Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 20.07.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 20.07.1898, Blaðsíða 3
7 skaðlegan fyrir allar fiskiveiðar með öngii, og mun flestum, sem nokkurt skyn bera á þessa hluti, ofbjóða sú ráðstöfun, að banna mönnum að hirða og hagnýta sjer þorsk þann, sem trawlarar mundu annars fleygja fyrir borð til stórskemmda fyrir alla og eng- um til hags. Jeg hef ætíð heyrt, að hrogn fiskjarins flytu á yfirborði sjáfarins og ef svo er, sem jeg efa alls ekki, þá er það tómt hindurvitni að botnvarpan eyðileggi sjálfa viðkotnu fiskj- arins. — Þar á móti spilla botnverpingar auðvitað fyrir því, að önnur veiðarfæri geti notast á þeim stöðum, er þeir draga vörpu sína og pað er eitt meginatriðið í öllu þessu máli. En að öðru leyti fæ jeg ekki betur sjeð, en að skaðvænleikur botnvörpunnartak- markist til þessa eins: »Að enginn dregur, þó ætli sjer, annars fisk úr sjó«. „En hvað haldið þjer svo um hitt at- riðið, — hvernig Islendingar eigi að geta komið í veg fyrir það tjón, sem botnverp- ingar baka þeim þó í raun og veru eptir yðar áliti, bæði með því, að veiða frá þeim þorskinn, bera hann niður og hindra þá frá notkun annara veiðarfæra?" „Jeg álít fyrst og fremst, að þeir eigi að setja upp fullnægjandi útgerð til þess að kaupa af botnverpingum allan þorsk, sem þeir vilja láta. Það er hinn arðsamasti og auðsóttasti útvegur, sem hjer er til, svo langt sem hann tekur. Ekkert yfirvaldabann gegn þesum útvegi þarf að virða neins. Dóm- stólarnir eru með okkur og jeg er hissa á því, að nokkur viti borinn maður skuli láta sjer detta í hug, að fara nokkuð eptir því, þó umboðsvaldið sje að reyna, að gjöra það ólöglegt, sem dómstólarnir dæma löglegt. — Jeg „brýt“ bannið, — jeg er kallaður fyrir og „frífundinn" að lokum. Hvað gjörir mjer það til. — Það er bara ómak fyrir það op- inbera, sem jeg tel ekki spor eptir því, og jeg skal heldur ekki segja neitt um það, hvort stefna eða grundvallarhugsun umboðs- valdsins kann að vera á góðum rökum byggð. — En svona er það nú í reyndinni. — Og svo til þess að fyrirbyggja þáð tjón sem botnverpingar baka okkur með því, að taka veiðina frá okkur. — Það getum við ekki bætt á annan hátt, heldur en þann, að veiða sjálfir með botnvörpum". „Það getur nú verið ágætt ráð í sjálfu sjer. En eru ekki botnvörpuskipin of dýr til þess að leggja í þau með þeim efnum, sem einstakir menn ráða yfir hjer? „Jú. Allt of dýr. Óg meira að segja þessi útvegur er ekki tryggt gróðafyrirtæki nema fleiri en eitt skip sje haft saman í út- gerðinni, alveg eins að sínu leyti eins og í þilskipaútveginum?,, „En hvert ráð er þá til þessfyrir okkur að »draga fisk trawlaranna úr sjónum", var þessi hyggni og glöggi útvegsmaður spurður. „Það þarf jeg sannarlega ekki að fræða menn um. . Það hefur verið sagt fyrir löngu í „Dagskrá". Ráðið er að eins eitt, að hlynna að myndun íslenskra trawlíjelaga með útlendum peningum, með því að veita slík- um tjelögum sjerrjettindi að lögum. Og hvað snertir hindrun þá fyrir inn- lend veiðarfæri, sem stafar af botnvörpuskip- unum, þá verður heldur ekki bætt úr þeim yfirgangi með öðru en því, að innlend botn- vörpuskip gætu komið upp, rjettindum lands- manna til varnar",— Lengra var samtalið ekki að þessu sinni. En vjer munurn flytja umsagnir fleiri málsmetandi sjómanna um þetta cfni síðar. — Sannfæringin um það, að trawl sje óhjá- kvæmilega nauðsynlegt á eina hlið, en ó- framkvœmanlegt á aðra hlið, án þess að nota sjerrjett landsmanna, er ætíð að eflast og breiðast út betur og betur meðal þeirra, sem nokkuð þekkja til þessa máls. Nýjar bækur. Guðmundur Friðjónsson: „Einir". Nokkrar sög- ur. Kostnaðarmaður Sigfús Eymundsson. Rvik. 1898. (96 bls. 8°). Það er sýnilegt vel af þessu smásögusafni, að Guðmundur á Sandi er á hraðri leið í aðra átt, heldur en þá, er hann stefndi fyrst, meðan hann var hugfanginn af nýung realistakenningar- innar í skáldskap og list. — Hann var frá fyrstu allvel orðhittinn og tannhvass um hvað helst sem verða kunni fyrir tungu hans, ekki síður um það æðra og efra, heldur en um hitt, sem“ líkskoðun- armenn lífsins" lögðu mesta rækt við. Hann var gersamlega efalaus átrúandi þess boðskapar, er vildi benda augum allra skálda niður og inn í „kiarna hlutarins", en hann gjörði jafnframt betur heldur en boðið var, og tók einatt hliðarstökk, af hinni fyrirskipuðu leið gegnum hversdags atvik og leiðinlega smámuni, inn í hið allra helgasta í náttúrunnar ríki — ekki til þess að dást að eða til þess að lýsa fegurð þess, með öllumjafn- aði, — heldur til hins að draga það nær mold- inni — handfjalla það og merkja með fingraför- um ræktarsnauðra samlíkinga. Og þessi sömu hliðarstökk sjástaðsönnu ekkisíður hjá honumnú; þvert á móti, þau verða æ tíðari og tíðari í sög- um hans og kvæðum eptir því, sem lengra líður. En samlíkingar hans milli þess, sem maður þarf að líta upp til að sjá og hins, sem maður þarfað lita mður til að skoða, — eru ætíð að breyta lit, skipta um hljóm og ínnihald, og hann er farinn að dvelja lengur og lengur á útivist sinni frá al- faravegi realistanna, sem er nú einnig óðum að verða fáfarnari, eptir því sem fleiri og fleiri opna augun fyrir því sama, er tefur fyrir Guðmundi á skotspónaferðum hans „austur á móti dagrenn- ing“, eða til brekkunnar, sem „horfir á móti kveld- sólinni'1. — En orðfæri Guðmundar og öll meðferð áþví, sem hann vill lýsa eða segja frá, ber þó enn menjar þess hve skammt er síðan, að hann tók að uppgötva, að það er ranglátt að vanprýða það, sum fagurt er, þó hægt sje að vísu að fegra það sem Ijótt er. — Hann minnir mann enn þá allt of opt á samlíkinguna um himininn, sem átti að vera. eins og „illa skafinn grautarpottur á hvolfi" o. s. frv. Hann er enn svo fastmæltur, mergjað- ur í stílnum og ósöngvinn með löngum köflum, að maður getur ekki glaðst yfir fráhvarfi hans frá hinni fyrri stefnu með neinni óblandinni ánægju. Fyrsta sagan í safninu heitir „Skókreppa". Hún er eiginlega innihaldslaus, að eins búningur um þá algengu hugleiðing að raunalegt er, hvernig lífið fer með marga fátæklinga og að meira er haft við presta við greptranir að öllum jafnaði, heldur en sóknarbörn þeirra. En margt í þessari sögu er ágætlega fært í stíl og varla ein einasta lína alveg snauð að anda. Einkennileg er hugleiðing höf. um „austur og vestur" bls. 9.-— Þó hún komi sögunni alls ekki við: —-—„Hugsanir mínar, röksemdir og framkvæmdir hafa jafnan verið kynlegar og breytilegar. Þegar jeg var barn hugði eg að fegurra og betra mundi vera í austrinu, en öðrum áttum, fyrir þá sök, að sólin og morgunroðinn komu þaðan. — Svo þegar mjer óx fiskur um hrygg, breyttist þessi skoðun algiörlega. Þá komst eg að þeirri niðurstöðu, að hamingjan og hin æðsta fegurð byggju í vestrinu vegna þess, að þar var bústaður kvöldsólarinnar og aptanroðans" — .... Hann gleymir að geta um það, að hann er nú aptur farinn að halda austur á bóginn — en það sakar ekki. Menn munu sjá, að hann hefur snúið snekkjunni, til að sigla annan bóg, — ef hann ritar lengur, sem öll von er til. Söguhetjan er gamall höldur, ekkill og faðir dáinna barna, öreigi, beygður af sliti og þjáður af gigt og þreytu. — Hann hefur haft of þrönga skó, þegar hann var í vist á unga aldri hjá ein- hverjum prófasti, átt í basli alla æfi sína, var síð- anjarðaður sama dag sem sóknarpresturinn, — með minni viðhöfn, heldur en hann. Þetta er allt, sem lesandinn er fræddur um, — og er þessi saga eiginlega hin barnalegasta af sögunum öllum. — En einstöku ágætar setningar, sjálfstæðar athug- anir, orðatiltæki og samlíkingar bæta manni það drjúgum upp, að þetta er eiginlega hugvekja um sveitarlöggjöf hreppstjórainstrux og auðskipting þessa heims, en engin saga. Næsta saga „Ur heimahögum", er sömuleiðis nokkurskonar gagnrýning á þurfamannalöggjöf- inn, og endar með þessari hugleiðing höf: „Já jeg er á því, að sveitastyrkurinn eins og hann er veittur og þeginn sje eitthvert versta átumeinið í fjelagsskipunum okkar." Þessi ályktun getur nú öll verið rjett í alla staði, þó ekki sje gott að samrýma hana við aðrar að- finningar þessa höf. gegn hirðuleysi sveitastjórnaí því að sjá um, að bágstaddir hreppsmenn fá nauð- synlega hjálp — en ályktunin sýnist f öllu falli eiga heima helst í einhverjum öðrum ritum,held- heldur en skáldsögum, — og það er eins og þesskonar beinar og óduldar ádeihikenningar um fjelagsskipun, þjarfamál o. s. frv., slái köldu vatni á þá ánægju, sem maður kynni að geta haft af því, að lesa kjarnyrði Guðmundar, sem er alltaf að renna hýrum augum til „sólarinnar og dags- ins“ langt fyrir ofan allar hreppsnefndir og sveita- krit. Og þó er margt í þessari stuttu sveitasögu, sem getur verið hverjum góðum lesanda til gleði. Lýsingin á afrjettarferð tveggja pilta með fráfæma- lömb, á sauðkindalífinu, sumarsólinni, hafinu og heiðagróðrinum er góð, — en þó ekki betri en svo, að sjeð verður, að þessi höf. gæti vel gjört betur, ef hann væri ekki alltaf að líta um Öxl, niður á við. Aptur er samtalið við „Steingrím á Þríhyrningi" — (söguhetjan úr Skókreppu risin upp aptur, nokkuð yngri) — fremur leiðinlegt, nær að segja lítt lesandi og koma fyrir dönskuslettur þar, sem er óvanalegt hjá þessum höf. svo sem: „hljómaði svarið", „þú átt góðanpennao. s. frv“. „Sjóskrímslið" heitir þriðjasagan.og er hún best skrifuð af þeim öllum, en ekki vel fallin til þess að skiljast neinum öðrum, en kunnugum mönn- um. Það sýnist ekki vera vel við hæfi svo efni- legs rithöfundar, sem Guðmundar Friðjónssonar, að leggja fyrir sig að rita slíkar dylgjusögur og verður naumast dæmt um þetta sögukörn, sem skáldskap. — Keskni oghnútur tileinstakra manna, í því formi, sem slíkt er sett fram þarna, er ekki skáldskapur. „Útbygging" er sfðasta sagan, sú besta að efni og allri meðferð. Sú saga var lesin hjer upp í Reykjavík og hennar minnst nokkuð þá í þessu blaði. Er hún eins og flest annað eptir þennan höfund stílað á móti fátækt- inni og þeim, sem betur eru settir að efnum og ástæðum, heldur en hinir. Hún er ótrúverð í sjáltu sjer, ekki rjettlát, hvorki móti mönnum nje guðum og full íburðar frá hugmyndalífi höfund- ar sjálfs, sem leggur enn svo mikið ástfóstur við það, að mála upp kynjamyndir af örbyrgðinni ís- lensku fyrir innri sjónum sínum, — en þrátt fyr- ir það hljóta menn að játa, að höf. nær tökum á athygli, tilfinningu og meðaumkvum hvers al- menns lesara í þessari sögu og að hann neyðir mann til þess að muna hvað hann ætlaði sjer að segja og sagði um fátækt hjónannaí Skessuskál,— Að öllu samtöldu verða menn ckki nógsam- legn hvattir til þess, að kaupa þetta sögukver, — því á því er kjarnameiri og haldbetri ritháttur heldur en menn eiga að venjast í nýfslenskum bókmenntum — og er það eitt nóg til þess, að bera bókina og nafn höf. upp fyrir meðallags- mennina og þeirra verk. En það sjest á öllu, að Guðmundi mundi þykja allra verst, væri hann spyrtur með Pjetri og Páli, verra jafnvel heldur en að teljast þeim lakari. — Þessi höf. horfir nú á móti sól eins og hann segir um Tambs Lyche heitinn, í frábærlega vel ortum erfiljóðum eptir þennan góðkunna Norð- mann. — Ef hánn vill ganga skrefið út til enda og láta að baki sjer alla ofdýrkun moldar og maðka, þá hlýtur hinn kjarnyrti, hugsjónaríki og listfengi rithöfundur á Sandi að verða einn með betri, einkennilegri mönnum íslenskra skáld- mennta á þessum dögum. 8 mjer, sem barðist hart og títt upp í hálsinn — svo jeg gat ekki hlustað greinilega á það. Nú er jeg rólegri og get heyrt hvað þú segir. Segðu mjer nú sannleik- ann, Guy“. — „Sannleikurinn er blátt áfram sá“, svaraði jeg, „að barnið hefur skemmst á heilanum og mænunni. Þetta veldur tilfinningarleysi hans og hefur gjört hann máttlausan. — Máttleysið er af því tagi að það þarf ekki beinlínis að draga hann til dauða, og það getur vel farið svo að hann fái meðvitundina aptur eptir nokkurn tíma — og smátt smátt getur hann hreiít limina aptur". „Hann verður náttúrlega jafngóður í heilanum, Mig hálfminnir eptir ein- hverju hryllilegu sem Parson sagði um það — en jeg hef sjálfsagt misskilið hann. Jeg var svo truflaður að það var eðlilegt að jeg skildi ekki vel hvað læknirinn sagði, — ha, hvað segirðu, Guy?“ Hann leit á mig með svo biðjandi, angistarfullu augnaráði, að jeg hef al- drei fundið sárar til neinnar læknisskyldu minnar en þeirrar, að þurfa að svipta hann þessari síðustu veiku von. Jeg hristi höfuðið og sagði með eins mikilli vægð og jeg gat: »Þú misskildir ekki orð læknisins. Meiðslið á heilanum er svo mikið að enda þótt tilftnningarskorturinn og máttleysið batni, smátt og smátt, þá hljóta aðrir hæfileikar heilans, að meira eða minna leyti, að líða viðvarandi, sökum af- leiðinga af meiðslinu. Og eins og Parsons segir, er jeg hræddur um að barnið muni aldrei verða jafngott að vitsmunum". »Hamingjan góð! — Þú meinar, með öðrum orðum, að drengurinn verði fáráðlingur alla sína æfi«. „Það verður, ef til vill, ekki alveg svo slæmt«, sagði jeg lágt. »Jú, jú, Guy, jeg veit að þú meinar það. Jeg sá það á hinum lækninum áðan, og jeg sje það á þjer núna. Erfinginn að Charterpool a að verða fábjáni. Guð hjálpi mjer. Guð hjálpi móður hans og mjer«. Jeg þagði. Jeg gat ekki sagt eitt orð til huggunar. Það hefði að eins verið til þess að auka sorg hans að segja eitt orð til að aumka hann. »En samt sem áður verður hann erfingi að Charterpool", hjelt hann áfram. „Jú, það er satt", sagði jeg og undraðist þó að hann skyldi geta haft sjer þetta til huggunar. »Og þessi ruddaþorpari, Charles Stanhope og synir hans, eru útilokaðir frá öllum erfðum. Það er þó hnggun — það er meira en huggun!" Um leið og hann sagði þetta gekk hann að borðinu og tók sjer stórt glas af cognaci með litlu einu af vatni í, og renndi því niður. — „Og Parsons getur ekkert gjört fyrirbarn- ið“, sagði hann svo og leit beint framan í mig. 5 Hún sagði ekki eitt orð á móti honum, en ljet Stanhope leiða sig út með auðmýkt og undirgefni sem gekk okkur nærri hjarta. — Þegar hún var farin, þorði jeg fyrst að líta á erfingjann litla, að Charterpoll. Hann hafði ekki sýnt nein minnstu merki þess að hann væri Iifandi síðan slysið vildi til. Þetta hvíta engils- andlit var eins og höggið í marmara. Handleggirnir litlu voru berir — og krans af bjartgulu hári lá yfir enninu. Hann var göfugur ásýndum og þrekinn og stór eptir aldri. Eliot tók að lýsa því hvers eðlis rneiðsli drengsins væru. Parsons hlustaði á með athygli og síðan tókum við að rannsaka hann. -- samkvæmt lögnm læknislistarinn- ar. Honum var snúið hægt við á grúfu, og svo þreifaði læknirinn mcð næmum fingr- um á öllum hryggnum til þess að komast að því hvort mænan væri nokkursstað- biluð. Það var klappað á höfuð drengsins hjer og þar, og síðan var hann lagður aptur í sömu stellingar. Parsons settist niður og benti okkur að gjöra það sama. „Það er auðsjáanlegt", sagði hann, „að heilinn er alvarlega meiddur. Jeg tel það líklegt að höfuðkúpan sje brotin rjett fyrir ofan hálsinn og að blætt hafi þar inn á heilann". — Síðan þagnaði hann, og það sem hann sagði næst, talaði hann hægt og og með þögnum á milli. „Og samt sem áður, þó allt þetta sje nú ekki álitlegt, má vel vera að drengurinn lifi það af, ef ekki heldur áfram að blæða. Jeg het sjeð álíka tilfelli áður, þar sem sjúklingnum hefur batnað, en það allra versta er, að batanum verður samfara apturför eða stöðvun í hinum andlega þroska meira eða minna. Ef álíta mætti að blætt hefði inn á heilann að ofan, og ef jeg gæti kom- ist að því á einhvern hátt, hvar blóðfallið liefði átt sjer stað, þá mundi jeg meitla gat á kúpuna og ljetta þrýstingunni af. En því miður er jeg hræddur um að meiðslið sje neðar en svo að við náum til þess. Við getum ekkert annað gjört, blátt áfram, en að bíða og sjá hvað setur, — en jeg verð að játa, að jeg er mjög hræddur um, að enda þótt líkamleg heilbrigði barnsins vinnist aptur smátt og smátt, þá verði andlegir hæfileikar þess jafnan ófullkomnir frá þsssum degi. — Reynsla mín hefur jafnan orðið sú að undanförnu. Eins og nú stendur, vitið þið báðir, að líf barnsins er í mikilli hættu og það er ómögulegt að segja neitt ákveðið, hvorki til nje frá um það, hvort drengurinn muni hafa þetta af eða ekki. I öllu falli erekk- ert annað við þetta að gjöra en að bíða og sjá hvað náttúran sjálf gjörir". „Jeg get ómögulega verið á sama máli sem þjer, dr. Parsons", tók jeg fram í. „Jeg álít að blóðfallið liggi á efri hluta heilans. Af því stafar meðvitund- ar- og hreifingarleysi drengsins, enda þótt jeg játi að þetta hafi verið samfara rösk- unog þrýstingi á heilann neðan til". — Svo lýsti jeg einkennum þeim, sem jeg

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.