Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 06.08.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 06.08.1898, Blaðsíða 3
i5 Leynd vísindi. (Úr „Zukunft")- • — Hvemig vill vísindamaðurinn líta á það sem ber fyrir hann í náttúrunnar ríki? Það er komið undir því hvort hann hefur mikið álit á sjálfum sjer eða náttúrunni. Einn afneitar blátt áfrarn öllu því, sem ekki kemur heim og saman við skoðanir hans, og ef hann samt sem áður rekur sig áþreifanlega á einhvern fyrirburð, sem hann skilur ekki, þá dettur honum samt ekki í hug að leiðrjetta skoðanir sínar eptir því, heldur horfir hann með fyrirlitningaraugum á þetta, sem hann sjer en vill þó ekki viðurkenna. Annar vill, ef til vill, ekki beinlínis neita tilvera hlutarins, en hann lítur á hann sem ókærkomna truflun og hindrun. — Það er einungis hinn sanni ransak- andi vísindamaður, sem gjörir sjer far um að uppgötva það, sem geti breytt fyrri skoðunum hans. Þegar »ljettingin« (upphafning þyngdarinnar) var orðin kunn og margsönnuð, hjeldu sarnt ó- vinir allra framfara í vísindunum áfram að neita henni, — þeir sömu sem afneita og hafna öllu sem ekki fellur saman við það sem þeir þekktu og skildu áður. En ef maður nú samt sem áð- ur viðurkennir að ransóknar þurfi með, gagnvart þessum alkunna fyrirburði, og ef maður byrjar á þeim einasta rjetta grundvelli, — þyngdarlög- málinu, — þá sjáum vjer að þessi »ljetting« mundi einmitt finnast og sjást á öllum líkömum, ef maður hugsaði sjer að jörðin og aðdráttar- miðja hennar væri ekki til að verka á þá. En þetta er ómögulegt — og ljettingin gæti þá að- eins komið fram á þann hátt, að eitthvert afl setti sig uppi á móti og yfirynni aðdráttarafl jarðar- innar. En að þesskonar öfl sjeu nú til, það er haf- ið yfir allan efa. Náttúran sjálfsýnir okkur svo margvísleg dæmi því til sönnunar. Þannig víkk- ar hitinn rúmtak líkamans, þ. e. a. s. við hit- ann minnkar aðdráttarafl hinna einstöku líkams- agna hvorrar á aðra. Enn þá fróðlegra er að at- huga málmsegulinn. — Þegar segullinn lyptir ein- hverjum hlut þá upp hefur hann þyngd þess sama hlutar. Ef maður setur járnkúlu innan í glerpípu, sem aptur er sett milli tveggja sterkra segurstála, þá hvílir kúlan í lausu lopti. Segulaflið — eink- um fráhrindingarsegullinn — starfar þannig á móti þyngdaraflinu. En nú hefur Mesmer uppgötvað nýtt afl fyrir hundrað árum, sem á rót sína að rekja til mannlegs líkama. Hann kallaði þennan krapt »dýrsegulafl« — þvi hann fann að margt var líkt með þessu afli og málmsegulnum. t. a. m. aðdráttaraflið og áhrif núningsins o. s. frv. —- En af því að þessi tvennskyns segulöfl eru svo lík, þá höfum vjer þegar af því einu fengið líkur fyrir því að dýrsegulaflið geti einnig upp- hafið þyngdina þ. e. a. s. valdið »ljetting« þeirra hluta, sem annars leita niður í áttina til miðdepils j arðlíkamans. Að sjálfsögðu á þessi Ijetting sjer stað, ekki einungis þegar likamir lypta sjer lóðrjett upp h eldur einnig þegar líkami hreifist fram eða aptur án þess að hann hlýði lögmáli þyngdarinnar eða þegar likaminn fellur ekki þegar hann ætti að gjöra það samkvæmt þessu lögmáli. Þegar fyrir löngum tíma síðangerðiPeletin tilraun í þessa átt með flogaveika menn. Þegar hann hjelt hönd sinni einum þumlungi fyrir ofan hönd sjúklingsins gat hann lypt henni upp hægt og hægt. En sá, sem fyrst hefur ritað vísindalega um mesmerismus erReichenbach. I fræðum hans er það rökstutt og sannað mnð tilraunum að hægri höndin dregur þá vinstri að sjer og vinsti þá hægri — en þar á móti hrindirhægri höndin þeirri hægri frá sjer og vinstri á sama háttt þeirri vinstri. — — Ljettingin er vísindalega sannaður fyrirburður og hún hefur verið þekkt þó hún hafi ekki verið skilin — um margar aldir. Það er nú fyrst fyrir nokkru að vísindin hafa tekið að ransaka hann á sama hátt sem aðra viður- kennda, tilverandi hluti. En mótstöðumennirnir geta aðeins fullyrt að ljettingin sje ómöguleg — af þvl að hún ríði í bága við iþyngdarlögmálið. En hver sem talar á þá leið, hann sýnir aðeins að hann er ekki kunnugur því hvað komið hefur fyrir — hvað menn vita víst að hefur skeð. Við vitum auk þess svo lítið um sjálft þyngdarlög- málið að það er naumast vitnandi mikið til þess í þessu efni. Það er rangt að tala um þyngd líkamanna. Það eitt ætti að vera nóg til þess að sýna, að ekki er vert að blanda þyngdinni saman við efnið — að þyngdin minnkar 1 rjettu hlutfalli við fjarlægðina i öðruveldi. Líkamirnir eru aðeins »þungir« af því að einhver aðdráttar- póll verkar á þá. En nú er enginn hörgull á slíkum pólum í heiminum — og því ætla menn að þyngd sje gefin með efni hlutarins. — Þyngd og ljetting eru að sönnu mótstæðar — en ekki öðruvísi heldur en tveir pólar í segulnál. ,TröIlafiski'. — — Það er líf og yndi að vera um borð í cnskunr „tröl!a“ þegar vel liggur á skiparanum og þorskakasirnar bíða manns á þilfarinu — eða rjettara sagt, þegar veiði- mennirnir bíða þess aðeins, að við leggjum skútunni að þeim til þess, að leysa þá frá öllum þessum blessuðum fiski, sem tröllana óar við að fleygja niður í djúpið, til þess að eyðileggja miðin, og frá öllum þeim sem þarfnast aflans í landi. Því við erum þó allir menn. Tröllar og tröllafiskarar eru skapaðir í kross og all- ir börn skaparans, þó einn beiti netinu og annar önglinum. — Tungur tröllaranna skrapa skrælþurrar við góminn.—Hafguslurinn leikur um þáeinsog um skreiðí þurkhjalli, uppþornaða og heita af erfiðþog brennivínspytlurnar glitrafyrir augum þeirra eins og aftappaðar Paradísarlindir, — Því ekki að láta þá hafa brennivín í staðinn fyrir þann greiða sem þeir gjöra mönnum með því að veiða þann sporðsleypa, sundfima þorskfisk upp úr Flóapottinum? —- Þorsk viljum við margir eiga —- og verðið fyrir þorskinn vilja allir ná í (það lyktar ekki!) — en þorskar viljum við engir vera. Og það væri þó sannarlega að vera þorsk- heimskari en sjálfur golgráninn á mararbotni að vilja ekki hafa skipti á einni flösku af „leka“— og nokkrum skippundum af hinum góðkunna Spánarvarningi. — Miklir þó dónradags blessaðir diplómat- ar -—- að ætla sjer að halda uppi sóma og rjettinduin þjóðarinnar með því að neyða hina þurmynntu »trölla« til þess að kveljast í þessa htims loga — og skila hafinu aptnr steindauðum þorskakösunum. Nei, má jeg þá heldur biðja um einn pott af Templara- tári og pund af negrasósu handa skiparanum — og svo kösina. — Tröllar verða eins fegnir og við að mega láta þorskinn í bátana í stað þess að fleygja honum í sjóinn — og þeir vita. að þeir eiga ekki rjett til þess að heimta mikið fyrir hann. — Þannig skeður það að tröllfiski er hin arðsamasta veiði og ef þessi veiðiaðferð kennir okkur ekki að eignast sjálfir botnvörpuskip þá gjörir ekkert það. Nú ganga fjögur þilskip á þessa veiði — og hún er gullnáma. Komið þið fleiri hvort heldur á opnurn eða þiljuðum fleytnm — því það er alltaf nóg til af »tröllafiski«. Neptun. Bakararnir og brauðin. — -—Brauðið er svo mikilvægur hluti hinna óhjákvæmilegustu lífsnauðsynja, að nafn þess hefur opt og einatt verið latið merkja allt það, sem nærir og viðheldur mannlegum lík- ama. — Og í sjálfri bæn bænanna, er þess minnst sem vera ber, — því hvað er maðurinn án brauðs? En því eigum við borgarar brauðanna hjer í Reykjavík og viðhaldendur hinna gagn- legu bakara, að þola þann ójöfnuð, semokk- ur er sýndur með því að gefa okkur niinna brauð, heldur en okkur ber með rjettu fyrir það endurgjald, sem bakararnir fá af okkur. Jeg vil ekki láta þeim hnldast það uppi lengur, Að jeg nú tali fyrst urn lúgbrauðin, þá læt jeg það nú að sönnu vera þó við fa- urn ekki nema 44 brauð úr tunnunni. I raun- inni ættum við víst að fá 47; en þetta er þó betra heldur en að fá aðeins 42>/2 sem áður gekkst þó við. En hveitibrauðin. — Því eiga þau að vera næstum þriðjungi minni heldur en þau hafa verið áður fyrir sama verð eptir að hveiti er fallið í verði aptur þó fyrir nokkrum tíma síðan? Vilja bakararnir gjöra svo vel að stækka brauðin aptur, — eða vilja þeir halda áfram að „baka" bænum gremju og óánægju með þessu háttalagi? — Helst 47 nýbökuð brauð út tunnnnni,— en í öllu falli hveitibrauðin stækkuð aptur.— Borgari. Leiðbeining íyrir almenning, 1. Böðin hreinsa húðina, þvo af henni ryk og gamalt þornað útrennsli úr húðkyrtlun- um (svita úr svitakyrtlunum, feiti úr fitukyrtlun- umþ þau fjörgaallar lífshræringar í líkaman- um, hafa heillarík áhrif á blóðrásina og auka viðnámsþrótt líkamans gegn snöggum um- skiptum hita og kulda, er opt liafa í för með sjer ýmsa sjúkdóma. 2. Ollum heilbrigðum manneskjum eru böðin holl og nauðsynleg, jafnt ungum sem gömlum, konum sem körlum. 3. Það er óhætt að lauga sig á hvaða tíma dags sem er. Einungis ber þessaðgæta, að fara ekki í bað rjett á eptir mat, ekki fyr, en 2 stundir eru liðnar frá síðustu máltíð. 4. Heit böð hreinsa húðina miklu betur en kalt vatn; þau lífga, liðka og styrkja líkam- ann, ef þau eru rjett notuð; finnst það bezt, ef menn fara í baðið að kveldi dags, að aflokinni, erfiðri vinnu. Hitinn í lauginni má vera 25—30° R.; flest- ir kunna einna best við 27° hita. Menn sjeu ekki lengur en þ4 stundar í vatn- inu. Allir ættu að venja sig á kalt steypibað á eptir; það er nóg að láta kalda vatnið streyma niður á bak og brjóst; það ver því, að mönnum verði ómótt eptir heitu laugina. Til þess að halda húðinni vel hreinni, er nauðsynlegt að fara í heitt bað, að minnsta kosti einusinni á viku, — og gleyma þá ekki að nota sápu. 5. Köldu steypiböðin herða og styrkja líkamann- eyða kveifarskap og kulvísi, og auka viðnámsþrótt líkamans gegn kvefsóttum og öðr- um sjúkdómum, er stafað geta af snöggum um- skiptum hita og kulda. Þau eru best handa unglingum og fullorðnu fólki. Börn, veikbyggt kvennfólk og gamal- menni þola þau opt ekki vel. Þeir sem eru óvanir köldu vatni, sjeu ekki lengur en 1 eða 2 mínútur í baðinu í senn, og aldrei lengur en 5 mínútur. Mönnum er óhætt að fá sjer kalt steypibað þó að sveittir sjeu og heitir, ef þeir gæta þess að eins, að láta sjer renna mæðina á undan. Þegar komið er úr kalda vatninu, er holl- ast að þurka sig í snatri á snörpu handklæði, núa sig allan með því, þangað til roði og hiti hleypur í húðina, og flýta sjer svo í fötin. 16 hann geiði ofmikið úr þessu öllu og bætti við; „í öllu falli er jeg algerlega búinn að ná mjer nú“. „Jæja það er gott“, tautaði liann „En kærið þjer yður ekki um að flýta yður á fætur. Við skulum vitja yðar ef nokkuð kemur fyrir". „Hvað meinið þjer eiginlega með því að barninu líði betur nú en áður", spurði jeg. „Og ef svo er að það hafi fengið nokkra minnstu meðvitund, þá ætti jeg að koma strax og líta á drenginn". Og að svo mæltu spratt jeg fram úr rúm- inu -— „Hefur þetta auma líf sem Parsons lofaði snúið aptur til drengsins", spurði jeg. „Þó svo sje, þá verður batinn mjög seinfara". „Hvað eruð þjer að segja maður, tók Eliot fram í. „Barnið er á batavegi af því skurðlækningin hefur að mínu áliti tekist ágætlega". — í nokkur augnablik vissi jeg ekki hvað jeg átti að segja. Svo stundi jeg því upp í vcikum, undarlegum rómi, sem jeg þekkti ekki sjálfur: „Hvaða lækning — hvaða skurð eigið þjer við?“ „Það lítur því miður s/o út, sem þjer sjeuð ekki með öllum mjalla Halifax" kallaði Eliot nú inn í eyrað á mjer, og glápti svo á mig eins og tröll á heiðrikju. „Munið þjer ekki hvað þjer gjörðuð í nótt"? „Jeg svaf í nótt sagði jeg. Jeg svaf — og mig dreymdi, en hvað er um það?“ Munið þjer ekki hvað þið gjörðuð milli kl. 2 og 4 spurði Eliot enn, ogjeg sá á honum að hann var lafhræddur við mig. »Það hetur einmitt verið um sama leyti sem mig dreymdi drauminn sagði jeg °& m'g hryllti við. — Jeg skalf þegar jeg hallaði mjer aptur út á koddann. Svo kallaði jeg upp: í guðanna bænum segið þjer mjer það nú strax undanfærslu- laust livað jeg hef gjört?" „Yður hefur alls ekki dreymt Halifax. Jeg hef aldrei á æfi minni dáðst eins að nokkrum manni eins og yður í nótt. Jeg er sannfærður um að þjer hljótið að verða einhver frægasti handlæknir á okkar dögum. Jeg hef áldrei sjeð einn einasta lækni, hvorki utan spítala nje innan, sýna jafnmikla hand- lægni, taugarstyrk og nákvæmnieins ogyður í nótt sem leið. í einu orði að segja, þjer opnuðuð höfuðkúpuna á litla Hal og gjörðuð allt þáð sem Parsons þorði ekki að reyna". „Þjer hljótið að vera genginn af göflunum, Eliot. En samt sem áður, seg- ið þjer mjer þetta allt eins og það er, ef jeg á ekki að verða hringlandi band- vitlaus afað heyra til yðar“, — og svo byrjaði hann á að segja frá hinni undarlegu- sögu, alvarlegur á svipinn og ólíkur því sem hann segði eitt orð ósatt". — Klukkan hafði nýlega slegið 2. Jeg sat í sjúkraherberginu og hafði gætur á drengnum. „Þjer komið inn og það skein út úr andliti yðar að þjer voruð fastráðinn í því að 13 Jeg gat alls ekki um það við Hal, hverjum jeg hafði mætt, og af því að við vorum þreyttir og alls ekkert annað var hægt að gjöra við barnið en að bíða átekta þá gengum við snemma til rekkju. Meðan jeg beið niðri í stofunni^ þá sóíti mig svo fast svefn, að jeg gat næstum ekki staðið móti því. Slík augnablik koma fyrir alla menn. Það koma fyrir þær stundir að löngunin eptir svefni sigrar sorgina, ótta og hverjd hugar- kvöl. Líkaminn er yfirþreyttur — og verður að hvíla?t. Þannig sofa dauðadæmdir n.enn r.óttina fyrir altökudaginn. Jeg varð glaður við það að meiga fara upp í herbergi mitt, lokaði að mjer og bjó mig til að fara að sofa. — En hversu undarlega fór ekki fyrir mjer? Mjer var ómögulegt að sofna og jeg varð allt í einu glaðvakandi. Öll löngun til þess að sofna hvarf frá mjer. — Jeg var langt frá öllum svefni. Jeg settist í hægindastól og beið þess að jeg sofnaði — en jeg fann að jeg myndi ekki geta það, og þessvegna háttaði jeg ekki enn. En úr því að jeg vakti varð jeg auðvitað að hugsa um eitthvað, og hvað var þá eðlilegra en að jeg sneri huga mínum að þessari tilraun til þess að læicna litla Hal Stanhope, sem jeg áleit framkvæmanlega, sem jeg vissi að gat bjargað lífi hans — svo að það gæti heitið líf. Jeg hafði gjört opnanir á höfuðkúpum manna á öllum mögulegum stöðum en aðeins álíkum, Þóhafðijeg sjeð það gjört á lifandi mönnum á sjúkrahúsunum, og jeg haíöi lengi alitið þaö mögulegt að lækna heilablóðfall á þennan hatt jafnvel þótt fara þyrfti neðst inn á heilann. Þegar jeg nú þannig hugsaði um þetta allt upp aptur og aptur, fannst mjerjeg staðfastlega sannfærast um að Parsons hefði haft á röngu að standa, og að blóðfallið mundi einmitt staía lra þeitn stað er komist yrði að nteð því að opna höfuðkúpuna, Mjer fannst r.æstum að jeg þyrði að gjöra það sjálfur. Jeg hafði komið með öll nauðsynleg verkfæri með rnjer. Jeg mundi geta gjört þetta strax upp á eigin hönd, og svo yrði drengnum bjargað á morgun. Hvöt sú sem mjer fannst jeg hafa til þess að leggja allt í hættu að þessu sinni, var svo sterk að mjer fannst jeg verða að fara samstundis til Stanhopes og þröngva honum til að samþykkja tilraunina. Jeg vissi að móðirin mundi gefa sitt samþykki fyrirstöðulaust. Og knúður svo að segja af einhverju sem jeg gat ekki staðið á rnóti reis jeg upp úr stólnum — og svo settist jeg niður aptur. Orð Parsons sem hann hafði mælt við mig af svo mikilli sannfæringu og á svo hátíð- legan hátt nær að segja — runnu mjer aptur í hug. Það gæti vel farið svo að

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.