Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 27.07.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 27.07.1898, Blaðsíða 2
IO Vílmögur eða Vilmagi. I ritdómi, sem prófessor Finnur Jónsson hefur skrásett í „Arktiv för nordisk filologi", 1897, bls. 195—204, yfir H. Gerings „Glossar zu den lieden der Edda. 2. auflage" kemst hann þannig að orði: „Eigi skyldi höf. hafa fallizt á hina óyndis-úrræða- legu (fortvivlede) mynd Eiríks Magnússonar, ,vilmagi, í Hávamálum 13312. Sökum hins formlega ogbrag- lega frágangs á erindinu er gild ástæða til þess, að álíta ekki að ,hám‘ og ,skrám‘ heimti í 3. línu orð sömu eða líkrar merkingar2); annað eins orð og ,vilmagi‘ hefur aldrei til verið, og hefur aldrei getað verið til‘, sökum hinnar vitleysislegu (irrationelle) myndunar (því að vil er einmitt ekki neinn tnagi); enda yrði og allt málið þá óskiljanlega smckklaust" „2) Það er svo langt frá því, að vilmögr ,en ussel mand’ hjer sje óeðlilegt, að það einmittgefur ágæta meiningu“ Jeg hafði reynt að leiða rök að því (Proceedings of the Philol. Society in Cambridge, 1887, bls. 11—) að í Háv. 133 ætti að lesa vilmögum — kálfsmög- um, en ekki vílmögum =aumingjum, í vísuhlutanum: opt er gott þat er gamlir kveða; opt or skörpum belg skilin orð koma, þeim er hangir með hám ok skollir með skrám ok váfir með vilmögum. — Fyrst skal jeg víkja máli að orðmyndinni sjálfri. í Konungsbók af ljóða Eddu stendur glögglega rit- að „vilmögum"; þeirri mynd held jeg óbreyttri; en vílmögum er getgáta, pvert ofan í handt itið. — Rilháttur þcss hjc; c: því athugaverðari, að í Skírn- ismálum 355 stendur jafn-glögglega ritað vilmegir, þar er merking orðsins hlýtur að vera „usle mænd“, þrælar, e: þ. u. I. Þetta er í fyrsta skipti sem jeg hef sjeð vísindalega menntaðan málfræðing kalla það „fortvivlet", að skýrandi forns lesmáls styddi þýðingu sína, sem gefur glöggvan og góðan skiln- ing, á óbreyttri orðmynd frumrits, í stað getgátu myndar. Nú segir dr. Finnur að vilmagi hafi aldrei ver- ið til; myndin sje of vitleysisleg, „irrationel" til þess, því að vil sje einmitt enginn magi. Væri myndin þá skynsamlegri, zfvil merkti magi og vilmagi þá magamagiV. Er ekki vilmógum reglulegt þágufall fleirtölu af vilmagir er sú mynd ekki sterk líka fyr- ir því, að vilmagi hafi verið til—— nógu sterk, að minnsta kosti, til þess, að gera fullyrði prófessorsins al-fá- nýtt? — Jeg hef frá vörum móður minnar bæðiorð- ið vil og kálfsvil um hleypir. Jeg spurði föður minn, síðasterjeg sá, hann 1890, hvorthann kannaðist við orðið í þeirri merkingu. Svarið var: „Það var algengt í Hornafirði í ungdæmi mínu, en hjer heyri jeg það aldrei". Vilið var ostkynjaða efnið í kálfs maganum. Það kemur víst ekki af öðru en tómu fljótræði prófessorsins, er hann telur það vitleysislega orðmyndun, að kalla þann maga sem vil, ostkent' efni, er í, vilmaga. Orðið er eins rjett myndað Kns og t. a. m. „löbe-mave“ á dönsku, „löpe-mage" á sænsku, „lab-magen“ á þýsku, (allt — hleýpis-magi, vilmagi). Hjer er ekkert „fortvivlet", ekkert „irrat- ionelt", nema „kritík" Próf. Finns sjálfs. Nú á hinn formlegi og „íhetriski" ,/"lgangur á vísu þcssari, enn fremur, að .vera gild ástæða fyrir því, „að '• igi þnrö að ætla, að hám og skrám heimti í 3. lín.u orð somu. eð^jlíkrar merkingar". Prófcssor Finnur villist jcr alveg á umtalsefn- inc Hjer er ekki að ræða um orð með „sömu eða líkri merkingu" í 3. línu, heldur um orð, sem merki hlut, er maður getur hugsað sjer eðlilega háðan hinu sama slaðvistar skilyrði sem „skarpur belgur" er háður, það er að segja, sem eðlilegt er að hugsa sjer hangandi, eins og belgurinn er, eða, sem afleið- ing af því: váfandi = veifandi, dinglandi, eins og belgurinn. Frá þessu skilyrði gengur forsetningin með, stýrandi þágufalli: hám, skrám, vilmögum, í sambandi við sagnirnar: hangir, skollir, váfir, svo fast, að óviðraskanleg skáldleg samsvaran formlegs frágangs og skipulegrar hugsunar kcmur fram. Belgir liafa, alla æfi þjóðar vorrar, verið hengd- ir upp í eldhús til að þyrra2 þá við reyk. Hinu sama gegnir um hár, skrár og hleypis-maga, vil- maga, ef jeg má vera svo djarfur. Nú er það auð- sælega þetta atriði í búskaparlífi Islendinga, sem þessi Hávamála vísa er miðuð við. Þegar því skáld- ið segir, að hinn skarpi belgur hangi með hám, skolli með skrám, váfi með vilmögum, þá sker for- setningin með skýrt úr því, að hár, skrár, vilmagar eru hinu sama staðvistar skilyrði háð, sem belgur er; en það skilyrði er þetta, að hann hangir, þar af leiðandi skollir og váfit; eins og hann hangir, eins hanga hár, eins og hann hangandi skollir, eins skolla skrár sem hanga, eins og hann hangandi váfir, eins váfa vilmagar sem hanga. Ef jeg segi, að dr. Finnur ferðist með fjelögum, sitji með sveit- ungum, rói með hásetum, þá sjá allir, að jeg hugsa mjer að fjelagar ferðist, sveitungar siti, hásetar rói eins og F. eða ásamt F.; en það sjá þeir ekki, sem eigi er von, að jeg hugsi mjer að orðin fjelagar, sveitungar, hásetar sje öll eða nokkurt þeirra fyrir sig, „sömu eða líkrar merkingar" sem mannsnafnið Finnur. Hjer virðist mjer að með þenna forna erindis- hluta sje farið svo, að allt njóti sín sem best, form- legur frágangur og skipuleg hugsun. Hjer er allt skáldleg samsvaran, af því að „með“ er látið hafa sömu merkingu í öllum vísuorðunum o: ásamt með, (er í hugsuninni nálgast merkingunni í orðinu eins og sem er auðsælega hugsun frum-höfundarins) og að vilmögum er látið merkja kálfs-mögum sem geyma vil = hleypir, og ávallt eru, um tíma, hengdir upp 1 eldhús. Það er venja, jafngömul sögu íslands, að hengja alla þessa hluti lengur eða skemur upp í eldhúsi og þyrra þá við reyk. 1) Jeg þekki ekki orðatiltækið danska ,en ussel raand'. Próf. Finnur skýrir ekki nje ákveður hvað mikið eða hvað lítið hann leggí í merkingu þess. En eamnefnin fyrir þá menn er og heita vílmegir (S. E. I, 530—32) sýna, að þeir þóttu biauðgeðja afhrök. 1) Þetta algenga austfirska orð mun próf. Finnur aldrei hafa hcyrt, en til er það eigi að siður. Enn lesi menn vílmögum, þá verður niðurstað- an annaðhvort: 1., ef að með er leyft að merkja það, sem höf- undur vísunnar ætlast til. 0: ,ásamt með‘, og að hafa iðmu merkingu í öllum þrem síðustu línunum, sem hann og ætlast auðsælega til — og gegn pví hefur prófessorinn engin mótmæli hafið — þá á skáldið að gefa til kynna, að á Islandi hafi vílmegit, aum- ingjar, ,usle rnænd* verið hengdir upp í eldhúsum eða annarsstaðar', því að belgurinn ,váfir‘ (= dingl- ar hangandi) með (= ásamt með) vílmögum, sem sjálfir og ,váfa‘ (= dingla hangandi). Eða: 2., að frá þessari sviplegu kenningu, sem mig uggir að prófessorinn muni varla vilja standa við, verður komist, einungis með því móti, að láta með í síðust línu, merkja annað en það gerir í tveimur línunum á undan, o: að láta það merkja ,meðal‘, eða ,hjá‘. Reyndar væri slíkt heimildarlaust gjör- ræði, því að textinn gefur enga ástæðu til þess, en það er þó eina undanhaldið, sem til er fyrir pró- fessorinn. Verður hann þá að ætla, að skáldið hafi hugsað sjer, að hinn skarpi belgur, ásamt hám og skrám, hafi hangið ,með‘: þ. e. hjá vílmögum, það er að segja.par sem heimilisins vílmegir, ,usle mænd‘, aumingjar hjeldu hópinn nætur og daga, og hafi dinglað þar yfir eða í höfðum þeirra. Ættum vjer þá að trúa því, að bændur og búhöldar á Islandi hafi verið svo skeytingarlausir um jafn búþarfa, fjemæta og útgengilega hluti eins og belgi, hár (húðir) og skrár (minni og þynnri skinn en húðir), að þeir ljetu þá hanga í bæjarhúsi, þar er afhrak heimilisfólksins átti bækistöðu sína! það er nú hjer um bil hið sama, sem að biðja oss að trúa því, að íslenskir hús- bændur hafi gert úr heimilisins ,usle mænd’ þjófa- skóla til að stela—frá sjálfum sjer! Hugsað get jeg mjer, að próf. komi hjer með það andsvar, að með því að vísan eigi að eins við tímann meðan belgir, hár og skrár hangi uppi í eldhúsum þá eigi vílmegit við það fólk, er helst hafi umgang um eldhúsið. Vísan á að vera ort, að vitni prófessorsins, einhverntíma á árunum „0: 825— 900“ (Lit. hist. I, 65, sbr. 237—39) — sem reyndar engri átt, nema lausrar getgátu, nær — og sá kafli Hávamála, sem hún er í, ætlar hann helst að sje ortur í Noregi. En þær fimm línur, sem hjer ræðir um, og auðsælega era innskotslínur, geta eigi verið ortar í Noregi, því að orðið há=húð — ,vilmögum‘ getur legið milli hluta að sinni - - er ekki til í norsku máli. Þessi vísukafli er því íslenskur, og miðaður við íslenska heimilisvenju. Hann er náttúrlega eldri enn handritið sem hann er á, en hvað miklu eldri, það veit enginn. F'iki getur eldaskála-\\í Islendinga komið hjer til greina; því að eldaskálinn var allt annað ennrvíltnaga heimkynni. .En athuga má, hvort eldhúsið, þá er það varð sjerstakt bæjarhus, hafi„verið það. I eldhúsi áttu umgang helst húss- tpóðir rneð þernum þeim er að matreiðslu og bú- verkum gengu. börn hjónanna, eins og alstaðarger- ist, matsveivar, ef til vill, og þeir og þær, er önnuð- ust aðföng vatns og eldiviðar. A nóttum má gera ráð fyrir því, að eldhúsið hafi staðið mannautt. Gat nokkura skynjandi skáldi dottið í hug, að nefna þetta fólk vílmögu, ,usle mænd‘, aumingja? Vílmögur = sonur víls, volæðis, eymdar, er auðsælega sannkenn- ing fyrir ánauðugan karlmann, þræl, servus, eins og Svb. Egilsson þýðir orðið, eða að minnsta kosti fyr- ir mann, sem að óviðunanlegum lífskjörum og þar af leiðandi, siðferðislegum vanmetum stendur á næstu riðum við þrælinn. „Það er svo langt frá því, að vílmögur, ,en us- sel mand‘, hjer sje óeðlilegt, að það einmitt gefur ágæta meiningu", segir prófessorinn. Hjer að fram- an er nú sýnd hin ágæta meining sem það gefur, þegar farið er með erindið eins og Próf. Finnur vill að farið sje með það c: allt tekið eins og það stendur í handritinu, nema vilmögum breytt í vílmögum. Sje þetta ekki gert, á allt málið (hele udtrykket) á er- indi þessu að verða „óskiljartlega smekklaust". Sjá- um til. Öllmeginorð þesserindisstúfs, er hjerræðirum, eruá máli, sem hefur ímyndlega eða óeiginlega (allegóriska) merkingu; og þau eru þessi: 1. ,skörpum belg‘, 2., ,hám‘; 3., ,skrám‘, 4., ,vilmögum‘. 1. merkir hið sama sem ,hárum þul‘, þremur línum ofa í erindinu, eins og sjá má, meðal annars á því, að „úr skörpum belg skilin orð koma“. Það sem ,skarpur belgur* hjer óeiginlega merkir, er þvf hrokkinleitt gamalmenni. 2., 3. og 4. merkja hið vesæla fólk, konur og karla, náttúrlega, sem sá, er ‘skarpur belgur1 tákn- ar, býr samvistum við um æfina; og liggur það f augum opið, að hið fyndna skáld hefur öll þessi orð á sama hátt í óeiginlegri merkingu eins og hann hafði ,skarpur belgur1, að pví leyti, að aðalmerking- in er menn, fólk; leiði jeg hjá mjer, að færa lfkur að því, hvað, nákvæmar til tekið, skop-Bragi þessi hafi hugsað sjer með „hám og skrám"; en um það hef jeg engan efa, að ,vilmögum‘ ætlaðist hann til að óeiginlega merkti ,vílmögum‘, vesalingum e., þ. u. 1. öldungis eins og hann ætlaðist til, að ,skarpur belg- ur‘ merkti það, sem að ofan er sýnt, og verður því eigi neitað, að hjer er gengið hnittilega frá orðleik. Nú er ekki nóg með því, að þessir hlutir, tákna í óeiginlegum skilningi, menn, fólk, heldur tákna þeir auðsælega pá menn, pað fólk: sem við bágborin lífs- kjör, víl og volæði býr. Því að á bak við þá sýn- ingu, sem þessir hlutir mynda, stendur fyrir hug- skotssjón skáldsins það svæði, sem staðvist ,skarps belgs1 ,háa‘ ,skráa, ,vilmaga‘ er bundin við. Þetta vistar-svæði er reykfyllt eldhússræfur. Þar er óvist- legast athvarf á hverjum bæ í samanburði við önn- ur íveruhús þar. í hugsun skáldsins er nú þetta svæði, í óeiginlegum skilningi, ímynd þess, hve lífs- umgjörð sú, eða umhverfi (environment) það, sem við eru bundin staðarleg lífskjör hins arma mann- fjelags, sem ,skarpur belgur1, ,hár‘ ,skrár‘, ,vilmag- ar‘ óeiginlega tákna, eru, að sínu leyti, óvistlegrien umhverfi þeirra, sem vel líður, eins og eldhússræfr- ið er, á bæ, verra til mannvistar enn önnur íveru- hús heimilisins. Allur þessi vísu-stúfur er ,allegoria‘: óeiginleg lýsing á voluðum spekingi, lífskjörum hans og lífs- samböndum. Ekkert þeirra fjögra orða er gera hina allegorisku, jartegnlegu lífsmynd, sem hjer er dregin upp, má þýða í eiginlegum skilningi; því að þá verður myndin ragluð, rjett hugsun rofin, níðstá list höfundarins og á reglum þeim, er fylgt skal, þá er skýra skal ,allegóriskt‘ mál. Agreiningurmn milli mín og próf. Finns er þá þetta: Hann segir að vilmögum, sem í handritinu sendur, eigi að lesa ,vílmögum‘, sem þýði í eigi'n- legum skilningi: aumingjum. Jeg segi, að í hand- ritinu standi ,vilmögum‘, sem í eiginlegum skilningi merki: kálfsmögum, sem hleypir er í, en tákni í ó- eiginlegum skilningi, vílmögum, aumingjum. Lestur Finns er heimildarlaus. Lestur minn styðst við hina bestu heimild sem til er : handritið sjálft og heilbrigða skynsemi. Skýring próf. Finns á lestrinum nær engri skyn- samlegri átt, vegna þess: — 1., að ,vílmegir‘, aumingjar hafa aldrei verið hengdir upp með ,belgjum‘, ,hám‘ nje,skrám‘ í eld- húsum eða annarsstaðar á Islandi. 2., að íslenskir búmenn hafa aldrei látið skinn- vöru heimilisins hanga þar í húsi, sem afhraki hjú- anna var stlað í. 3., að hvorki eldaskálar nje eldhús hafa á Is- landi nokkurn tíma verið íveruhús fyrir ,vílmögu‘, aumingja. Nú hygg jeg að nóg sje sagt til þess, að greind- ir lesendur sjái hvoru megin ,vitleysan‘ og hið ,ó- skiljanlega smekkleysi1 sje í þessu máli. Nú, fyrst að breytingin ,vílmögum‘ getur með engu móti komizt hjer að, án þess að sjónber vit- leysa verði úr hinu forna erindi, og fyrst að ,vil- mögum1 er einmitt orðið sem hjer á við, þá er það alsendis efalaus hlutur, að ,vilmögum‘ er af vilmagi komið. Er það því gamalt íslenskt orð, sem óhætt er að vísa til sætis hjeðan af í íslenskum orðbók- um, eins og próf. Gering hefur gert í orðbók sinni yfir ljóða Eddu. Reykjavík, 20 júlí 1898. Eiríkur Magnússon. Atli gamli. Eptir Guðtn. Gvðmundsson. Það var á „Agli“ árla dags að Atla ganila fyrst jeg sá; — á Reyðarfjörðinn renndi skeið, jeg reis úr hvílu’ og upp mjer brá á stjórnpall hátt og horfði’ á land til Hólma, — við mjer blöstu tún og grænar eyjar inn með strönd og árblik skært á fjallabrún. Jeg hugsaði’ eitthvað á þá leið: „Jeg ætti’ að vera prestur hjer, og drekka mjólk og eta egg og oní dúnsæng hlamma mjer; mjer yrði sjálfsagt svefninn vær, — en svo í stólnum brýndi’ eg raust og æpti: „Vakið, vakið pið\ og vinnið bara hvíldarlaust!" Þá kom á stjórnpall karlinn upp og krumlu sinni’ á öxl mjer sló og glaður bauð mjer góðan dag, — jeg gegndi því.—Hann sagði’ og hló: „Þú kennir Atla efalaust, — jeg allir held að þekki mig, hann Atla gamla, er ekkert kann að óttast!" — Karlinn ræskti sig. Jeg hafði opt um Atla heyrt að ötulari gæti’ ei mann; hann sýndist bæði vera og var og vissi það; en sjálfan hann jeg hafði aldrel áður sjeð, — af orðum karls jeg þóttist sjá, að segja mundi’ hann satt til nafns og síst var logið Atla frá. Svo þykka’ og loðna hef jeg hönd með hnúum knýttum aldrei sjeð, svo þreknar herðar, þrýstinn skrokk — og þrek hans mundi fæstum ljeð. Hann bar á herðum allmörg ár og eflaust marga þunga raun; það leyndist síst að leiðin hans var löng um klungrótt brunahraun. Og síst var Atla andlit frítt með ógreitt skeggið, strítt og rautt og nefið þrútið, bogið, blátt og brýrnar loðnar, —jeg held trautt að vakið gætu æskuást hans augu stálgrá, hvöss og smá og ginið vítt og varaþykkt og varta’ á enni stór og blá! Og bætt og slitin buran var, sem Dúkinn huldi, svört og víð, og hann Ijet slúta hattinn sinn og hristi sig og skók í gríð; — það gamall karlsins vani var — hann víst til jötna átti kyn þótt ekki væri’ hann ýkja hár sjer ekki leyndu merkin hin. Um karlinn var mjer um og ó, en ekki’ eg samt hann hræddist neitt. Jeg sá hann átti’ 1 kögglum krapt og kynngi blóð í æðum heitt. — Nú var hann hýr, þvl heilan „dramm“ —jeg held þó fleiri — tók hann sjer, því það er kalt að kúra í „lest“ og kjósa síst það vildi’, eg mjer. * * „Já, þú ert ungur“. Atli kvað og í sig veðrið sókti og hló. „En mín er örstutt ganga’ að gröf því gamallt jeg er orðinn hró! Þið ungu, þið eruð mínir menn, já, mínir bestu vinir samt! Þið eigið leik þá eg er mát, þið eigið lífið, sætt og rammt. Þið komist í hann krappann víst og kannske síður ekki’ en jeg. Æ, drengur minn, þjer segi’ eg satt, að svalt er opt á heiðarveg! En haltu beint og hert þig fram ef horfirðu’ aptur, villist þú, og hnepptu’ að þjer og hristu skrokk í hríðunum sem Atli nú. Jeg man það. að jeg ungur var og ætlaði mjer að gera margt, Jeg átti sjóðheitt æskublóð, jeg átti þrek í bijósti djarft. En hvernig fór? Og hvar er allt, er hetjunafnsins von mjer bjó? Jú, líttu á krepptan lófa minn! — jeg lifi’ og dey sem sjómannshró. Jeg hef á sjónum hrakning sætt í hamsi var mjer stundum kalt, — jeg andóf hef í ósjó þreytt — og orrahríð við fjúkið svalt. En dregið hef jeg, drengur minn, úr dauðans greipum fjölda manns sem Ægir neyddi tengda til og tóku, í faðm sjer dætur hans. Já, dætur hans, jeg þekki þær og þeirra faðmlög, átök sterk, en þær hafa’ aldrei getað gert mjer geig með öll sín töfraverk. En opt mjer við þar hugur hló, er hlátur þeirra’ í eyrum söng er lokkar bjartir lömdu stafn, og lýsti’ af þeirra ennisspöng. Og þó mig enginn syrgi sárt mjer samt er næst að trúa því að hryndu’ af þeirra hvörmum tár ef hákarlskjapti lenti’ eg í. Jeg þekkti aldrei ólán það, sem ást til meyjar kallið þið og af því leiðir aptur hitt, að enginn drap minn sálarfrið. Sko, þessi kæru, fögru föll, — í faðmi sjer þau ólu mig; þar lærði’ eg að elska hafið heitt og hirða’ ei Rán þótt ygldi sig. I laut hjer fyrr jeg ljek mjer barn, og löðrið hafs mig spýttist um þar vil jeg nálægt bera bein þó brotni’ þau á klöppunum. Þeir segja, að eg á Ása-Þór en ekki Kristi hefi trú. Þeir ljúga því, — en það er satt, að þekk er mjer æ öldin sú er bjargföst trú á gömul goð og göfuglyndi í hjörtum bjó og fyrir drengskap, frægð og sæmcf í feðrum mínum hjartað sló. Jeg hefði viljað vera þá í víking, þegar mjallrok hvein og skjöldar brast og sverðið söng og sár við augum banvænt gein. Með saltvott hár og höggvinn skjöld og hetjuorð og sárin djúp jeg hefði glaður gengið burt á guðafund í Skögglar-hjúp. En okkar lund er orðin gljúp og okkar kyn á lífi þreytt af klerka djöfla kenning ært af kúgun lamað, hrakið, meitt. Og hvar er þrek og hvar er trú og hver á dug og þor og von? Það allt er dáið — dáið allt, það dó með þjer, Jón Arason. Jeg brotið víst hef margt og margt, og mín er syndin þung sem blý, en seint jeg henni kasta’ á Knst — þeim kveifarskap jeg frá mjer sný. Það aldrei vani’ hans Atla var á aðra’, að leggja baggann sinn, Og samt jeg kvíði’ ei, karl minn, því að komi’ jeg ekki’ í himininn!" * * * Við ræddum svona’ um sitthvað tveir og saman drukkum hálfan bjór, og þegar dökkan sopa’ hanr. svalg hann sýndist llkur Ása-þór. Það gall við óp úr eimvjel hátt og óðar skeiðin grafkyrr lá. En Atli fjekk sjer far í land, — jeg framar karlinn aldrei sá. Um fróðleiksmælöi »,NS A“. I næstliðinni »öld«, einhversstaðar innan um hið sídrjúpandi fróðleikssmælki hefur pró- fessor Jón Ólafsson verið að lesa prófarkir bæði fyrir sig og aðra eins og honum er svo tamt. — Hefur hann við þetta tækifæri fundið eina prent- villu í Dagskrá og getum vjer ekki látið hjá líða — um leið og vjer þökkum honum fyrirþessa starf- semd hans — að geta þess, að oss finnst ekki mik- ið umþað, þó hann finni eina slíka villu í heilu tölublaði Dagskrár, sem er þeim mun stærri en blað professorsins, sem risinn er stærri en dverg- urinn. —

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.