Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 06.08.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 06.08.1898, Blaðsíða 2
14 Rceða fyrir minni Reykj'avíkur. Þó Reykjavík sje talin að vera höfuð- staður íslands, þá er hún það ekki — ekki rema að nafninu til. í öðrum löndum eru höfuðstaðirnir auga- steinar þjóðanna. Frakkanum þykir allt ó- nýtt annað en París, Englendingar segja opt við mann: „Hefurðu komið til Englandsf en eins opt segir hann: „Hefurðu komið í Lund- unaborg" og mjer er grunur á því, að hon- um þyki lítið koma til þess manns, sem aldr- ei hefur sjeð höfuðstaðinn hans. Við skul- um nú ekki þreyta okkur á því, að ráfa land úr landi í þessum erindum, því alstaðar verður hið sama uppi á teningnum, að landsins bórn benda á höfuðból sitt, vísa manni þangað til þess að sjá stærsu afrek sín í iðnaði, list- um og vísindum. fljer er þetta annan veg farið. Efþjóð- 1 viljinn okkar, — jeg á ekki við þann unga, i' heldur þann íslenska, — ef hann væri spurð- ur að því, hvað hann mundi gera við bæ- inn okkar og okkur bæjarbúana ef honum væri selt sjálfdæmi, þá tel jcg vafalaust að það yrðí ofan á að senda’okkur karlmennina upp í sveit í vinnumennsku og kvennfólkið auðvitað sömu leiðina. Skólana myndi hann setja sinn á hvert landshorn og æðstu em- bæítismenn landsins sinn á hvern landsenda til þess að gera þá þjóðlegri — - því þáð er einmitt sökin, sem þeir og við Reikvíkingar | almennt erum sakaðir um — þetta, að við sjeum svo óþjóðlegir, það sje svo mikið út- !. lent bragð að okkur. Góðir hálsar! Jeg fyrir mitt leyti, álít þetta ámæli á í ónýtum rökum byggt, en allt um það; við verðum að hrinda því af okkur. Við verð- \ um að keppast við að efla framfarir til þess [ að við, konusmst sem fyrst í mjúkinn hjá ■ þjóðinni, og bærinn okkar verði óskabarn hennar. Við verðum að horfa hátt og hugsa |! iengra en uppað skólavörðu, stöðugt hafa bæinn fyrir augum, ekki eins og hann er, \ heldur eins og við viljum að hann verði, I hugsa okkur: að uppi á Arnarhól skuli standa f risamyrd hinsfyrsta Reykvíkings, Ingólfs Arn- j arsonar, gerð af íslensku hugviti og höndum fyrir fje íslensku ættjarðarinnar •—hugsaokkur að hann horfi yfir bæ með 50,000 íbúum og að landsmenn verði þá orðnir hálf mill- jón. Við hlæjum að þesskonar hugsjónum við erum svo vanir því, að heyra ofan úr dölunum og utan af skipunum, að landið okkar geti ekki átt neina fagra framtíð fyr- | irhöndum. Sjera Jón —- sá vestasti segir jafnvel !j að landið sje að blása upp. Þetta er ólánið. Það er ekki eldurinn eða ísinn, sem er óhamipgja Islands. Aðalóhamingja Islands I er falin í því, að landsins börn trúa ekki á landsins framtíð. Reykvíkingar! Við skulum nú ekki hrósa okkuraf því, að við sjeurn að þessu leytinu betri, en aðrir landar okkar, en gleðiefni hlýtur það að vera okkur í dag að þessar árlegu þjóðhá- tíðir, sem nú hafa fengið svo mikinn byr, eiga Jrætur sínar að rekja hingað í bæinn. Þær veita mönnum hvervetna svo ágætt tæki- færi til þess að fagna yfir því, sem unnið er og taka saman höndum til þess að vinna það sem eptir er ógert og hljóta því að telj- ast til stórmikilla framfara. Við getum líka í dag bent gestunum á húsið, sem við erum að reisa þarna fyrir austan tjöiiiína ; það er góðs viti að við, sem erum ekki nema rúmar 4000 höfum þor og þrek til þess að reisa kennsluhús handa börn- ; unum okkar, fyrir 80,000 kr. Það sje þá heitasta óskin okkar í dag að Reykjavík miði sem skjótast áfram á framfarabrautinni og nái sem fljótast alúðar- hylli allrar þjóðarinnar og verði sann-nefnd- ur höfuðstaður landsins. Hjer bjó fyrsti Islendingurinn og við eigum að vera fremstir allra Islendinga. Það sje okkar mark og mið. Reykjavík blómgist og dafni! Minni isiands. Þú fagra, gamla fósturláð, vjer færum þjer nú kvæði, og þjer sje einlæg elska tjáð og alls kyns lán og gæði! Þú stendur enn og stöðugt ert í stímabraki drauma, þó margt á þjer sje blátt og bert og brim við harða strauma. Hvað opt var þjer ei þulið lof um þínar æfistundir! Þó sumum þætti sagt um of og syngi lastið undir? Þeir sáu ekkert utan snjó og ótal drauga-hræður. enþgleymdu því sem góður bjó, sá guð sem öllu ræður. Vjer unnum þjer þó ei þú sjert t ánauð hverja tekin, þó fossinn eijvið bjargið bert í búnaðinn sje rekinn; í frelsi skal hann falla æ, á fornar stundir minna og syngja undir sumarblæ um syndir barna þinna. Hann minni okkur allt af á að ei vjer sjeum hálfir, og hvetji oss úr glúfra gjá að gera eitthvað sjálfir, og líta ekki alltaf út nje allt af liggja’ á grúfu, svo hjer sje ekki heipt nje sút og Hrapp’r á hverri þúfu. Vjer flýjum þig ei, fagra land, þótt fátækt sjert og hrakið; þjer verður búið betra stand og betur fjörið vakið; og þjer sje einlæg elska tjáð og alls kyns lán og gæði, þú fagra, gamla fósturláð, sem færð nú þetta kvæði. B. Gr, Reykjavík. Reykjavík, maklega má þín minnumst á fagnaðarstundu, löngum þó fremur en lof last hafi’ um þig verið sagt! Satt er þaðr sárt er það víst hvað sárfáir erum og snauðir. — Kvíðum ei komandi tíð; kemur með þekkingu vald! Aldrei því útbyrðis skal oss örbyrgðin kasta, því betur aflvöðvar stælast við stríð, — stríðið, það eykur vort þrek. Satt er að hjer eru holt og hrjóstrugt, en þó er hjer fagurt, brosir við blágrýti rós, ■ blasa við ljómandi tún. Aldrei ég sólarlag sá um sumarkvöld fegurra en hjerna þegar í lognblíðu ljek ljómi’ yfir vogum og hlíð. Sett hefir sólgyðjan tjöld í snmar á Skardsheiðar-tindum Esjuna hýrbrosa hún hjúpar í purpuralín. Þaðan um lopt, yfir lög hún léttfleygu geislana sendir, til þess að vekja í Vík vonirnar góðu hjá oss. Úti við Arnarhólslær, á öldunum ljósbláu, kviktj hörpuna hafmær og skært hljóma þar ljóðin í dag. Leika sér ljósálfar glatt og Ijettstígir dansa og hlaupa niður við tjörn yfir tún til þess að glæða vort líf. Vaki þá Víkverjar nú! — til vor er nú geislunum snúið. Strengjum þess hugglaðir heit heill þína að efla, vor bær! Vor er þín framtíð og vor er vegur þinn, aldrei því gleymum: þjer ef að búum vjer höl, búum vjer oss það um leið! Reykjavík, rísi þín frægð við röðulskin komandi tíma! Mentun og manndáð og vit merki þitt beri sem hæst! Guðm. Guðmundsson. Með Bretum. Það er gaman að sjá, hversu vel Englend- ingum fer það, að leggja af sjer eitt pundið eptir annað í lófa viðskiptamanna sinna hjer á landi. — Það er eins og maður finni til þess nú í peningaeklunni, betur en nokkru sinni fyr, að þessir auðugu Eyjabúar eru skapaðir til þess, að auðga okkur Islendinga að hinum harða leir og þiggja í staðinn það sem landið hefur að bjóða, — hreint fjallalopt og gott tjaldstæði fyr- ir hinn gestkomandi útlending. Jeg var nýlega á ferð með breskum auð- manni, ungum og menntuðum, sem ekki horfði í skiidinginn. Hann var þó ekki heimsku- lega örlátur, en vildi borga allt höfðinglega, sem honum bar. — Við vorum að tala um hitt og þetta,— með- al annars um verðið á allskonar nauðsynjum út- lendra ferðamanna hjer á landi. Honum líkaði ágætlega við íslensku hestana við mjólkina, kaffið, fólkið, veðrið og allt sem íslenskt var og hann var fjarri því, að vilja fella þetta allt úr því verði, sem hann hafði sjálfur orðið að borga fyrir það. — Það eina sem mjer heyrðist á honum að honum fynndist að því að ferðast um Island —- var það, að ómögulegt væri að senda málþráðarskeyti til útlanda — eða fá skeyti sjálfur frá öðrum löndum. Jeg sagði honum, að nú byggist menn við því, að telegraf yrði lagður þá og þegar — en gat þess að dýrt mundi verða að nota þráðinn. Hann brosti við því og sagði, að þó hann ætti að borga pund fyrir hvert orð, þá mundi hann ekki hika við það ef hann ætlaði sjer að senda skeyti á annað borð. »Já, gott á ríki Jón boli«, hugsaði jeg með mjer. — »Þessi strákur þyrfti ekki annað, en að rita nafnið sitt á blað til þess að láta leggja þennan málþráð, — sem Island vantar svo illa og hefur ekki vit á að kosta sjálft, hversu vel sem það borgaði sig. — »En fylgdarmennirnir?« spurði jeg. — Finnast yður þeir ekki dýrir, sumir hverjir. Við heyrum svo mikið talað um það hjer af okkar eigin mönnum, hve háskalegt það sje, að fæla útlendinga frá sjer með því að krefjast of mikill- ar borgunar af þeim, einkum fyrir fylgdinas. — »Jeg er hreint hissa«, svaraði hann. — »Lítið þjer á þjóninn minn þarna«. Hann benti á miðaldra Háskota, sem hjekk á hestinum, hálf- sofandi að sjá. — »Þessi kunningi fær fimm pund um vikuna hjá mjer og allt frítt. Haldið þjer að mjer þyki mikið að því, að borga tvö pund um vikuna eða svo fyrir góðan fylgdarmann? — Nei, jeg get ekki annað sagt, en að Islend- ingar sjeu fremur ódýrir á sjer«. »Og nú er að því að gæta«, sagði jeg, »að þið fáið opt menntaða menn til fylgdar við ykk- ur; því eruð þið víst ekki vanir annarsstaðar?« »Nei. Jeg fyrir mitt leyti vildi glaður borga skemmtilegum, velmenntuðum samferðamanni hálft pund á dag — miklu fremur heldur en að fá mjer einhvern og einhvern til fylgdar fyrir 3—4 krónur«. — »En siimum finnst nú hart, að sjá embætt- ismannaefni landsins gjörast hestadrengi útlend- inga« sagði jeg. »Já, það skal jeg nú ekki segja neitt um«, svaraði hann. »En væri jeg sem þeir, mundi jeg í öllu falli fremur vilja ganga í þá stöðu, sem mjer væri borguð vel, heldur en þá, sem mjer væri borguð illa. — í rauninni er engin staða lág, sem er borguð háu verði«. Bretinn hló um leið og hann sagði þessi síðustu orð, og hláturinn var hvell og hreinn, eins og hringlað væri í gullpeningum. — —Við urðum að eins samferða stutta leið, en jeg hitti hann síðar aptur og þá vjek hann enn talinu að þessu sama. »Eitt gott ráð vildi jeg gefa ykkur íslend- ingum, — þið eigið það skilið því þið eruð að mörgu leyti afbragðs þjóð. Látið þið ekki landa mína borga ykkur minna en þið eigið. Yið höf- um ráð til að borga — og þið hafið góð tök á því, að koma því fyrir þó þið fenguð skilding— eptir því, sem mjer skilst«. »En við megum þó eklci firrta ykkur með því að taka of mikið«. »Nei það er satt. En of mikið er betra en of lítið. Best er það mátulega«. — »Og hvað er mátulegt?« »Það sem maður getur fengið«. Og hvað getur maður fengið hjá Bretan- um?« spurði jeg enn. »Það sem hann veit, að ykkur er alvara að fara fram á — svo lengi, sem þið farið ekki fram úr því sem hann mundi sjálfur heimta, væri hann sá, sem vinna ætti til borgunarinnar«. Þetta voru skýr og skilmerkiieg orð,—og jeg ásetti mjer, að láta aðra fleiri heyra þau. — Þau geta komið mörgum manni að gagni, sem skilur þau og notar þau rjett. »Eins mikið og ykkur er alvara að heimta — en þó ekki meira en Bretinn mundi sjálfur fara fram á í ykkar sporum. — — P. Spítalagjöfin. I dönskum blöðum hefur verið allmikið rætt fram og aptur um þessa gjöf Odd-Fellowanna til íslendinga, og er ekki laust við að raddir hafi heyrst í þá átt að gjöra fremur lítið úr þessu mannkærleiksfyrirtæki nokkurra Odd-fjelaga. — „Politiken" hefur einkum haft það sjer að gamni að rekja til rótar upptökin til góðverksins og hvatir þær, sem forkólfar málsins hafi stjórn- ast af. Og þótt það sje að sönnu kurteisisskylda vor Islendinga að tala að minnsta kosti með alvöru, háðlaust og getsakalaust um þessa gjöf úr piri að hún var þegin, þá má þó enginn ætla, að spítali þessi eigi um aldur og æfi að skoðast sem nokk- urs konar helgidómur, sem ekki megi nefna öðru- vísi heldur en með augu horfandi til himins, eins og maður væri að bæna sig eða ganga til altaris. — Gestir þeir sem hafa nýlega dvalið hjer áttu auðvitað skilið að fá alla hinar bestu viðtökur, og það átti ekki við að láta þá finna það á neinn hátt, að gjöf þessi getur ef til vill orðið íslandi dýrari beldur en þótt byggður hefði verið spítali fyrir landsfje, hjálparlaust. En á hinn bóginn sýnist ekki nema rjettlátt að segja það sem satt er um þetta — að því einu slepptu, að hlífa skyldi gestunum frá því að heyra það í ótækan tíma. — Það er enginn efi á því að blaðið „Politiken" hefur yfirleitt alveg rjett að mæla um það, að það virtist óþarft — eða í öllu falli ekki íslandi til gagns — að samskot þau, sem þegar voru byrjuð meðal kaþólskra manna voru stöðvuð fyrir tilhlut- an dr. Ehlers og Oddfjelaganna — og peningar fengnir t stað þess hjá almenningi í Danmörku — upp á nafn íslands. — Það erjafnv'el mikið vafa- mál hvort ekki hefði borgað sig fyrir landið að kaupa þessa gjöf af sjer fyrir jafnmikið fje eins og hún kostaði, því til pessa átti í rauninni alls ekki við að taka á móti neinni gjöf. — En úr því að gjöf átti að þiggja hvort sem var — þá sýndist eðli- legast að þiggja hana fremur af þeim kaþólsku, sem byrjuðu á samskotunum, heldur en hinum sem tóku þessa hugmynd frá þeim. — Og að þvf leyti sem ætla mætti að einstökum mönnum hcfði frá fyrstu komið til hugar að „gjöra sig góða" með þessu, þá verður því þó ekki neitað, að gjöfin yrði þá einnig nokkuð verðminni, sem mannkærleiksverk, í augum þeirra sem vilja líta á þetta mál rjettlátlega. En umfram allt virðist ástæða til þess að ætla, að spítali þessi verði til byrði fyrir landið fram yfir það sem þörf var til, fyrir þá sök að hann er ekki sniðinn eptir brýnni nauðsyn og ekki í góðtt samræmi við efnahag og aðrar ástæður þjóðarinnar. — Þeir holdsveiku eiga auðvitað að njóta góðrar hjúkrunar — en þurfa ekki fleiri sjúklingar þess sama? Þurfum við ekki almennt sjúkrahús — þurtum við ekki „frísængur" fyrir ör- eiga sjúklinga sem ekki geta björg sjer veitt — þtirfum við ekki sjerstakan spítala til þess að leflgja þar þá, sem fá næma veiki o. s. frv? Og er nokkur minnsta ástæða til þess í landi sem vantar allt þettaög allt annað svo að segja, að byggja hcila höll fyrir nokkra holdsveika menn? Aðeins hitinn einn kostar stórfje á hverju ári og allur þessi feiknageymur verður að hirðast og viðhaldast hvort sem hann er notaður eða ekki. Að öllum líkindum verða fleiri starfsmenn í allt við spítalann hcldur cn sjúklingar fyrst um sinn — og þetta allt verðtir landssjóður að borga. - Þetta er ekki hinum góðu gefendum að kenna samt sem áður — en það er því að kenna að gjöfin var ekki þegin með þvf skilyrði, að lands- stjórnin sjálf mætti ráða byggingunni. Til þess að enginn geti misskilið þessar lln- ttr skal jeg að eins taka það fram, að jeg álft skylt að minnast þess vel, að almenningur í Dan- mörku hefur sýnt íslendingum bróðurhuga með því, að gefa til þessa, fátækir og rfkir. En nafti Islands hrfur vertð misnotað i þetta skipti. Þetta land þurfti ekki þessarar ölmusu við og því hefur verið unninn bjarnargreiði með því að ákalla góð- gjörðasetni og veglyndi hinnar dönsku þjóðar að ástæðulausu. — Og þess er í öllu falli fastlaga að vænta að enginn hvorki aldanskur maður nje hálfíslenskur ætlist til þess að hið pólitiska sambandvortviðDani breytist að nokkru minnsta leyti við þessa gjöf. Hinir tveir naglar er dr. Petrus sló, áttu ekki að vera og geta ekki verið til merkis um annað en þann vel- vtldarhug sem spretta má af góðri gjöf sem vel er þegin — en alvcg án allrar pólitiskrarþýðing- ar. — íslendingar vilja ekki að neinu öðru !eyti láta »negla" sig með peningagjöfum — enda munu góðir samþegnar vorir meðal Dana ekki sjá til neinna slíkra gjalda fyrir gjöfina. — — Garðar.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.