Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 08.09.1898, Blaðsíða 1

Dagskrá - 08.09.1898, Blaðsíða 1
DAGSKRA. III. JŒ 8. Reykjavík, fimmtudaginn 8. september. 1 898. Alþýðuskóli. »En þú alþýðustjett, Sem allra ert hagsælda móðir; undir þjer komið það er fsland hvort rjetta má við«. J. Þ. Th. Allopt heyrist talað um það, hversufróð- leiksgjarnir og menntafúsir íslendingar sjeuogþað hefúr sjálfsagt við töluverð rök að styðjast. Á haustin streymir fjöldi fólks til Reykjavíkur og dvelur þar yfir veturinn til þess að læra eitthvað, til þess að mennta sig að einhverju leyti; og það svo að sumum þykir jafnvel nóg um. Hjer eru margir menn sem fást við ýmsa kennslu á vet- uma t. d. kandídatar, stúdentar, skólapiltar o. fi. og þeir hafá allir töluvert að gjöra. Það mun vera undantekning ef piltar fara svo í gegn um latínuskólann að þeir ekki hafi fengist við kennslu meira eða minna, þrátt fyrir kennslu allra kandi- datanna. Þetta sýnir einmitt það að mennta- fýsnin, lærdómslöngunin er mikil; þjóðin skilur það að samfara andlegum þroska styrkjast einnig verklegar framkvæmdir. Hún finnur að það er rangt að einstakir menn sjeu fæddir til þess að njóta allra þeirra gæða, allra þeirra þæginda sem menntunin hefur í för með sjer; hún finnur það að henni hlýturað líða miklu betur ef hún er menntuð almennt ef allir eiga kost á að njóta fræðslu. Enn þrátt fyrir það þótt margir sjeu til að kenna og þótt þeir kenni fyrir tiltölulega lítið kaup, þá eru samt margir menn og margar kon- ur svo fátækar að þau hafa ekki ráð á að kaupa kennsluna. Vanalegt kennslukaup hjer í Reykjavík mun vera 25—60 aurar um klukku- stundina og það er sannarlega ódýrt, ekki verður annað sagt, en það er samt nógu dýrt til þess að margir — fjöldamargir eru útilokaðir frá því að geta notið kennslunnar, þeir geta ekki borgað 25 — 60 aura um tímann og þó eru það ekki einungis menn sem þurfa menntun- ar við heldur einnig menn sem vel geta tekið henni ef þeim býðst hún, menn með mikl- um námsgáfum og brennandi löngun til þess að vita eitthvað, til þess að vita sem mest og það er sannarlega ekki vanþörf á að hjálpa þeim til þess. Þetta hafa flestar siðaðar þjóðir sjeð fyrir löngu og sannfærast um það betur og betur. Þannig er afarmikil áhersla lögð á það í Þýska- landi að mennta alþýðuna sem best að jeg, ekki tali um Svíþjóð. Svíartelja alþýðumenntun undir- stöðu allra ffamfara, allrar þjóðmegunar ogkosta afarmiklu fje til hennar árlega. Ráðið. sem þeim hefur gefist best til þess að mennta al- þýðuna, er það að hafa alþýðuskóla, þar sem mönnum gefst kostur á að læra allt það, sem þeir þurfa nauðsynlega að vita fyrir lít- ið gjald. — Þannig lagaðir skólar eru engir til á Islandi og þó eru til íslendingar, sem hafa opin augun fyrir vöntun á alþýðumenntun og vildu gjarna styðja að því að fræða landa sína og mennta þá. Þannig má geta þess að Dr. Þorv. Thor- oddsen hefur skrifað allanga ritgjörð um skóla í Svíþjóð einmitt til þess, eins og hann sjálfur tekur fram, að gefa Islendingum hugmynd um það. hversu mikið er gjört fyrir alþýðumenntun- ina þar og ef verða mætti til þess að gefa þeim góða leiðbeiningu, er eitthvað kynnu að vilja gjöra í þá átt. Alþýðuskólarnir í Svíþjóð eða alþýðuháskólar, sem þeir kalla voru fýrst stofn- settir af einstökum mönnum 1868 á þeirra eigin koslnað; voru þeir fyrst í litlum metum; menn höfðu ekki almennt trú á þeim og þeir voru látn- ir afskiptalitlir. En tíminn leiddi það í Ijós að þeir menn, sem fyrir þeim börðust og lögðu fram krapta sína til þess að mennta alþýðuna eptir föngum, börðust fyrir góðu og gagnlegu máli, fyrir heilögu velferðarmáli og starf þeirra hafði blessun og heill í för með sjer. Það var smámsaman farið að veita skólum þessum eptir- tekt og stjómin ver nútöluverðu fje til þeirra ár- lega. Kennslan á þeim varir 2 ár, sex mánuði t hvom vetur, en ekki em nemendur skyldir að vera nema einn vetur. I kennslukaup borgar hver nemandi 80—100 kr. yfir veturinn. Það væri sannarlega þörf á alþýðuskóla hjer hjá oss, sem sniðin væri eptir þörfum og ástæð- um að svo miklu leyti sem hægt væri. Það ætti ekki að ætlast til nokkurs full- komins lærdóms á sllkum skóla, mönnum ætti aðeins að gefast kostur á því að komast niður í öllu því helsta, sem hver einn og einasti maður þarf nauðsynlega að vita eitthvað í til þess að geta verið góður og gildur meðlimur f mannlegu fjelagi. Jeg hefi hugsað mjer að alþýðuskóli hjer hjá oss ætti að vera með því fyrirkomulagi, er hjer segir. Hann ætti að vera fyrir eldri og yngri með einhverjum vissum inntökuskilyrðum t. d. þeim að vera skrifandi og læs, kunna það í reikningi sem heimtað er að böm hafi lært til fermingar o. s. frv. Skólinn ætti að vera jafnt fyrir pilta og stúlkur. Námstíminn ákveðinn einn vetur, en hverj- um manni heimilt að vera svo marga vetur, sem hann vildi; kennslan ætti að vera í 6 mánuðifrá 1. nóv. til 30. apr., 3—4 klukkustundir á dag. Námsgreinir ættu fyrst um sinn að vera þessar: Reikningur'. samlagning, frádráttur, marg- földun og deiling, brot. tugabrot, þríliða og rentu- reikningur. Rúmmdlsfrœði og þykkvamálsfrœði, að mæla horn, fleti, þríhirninga, ferhyrninga og að mæla út ýmsa hluti. Náttúrufrœði: eðli og bygging mannlegs líkama, dálítið yfirlit yfir dýrafræði, grasafræði, jarðfræði (einkum lögð áhersla á allt íslenskt); það sem er einfaldast og mest áríðandi í eðlis- fræði, nokkuð um sólkerfið og stjörnurnar. o. s. frv. íslenska: Rjettritun, að lesa skírt og greini- lega og gæta þess að taka tillit, ekki einungis til greinarmerkja, heldur einnig efnisins; að rita brjef, lítið eitt í íslenskum bókmenntum og ís- lenskum skáldskap; að tala vel og áheyrilega og láta greinilega í ljósi slcoðanir sínar. Sagnfrœði: Ágrip af íslandssögu og dálítið í fornsögum vorum, en ekki nema hið allra merk- asta í mannkynssögu yfirleitt. Landafrœði: íslandslýsing, þannig að talað sje um helstu merkisstaði og lítið ágrip af eðlis- lýsing landanna yfir höfuð, þjóðaeinkenni og atvinnuvegi. Enska: einkum kennt að tala hana sem best og rjettast. Danska: á sama hátt. Hugsunarreglur'- og loksins Almenn hagfræði'. stutt yfirlit yfir helstu lands- lög, landsstjórn, kosningar, sveitastjórn, kirkjustjórn, um viðskipti manna, verðlag, póstmál o. fl. og allra nauðsjmlegustu bókfærslu. Það liggur í augum uppi að þannig lagaður skóli ætti að vera hjer í Reykjavík. Hjer eru ýms söfn, sem almenningur getur fengið að skoða og sem nauðsynleg eru við kennslu; þau hafa menn hvergi annarsstaðar. Hjer er fleira að sjá en nokkursstaðar annarsstaðar á landinu, og sá sem notar vel tímann, getur fræðst töluvert á á því að vera hjer um tíma auk þeirrar kennslu, sem hann kann að njóta. Kostnaður fyrir náms fólk úr sveit við það að vera hjer yrði ekkisjer- lega tilfinnanlegur. Kennslukaupið ætlast jeg til að yrði 40 kr. fyrir hvem nemanda yfir allan veturinn. sem borgað yrði þannig: 20 kr. við byrjum skólaársins og 20 kr. að því hálfnuðu, eða öðruvísi eptir samkomulagi: Þjónustu, hús- næði, ljós, eldivið, miðdegisverð og matreiðslu á málamat mundi vera hægt að fá allt fyrir aðeins 102 kr. yfir allan veturinn; yrði þá kostnaðurinn allur,fyrir utan málamat, er menn ættu að hafa að heiman, ekki nema 80 aurar á dag með kennslukaupi. Menn sem dvelja hjer til náms og hafa 3—4 tíma á dag, verðaað borga einungisíkennslukaup75—100 aura þegar þeir komast að allra bestu, kjörumm stundum hátt á aðrf krónu fyrir utan fæði og allt annað; það er ódýrt, en þetta yrði þó miklu minna eins og allir sjá og þar afleiðandi ætti það að geta orðið til þess að opna möguleika fyrir þá til þess að afla sjer nauðsynlegrar mennt- unar, sem annars mundu ekki geta það sökum fátæktar. Mjer þykir ólíklegt að þannig lagaður skóli yrði ekki sóttur allvel, bæði hjeðan úr Reykjavík og eins utan af landi, bæði af piltum og stúlkum. Jeg er sannfærður um að hann gæti orðið til mikils gagns fyrir landið og þjóðina, ef hannnæðinokkurrifestu og viðhann störfuðu menn með áhuga og vilja, menn sem hefðu löngun til þess að starf þeirra yrði að notum og trú á því að það gæti orðið það. Eins og sjá má á auglýsingu í þessu blaði hefur verið áformað að halda alþýðuskóla í Reykjavík í vetur og vil jeg benda þeim á hana, sem kynnu að vilja sækja hann. Skólinn verður með sama fyrirkomulagi, eða líku, sem nefnt er í þessari grein. Sig. Júl. Jóhannesson. Föringatiðindi. Þar er greinarkorn um botnverpinga svo hljóðandi: „Botnverpinga hafa Færeyingar í mörg ár nefnt ensk fiskiskip hjer við eyjarnar. — Þetta hefur þó verið rangnefni, því til skamms tíma hafa þeir engar botnvörpur haft, heldur línur, að undanteknum einum Skota, sem reyndi botnvörpu lijer fyrir x 1 árum. Fyrsti drátturinn heppnaðist honum vel, en í annað skipti festist varpan í hrauni og rifnaði. Síðan hefur það almennt verið álitið ó- mögulegt að stunda botnvörpuveiðar við Fær- eyjar; botninn er svo grýttur. I sumar hafa enskir botnverpingar, er áður hafa stundað veiði við strendur Islands, verið hjer að fiska. Þeir hafa orðið fyrir sektum við ís- land og flúið þaðan. Hjer þykir þeim sjer veta óhætt. Þeir hafa fundið upp nýja fiski- aðferð, þannig, að þeir eru tveir og tveir saman þar sem botn er grýttur og hætt við festurn. Varpun er höfð svo sterk semkost- ur er á. Annað skipið dregur liana, en hitt er á eptir og hefur færi í vörpunni. Drátt- arböndin eru þannig úr garði gjörð, að allt gefur eptir þegar varpan kemur í grjót, þá gefur skipið sem vörpuna dregur, hinu skip- inu merki og það dregur vörpuna aptur á bak. — Enskir botnverpingar þyrpast nú hingað og eyðileggja beztu fiskimið vor svo til stórkostlegra vandræða horfir. Einn daginn sáust 40 og hver sagan rekur aðra um yfir- gang þeirra og ófyrirleitni, þeir eyðileggja veiðarfæri manna o. fl., þeir veiða rjeft upp við landsteina. Þeim er sama, hversu mikill straumur er og hversu botnínn er ósljettur; þeir fara með ránshöndum inn á grynnstu víkur og voga. Þeir eru svo ósvífnir, að þeir vilja ekki einusinni skila aptur veiðarfærum manna, þegar þeir draga Þau upp. Það er grátlegt að útlendingum, án nokkurs ótta, skuli hald- ast þannig uppi með rán og ósvífni, Að þeim skuli líðast að steypa meginparti þjóð- arinnar í eymd og glötun; en þó er það enn hörmulegra að Færeyingar sjálfir skuli vera fúsir til þess að leiða ránsvarga þessa á bestu miðin og vera í vinfengi við þá, þeir eru svo lítilþægir að þiggja af þeim fisk, sem þeir hafa rænt frá þeim sjálfum-------já, og þakka þeim fyrir". í sama blaði er þess getið að það muni ekki verða blessunarríkt fyrir Færeyjar að hæna þangað mikinn fjölda útlendra ferða- manna og ástæðurnar eru taldar þessar. Að utlendingar sjeu allopt ókurteysir mjög og spilli siðum manna, að Færeyingar sjeu of auðmjúkir við þá og gjöri sig að andlegum og líkamlegum lítilmennum og lyddum í aug- um þeirra, og að of mikill tími fari frá nauð- synlegri vinnu í þeirra þjónustu fyrir tiltölu- lega lítið gjald. »Það er leiðinlegt« segir blaðið, »að á sumrin skuli annarhvor maður vera fylginaut- ur útlendra sjálfbyrginga og svo þykjast menn svo miklir af því, þetta sje svo mikil upphefð, að þeir vilja ekkert vinna að vetr- inum, eru of fínir til þess! En að þvo og bursta fætur útlendinga, það er heiðarleg vinna; þeir eru ekki of fínir til þess, þeir snúast í kringum þá eins og auðmjúkir þjón- ar — þrælar, elta þá eins og fylgispakir hundar, berhöfðaðir með húfuna í hendinni, auðmýktarlegir á svip, mælandi þeirn orðutn, er þfir eiga lítilmannlegust til í eigu sinri: „Til Tjeneste, mine Damer og Herrer". -—■ „Sie wíinschen, meine Herrschaften". ■— »J am atyour service, ladies and gentlemen« o. s. frv. Það er sagt að lítil stúlka í Noregi hafi verið spurð, hvað hann pabbi hennar hafi aðhafst í dag. — »Hann er alltaf aðbera vatn hjerna upp á klettinn* svaraði hún „og steypir því fram af brúninni, því útlendingum þykir svo gam- an að sjá fossa“. —- „En hún mamma þín?“ »Hún gengur fram og aptur neðan undir klettinum þarna og hóar og kallar. Ferða- mönnum þykir svo gaman að heyra berg- mál, þeir segja að það minni svo mjög á huldufólkið«. Yfir höfuð segir blaðið: „að Færeyingar eyði of miklum tíma í þjónustu útlendra ferðamanna fyrir oflágt kaup. „Það er áríðandi" segir blaðið a öðrum stað, „að gjöra allt, sem hægt er til þess að efla hjá mönnum löngun til þess að verða og vera nýtur og dugandi maður, starfandi maður, hugsandi maður, framkvæmdarsamur maður og ekki sist hófsamur maður; það þarf að kenna mönnum að fara vel með efni sín; það þarf að kenna þeim að elska þjóð- ina og fósturlandið og það þarf að kenna þeirn að varðveita heilsu og íje til þess að þeir verði færir um að vinna því gagn en þurfi ekki að verða því til byrði og nið- urdreps; en þessar dyggðir eru venjulega sljóvar hjá drykkjumönnum. Leiðandi menn í Færeyjum eiga því fyrst og fremst aðtaka alvarlega til starfa í bindindismálinu. ’að er gott að tala um bindindi sem nauðsyn- legt og viðurkenna það gott, en það er ekki nóg, ef algjörlega er legið á liði sínu í öll- um framkvæmdum. Hver einasti ættjarðar- vinur, hvort heldur er karl eða kona, er skyldur að berjast fyrir bindindismálinu; það verðum vjer allir að skoða sem okkar mesta áhugamál, okkar mesta velferðarmál. Ámeð. an vjer, svona fáir, gefum 100—150,000 kr. árlega fyrir áfengi og lítið er gjört i þa att, að stemma stigu fyrir slíkum ófönguði, á með- an eru það eintóm orð að tala um vellíðan og framfarir meðal vor. Jafn stórum fetum sem drykkjuskapurinn gengur áfram, jafn stórum fetum ganga Færeyingar aptur á bak. Það er sorglegt hversu margir af alira elnilegustu mönnum þjóðar vorrar falla fyrir þessari ástríðu; glatast í þessu hyldýpi sið- leysis og spillingar, sem áfengisnautnin hef- ur í för með sjer; og það menn af öllum stjettum. Það eru ótal glataðar mannsæfir, sem ættu að hvetja alla til þess að berjast fyrir bindindi og þetta virðast bindindisnxenn- irnir sjálfir ekki hafa hugmynd um fyllilega; það lýsir sjer best við ýmsar kosningar; þar ætti beinlínis að fara eptir því hvort hlutað- eigandi maður væii reglusamur eða slarkari. Og þá eru kennararnir í barnaskólum; þeir ættu að finna það sem heilaga skyldu sína að benda börnum á braut bindindis og reglu- semi; vjer skorum á alla góða menn, í guðs. nafni, að liggja ekki á liði sínu í þessu efni“. Víðar er pottur brotinn en á íslandi. Á. J. J.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.