Dagskrá - 31.08.1898, Blaðsíða 4
28
Síra Björn Þorláksson virðist hafa agi-
teiað ákaflega fyrir því á Björgvinarferð sinni
að málþráðurinn — sem engin líkindi
eru til að komist hingað til landins í bráð
, verði lagður upp á Austurlandi. Aust-
anblöðm flytja sögur af aðgerðum hans með
mikilli kæti; hann á að hafa sett sig í sam-
band við Kommandör Suenson, — sem þó
ekivi gat sinnt honum í þann svipinn -—,
við stórkaupmenn hjer og hvar í Noregi,
við Dr. Valtý og einhvern Michelsen sem
ekki er gott að sjá hver er. Eptir þetta
allt saman hjelt síra Björn fund í Björgvin
og fyrirlestur um telegrafmálið, sem Bjarki
segirj hafa gert mikla lukku.
byrir utan síra Björn sjálfan mælti þar
hver maður fram með Austfjarðalínunni,
Ameríkumenn, Skotar, Englendingar, Danir
og Norðmenn, sutnir jafnvel enn ákafar en
hanr; Síra Björn gerði t. d. lengdarmuninn á
línunum 40 mílur en sumir hinna 60 mílur!
Að öðru leyti virðist annað hafa verið
heppilegra fyrir síra Björn en að fara með
hrep-npólitík sína út fyrir pollinn, og aug-
!ýsa hana eins kröptuglega á eptir eins og
hann hefur gert.
Þingeysku brjefi.
» ■ . . Það sem Dagskrá hefur sagt um land-
búnaoinn út af fyrir sig, er alveg rjett, og sum
atriði hefur hún tekið betur fram en nokkur
arnar Það er ósköp að hugsa um, að engum
hefur dottið í hug, að leggja í landjörð tilsvar-
andi íjárstofn við eitt þilskip. Raunar er það
eðiilegt þegar betur er að gáð. Menn hafa tekið
bankalán til að kaupa og bæta jarðir, en það
hefur sett flesta á hausinn. Og hvers vegna? Af
þ\í að lánskjörin eru óhæfileg. Landbúnaðurinn
þolir ekki slíkar álögur meðan jarðirnar eru ó-
bættar. F.kkert getur bjargað því máli nema
lánsstofnun handa bændum, sem lánaði fjeð til
4° 5° 4ra. Þá skildum við sjá hvort ekki lifn-
aci í skálinni. Og svo er nú þjóðjarðasalan vit-
lejSii, Cg hefur sett margan bónda á hausinn.
Læj víti! bær.dum að selja bændum jarðir sínar
og seíja svo verðið í jarðabætur sem væru sam-
e.gn hans og erimgja hans. Það væri beinn
'vcgur til aö stórbæta jarðirnar. En slíkt vill nú
enginn heyra að sinni. Seinna munu menn skilja
það og gera það.
Að öðru leyti vofir stórkostleg hætta yfir
landinu núna sem stendur, sú hætta, að við verð-
um þjóðernislega og materielt uppjetnir af erlend-
um kapitalistnm. Það er hryllilegt að sjá stefnuna t.
d. á Vestfjörðum. Með bátfiskinu hvarfsjálfstæði
sjömanna þar. Undir þilskipa úthaldi gátu bænd-
ur og alþýða ekki risið af því þeir ljetu kaup-
rnenn öllu ráða, keyptu hjá þeim dýrum dómum
aht til utgerðarinnar og seldu þeim fiskinn með
því verði sem þeim þóknaðist að gefa. Allur á-
góðinn af útgerðinni lenti því til kaupmaama og
magnaði þá, en útgerðarmennirnir fóru á höfuðið
bver eptir annan og kaupmenn hirtu jafnótt reit-
ur þeirra. En bændur útörmuðust jafnframt og
ur.ðo þrælar á þessum galeiðum kaupmanna. —
Það er alveg rétt athugað í Dskr. að fólks-
straumurmn frá landbúnaðinum til sjávarins, á
danskar tða daniseraðar galeiður er beinn voði
fyrir þjóðerni, tungu og efnahag, og stefnir að
því að gera landið að dönsku skarfasetri eins og
Guðjón komst að orði á þingi. Og Dskr. skal
hafa þökk og heiður ef hún finnur ráð gegn þessu
meini. A sjónum saurgast þjóðerni og tunga,en
landbóndinn er vörður hvorstveggja. Lánsstofn-
un er fyrSta og nauðsynlegasta sporið. Og hvað
betra verður gert við þær þúsundir landssjóðs
fiern nú verða landinu að engum notum ? En okur-
rentur eða bráða endurborgun þolir ekki landbúnað-
urinn nú ems og hann erniðurníddur og vanræktur.
Fasteignaveðin ættu líka að vera full trygging
gegn löngum lánsfresti ef annars landið er byggi-
legt eða getur tekið nokkrum ' framförum, sem
jeg ekki efast minsta grand um......
Eg hlakka til að Dskr. ræði kirkjumálin,
því þar vona jeg að hún taki í rjettan streng,
og þar mun margur maður fylgja henni með at-
bygli og áhuga, að minnsta kosti hjer um slóð-
ir. —
Rjett er það að dagblöð í eiginlegum skiln-
ingi eru hjer ómöguleg, heldur einskonar tímarit
og eptir því ættuð þið blaðamenn að hegða
ykkur að öllu leyti og láta engar heimskulegar
kröfur rugla ykkur. Af þessu flýtur að í blöð-
unum verða altaf að vera ritgerðir sem ættu að
varðveitast..........«
Nýjar bækur.
Bókasafn alþýðu.
Camille Fiammanon: Urania.
Flammarion er frægur orðinn um allan
hinn menntaða heim fyrir rit sín; undir eins
og bækur hans koma út eru þær þýddar
hjer um bil á öll mál; hann á líka þessa al-
menningshylli að ýmsu leyti skilið, ekki síð-
ur en samlandi hans Jules Verne, sem hann
á að írr^u leyti sammerkt við. Þeir eru
báðír vísindamenn og skáld og eru báðir
mjög fimir að finna upp spennandi atburði
og hafa báðir fram yfir aðra menn þá yfir-
burði sem Frakkar virðast hafa umfram aðr-
ar þjóðir: sterkt ímyndunarafl og lipran stýl;
að því leyti minna þeir mann á Eugen Sue
og gamla Dumas. Þeir munu líka að öllum
líkindum fá sömu afdrif og þeir: verða lesn-
ir rfleira en allir aðrir höfundar af samtíðar
mönnum sínum en ,víkja sæti fyrir öðrum þeim
snjallari, og detta úr sögunni hjá næstu
kynslóðum.
Uranía er eitt af frægustu ritum Flamm-
arions, og gott sýmshorn af rithætti hans.
Utan um ástarsögu vefur hann umgjörð af
stjörnufræði, eðlisfræði, efnafræði o. s. frv.
allt mjög fimlega; hann lýsir lífinu á öðrum
hnöttum, kemst meira að segja sjálfur yfir á
Mars og hittir hetjurnar í ástarsögunni; hann
fer með gyðju stjörnugeimsins langt út í
geim og lýsir því sem hann sá og heyrði á
á þeirri ferð, og öllu þessu fylgja þankabrot
um mark og mið tilverunnar og lífið eptir
dauðann. Því verður ekki neitað að hjer er
ýmislegt nýstárlegt að finna og skemmtilegt
fyrir þá sem þekkja lítið til náttúrufræði og
skáldskapar, en þeir sem eru kunnugir þeim
hlutum sem hjer eru gerðir að umtalsefni
munu varla endast til að lesa bókina. —- Hr.
Birni Bjarnasyni hefur tekist þýðingin mjög
vel.
S'ógur herlœknisins eptir Topelius
eru gamall kunningi allra þeirra hjer á landi
sem eru nokkuð kunnugir útlendum skáid-
skap; þær eru uppáhaldsbók Svía og Finna
og frægar um Norðurlönd; vjer efumst heldur
ekki um, að þær nái hylli amennings hjer á
iandi. Sá hluti þeirra, Blástakkar, sem hjer
liggur fyrir, er hinn skemtilegasti af öllum
sögunum. Eins og auðvitað er, er þýðing
sjera Matthíasar mjög góð. — Báðar þessar
bækur eru með myndum; sjerstaklega eru
myndirnar í Uraníu mjög góðar. Prentun
og frágangur er betri en vanalegt er á ís-
lenskum bókum og útgefandanum, herra
Oddi Björnssyni til mikils sóma.
Gegnum brim Og boða, Karl Andersen. (Þýð-
andi Janus Jónsson). — Kostnaðarm.
Sig. Kristjánsson. Isaf. 1898. — 344 bls. 8°
Þegar vandræði og peningaekla lands-
manna meðal annars lýsa sjer í -því, að lít-
ið sem ekkert af ritmennntum getur gengið
út eða borgast í landinu, er það um fram
allt hlutverk góðra, þjóðrækinna og hygg-
inna bókakostnaðarmanna, að velja með
hinni mestu kostgæfni þau rit til útgáfu, sem
best áhrif geta haft á andlegt líf þjóðarinn-
ar. — Þó látið sje fljóta hitt og þetta inn-
an um pjóðlegar bókmenntir á þeim tímum,
sem liðugur markaður er fyrir hvað sem er
af bókatagi, það er fyrirgefanlegt og mann-
legt, en að misleiða smekkvísi almennings
eða snúa augum manna frá hinum hærri
hugsjónum og frá því að rækja innlendar
andlegar framfarir — á þeim tímum, sem
mega jafnvel teljast hættulegir fyrirþjóðernið
og sjálfstætt þjóðlíf, það er þesskonar glappa-
verk, sem á að áteljast, enda þótt það sje ef
til vill ekki vinsælt.
Kostnaðarmaður þeirrar bókar, sem hjer
er um að ræða, heíur í þetta sinn, (sem opt-
ar, að öðru leyti), látið sjer skjátlast illa í
því, að velja andlegan kost handa þjóðinni
af lakara og ómerkilegra tagi, heldur en
hefði átt að vera, sjerstaklega um þessar
mundir, þegar bókamarkaðurinn í landinu
er háskalega bældur, bæði af yfirgnæfandi
blaðafjölda, erfiðum viðskiptum og peninga-
eklu meðal manna.
„Yfir brim og boða“ er ein með ó-
merkilegri frásögum útlendra skálda frá al-
þýðulífi íslendinga. Söguleg atvik, hættir
og siðir almennings, náttúrulýsingar og allt,
sem íslenskt á að vera í slíkum bókum, er
venjulega hlægilega afbakað og misskilið eir.s
og kunnugt er og í þessari sögu hins danska
góðmennis og smáskálds Karls Andersens er
ríflega látin úti slíkur varningur, sem get-
ur ef til vill verið læsilegur, helst ókunnug-
um almenningi ytra, en er hreint að segja
ekki bjóðandi íslenskum lesendum.
Þessi bók má að öðru leyti teljast standa
nokkurnveginn jafnfætis ýmsu ljettmeti í
dönskum skaldmenntum frá sama tíma og
skal ekki farið hjer út í það, að lýsa skáld-
gildi hennar á þeim markaði þar sem hún á
heima, sem sje hjá alþýðulesurum í Dan-
mörku. — Það má nægja að segja, að hún
er fremur hugsanasnauð, hárómantisk skrök-
saga af því tagi, sem óhætt er að láta börn og
kvenfólk lesa, án þes að hætt sje við því,
að nokkrum detti nokkur skapaður hlutur
nýr eða nýtur í hug, af því að lesa hana,
og er það að vísu álitinn allmikill kostur
meðal þeirra, sem kaupa sjer bækur til þess
að sofna við þær.—Einstöku sinnum aðeins
kemur það fyrir, að maður eins og hrekkur
af móki við það, að fletta blöðbm hins mein-
hæga samsetnings. Þannig segir á bls. 168,
þar sem verið er að lýsa hinu alkunna karl-
kvendi, Þuríði formanni! I sem yndislegri feg-
urðardís og nýútsprungnum blómknappi!!:
„Hinn beinvaxni líkami hennar hafði nú
fengiðfestu í laginuf) (háls,mjaðmir ect.). Hún
hafði fengið hina blómlegustu mynd, — sælleg
og þóif) svellandi brjóstin o. s. frv. — —
Efri vörin skreytt(l) dökkum dúni stóð fram
yfir hinn fagurmyndaða munn („ranseyði" eða
„transeyði") lítið eitt, en þó svo mikið, að
það gerði svip hennar þrekmeiri og ein-
beittari"'— —
Um þessa kvennmannsfegurð, sem er í
því fólgin, að efri skolturinn nær lengra fram
en sá neðri og í því að náttúran hefur út-
búið þennan andlitshluta með dökku skeggi
— skal hjer ekki farið fleirum orðum. —
Þetta nægir sem örlítið sýnishorn.’Það mætti
ef til vill segja með þýðandanum í eptirmál-
anum bls. 343, að slíkt sje einkarfagurt! og
laglegt", eins og hann segir að öll verk
Andersens sjeu.
A einum stað bls. 121 er talað um ein-
hvern „Krúm" assistent. -— Þessi merki út-
lendingur hafði orðið fyrir því eitt sinn að
húsbóndi hans hafði „hvatt hann til utanfarar
og fengið honum næga peninga í þeim til-
gangi að hann skyldi skemmta sjer. “ (Reyndar
sýnist nú öllu líklegra að húsbóndinn hafi
verið orðinn leiður á „Krúm" og því viljað
kaupa hann af sjer). En þessi tryggi búðar-
þjónn gat ekki fest yndi í Höfn«. Hann
kom um vorið aptur með fyrsta skipi. „Guð
hjálpi mjer „sagði hann" jeg held að jeg
hefði dáið úr leiðindum hefði jeg orðið leng-
ur. Jeg lifnaði fyrst við þegar jeg sá jökl-
ana koma út úr þokunni. „Var það nokkur
furða" bætir svo hinn barnslegi rithöfundur
við" þóttKrúm assistent nyti alþýðuhylli! —
Þessar og þvílíkar hugleiðingar eru al-
gengar hjá höf. — sem yfirleitt minnir hann
mjög opt á góðvilja danskra kaupmangara
gegn Eskimóum. — Hinn dánski búðarþjónn
átti að njóta alþýðuhylli af því að hann
hjelst ekki við í Höfn (líklega hefur einhver
„hvatt hanntil að fara burt aptur". —Svonavel
kunna Eskimóarnir að melta velvild »assistent-
anna" sinna.
Bókin er öll troðfull af fádæmasmekk-
leysum: t. a. m. bls. 12 »hundurinn sleit sína
þægilegu hvíld milli þúfnanna. Sólin sló
glýju á augun með ljóma sínum bls. 3 7
efi Þuríður átti! ekki alla sína daga að verða
undarlega tilfinningarnæm I varð einhverja
breytingu að gera« bls. 42. Það kostaði
hann talsverða áreynslu að drepa niður!
afarmiklum geispa! o. s. frv. o. s. frv.
Hr. Sigurður Kristjánsson þarf auðvitað
ekki að standa neinum reikningsskap af því
hvað hann gefur út — en lesendur þeirra
bóka, sem hann flytur nú á markaðinn þurfa
þá heldur ekki að biðja leyfis um það að
mega leggja þann dóm á þær, sem þær verð-
skulda. Þessi helsti íslenski bókakostnaðar-
maður íslendinga nú, hefur unnið mjög ötul-
lega og með miklum áhuga, en hann sýnist
ekki alltaf vera vel vandur að vali. Sam-
kvæmt stöðu sinni ætti hann þó að leggja
meiri stund á að kjósa rjett fyrir kaupendur
sína. — Hann getur gjört mikið bæði til
hins betra og eins til hins verra fyrir íslenkar
bókmenntir. —
»Yfir brim og boða« er áþreifanleg sönn-
un þess hve sorglega góður og velviljaður
forleggjari, getur glapist á auðvirðilegri, einsk-
isverðri vöru, í stað þess að hlynna að
gagnlegum, vekjandi og þjóðlegum ritmennt-
um síns eigins lands.
Skilvindan
,Alfa Colibri\
Hlutaíjelagið „Separator" í Stokkhólmi
sem hefur fyrir einka umboðsmann fyrir Dan-
mörku og Island, maskínuverslun Fr. Creutz-
berg í Khöfn, hefur á markaðinum, sem kunn-
ugt er, skilvindu, með nafni því sem stendur
hjer fyrir ofan. Skilvindan hefur hina sömu
ágætu eiginlegleika sem einkennir hinarstóru
skilvindur frá þessari verksmiðja, og sem nú
eru eingöngu notaðar við smjörgjörð í Dan-
mörku, sem er svo nafnfræg fyrir smjörgjörð,
og smátt og smátt verða vjelar þesser ein-
göngu notaðar um allan heim. Vjelin út-
heimtar svo lítinn vinnukrapt að börn geta
aðskilið rjómann frá nýmjólkinni.
Ofannefnd verksmiðja »Separator« hefir
búið til og afhent hjer um bil 750,000 skil-
vindur og hafa þær á sýningum heimsins
fengið 450 gullmedalíur og fyrsta flokks heið-
urslaun.
Með því að nota skilvinduna »Alfa Col-
ibri«, munu menn í strjálbyggðum hjeruðum,
þar sem ekki er hægt að hafa stórar vjelar
í fjelagsskap, vegna fjarlægðar milli bæjanna,
hafa sama gagn af mjólkinni eins og hin
stóru mjólkurhús (Mejeri). A Islandi eru
vjelar þessar ómissandi. Með því að snúa
sjer til undirskrifaðs fæst skilvindan Alfa
Colibri send fragtfrítt á hverja höfn sem
vera skal á Islandi. Verðið er 150, kr.
A »Svía-strokknum« („Svea«. Kernan)
hefi jeg einkasölu til Islands. Verð Nr. 1.
15. kr. Nr. 2. 25. kr. Nr. 3. 35 kr. Verð-
listi með mynd sendur hingað hverjum sem
óskar.
Jakofo Gunnlögsson.
Kjöbenhavn. K.
C. C. DREWSEN,
Elektopletverksmiðja
34 Östergade 34 Kjöbenhavn K,
frambýður borðbúnað í lögun eins og danskur
silfurborðbúnaður venjulega er, úr besta nýsilfri
með fádæma traustri silfurhúð og með þessu af-
ar lága verði:
Hlutirnir eru sendir strax og borgunin er
komin. Menn geta einnig snúið sjer til herra
stórkaupmanns Jakobs Gunnlögssonar, Cort Adel-
ersgade 4 Kjöbenhavn K, sem hefur sölu-umbod
vort fyrir ísland. — Verdlisti með myndum fæst
ókeyþis hjá ritstjóra þessa blaðs og hjá herra kaup-
manni Birni Kristjánssyni í Reykjavík.
Allskonar fatnaður
og
tilbúin föt,
allt með ágætu veipði
fæst hjá
Sturlu Jónssyni.
Tapast hefur hestur jarpskjóttur að lit
4. v. gamall, járnaður á 3 fótum og tálguð
l»ut í hófinn á hægra framfæti. Hver sem
hitta kynni hest þennan er vinssml. beðinn
að skila honum gegn ómakslaunum að Úlf-
arsfelli í Mosfellssveit eða til Guðm. H. Sig-
urðssonar Vesturg. nr. 5 Rvík.
Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson.
Prentsmiðja Dagskrár.