Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 31.08.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 31.08.1898, Blaðsíða 1
D AG SKRA. III. M 7. Reykjavík, miðvikudaginn 31. ágúst. Ofriðurinn milli Bandamanna og Spánverja. Yfirlit. Það hefur áður verið frá því sagt í þessu blaði, hversu floti Spánverja var svo að segja gjöreyddur, og aðmírállinn, Cervera tekinn höndum ásamt 1300 hermanna. Eptir það stóðu skæðar orustur um Santiago í nokkra daga, uns Spánverjar gáfu upp borg- ina af vistaskorti. Síðan gekk Bandamönn- um skjótt að friða Kúbu og hreinsa hana fyrir Spánverjum. Með þessu mátti segja að ófriðurinn væri úti. Spánverjar voru að þrotum komn- ir; í rauninni höfðu þeir frá því stríðinu laust a, í aprílmánuði og til þessa, látið sjer nægja að senda nokkrar þúsundir manna til Port- orico, — og keppst við að víggirða hafnar- borgir heima á Spáni og auka setulið á Kanarí- og Baleareyjunum. Til Kúbu gátu þeir ekkert lið sent; og flotinn sem þeir sendu til Filippseyjanna var ekki haffær og og komst naumast alla leið, — hann var sendur eingöngu til þess að fá Spánverja til að halda að stjórnin hefðist eitthvað að. Yfir höfuð virðast Spánverjar hafa haft lítinn heiður af þessu stríði, — að þeir mundu ails ekki hafa við Bandamönnum var öllum ljóst þegar í upphafi, en að herskip Banda- manna skyldu eyðileggja öll landvígi þeirra með skotum af herskipum sínum, án þess svo að segja að missa nokkurn mann og að herskipafloti Spánverja skyldi verða gjörsam- lega eyðilagður án þess að floti Bandamanna biði nokkurt verulegt tjón, — það kom öll- um á óvart; sömuleiðis þykir stjórn þeirra á landhernum á Kúba hafa farið mjög í handaskolum. Eptir að Santiago var tekin hefur það helst gersttíðinda, að Bandam. sendu herdeild nokkra til Portorico og er svo að sjá sem þeir hafi unnið eyna mótstöðulaust. Sömuleiðis hefur Manilla, höfuðborgin á Filippseyjum gefist upp fyrir flota og landher Bandamanna, rjett að kalla orustulaust. A meðan þessum vopnaviðskiptum sem nú voru talin fór fram, leitaði utanríkisráðaneiti Frakka og sendiherra þess í Washington, Cambon, sætta af hendi Spánverja. Eptir hæfilegskrif fram og aptur, hótanir af hendi Bandam. um að senda flota sinn til að skjóta á hafnarborgir Spánverja og fortölur af hendi Frakka var loks sáttagj'órðiu undirskrifuð í Washington þann 12. ágúst. Ennþá er ekki látið uppskátt hvernig sættin hljóðar, enmenn vita að aðalinntakið er þetta: Bandaríkin krefjast ekki herkostnaðar í peningum en heimta að Spánn gefi upp yfirráð yfir Kúba og láta af höndum við Bandamenn Portoríco, Ladronaeyjarnar og aðrar smærri eyjar þeirra í Vesturheimi. Enn fremur skulu bæði ríkin nefna menn í nefnd til þess að gera út um smærri atriði. Filippseyjarnar ætlamennað Spánverjar látilíkaaf höndumog Bandamenn taki þær undir sinn verndarvæng. Vjer munum í næstu blöðum skýra ýtarlegar frá afleiðingum þessa ófriðar. Englendíngar og Rússar ( Kina. Þennan mánuð hefur verið nokkuðsund- urþykki milli Rússa og Englendinga. I raun- inni er alltaf grunnt á því góða milli þeirra, frá því um miðja þessa öld. Það var þá að Nikulás I. Rússakeisari bauð Englendingum að þeir skyldu skipta milli sín Tyrklandi; Englendingar vildu ekki eiga þátt í því, og Nikulás ásetti sjer að taka Tyrkland einsam- all; það varð þó ekki, því Englendingar fengu Frakka í lið með sjer og herjuðu á Rúss- land; sá ófriður er kenndur við Krím. Síðan hefur það verið aðalvinna utanríkisstjórnar F.nglendinga að hafa gætur á yfirgangi Rússa. í Miklagarði, í Armeníu, í Afghanistan, Pers- landi, alstaðar hafa Englendingar setið fyrir þeim. Nú hefur leikurinn borist austur í Kína. Síðan Japansmenn rjeðust á Kínverja í hittcðfyrra, og öllum varð Ijóst, hversu hið „himneska ríki“ er að fram komið, hafa stór- veldin keppst um að krækja í reitur þess. Fyrst byrjuðu Rússar; þeir boluðu Japans- menn frá þeim löndum sem þeir höfðu unn- ið af Kínverjum í ófriðnum, og fengu að launum ágæta höfn handa herskipum sínum og leyfi til þess að leggja þangað járnbraut urn Mansjúríið, -— síðan settust þeir í þau lönd. Þetta fór með mikilli leynd, svo eng- inn vissi fyrri en allt var klappað og klárt. Englendingar höfðu undir niðri verið með Japansmönnum, og því þyngra fjell þeim þetta; almenningsálitið og blöðin á Englandi urðu óð og uppvæg og öllum þótti Englend- ingar hafa farið ófarir fyrir Rússum. En ensku stjórninni tókst þó að sefa ákafann og varði aðgerðir sínar með drengilegri aðstoð mótstöðumanna sinna, fyrirliða ‘Whigganna. Síðan hefur kínverska málið aldrei legið í þagnargildi, en öllum þeim fyrirspurnum, sem hefur rignt niður yfir ensku stjórnina hefur hún svarað með því, að hún skyldi gæta hagsmuna Englands þar eystra, og að Eng- lendingar hefðu alls engan hag af því að taka land þar austur frá. Síðan hafa Þjóð- verjar og Frakkar tekið hver sfna sneið af Kína, án þess Englendingar hafi skipt sjer nokkuð af því; en undir eins og Rússinn ætlar að færa sig upp á skaptið, þá verða Englendingar órólegir. Nu stendur einmitt yfir ein hviða milli þeirra. Rússar höfðu heimtað af Kínastjórn, að rússneskir herfor- ingjar skyldu stýra kínverska hernum og koma lagi á hann; auðvitað settu Englendingar sig á móti því, og er svo að siá sem Rússar hafi ekki fengið sínu fracngengt. Annað var það að Kínastjórn ætlaði að leggja járn- braut frá Peking niður að sjó, og fá lán til þess hjá enskum kaupmönnum, sem versla í Kína, -—• en þá skrifaði rússneski sendiherr- ann í Peking stjórninni og sagðist verða að krefjast þess, að til þeirrar járnbrautarlagn- ingar væru ekki hafðir peningar fra ensk- um mönnum. Nú fór að hitna í kolunum; ensk herskip voru dregin saman að Gibralt- ar, Balfour lýsti því í Parlamentinu, að stjórn- in hefði vakandi auga á því sem gerðist í Kína og, væri fastráðin í að láta ekki skerða hagsmuni breskra þegna þar eystra. Um sama leyti eða skömmu fyrr, er parlamentið var sett, stóð í ávarpi drottningarinnar með- al annars, að „útgjöldin til flotans væru að vísu mikil, en þó engan veginn of mikil eþtir því sem á stœði nú “. Þannig var málinu komið er síðast frjett- ist. Oll blöð eru full af bollaleggingum um ófriðarhorfur, fyrst og fremst hverjir muni verða saman, — hvort Frakkar muni veita Rússum, ef Þjóðverjar verði á þeirra bandi, hvort Bandamenn muni veita Englendingum o. s. frv. En það virðist lítil ástæða til slíkra þankabrota. Salisbury hefur opt kom- ist í meiri tvísýnu en þetta, og jafnað allt í kyrþey, og Muraview hefur ekki til einskis smogið um alla króka og leynistigu hinnar rússnesku stjórnar; auk þess er allur al- menningur á Englandi mjög svo mótfallinn stríði, og William Harcourt virðist hafa lát- ið í ljós vilja ensku þjóðarinnar í ræðu sem hann hjelt í Parlamentinu, þar sem hann gerði lítið úr ágreiningnum og rjeði til þess, að málið væri tekið úr höndum sendíherra Rússa og Englendinga í Kína og að stjórn- irnar í Pjetursborg og London jöfnuðu hann á milli sín. Eptir því sem stendur í „The Scotsman", frá 19. ágúst er svo að sjá sem Rússar hafi dregið að sjer klærnar; rússnesku blöðin höfðu þá skrifað um ræðu Harcourts fram og aptur og blöð Muraviews voru einhuga á því að þetta væri sendiherrakritur sem auð- velt mundi að jafna heima fyrir. Hollandsdrottning. Vilhelmina, hin unga drottning í Hollandi á að taka við ríkisstjórn í næsta mánuði; hún er hinn síðasti afkomandi hinnar frægu Óraniuættar, sem bjargaði frelsi ogsjálfstæði Hollands. Hún hefur verið drottning frá því hún var 8 ára gömul, en móðir hennar styrt ríkinu í hennar nafni; sú ríkisstjóm hefur ekki verið innifalin í öðru en því að ekkjudrottningin hefur und- irskrifað allt sem ráðgjafarnir hafa lagt fyrir hana en annað er heldur ekki heimtað af þeim sem ríkjum ráða í Norðurálfunni á þessum tímum. — Hin unga drottning talar ensku, frönsku og þýsku eins og sitt móður- mál, þykir gaman að sjónleikjum og dansar mjög vel. Móðir hennar hefur haft nákvæm- ar gætur á henni og hefur aldrei leyft henni að hafa kunningsskap við jafnöldrur sínar, því síður jafnaldra. Hún hefur mest um- gengist gamlar hirðmeyjar og miðaldra kennslu- konur og hefur aldrei fengið að dansa við ungan karlmann; á dansleikum við hirðina hef- ur hún fengið að dansa aðeins einu sinni á kveldi og þá við elsta ráðherrann eða sendi- herrann sem til var í Haag. Drottning- unni þykir mjög gaman að ríða og kemur á hestbak á hverjum degi, hún er kát og fjör- ug og næmari á flest annað en hirðsiðina, sem móðir hennar hefur haldið mjög fast að henni. Athöfnin á að fara fram 5. Septem- ber, í Amsterdam, og byrjar með því að drottningin vinnur eið að því að halda stjórn- skrána, eptir það heldur hún veislu ,öllu stórmenni landsins og síðan íerðast hún um helstu bæi í ríki sínu og tekur þátt í hátíða- höldum þegna sinna. Til Suðurpóisins. Snemma í þessum mánuði lagði einn heimsskautsfarinn enn frá Noregi; í þetta sinn er ferðinni heitið til Suðurpólsins. For- inginn heitir Borchgrevink, norskur að fað- erni en enskur að móðurkyni, og má með rjettu heita víðförull; hann hefur farið um öll heimshöfin, fyrst sem kokkur, þá matrós og stýrimaður; hann hefur numið skógarrækt, grasafræði og Iandmælingar í Þýskalandi, kennt náttúrufræði í Ástralíu, verið með Ant- artic í för þess í Suðuríshafinu sem selaskytta og loks þegar heim kom úr þeirri för, hjelt hann fyrirlestur fyrir landfræðafjelaginu í London um árangurinn af ferðinni. Síðan gerði hann áætlanir umog fastrjeð aðra ferð til Suðurpólsins og fjekk enskan auðmann til að leggja fje til hennar. Skipið sem hann fer á er byggt í Aren- dal í Noregi og 12 af skipverjum eru norsk- ir en 20 enskir; skipið heitir Suðurkrossinn, og á að flytja þá fjelaga að hinu ísþekta meginlandi suðuríshafsins; þaðan leggja þeir inn á ísbreiðurnar á sleðum sem sex hundum er ætlað að draga; leið sína merkja þeir þann- ig, að þeir reka bambusteina með enska fán- anum niður í ísinn. Þeir gera ráð fyrir að verða 2 ár, en vistir hafa þeir til 3. ára. Panama í London. London hefur nú fengið sitt Panama- hneyksli ekki síður en París og Kaupmanna- höfn. Bragðakarl nokkur Hooley að nafni, hefur tælt fje út úr fjölda manns með því að stofna hlutafjelög, sem var þannig stýrt og fyrirkomið, að Hooley og aðstoðarmenn hans stungu teiknafje í sinn vasa, en hluta- eigendur sátu með sviðann. Rjettarrannsókn er nú hafin gegn honum og hefur hann þeg- ar ljóstað upp ýmislegu, sem kemur óþægi- lega niður á göfugum og háttstandandi mönn- um. Hingað til hefur hann tilnefnt 3 lávarða sem hann hefur mútað til þess að láta skrifa sig sem formenn fyrir hlutafjelögunum. Þeg- ar það var lávarður sem stýrði fjelagmu, var enginn vandi að fá menn til þess að leggja til fje, en viðkomandi lávarðar kærðu sig ekki um að fá að vita hvað af hlutafjenu varð, þegar þeir fengu sinn skerf ríkulega úti látinn. Nokkur blöð í London eru líka við málið riðin, þar á meðal Pall Mall Gazette, og segist Hooley hafa borgað þeim fje til þess að tala vel um sig og fyrirtæki sín. Almennar frjettir. „Laura“ kom 28. þ. m. beina leið frá Höfn. Með henni kom Dr. Jón Þorkels- 1898. son með konu sinni og syni; ennfremur nokkr- ir stúdentar frá Kaupmannahöfn og fáeinir útlendingar. ,HÓlar‘ komu hjer 31. þ. m. og með þeim fjöldi farþegja. Vjer nefnum: Biskup- inn herra Hallgrímur Sveinsson og frú hans, cand. theol. Friðrik Hallgrímsson og heitmey hans; Björn Guðmundsson, kaupmaður, Öst- lund trúboði, frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, cand. Sig. Júl. Jóhannesson, cand. Einar Gunnarsson. ,Laura‘ fór hjeðan 31. þ. m., og marg- ir farþegar með henni: — Til Sauðár- króks: sýslumaður Eggert Briem og frú hans. Til Akureyrar: Jón Hjaltalín með frú og fósturdóttur. Til Kaupmannahafnarháskóla fóru 6 stúdentar (Bjarni Jónsson, Bjarni þor- láksson, Sigurður Jónsson, Sigfús Einarsson. Matthías Þórðarson og Jón Sigurðsson), P'rk. (Soía Smith, Kristín Jónsdóttir og Krist- ín Þorláksdóttir;); ennfremur cand mag. Jón Blöndal og heitmey hans fröken Sigríður Blöndal. Dr. Þorv. Thoroddsen fór til Kaup- mannahafnar með Lauru, ef til vill alfarinn. Dolctorinn hefur nú algerlega lokið rannsókn- um sínum hér á landi. Sýslumaður Eggert Briem og Guðrún Jónsdóttir Þórðarsonar frá Auðkúlu voru gefin saman í hjónaband 30. þ. m.hjer í Rvík. Verkfræðingur Sigurður Thóroddsen fór til Akureyrar með Lauru. Konsúll Jón Vídalín og frú hans fóru til Kaupmannahafnar með Lauru. Ólafur Thorlacius, settur læknir á F.ski- firði kom með Hólum til bæjarins, til |>ess að halda brúðkaup sitt. Brúðarefnið er frök- en Ragnheiður Eggerz. Tveir Austfirðingar komu með Hólum: Haraldur Briem af Búlandsnesi og Guð- mundur Jónsson, kaupmaður, bróðir Jóns al- þm. á Sleðbrjót. Afbragðsafli er fyrir austurlandi á sumum íjörðum, t. d. Vopnafirði, Borgarfirði og Seyð- isfirði og í kringum Langanes, bæði af fiski og síld. Á Vopnalirði þríróið dag hvern. Cand. med. Magnús Jóhannsson er sett- ur til að gegna læknisstörfum í Skagafirði frá 1. Oktober, í stað Sæmundar Bjarnhjeð- inssonar. Á sunnudaginn var fór verslunarmanna- fjelagið skemtiför með „Reykjavíkinni" upp í Kollafjörð; var lagt af stað hjeðan kl. 10 og látið fyrirberast á túninu á Mógilsá um dag- inn, við söng og dans og vmiskonar leiki. Þótti öllum sem voru með í ferðinni, degin- inum vel varið. Formaður fjelagsins kon- súll D. Thomsen, var foringi fararinnar. Þann sama dag gengu Good-Templ- arar í skrúðgöngu inn í Kópavog. Síldarveiði segir Stefnir á* Eyjafirði. þar eru nú sjö nótnaúthöld til síldarveiða; tvö þeirra á Wathne, og hafa þau aflað um 1000 tunnur, en allmikið af þeirri veiði hefur ver- ið seld í beitu. (Framh. á bls. 28)

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.