Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 24.09.1898, Qupperneq 1

Dagskrá - 24.09.1898, Qupperneq 1
 III. M 10. Reykjavík, laugardaginn 24. september. 1 898, u, Dagskrá. Þar eð hvergi fæst nógu stór pappír í bænum verður Dagskrá hér eftir í sama broti og hún var næst á undan þessari stærð. Dagskrá kostap einungis þrjár krónur sjötíu og fimra aura. Yfirréttarmálaflutningsmaður. Undirskrifaður tekur að sér að flytja mál fyrir undir- og yfirrétti, að heimta inn skuldir og gera samninga. Hittist bezt frá kl. io—12 og 4—5 Hafnarstrœti 18. (Christensenshús. Einar Benediktsson. Ðagslcrá. kemur héreftir út hvern laugardag\ skrifstofa og afgreiðsla blaðsins verður til 1. október í „ Aberdeen" (við norðurendann á Glasgow), en frá þeim tíma í Tjarnargötu 1. Opin hvern virkan dag kl. 11 —12 árd. og 4—5 síðd. Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja blaðsins á afgreiðslustofunni, þegar þeir eru hér á ferð. Xil minnis. gœjarstjórnar-íxmdh: 1. og 3. Fmtd. 1 mán., kl. 5 síðd. Hátœkranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán., kl. 5 slðd. Forngriþasafnið opið Mvkd. og Ld. kl. 11—12 árdegis. Landsbankimi opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síð- degis. — Bankastjóri við kl. n1/*— 1V2. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnið'. Lestrarsalur opinn dagi. kl. 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugriþasafníð (í Glasgow) opið á sunnudög- um kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjóðurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. 1 hv. mánuði. Fasíir fundir í Good-Templarhúsinu. Mánud. kl, 8 síðd. »Verðandh Þriðjud. - — i>jBifröst'i Miðv.d. - — r>Einingin<í Fimtudag - — JDavid Ostlund Sunnud. kl. 6V4 síðd. Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. sfðd. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu. F'undir Framfarafélagsins á hverjum sunnudegi. kl. 4 síðd. Friðrik Friðriksson stud. theol. heldur guðsþjónustu hvern föstudag kl. 8 síðd. Frá útlöndum. Meffkasía skjal 19. aldarinnar. Tuttugasta og fj'órða ágúst síðastl. bauð Czar Rússa, Nicolas II., kanzlara sínum, greifa Muravieff, að afhenda öllum sendiherr- um í Pétursborg eftirfarandi skjal: „Eins og högum alls heims núhorfirvið stendur viðurhald almenns friðar, og léttir hins hófiausa hertýjakostnaðar, er nú ofþyng- ir öllum þjóðum, frammi fyrir stjórn ríkjanna svo sem hugsjón, sú er atorka hverrar stjórn- ar eigi að stefna að. Á þessa skoðun hafa hinar mannúðlegu og veglyndu hugmyndir hans hátignar keisarans, míns háa Herra, lát- ið fallazt. Stjórn keisarans er sannfærð um það, að þessi háa stefna kemur heim við það, sem öllum veldum ríður mest á og við þá skoðun, er þeim sé lögheimiit að fylgja, °g hyggur hún að einmitt þessi tími sé mjög hentugur til þess að leita, með sam- þjóðlegum ráðum, að hinum öruggustu ráð- stöfunum til þess, að tryggja öllum þjóðum þá farsæld, er af sönnum og langæjum friði stafar, og, um fram alt, til þess, að gera enda á hinum sívaxandi hertýjakostnaði þessa tíma. Á síðast iiðnu tuttugu ára skeiði hefir löngunin eftir almennum friði látið æ meir til sín heyra í meðvitund siðaðra þjóða. Menn hafa borið það fram, að tilgangur alþjóðlegra viðskifta ætti að vera sá, að vernda friðinn. í nafni hans hafa voldug ríki samið sín á milli öfluga bandamennsku. í þeim tilgangi, að geta því betur verndað friðinn, er það, að hafa aukið hermagn sitt í því hlutfalli, er engum samjöfnuði nær við það, sem áður var, og halda enn áfram að auka það, án þess að sjást fyrir, hvað sem til skal vinna. Eigi að síður hefir öll þessi víðleitni eigi fengið því orkað, að korna á hinni farsælu niðurstöðu hinnar þráðu frið- sældar. Fjárframlögumar, sem stöðugt verða hærri og hærri, bana almennri velmeg- un víð hennar eigin uppsprettu. Andlegum og líkamleg.im krafti þjóðanna, vinnu og fé er að mestu leyti stíað frá þeirri starfsemi, sem eðli hlutarins vísar til, og eyít svo að enginn arður verður af. Hundrpðum millióna er varið til þess að afla sér voðalegra eyðileggingar-véla; og þótt þær í dag séu vísindanna síðasta verk, liggur fyrir þeim á morgun að verða alls ó- nýtar, sökum þess, að eitthvað nýtt af sama tagi er fundið upp. Þjóðleg mentun, þjóð- leg framför og auðsafn eru annaðhvort al- gjörlega lömuð eða varnað viðgangs. Meir að segja, í sama hlutfalli og hertýjakostnað- ur hvers ríkis vex, í sama hlutfalli þverr því magn til að fá því framgengt, er stjórn þess vildi hafa áleiðis komið. Alment efna- hrun, er að miklu leyti stafar af því að her- týjakostnaði er haldið fram til hins ýtrasta, og hin stöðuga hætta, er fólgin liggur í þessu sífelda hertýja safni, eru að umhverfa hinum vopnaða friði vorra daga í þá merj- andi byrði, sem þjóðunum verður sífelt ó- bærari. Það virðist því auðsætt að. ef þessu yrði haldið áfram til lengdar, þá myndi það óhjásneiðanlega lenda í þeirri umturnan, sem allir óska að fá varnað, þeirri, er leiða myndi til þeirra skelfinga, sem hverri skyn- samri veru hlýtur að hrjósa hugur við að hugsa til. Að gera enda á þessum sífelda hertýja- kostnaði, og að leita ráðstafana til þess, að varna þeim hörmungum, sem vofa yfir öllum heimi — það er hin brýnásta slcylda, sem í dag er lögð á öll ríki. Gagnteknum af þessari hugmynd hefir hans Hátign þóknast að bjóða mér, að fara fram á það við þau ríki, sem hafa fulltrúa við hina keisaralegu liirð, að haldinn verði fundur, er talci þetta alvarlega mál til meðferðar. Með Guðs hjálp ætti slík- ur fundur að geta orðið farsæll fyrirboði; þeirrar aldar, sem opnast fer. Hann ætti að geta dregið saman í einn öflugan mið- punkt atorku allra þeirra ríkja, sem einlæglega leitast við að fá því framgengt að hugmynd allsherjar friðar fái sigri hrósað yfir því. er vandræðum veldur og missætti. Um leið mundi fundurinn tryggja samkomulag stjórn- enda með því, að sameina í einum líkama þær grundvallarreglur fyrir jöfnuði og rétti, er óhult tilvera ríkja og velferð þjóðannna hvílir á«. Bréf þetta er bein afleiðing af niðurstöð- unni, sem orðin er milli Spánar og Banda- ríkja. Rússum lízt ekki á blikuna. Engu fastalands veldi lízt á hana, Floti Cerveras var, að allra dómi, eins góður og jafnstór floti nokkurs fastalands veldis getur verið, en gegn Engilsaxakyni reyndist hann alls ónýtur. Rússar vita örlög sín fyrirfram á sjó ef í ófrið rekur við Engla, sem hafa all- an útbúnað í sjóher miklu fullkomnari en Bandamenn. Tíminn, sem valinn hefir verið til að gefa bréf þetta út, þykir eigi vel val- inn;því aðRússar eru nú að láta smíða viðbót við flota sinn fyrir 90 millíónir rúbla og láta smíða skipin á fjöldastaða um Norðurálfuna til þess að koma þeim sem fyrst á flot. Þjóðverjar hlæja að hugmynd keisarans. Frakkar leiða hjá sér, að dást að henni og að finna að henni. Englendingum þykir hún lofsverð í sjálfu sér í alla staði og þess verð, að stór- veldin taki hana til alvarlegrar yfirvegunar; en þykir hún koma úr óvæntri átt. Þeir óttast þegar fyrirfram að Þjóðverjar verði ekki með, né Frakkar að heldur, nema þá að þeir fái vissu fyrirfram um það, að þeim verði skilað aftur Elsass — Lothringen, sem þeir mistu 1871. Það er of snemt, enn þá, að geta í von- irnar um það, hver afdrif þessi uppástunga keisarans muni hafa. En það dylst engum hugsandi manni, hversu næmt hún muni snerta hjörtu þeirra þjóða, er herkostnaðar- okið liggur þyngst á, svo sem Þjóðverja, ít- ala og Austurríkismanna. Og var'ia fer hjá því, að stjórnendur þessara ríkja re^mi bráð- lega, að hér hafi öxi Rússlands riðið að rót þrívelda sambandsins með því afli, er hljóti að fella þá „diplomatisku" friðarreik. Upp- reistarandi þríveldanna hefir aldrei fengið annan eins talsmann eins og nú, Nicolas II. og má það mikið vera, ef skjal hans hefir eigi búið stjórnendum þessara ríkja þær stór- kostlegustu þrautir, sem þeir hafa enn átt við að véla á bandamennskunnar raunabraut. Þeg- ar þess er gætt, að þrívelda-sambandið var sett á laggir sérstaklega gegn Rússum, þá geta þeir, sem vita hvað utanríkis stjórnarathöfn þess ríkis er samvizkulauslega bein, farið því nokkurnveginn nærri, hver hinn eig- inlegi tilgangur þessa skjals muni vera. Að það kemur út í nafni keisarans, sem er frjáls- lyndur og hágöfugur stjórnari, er eðlilegt; hefði það komið út frá Muravieff sjálfum, sem reynst hefir nokkuð gleyminn á orð og samninga, myndi því lítill gaumur hafa gefist. Gétur Ítalía, þar sem nýbúið, er að bæla uppreist í blóði Langbarða, hins bezta kynstofns í ríkinu, skorast undan upp- ástungu keisarans, án þess að eiga á hættu að enn alvarlegri afleiðingar verði en þær, sem urðu í júní í sumarf Gétur Austurríki, með hinum mörgu Slavaþjóðum, sem stjórn þess lúta, skorast undan liinni göfuglyndu uppástungu hins mikla mannúðar-postula Slava? Hvernig fer þá um hina losalegu ríkisheild, sem allir bú- ast við að leysist sundur þegar hinn gamli keisari deyr? Gangi þessi ríki, til að vernda tilveru sína, að uppástungu Rússakeisara; hvað verð- ur þá um Þýzkaland, frumkvöðul þrívelda sambandsins gegn Rússum? — það, sem Muravieff liggur á.........Einangrað, Sir Herbert Kitchener, yfirforingi herferð' ar Engla og Egypta á liendur Mahdi, Mú- hameds fulltrúa, og einvalda yfir Dervist- bandamönnum um efri- Nílár dalaveldi, vann 1. september, þann sigur á alher hins "blóð- fræga" þrælamangara, nærri höfuðborg hans, Omdurmann, skamt fyrir norðan Khartum, þar er Gordon féll, að, af 35,000 manns, eða þar um bil, voru drepnir 11,500 en 16000 særðir. Stóð bardaginn heilan dag. Mahdi komst undan á flótta með kvenna skara sinn, en er eltur svo hart, að aðal- kona hans er orðin féndum hans að her- fangi; og búist við, að honum verði náð í eyðimörkunum í Kordofan, þangað er menn vita að hann hefir flúið, áður en hann kemst til E1 Obeid, höfuðborgarinnar þar, þar sem hann hefir setulið. í þessum bardaga lét hinn sameinaði her Engla og Egypta um 400 manns! Allir, og Kitchener sjálfur hvað mest, dáðst að lireysti og hugrekki Dervista, sem létu skjóta sig niður til síðasta manns, stand- andi kringum hinn svarta fána Mahdis, er þeir vissu að hann sjálfur var flúinn. En stórkostiegustu hreystiverkin í bar- daganum vann riddarasveit (Lancers) frá Lancashire í Englandi, Þeir voru 300 sam- antaldir, áttu að hjálpa til að óvinaherinn ekki kæmist undan suður á við til Kordof- an; þeim lenti óvart saman við 8000 Der- vlsthermenn og þutu jafnskjótt á harða stökki gegnum miðjan hinn óvíga her á móti þeim, rufu hann sundur við fyrstu at- rennu, og snéru jafnharðan við aftur ogtólcu hann í opna skjöldu og splundruðu á ring- ulreið því, er eftir stóð af honum, en létu sjálfir 70 manns drepna og særða. Þetta var í fyrsta skifti að þessi nýja hersveit enskra riddara var í bardaga. Með þessum bardaga og flótta Mahdis er alt veldi hans í hendi sigurvegarans. En nú koma fregnir sunnan frá Fas- hoda, sem er fjölbýl borg við Hvítu-Níl 300 enskar mílur suður frá Khartum, sem geta orðið að þýðingarmiklum viðburðum í sögu Norðurálfunnar. Fám dögum áður en Kitchener kom með her sinn til Omdurmann, hafði Mahdi heyrt það borið í fregnum, að herflokkur hvítra manna hefði tekið Fashodaborg. Mahdi sendi þegar í stað tvö gufuskip til að fá vissu um það, hvað satt væri í sögu. Ann- að þessara skipa kom aftur um morguninn 7. þ. m., til að flytja Mahdi fréttirnar, en saknaði vinar í stað, því að Kitchener var nú orðinn láðlávarður þar, er Mahdi var áð- ur, svo gufuskipið gafst upp. Skipstjóri seg- ir frá þeirri sögu, að þegar hann kom til Fashoda hafi hvítir menn haft borgina i valdi og hafi þeir skotið svo í hríð á skip sitt, að það hafi nauðulega koinist undan, | með marga drepna og særða. Þessir livítu menn hélt skipstjóri að væru Frakkar, og kúlurnar, sem skotið hafði verið í skipið, ætla menn að séu frá Frakklandi. Framhald á bls. 40. Mannúð! Það hefir mikið verið rætt og ritað ut- an þings og innan um fátækra löggjöf vora, „Þó varla nokkur viti enn, hve varlegt ráð þeir hitta". Eg ætla nú ekki að fara ’angt út í þá sálma, því ég er lítill „pólitikus", en það var annað, sem mig langaði til að gera athugasemd um og það er raarmúðin, eða þó öllu heldur mannúðarleysið, sem gengr ur oft og ósjaldan eins og rauður þráður gegnum gjörðir sveitastjóranna. Égætlaekki að minnast á öll þau svik og hrekki, sem þær hafa í frammi hver við aðra, sveitarstjórnirn- ar, sem yrði bágt upp að telja eins og Jon vídalín segir um vélabrögð satans. En það var annað, sem ég atlaði að hafa hugann við og það er hvernig sveitastjórnir beita sinni pólitík innra hjá sér gagnvart þurfamönnum, þessum vesalingum, sem svo átakanlega eru uppá mennina komnir, og verða að skríða líkt og ormar upp að hásæti hinnar heiðruðu sveitastjórnar, biðjandi hana um brauð fyrir sig. og sína, þetta er þung reynsla hverjum sem hefir óspilt hjarta, að verða þannig að lifa upp á annara reikning, en „það sem verður að vera, viljugur skal hver bera“. Þess má vel geta, að öll von er til þó bændum ofbjóði þau hin miklu sveitar-útsvör, sem alt of víða fara sívaxandi, svo til stórra vandræða horfir, enda eru þau gjöld satt að að segja oft með nauðung úti látin, og frem- ur litið á það að geta með einhverju móti, rað er, föð- eru losast við það, heldur en að líta : þurfamanninum er þægilegast. Það eru til þrennskonar þurfamenn: 1. börn. Hafið það hugfast, heiðruðu sveita- menn, að láta fara vel um blessuð börnin, þessa munaðarlausu smælingja, sem þið eigið að ganga f foreldra stað, alið þau upp í mentun og siðgæðum sem mögulegt þið njótið þess seinna, sveitir ykkar og urlandið. 2. eru þeir menn, sem búnir að slíta sér út með ærlegu erfiði, hvort sem þeir hafa haft marga eða fáa fram að færa, þá hefir vinna þeirra lent einhversstaðar í góðar þarfir. Ellegar þeir eru svo farnir að heilsu og kröftum að þeir eru ekki færir um að vinna sér brauð. Þá er 3. flokkurinn, — óskandi að hann væri ekki til — sem hafameð svalli og óreglu leti og ómennsku eytt sínum góðu æfiárum, án þess að hafa minstu hug- mynd um framtíð sína eða vera náunganum til uppbyggingar, það er von þó bændur hleypi brúnum, er þeir eiga að fara að for- sorga slíka pilta. Ég ætla þá að vílcja máli mínu að hinum sönnu þurfamönnum, við þá er eklci kannast sem vera skyldi og skal ég með dæmi leyfa mér að skýra þetta dá- lítið. Maður nokkur á 6 börn, sitt á hverju

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.