Dagskrá - 27.07.1898, Blaðsíða 3
En þótt árangurinn af rannsókn hr. J. Ó.
hafi orðið svo lítill, viljum vjer ekki láta þetta ó-
launað með öllu og munum freista að veita hon-
um nokkra vísbending í staðinn, sem mætti ef
til vill verða honum til gagnlegs lærdóms, og
hvetja hann framvegis til meiri kostgæfni og
natni við »smælkið« sem einatt reynist æði götótt,
því miður, þrátt fyrir alla löðrandi áreynslu
ins óumræðilega við dvergasmíði sitt. —
Svo að vjer tökum, nokkurt dæmi hefur honum
þannig láðst algerlega í næstsíðustu »N. Öld.
að leita upplýsinga hjá einhverjum öðrum sjer
fróðari manni um það, hversu mörg hitastig
kyndaramir hans mundu þola i »kyndarakránni«
— Vjer munum nú ekki hvort hann hefur nokk-
umtíma tekið sjer doktorsgráðu í læknisfræði, (í
mannkynssögu, lögvísi, náttúrufræði, stjörnuspeki,
málfræði o. s. frv., hefur hann þegar fyrir
löngu veitt sjálfum sjer slíka nafnbót). En þótt
hann megi að líkindum, teljast nokkuð lakar að
sjer í þessari fræðigrein heldur en samverkamað-
ur hans professor Koch »hnýsulæknirinn« þýski,
sýnist það næstum of mikið af Jóni að vera
að steikja óviðkomandi menn lifandi í
blaðkrílinu sínu. Sjötíu og fjögra stiga varmi á
ReaumurL — Það væri nóg til þess að vella
hafragraut eptir soðgreifa-recepti ins makalausa.
— Og upp á þetta býður hann hinum einskis-
uggandi kyndurum! — Þá væri hollara af illu
tvennu að hverfa til Aljaska-veðráttunnar með
hinumfyrverandi landauðnarpostula og p.t.innnileg-
um ættjarðarelskara heldur en að gista ið jarðneska
helvíti sem hann hefur tilbúið í kyndarakránni
sinni. —
Það einasta sem stendur óhaggað af öllu
saman er sjálf »kráin«, og mun Jón vafalaust
bæta henni við orðasafn sitt þar sem skráðar eru
allar »nýgjörvingar« hans — þar með einnig
talin algeng hversdagsorð sem enginn hefur
kunnað að nota eins fallega og hann. I »Fjk«.
XII, 39 telur hann að hann hafi þegar myndað
á annað þúsund nýyrði. Það var 1895— og
hefur orðmyndanaflaumurinn runnið stöðvunar-
laust síðan undan tungurótum ins skrafdrjúga
heimsendamanns. Það mun því óhætt að full-
yrða að hann hafi nú myndað nær tveim þús-
undum orða, og sje tekið hæfilegt tillit til þess,
að vel má komast af með þann orðafjölda í
daglegu tali, þá er ekkert ofsagt af Jóni þó hann
hæli sjer af því að hafa myndað nýtt íslenskt
tungumál — sem hann eflaust ætlast til að verði
talað og ritað á »nýju öldinni«. — Örlítið sýnis-
horn mætti setja hjer fyrir glöggleika sakir. (E.
gr. inn óumræðilegi staddur í kyndarakrá um-
borð á amerískum járnbarða):
Sökurn þess að »framkvæmdartól« Jóns pró-
fessors þóttu. »haldkvæmust« til þeirrar »iðngrein-
ar« var honum skipað í «kindarakrána« og hann
gjörður að »staðgengli« meðal annara »krábyggja«.
— En inar sjötiu og fjórar doktors »gráður« »bág-
komu« við »holdlegleik« og öll »skilvit« profess-
orsins og þótti honum lítt »aðstöðuhagræði«,
að dvelja í »nágrenndarhverfi« við vjelakompuna.
— I þá mund gerðist hann »hugflæktur« við þá
fyrirætlan að »taka sjer stöð« uppi á þiljum —
og »rökræddi« mjög að nokkur »öryggispípa«
skyldi vera opnuð á »kránni«, en þaðþótti »ein-
varðanarefni« Jóns þótt honum yrði of heitt þar
í »raungerðinni«.— »Tállegar« hugsanir vöknuðu
nú hjá inum »glóheita« professor og öflug »apt-
urkastsstefna« frá kránni knúði »sjálfku« hans
til »eiginhagsmunagátar« svo að hann yrði eigi
»kyrkingsdvergur« af þessum mikla varma, sem
»raunvætti« sýndi að eyddi allri »lífsæld« hans,
ef hann ætti að vera þarna »kyrrstæður« til lang-
frama. — Þrátt fyrir »óskeikulleiks-dulhygð«
hans »gagnskildi« hann nú að »hugðnæmi« hans
fyrir kránni hafði verið »andhverf« eða »nei-
kvæð« frá fyrstu, enda þótt »stundarvegvilla«
leiddi hann til þess að stíga þar niður. Hann
hafði enga »einhverfa« fýsn til þess að láta »dýrl-
inga« sig á þessum »hauskúpnastað« og sökum »lík-
amseðlilegra« orsaka kom loks svo að inn »rök-
fimi« »hugsunarskörungur« var dreginn út úr
eldkránni. Höfðu »nautnarhæfileikar« hans og
»máttargildi« liðið mikið við þá »staðhöfn« að
steikjast þar meðal kyndaranna, og var hann
þá líkastur »mannlíkansvjel« með hlaupinni
hnýsuhvelju«.
•— — A líka leið sem þetta rnundi »Jónsk-
an« — tungumál komandi Aldar — hljóma, en
ekki er vel unnt að staðhæfa hver ritan mundi
höfð á þessu íslenska volapúk fyr en út hefur
kornið stafrofskver það, er inn fjölvísi landaleita-
maður væntanlega gefur út á kostnað ins opin-
bera einhverntíma laust eptir »Aldamótin«. —
En um leið og vjer þannig hljótum að ljúka
fullu lofsorði á þessa »nýfrónskumálssköpunar-
tilurð« hljótum vjer jafnframt að minna Jón á
að vera nokkuð varkárari í þýðingum erlendra
orða, en hann hefur verið hingað til. — Eink-
um virðist grískan vera talsvert farin. að fyrnast
fyrir inurn óumræðilega, og ætti hann því að
sneyða fremur hjá því að leggja sig 1 útlistanir
og skýringar á grískum orðstofnum, — honum
er svo hætt við að blanda þar líku og ólíku sam-
an og blekkjast á hinni frábrigðilegu stafagerð þess-
arar fomtungu. — Og það er heldur ekki hættu-
laust fyrir hann að fást við útleggingar áorðum,
sem teljast undir hin svokölluðu nýju mál. —
Sem von er til hindrast hann mjög af »ritstörfum«
sínum 1 þarfir landsjóðs frá því að iðka mál-
fræðisnám um þessar mundir, og kemur það því
eðlilega allopt fyrir að inn makalausi gangi,
sem maður segir, í vatnið á erlendum, torkenni-
legum orðmyndum. — Mun ekki þurfa hjer
að minna hann enn á »hnýsuna« þessu til
sönnunar. Yjer hyggjum hann gleymi henni
trauðla hjer eptir og að hann gæti þess að ágat-
ast ekki á henni optar. — En því miður er hið
snotra smáblað hans fremur auðugt af fleiram
samkyns »frumlegum« skilningi útlendra orða.
Þannig lætur hann t. d. frakkneska orðið »sable«
þýða »sverð« í einni nýútkominni uppgötvunar-
grein í öldinni sinni — og er sá skilningur harla
nýstárlegur. Það er hart að láta Frakka gjalda þess
þótt Jón þykist skilja danska orðið »Sabel« en
á þennan hátt verður »sandur að sverði« í rit-
mennt ins margfróða, og hefur Jón þar enn auðg-
að tungu vora með nýyrði einu: »Sverðeyjar« í
stað »Sandeyja«, — sem er svo einkennilegt og
ósvikið Aldargat að það á skilið að nefnast sem
sýnishorn. Konversations lexícon Jóns úreltist
meir og meir eptir því sem líður á »öldina«. —
Eins og kunnugt er hefur hann jafnan sótt speki
sína og margmælgi um hitt og þetta í þesskon-
ar bækur en hinar tíðu og hjákátlegu ágatanir
fræðarans benda til þess að nú sje öll þörf á
því að hið opinbera leggi fje til nýrrar útgáfa
af slíku lexiconi handa Jóni, — er hann geti
haft við hendina þá er hann flytur professors
lestra sína, framvegis. —
Annars er ekki að vita hveija »óöld« af
aulastykkjum og meinlokum, hann getur skrifað
inn í bókmenntir landsins.
Inter pocula.
„Mikið heita horngrýti var kringilegt að sjá
og heyra hann Boppa í gærkveldi. Sá var í ess-
inu sínu. — Varst þú ekki með? — Jæja, ekki
það. — Frakkalöfin stóðu aptur af honum eins
og hreifar á blöðrusel, — hárið allt úfið og strítt
rjett líkast kjóafiðri og svo trýnið, eins og það var
sig til, glóandi rautt afmargra áraspiritus. — Hann
var rjett að segja búinn að rlfa af mjer annað
eyrað, þegar hann hvíslaði því að mjer hvar hann
hefði verið í fyrri nótt.“
„Já, það er völlur á Boppa um þessar mundir.
Það gjörir allt hitinn. Hann ærist í hundadög-
unum“.
„Nei, nei. Það mundi vera eitthvað meira
rneð núna. Hann hefur aldrei látið sjer svona
fyr, sem jeg man eptir. Jeg held að hann skipti
um skó minnst þrisvar á dag; — það gljáir á
lappirnar á honum langar leiðir eins og kattar-
belg í tunglskini. Hann hefur það fyrir sið, orð-
ið, að slengja fótunum upp á borð og spegla sig
í tánum á sjer. — Þvílíkt"!
»Hann hefur alltaf verið næfurfínn, svínið.
Manstu ekki eptir rósakraganum hans. Hann var
farinn að ganga í marglitum skyrtum strax
í fyrra, með fjólubláum gierperlum í erma-
hnöppunum. — En því þurfti hann að hvísla,
var nokkur víð«? —
„Já, sá fyrirhugaði sat við næsta borð.
Það var munur á mönnum. Annar eins
og Alptnesingur, sem er nýkominn úr
kirkju — en Boppi synduglega grínandi, og
kjaptaði á honum hver tuska, eins og allur á
fjöðrum og hjölum".
»Það er naumast að hann hefur gert sig. —
Hvað gengur að dónanum?"
»Jeg veiddi það upp úr honum. — Hann
er þessa dagana að búa sig undir að verða, — — “
»Verða hver djöfiillinn? Ut með það maður!«
»— Hann sagðist vera í þann veginn að verða
— Odd-Fellow. —«
— -- „He; hann Odd-Fellow. Ekki nema
það þó. Og af þessu ætlar hann að rifna!
»Jeg spurði hann að þvi hver borgaði inn-
gangsgjaldið fyrir hann. Þá dró Boppi annað
smirilsaugað í pung og hallaði sjer aptur í stól
inn. Það vildi hann ekki segja mjer. „Nóg
er það — að líklega verður engin fyrir-
staða á betalningunum — sagði hann eða eitt-
hvað á þá leið. — Hm. Skitnar 500 alltí allt.
Það er tilvinnandi til þess að verða »Brodd-tjelagi« ,
og svo hló hann, djeskotans apakötturinn, þenn-
an djúpa, geltandi magahlátur — um leið og
hann lagði hlustirnar að því sem hann sagði sjálf-
ur og glápti niður á tána, gljáfægða og tinnu-
svarta".
„Já, Boppi er orðinn duglega fínn og hann
veit af því. - - Honurn vöknaði um augu í fyrra-
dag. Jeg hitti hann úti á götu og sagði svona
við hann: „Rækalli ertu orðinn snobbadur — þú
stingur þá alla skaltu sanna ef þú heldur sv ona áfram".
— Hann velti tungunni nokkrum sinnum
í gúlnum og sendi mjer eitt eða tvö hornaugu —
en það var auðsjeð að hann beinlínis klökknaðí
af gleði".
„Snobbaður", já það hefur átt við hann. Hann
er. eiginlega efni í snob, eða sýnist þjer það ekki?
„Já, hann hefur margt af þvl sem þarf til
þess. Hann er svona rjett mátulega heimskur til
þess að geta haft eilífa ánægju af sjálfum sjer og
sínum líkum. En þurfa hinir ekki að vera enn þá
»grundaðri« til þess að geta haft ánægju af hon-
um“? —
»Jú, hann bætir þá ekki upp. Það væri synd
að segja. — En hann getur verið skrambi kími-
legur,,.
»En, hvað jeg vildi mjer segja, hvað varð
um Alptnesinginn«?
»Hann fór víst þangað sem Boppi var í fyrri
nótt, he, he“.
— „Hm. Verði yður að góðu. — Hann ernú
ekki svo mikið flón sem hann sýnist".
»Nei þegar allt kemur til alls er hann nú
hreint ekki svo grænn. Hann er eiginlega, sem
maður segir, fjandans efnilegur.
»Broddfjelagi!«
„Já í orðsins fyllstu merkingu,,.
»Skál!.....Skál!«
Hrapþur.
Misprentað á 10. bls. 1. dálki 3. 1. a. o. lieden, á að vera
liedern.
Nýfluttur til íslands
er hinn heimsfrægi litur
Omnicolor
tilbúinn af efnafræðisverkstofu
Baumanns í Kassel.
Festist ekki við hendurnar,
hefur engin eitruð efni og upplitun á
sjer ekki stað.
Hefur þegar við fyrstu reynslu fengið bestu
meðmæli.
20 litartegrundir.
— pakkinn kostar 35 aura og fylgja
litunarreglur á íslensku.
Einkaútsölu fyrir ísland hefur
Gunnap Einarsson.
Ijarnargötu 1. Reykjavík.
White saumavjelar
^Peerless^
fást að eins hjá undirskrifuðum;
þær seljast nú með trjepalli, fyrir sama verð
og þær með járnpalli áður.
Jeg hefi til sýnis meðmæli með gæðum
þeirra irá skröddurum, saumakonum og öðr-
um bæjarbúum, sem menn geta fengið að
sjá hjá mjer, — hver sem vill.
Aðalbtræti, Rvík.
M. J-'Hannesen.
Fineste Skandinavisk Export
Kaffe Sorrogat,
F. Hjort & Co.
Kjöbenhavn K.
12
liugsuðum um það að ganga til svefns, en samt sem áður sofnaði hann á sofa
einum þar sem hann sat, og svaf fast til morguns. Jeg gleymi aldrei þeim blý-
þunga degi, sem kom næst á eptir, en jeg haíði lofað að bíða hjá Stanhope þang-
að til drengurinn lifnaði við aptur eptir því, sem Parsons gerði ráð fyrir.
Þar var engin breyting sjáanleg —- engin rnerki þess, að nein meðvitund
leyndist með honum. — Barnið vissi sýnilega hvorki í þennan heim nje annan, og
hverju óæfðu auga hlaut að virðast að hann væri liðið lík.
Frú Stanhope sat allan daginn til endahjá rúmi hans, og það lítið sem
hún nærðist á var borið henni þangað. Hún var róleg að sjá, aðeins bærðust
varir hennar við og við eins og að hún væri að biðjast fyrir. En einu sinni undir
kvöld gekk hún með mjer frá sæng litla Hals.
„Haldið þjer að drengnum líði ver núna?“ spurði hún. — „Nei", svaraði
jeg. »Hann er enn alveg í sama ástandinu eins og þegar við komum í gær«. —
— »Haldið þjer að honum muni batna?«, spurði hún enn og leit fast á
mig. — »Jeg vjek mjer undan og svaraði á þá leið, að merki virtust vera til þess
að hann mundi ekki deyja. »En jeg bið til guðs, að hann megi deyja«, svaraði
hún. Mig langar ekki til þess að hann lifi við þau kjör, sem Parsons hefur spáð
honum«. —— »Ef til vill verður þetta ekki eins slæmt eins og þjer haldið* *. En hún
hristi höfuðið og leit svo raunalega til mín að mjer rann til rija. Og nú vissi
jeg hvernig á því stóð, að varir hennar bærðust svo opt, — hún var að biðja
dauða yfir sitt eigið barn.
Nokkru síðar gekk jeg spölkorn frá húsinu — en sá strax eptir því að
jeg hafði stigið fæti út fyrir lóð hússins, því Charlie Stanhope hið alræmda var-
metmi hitti mig á veginum og slóst strax í för með mjer óboðinn. Hann var
hálfdrukkinn og hann sýndi mjer náttúrlega engan snefil af þeirri litlu virðingu sem
hann kunni að bera fyrir eiganda Chalterpools sjálfum. —
»Jæja, si sona fer það þá«, sagði hann. Jeg á þá að verða erfingi eptir
allt saman. Krakkinn á ekki nein bein að standa á. — Sá hefur víst ekki mikið
til að gjöra það með? Hr. doktor sæll. Er hann ekki beinlínis dauðans pen-
ingur ?
»Nei, nei. — Það er öðru nær«, svaraði jeg blátt áfram, (og nú fyrst
fannst mjer jeg geta skilið hversvegna Hal vildi þó um fram allt að barnið lifði).
— Drengurinn fær að lifa, endurtók jeg, Jeg gef yður læknisorð mitt upp á það«.
— Svo gekk jeg hratt frá honum og heyrði bannsönginn og ragnið á eptir mjer
meðan jeg gekk niður veginn.
9
„Hann segir að ekkert sje hægt að gjöra" svaraði jeg. »Jeg vildi nú næstum óska
þess að jeg hefði tekið Fieldman með mjer til barnsins. —Því þá, Guy? Er ekki
Parsons besti maður í sinni list?« »Jú vafalaust svaraði jeg enn, er hann einn af þeim
allra bestu. En hann er varkár. Eptir mínu áliti er hann of varkár«. _________ »Hvað
meinarðu með því?« Jeg meina með því að það er hugsanlcg skurðlækning í
þessu tilfelli, sem mundi gjöra barnið alveg jafngott ef hún tækist. — En því gedð
þ'ð ekki þetta, ef það er mögulegt. í guðanna bænum — láttu það ekki dragast
eitt augnablik«.— »En Parson álítur að þessi tilraun sje ot hættuleg.« ___ 0<* hvað
er í hættu? „Lífið". —»Er það svo hættulegt — ertu viss um að lífi barnsins geti
verið hætta búin af því?«—»Já jeg er viss um að því er hætta búin. Og eflækn-
ingin mistækist. — Sem Parsons þykist vera viss um — þá dæi drengurinn óhjá-
kvæmilega«.
»Svo! — Og Kalli Stanhope ætti að verða erfingi. — Það eitt er nóg til
þess a? ákvarða mig og rnína tillögu í þessu máli. — Þið megið ekki gjöra þessa
tilraun?«
„Ef jeg ætti drenginn þá mundi jeg nú samt freista þess, sagði jeg.
•-----Er þa^ meining þín í raun og veru, að ráða mjer til þess ________ eða
hvernig á jeg að skilja þig?«
„Það er sannfæring mín að drengurinn mundi lifa það af. En jeg má
ekki lcggja fastar r.ð þjer. Hættan er of mikil til þess“.
„Já, hættan er of mikil Guy, gamli vinur minn. Við megum ekki hugsa
urn að beita hnífnum við litla Hal. Það er ekkert að athuga við þetta, úr því að
annar eins maður eins og Parsons heíur ráðið svo fastlega frá því“.
„En jeg held nú samt að Þ'ieldman mundi hafa reynt það. Ef jeg ætti
sjálfur í hlut þá mundi jeg senda hraðskeyti til Fieldmans og það strax“.
»Nei við skulurn ekki hugsa um það. Líf barnsins verður að varðveitast
hvað sem það kostar. Hættan er alltof voðaleg. Við megum til að hvíla okkur
við úrskurð Parsons«.
— Rjett þegar hann var að sleppa orðinu kom frú Stanhope inn. Hún
heyrði ekki hvað maðurinn hennar sagði, en gekk rakleitt til hans. Hún var náföl
en augun voru þur og glampaði einkennilega á þau. „Hvað varstu að segja?
spurði hún og lagði hendina á öxlina á Hal, sem sat á stól við borðið.
Hann sneri sjer við og lagði handlegginn utanum hana. „Við erum náttúrlega
að tala um drenginn okkar«, svaraði hann. »Halifax hefur verið að endnrtaka fyrir
fyrir mjer hvað Parson áleit«.