að þeir
eigi jafnframt að seilast eptir öllu því.sem unnið
verður með rjettu í viðbót, hvort heldur er frá
útlendingi, einslaklingi eða frá náttúrunni
sjálfri — án þess að leggja fjötra á vöxt
og viðgang þjóðlífs vors rneð barnalegum
tilvitnunum í alheimsborgaraskap eða per-
sónuleg rjettindi, sem ekki er kominn tími
til að fylgja hjer fram einhliða, eða í hina
austurheimsku nægjusemi með þau kjör sem
þjóðin býr við, hvernig svo sem þau kunna
að vera.
Með öðrum orðum, Dagskrá vill fylgja
fram þjbðarhagsmumtm íslendinga, í öllum
málum, sem þá varða, beinlínis eða óbein-
línis, þannig að efling þjóðernisins íslenska
sje látin sitja í fyrirrúmi fyrir 'óllu öðru, inn-
an þeirra takmarka sem heimilt er.
Og það er sannfæring vor, að nú sjeu
einmitt þeir tímar, eða rjettara sagt, að nú
fari í hönd tímabil, sem muni reyna til
þrautar á alla hæfileika þessarar smáþjóðar
íþví að varðveita sig ogeinkenni sín—og að
ekkert nema ný, öflug og einbeitt pjóðleg
stefna nýrra manna geti bjargað Islandi úr
hættunni. —
Vjer sjáum að útlendingar eru nú ekki
einungis farnir að fá bragð og þef af þeim
auðæfum sjáfarins, sem íslendingar hafa bú-
ið yfir í fátækt svo herfilega langan aldur —
eptir að nágrannaþjóðirnar námu þá list að
auðgast af sínum eigin efnum, heldur hafa
útlendingar einnig komist að raun um, að
hjer sje einnig gott til veiða um sjálf rjett-
indi íslendinga til landsins, sem sjá má af
sendimennsku dr. Valtýs á síðasta þingi, og
ýmsu því, er heyrst hefur af ráðagerð stjórn-
arinnar í Höfn um stefnu hennar framvegis
í stjórnarmálinu, er má b":ntínis þakka festu-
leysi alþingis í því máli að undanförnu. Og
þótt lítið sje enn orðið af því, má búast við
því, að útlendingar nái hjer föstum tökum á
ýmsum eignum og atvinnugreinum, í næstu
framtíð, — í stað þess, að innflutningur út-
lendinga ætti einungis að veita íslendingum
sjálfum aukið vinnuafl þannig, að þeir rjeðu
eptir sem áður yfir öllu saman og he0u
bróðurhluta alls arðsins af starfi aðkomend-
anna. — Og svo eru allar horfur á því, að
hjer komist rót á allt innan skamms, staf-
andi af breyttum verslunarkjörum landsmanna,
ofvexti, ti'tölulegum, í aðsókn sveitafólksins
að sjónum, langvarandi vöntun málmpeninga
ílandinu, o s. frv. Og þó útflutningarnir hafi
um tíma stöðvast við brjefafregnir lands-
manna um atvinnubrest í Ameríku og þá al-
mennu uppgötvun, að mest af gyllingum Vest-
uragentanna hefur verið vísvitandi lygi í egin-
hagsmunaskýni, — þá má búast við því, að
ástandið hjer geti knúð þann straum aptur
inn í sinn fyrri farveg vestur til frænda og
vina, undir vinnuánauðina amerisku, burt frá
öllu óyrktu og ónotuðu hjer, til ómetanlegs
tjóns fyrir þá, sem eptir eru heima,
Og til þess að þjóðerni íslendinga hrcppi
ekki tjón af þeim breytingum, sem fara í
hönd, vetður löggjafarvaldið og hin innlenda
stjórn að starfa að því í sameining og í tæka
tíð, að hlaupa þar undir bagga, sem mester
þörfin á. —
Það er landbúnaðurinn íslenski, sem mest
ríður á eins og nú stendur að reisa við með
peningum, — ekki einungis með tugum held-
ur með mörgum hundruðum þúsunda. —
Og Dagskrá vill um fram allt á þessu
næsta ári, fyrir hið komandi þing, leggja á-
herslu á að ræða petta málefni. Hvort á-
rangurinn verður nokkur eða enginn af til-
lögum eins eða annars um landbúnaðarmálið
er auðvitað ósjeð og óreynt, — en það sem
einu sinni er sagt verður þó aldrei ótalað —
og sje bent á þá rjettu leið, er það á
þeirra ábyrgð, sem eiga að fara hana, efþeir
gjöra það ekki. —
í flestum öðrum helstu landsmálum hef-
ur þetta blað þegar áður látið uppi ákveðn-
ar skoðanir, svo sem í samgöngu- fiskiveiða-
og verslunarmálum. —
Og vjer erum eins og fyr á því, að
reynslan muni sýna fram á það, að tillögur
þessa blaðs í þeim málum hafa verið hollar.
Gagnger aðskilnaður millilandaferða — og
strandferða, þannig, að einstakir menn eða
fjelög sjeu látnir annast samgöngurnar milli
landa aðallega á eigin kostnað, en að strand-
ferðirnar sjeu gjörðar að meiru eða minna
leyti á landssjóðs kostnað, og að Reykjavík
(og aðrar hafnir, sem geta borið beinar eim-
skipsferðir frá útlöndum), skuii á þann hátt
njóta þess arðs af stórskiptum við hina ein-
stöku verslunarstaði, sem rennur nú að mestu
í vasa erlendra kaupmanna, það er enn sem
fyr aðalstefna þessa blaðs, að því er snertir
samgöngurnar á sjó. — Um fiskivtiðarnar
verður ekki annað rjettara sagt, en að þær
sjeu okkur til niðurdreps — svo lengi, sem
þær eru reknar til eyðileggingar fyrir land-
búnaðinn. Því hvað er stopull og vafasam-
ur arður af útvegi nokkurra þilskipa á móti
stöðugri og tryggri efling landbúnaðarins? Og
því nnin þetta b!að eins og áður halda því
fram, að greitt sje scm allra mest fyrir notk-
un Islendinga á erlendum starfskróptum og
erlevdu auðmagni við fiskiveiðarnar, þannig
að beitt sje til þessa því sem vjer hófum, en
það eru sjerrjettindi vor yfir miðunum —
heirnild hins íslenska löggjafarvalds til þess
að skipa eins og það vill fyrir um veiðiskap
innan þess svæðis, sem er háð yfirráðum Is-
lendinga einna. Aptur á móti álítum vjer
það mjög varúðarvert eins og nú stendur, að
leggja mikið fje af opinberum sjóði til sjáf-
arútvegs og láta landbúnaðinn um leið vanta
nauðsynlegt styrktarfje. Það er í rauninni
ekki annað en að blása enn betur að
eyðing þess meginatvinnuvegs, scm á að
halda þjóðinni uppi, og sem öll framtíð henn-
ar byggist á. — Arðurinn af útvegnumkem-
ur svo fljótt í aðra hönd, að par er auðvelld-
ara fyrir menn, að njóta lánsfjár frá einstök-
um mönnum, og á hinn bóginn er þessi arð-
ur svo tvísýnn og stopull, að hann getur alls
ekki jafnast við hagnaðinn af ræktaðri jörð.
Ástæðan til þess að svo mörgum sýnist nú
sjórinn vera hin einasta náma, sem nokkurs
sje verð, er sú aðaldreihafa verið lagðir pen-
ingar í fullkominn, reglubundinn búnað á
einni einustu jörð í landinu. ■— Hefði það
verið gjört á lfkan hátt, sem átt hefur sjer
stað um skipaútveginn þá mundu landsmenn
nú líta með öðrum augum á búskap og
fiskiveiðar, heldur en þeir gjöra almennt.
En, til þess að nokkur dugur geti orðið í
hinni nýju, væntanlegu hjálp hins opinbera
í þessa átt, veitir ekki af því að nota láns-
traust landssjóðs til þess að útvega fje í stað
þess, að láta þennan sjóð sitja yfir stórupp-
hæðum af gangeyri almennings í þessu pen-
ingalausa landi, — sem þyrstir eptir því að
fá afl þeirra hluta sem gjöra skal — þó gjalda
þyrfti okurvexti fyrir það.
Það gæti verið til ómetanlegs hags fyr-
ir íslendinga ef hingað vildi koma okrari,
sem lánaði þeim einar tvær, þrjár milljónir á
móti, segjum io°/o vöxtum. Svo mikil ekla
er hjer á stofnunum, er gætu lánaðfje—gegn
vissri tryggingu.
Og hvað gæti þá landssjóður gjört með
lánstrausti sínu og því fje, sem hann gæti
dreift út til landsmanna mcti hæfilegri rentu
— ef hann vildi nota þetta traust á sama
hátt, sem svo að segja allir ríkissjóðir um
allan hcim nota það? — Það er pessi ráð.
stöfun sem almenningsálitið í íslandi á að
knýja löggjöf og stjórn til að snúa sjer að,
til bjargar landbúnaðinum og framtíð íslancls
og á petta mál vill Dagskrá um fram allt
reyna að koma málsmetandi bændum. —
Að því er snertir verslunarmálið höfum
vjer aldrei fremur en nú verið sannfærðir
um, aðrjettsje kenning Dagskrárum nauðsyn
kaupfjelaga, sem skipti við innlendar versl-
anir meðan óháð, íslensk kaupmannastjett er
að myndast, enda hafa ýmsir atburðir orðið
á síðustu árum innan kaupfjelaga þeirra, sem
nú eru, er benda til þess, að þessi breyting
fari í hönd. — Fyr eða síðar hljóta fjelögin
að draga markaði sína að sjer.
Að því er kemur til annara helstu lands-
mála, þá mætti fyrst geta þess, að Dagskrá
hefur hingað til látið eitt slíkt aðalmál svo
að segja afskiptalaust, það er deilan um hlut-
fallið eða sambandið milli ríkis og kirkju og
allt, sem þar að lýtur, en að öðru leyti hef-
ur þelta blað sýnt ákveðnar stefnur í flest-
um menntamálum, sem efst hafa staðið í op-
inberum umræðum utan oginnan þings og vjer
hyggj um að allt það.sem blaðið hefur lagt til þeirra
miði að því sama: að efla samvinnu og sam-
eining allra hinna einstöku til þess að starfa
sem best að velmegun og fullkomnunhinnar ís-
lensku þjóðar í heild sinni — ekki einungis
í verklegum efnum, heldur engu síður íþeim
andlegu og frá þvf sama sjónarmiði mundum
vjer nú cinnig leggja til um kirkjumál-
ið á þann hátt, að sem minnst sje rætt um
sjálft innihald eða kenningar þess trúarlær-
dóms, sem íslendingar játast undir opinber-
lega, heldur hitt hver áhrif hið núverandi fyrir-
komulag kirkjunnar hefur á menning þjóðar-
innar — hvort kirkja og klerkastjett fullnægi
hæfilega þeim kröfum, sem gjörðar verða
eptir öllum atvikum í því efni, að leiða
starfskrapta safnaðanna inn á heppilegar leið-
ir til einingar og framtakssemi, hver áhrif
gjaldheimta presta hefur í þessu efni — o.
s. frv. — —
Það sem hjer er sagt mun nægja tilþess
að sýna fram á, hver stefna Dagskrár er og
á að verða og vjer skulum svo í fám orð-
um gjöra grein fyrir því af hverjum ástæð-
um álitist hefur rjett að breyta til um efnis-
val og skipun á innihaldi blaðsins. —
í raun rjettri eru dagblöð í eiginlegum
skilningi ómöguleg á íslandi. — Eiginleg
dagblöð geta ekki átt sjer stað nema þar
sem viðskiptum og samgöngum er svo kom-
ið, að nýjungar blaðanna geta haft áhrif á
aðgjörðir manna til eða frá, menn geta hag-
að sjer eptir þeim í daglegu Iffi og haft gagn
af þeim. En þessu er ekki svo háttað hjer.
— Frjettir blaðanna hjer á landi geta ekki
haft slíka þýðingu. Þær koma allflestar of
seint út og ná ekki nógu snemma í þá
sem eiga að haga sjer eptir þeim. — í raun-
inni eru því blaðafrjettir vorar hjer, að mestu
leyti, nokkurskonar annnálar — og blöð vor
eiginiega nokkurskonar tímarit.—■ Menn verða
sjaldnast fræddir hjer á tíðindum, sem flestir
hafa ekki heyrt áður berast mann frá manni
— en þrátt fyrir þetta sýnir reynslan, að
menn vílja hjer láta skýra jafnt frá þvf sem
þeir þegar vissu, eins og hinu, sem varþeim
ókunnugt og er enginn vafi á því, að
hin eldri blöð eru miklu betur gerð við
hæfi og eptir óskum almennra lesenda
hjer, heldur en þau nýrri blöð, scm
reynt hafa á ýmsan hátt að breyta til
um þetta og ganga inn á nýjar leiðir.
íslendingar vilja hafa þessi tímarit, sem
kalla sig blöð, sniðin á líkan hátt og eiginleg
dagblöð þó þau sjeu það alls ekki — og
það sem almenningur vill í þessu efni, það
eiga allir blaðanrenn að vilja með. -— Þess
vegna bieytir Dagskrá að miklu leyti um
efni sitt og form á þessu þriðja ári — og
mun jafnframt hafa góðar gætur á því hvað
menn vilja helst lesa úr því að hún sneri á
annað borð inn á hina gömlu, góðu vegi.
En hitt er annað mál, að Dagskrá rnun
reyna að þekkjast frá öðrum af fleiru en
nafninu einu, ekki síður eptir en áður, og
aldrei reyna að afla sjer neins kaupanda með
því að víkja frá sannfæringu sinni, enda
mun það, sem nýtt er og sjálfstætt verða
flutt óhilcað eins og fyr, þó þar með sjeu
ekki þræddar allar almannaleiðir, — hvort
sem slíkt kemur frá starfsmönnum blaðsins
eða öðrum, og ekki sneitt úr vegi fyrir neinu ný-
mæli innan þeirra takmárka, sem stuttlega hef-
ur verið drepið á hjer.
Dagskrá mun eins og á öðrum árgangi
sfnum svara á þann hátt, sem þurfa þykir
hverjum sem yrðir á hana, og gjöra sjer
engan mannamun, — enda hefur reynslan
sýnt að ekki dugar hjer, að láta hvert orð
hlutlaust, sem annarsstaðar mundi álitið ekki
svaravert. -— Dagskrá ritaði kurteislegar og
hógværar fyrsta árgang sinn, en nokkurt ann-
að blað hefur gjört á íslandi, — en á öðru
árinu líkar því, sem ber að gjöra meðal
þeirra ritsmiða, sem ekki verða sannfærðir
með röksemdum.
Vjer endum svo þessa kveðju vora
með alls góðs óskum til þeirra sem unna
Dagskrá vel og því sem hún vill mæla með
— og felum lesendum vorum, að öðru leyti
sjálfum að meta það, hvað og hvernig hún
leggur til mála.
„Með Hólar“. —„FráSkálhoIt”.
.... „Jeg kom með Hólar" — „jó, það held
jeg kannske" —
„En þessi kassi er frá Skálholt. Jeg fer apt-
ur um borð í Hólar". — Hefurðu spurt kaptein-
inn á Skálbolt hvenær hann fer — ? o. s frv.
o. s. frv.
— Vesalings Danir. Þeir voru að reyna að
láta okkurskilja að þeir vildu láta strandferðaskipin
halda slnum gömlu íslensku nöfnum, ogvoruíþví
skyni að bera sig að setja brodda yfir <?ið og aið utan á
sjálfum byrðingunum, þar sem allirgeta lesiðþað. —
Kommurnar urðu reyndar nokkuð litlar og ekkí
vel líkar því sem gjörist í frónsku letri —- en
hvað um það. Viljinn var samt auðsær. Þeir
kunnu ekki við það að bjóða okkur „Skalholt"
og »Holar« — því þeir hafa sjálfsagt haldið að
okkur mundi þykja miður, að láta baunska nöfn
hinna gömlu biskupsstaða, eins og svo margt
annað hefur verið baunskað hjer úti á gamla Fróni
frá hvirflinum sem er klæddur þrl »uppsettum«
dönskum flóka og til iljanna, sem troða danskt,
vjelasaumað sútaskinn.
En þeir gleymdu því úr reikningnum að
setja falllendingarnar fyrir aptan — fóru alveg
fram hjá því að vitna í málfræðina hans Halldórs
„floti, hestur, dalur,vinur, -— auga, skip, trje". Hól-
ar« beygjasteins og„hestar",Skálholt eins og »skip«.
— Jeg hitti á dögunum ungmey eina, nýkomna
langt austan af fjörðum með mjóan, gamlan silfur-
hólk á skúfnum og rammíslenskt orðfæri. Hún
sagðist hafa komið með Hólar og mjer heyrðist
ekki betur, meira að segja, heldur en að »r«ið
vildi verða dálítið lint — ekki beint „gor" —
en svo sem svo.
Hún minnti mig á kunningja einn sem jeg
átti í sveitinni fyrir nokkrum árum. — Þegar
hann kom úr kaupstaðnum vanrækti hann aldrei
neitt tækifæri, sem bauðst til þess að koma þvíað
í samræðunni að hann hefði heyrt þetta og þetta
eptir farþegum á „Thyra" að hann hefði komið
um borð »á Thyra« „til Thyra" — »frá Thyra«
o. s. frv. eða ef svo stóð á, þá var það „Laura"
sem hann gamnaði sjer ’úð að láta koma á eptir
allskonar forsetningum, óhncigjanlega að dönskum
sið — og óptast leit hann út undan sjer um leið
til þess að sjá hvort jeg tæki eptir því hvað hann
talaði hárrjett eptir flatlenskunni.
En svo mætti jeg áðurnefndri fegurð austari
að nokkru síðar og átti aptur tal við hana. Þá
gekk hún hreinlega fram at mjer — því þá var
ekki nóg að hún spurði um „Hólar" — djúpt aptur
í kverkum með sama lina tungutakinu, heldur
ljet hún sig hafa það að segja blátt áfram: „Hve-
nær fer Hólum"? og svo lygndi hún augunum
um leið, og dró seiminn, eins og hún væri að
borða brjóstsykur. -
Vesalings Baunverjinn, að vera að dekra við
okkur með kommur og krábull yfir hljóðstöfunum
f hinum fornu biskupsstaðanöfnum, til þess að
þóknast okkur, og svo erum við hjerna heima
a.ð reyna að baunska okkur allt hvað við getum
„gorróma,, okkur þar sem við náum okkur niðri á
»r«inu og tylla með tæpitungu fyrir framan hinar
,fornhelgustöðvar‘ allskonar forsetningum sem ým-
ist stjórna þolfalli, þágufalli eða eignarfalli, til þess
aðláta það heyrast að við kunnum að hneigja — eða
rjettara sagt hneigja ekki — eins og fíni danskurinn.
Jeminí. — Þunnur er orðinn mjöðurinn hjá
mörlanda. — O ... ptro. . —
Hrappur.
Takmörkunar-'lögmálið.
(Eptir •.Kringsjá*’.)
Það er nauðsynlegt að þekkja þetta lögmál,
skilja það og beygja sig undir það, hverjum þeim,
sem varðveita vill hugarró sína í heimi þessum.
Það er nauðsynlegt til þess að geta hugsað frjálst
og óhindrað, án þess að láta gátnatjöldann og
torráðning þeirra rugla sig, án þess að missa hugs-
unarþróttinn — þróttinn til þess að halda áfram
að hugsa um hlutina og traustið á nytsemd slíkra
hugleiðinga.
Takmörkunar-lögmálið innir þá sannreynd,
að vjer sjeum takmarkaðar verur í takmarkalaus-
um heimi, takmarkaðir á eigin efnum í þeim efn-
um, í þeim heimi, scm cngin takmörk eru sett.
Sannreyndin sýnir þegar að vjer getum ekki skil-
ið allt. Skilningur vor er bundinn við ákvarðað
svið, hann er ekki takmarkalaus vísdómur; hann
getur ekki haft allan heiminn undir, nje skýrt
frumrætur hans.
Vjer erum takmarkaðar verur.
Vísindi vorra tíma hjálpaoss til þess aðskilja
það skýrt og greinilega. Annars er það afarcrfitt
hverjum manni og hinni mannlegu skynscmi, sem
getur flogið víðsvegar á vængjum hugsjónarinnar
að skilja það, að til sjeu takmörk, sem ekki
má yfir komast þverfótar, nje grilla í gegnum,
enda þótt þar liggi ráðning gátnanna og ókunn-
ir heimar.