Dagskrá

Issue

Dagskrá - 01.10.1898, Page 3

Dagskrá - 01.10.1898, Page 3
43 ir fyrir hvern sem nennir því, en þó skemti legust vegna ritnefndarinnar. Hana nú, þar kom kaffið og bolla með úr Félagsbakaríinu, svo ég verð að hætta, B. G. Ferðapistlar. Eftir Sig. Júl. Jóhannesson. III. Fyrir framan íbúðarhús hr. Thorsteins- sons var laglegur garður og gosbrunnur í með stórri skál, er fylla mátti af vatni; var hún steyft úr kalki og stóð á háum fæti. Vatnsrennur lágu ofan af landi og nið- ur; svo ekki þurfti annað en að láta endann út á skip, er við bryggjurnar lágu, opna hann og láta renna úr honum vatn eftir vild. Tröppur eru ágætar iremst af bryggj- unni niður á sjávarbotn til þess að ganga UPP og ofan þegar lágsjávað er. Vörugeymsluhús sáum við stærri á Bíldudul en á nokkrum stað öðrum. Það er ýkjalaust töluvert á annað hundrað álnir, líklega 120—130. Eftir því þveru og endi- löngu liggja sporbraulir og ganga sporvagn- ar. Fyrir ofan kaupstaðinn var ágætur veg- ur nýlagður, sem okkur var sagt að gjörður hefði verið einungis til þess að kaupstaðar- búar gætu gengið eftir honum sér til skemt- unar. Við komum inn á veitingahús á Bíldu- dal og báðum þar um miðdegisverð. Var það viðstöðulaust látið í té og hvergi kom ég á veitingarhús á leiðinni, þar sem jafn- rausnarlega var framborið og þar, nema hjá Kristjáni Hallgrímssyni á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum: Á meðan við dvöldum á veitingahúsinu á Bíldudal, komu þangað 4 farþegar af „Thyru“, sem við þektum. Þeir kváðust vera þyrstir og báðu um „bjór“, en hann var ekki til. „En brennivín þá?“ spurði sá, sem orð hafði fýrir þeim. „Nei". „En Cognac?" „nei", „en Whisky?" „nei, ekkert áfengi, en limonade og sodavatn er til, og ’pað er gott við þorstanum", sagði gestgjaf- inn. En það var ekki þeirra drykkur. Þeir fóru sneyftir út og bölvuðu veitingahúsinu, bölvuðu gestgjafanum, bölvuðu kaupstaðnum bölvuðu yfir höfuð öllu, sem þeim datt í hug og ég held nærri því sjálfum sér. Ég hefi aldrei séð mönnum verða eins mikið um, þótt þeim hafi brugðist vonir sínar. — Gestgjafinn er Björn Leví, skósmiður, Númer voru á húsum á Bíldudal en ekki gátum við séð eftir hvaða reglu þeim var raðað niður. Það var svo að sjá sem gengið hefði verið með töluspjöldin um kaupstaðinn og þau sett á húsin rétt af handhófi. Okkur kom þá saman um að sannleikurinn myndi sá, að alt af væri bættvið nýrritölumeðnýju húsi þannig að hæsta talan væri á því hús- ínu, er sfðast hefði verið bygt. Hvort það er rétt tilgáta skal ég ekki segja með vissu cn þó hygg ég svo vera. Það má vel vera að mönnum þyki það sumt lítilsvert, er ég nefni bæði á þessum stað og annarsstaðar og ekki í frásögur færandi og skal ég ekki deila um það; en ég álít að það eitt aðal- skilyrðið fyrir því, að framfarir eigi sér stað hvort heldur er í sveit eða við sjó hvort heldur í smáu eða stóru, að öllum sé sem kunnugasCfyrirkomulag annarsstaðar á land- inu, tii þess að geta tekið það sem bezt er og lagt niður það sem miður má fara. Og ég hika ekki við að láta þá skoðun í ljósi að á Bíldudal megi margt læra. Þá komum við á Dýrafjörð en þar höfðum við svo stutta viðstöðu að við gátum lítið skoðast um. Við komum heim til Ad. Wendils skólabróðir okkar og hefi ég hvergi komið þar, er eins sé ríkmannlegt innanhúss og hjá föður hans. Veður var hið versta, á meðan skipið lá þar var hávaða stormur og regn, en þó fóru 2 drengir á að gizka 8— 10 ára langt út á fjörð til þess að vitja um kolanet á svo litlum bát að ég hefi aldrei séð annan eins. Mér datt í hug vísan um 8 ára gamla drengin sem tók öskutrogið hennar mömmu sinnar og fór á því út á sjó. En knálega réru þeir drengirnir og var auð- sætt að þeir höfðu reynt þetta fyrri. Litla skelin stakst á stafna þegar þeir féllu á ár- ar en að öllu fóru þeir sem vanir menn væru. Á dýrafirði er hvalveiðistöð hr. Bergs, inn- arlega við fjörðinn en þangað gátum við ekki komist og þótti illt. Veður var dimmt og við griltum aðeins í heljarmikla byggingu kolsvarta og gaus þar upp reykur ógurlegur. Fyrir 50 árum. Ef leiði’ ég þig, lesar góður, að litlum skjáglugga, þar sjá muntu svein nokkurn inni, er situr á fleti. Á bréfi í hendi sér heldur, en hvað þar er ritað, það verðurðu’ að segja þér sjálfur, ég sé það ei gjörla. Ég þykist þó vita með vissu að vel sé þvf fagnað; hin broshýru ungmennis augu því ósjálfrátt lýsa. Hann las það upp aftur og aftur, en altaf í hljóði, svo fátt af því fæ ég að heyra, þótt forvitinn hlusti. Á endanum óglögt ég heyrði, það endaði svona: „Að endingu óska’ eg þér heilla og endurgjalds vænti". Og loks þegar lesið hann hefir, hann lýkur upp kistli; þar lcemur upp kálfsblóð í glasi Og knífskorin fjöður. Svo byrjar hann bréfinu’ að svara og bros er á vörum; ég sé það á svip hans og æði, hann sæll þykist vera. En hann þegar nýbyrjað hefir er hrundið upp dyrum og inn kemur öldungur grettur, sem ungmennið þekkir. Og eldar úr augum hans brenna, hann upp reiðir hnefann og þrumar með þjórdimmri röddu. »Nú, þú ert þá hérna! Minn þræll ertu, það skaltu vita, ég þig hefi leigðan; þú situr af sjálfum þér vinnu, en svíkur þinn herra. Þú sem ert annara eiga og átt þig ei sjálfur, skapaður skóflu að bera, við skriftir þú situr! Ég því lofa’ og það mun ég efna að þú skalt ei oftar skemta þér skrifföngin viður; ég skal þau öll brenna". Og sveinninn sem hugstola hlýddi, á harðstjórans ræðu, þrunginn af þykkju og harmi, en þorði’ ekki’ að mæla. Og skriffiöngin skálkurinn tekur og skundar í burtu, en sveinninn, sem einn stendur eftir, er aleigu sviftur. Á gólfinu’ hann stundarkorn stendur og stynur við þungan; það sést ei hvort sigurinn hlýtur, sorg eða gremja. Um síðir við sjálfan sig mælir með svellköldum rómi: „Ég aldrei skal undan þér láta, nei, aldrei, nei aldrei! Á meðan að fugl hefir fjaðrir og fæ ég hann veiddan og blóðið mér endist í æðum, ég aldrei skal hætta 1 “ Og út síðan ungmennið gengur og úti er lengi, og hlægjandi hann kemur aftur og heldur á fjöður. Hann sezt niður; sjáið þið bara! hann sýzt vantar ráðin, á handlegg sér æð eina opnar, svo úr henni drýpur. Og blóð sitt að bleki hann hefir, það blek á hatm sjálfur það fær enginn frá honum tekið unz fjörið hann missir. Það sjá má á sveininum unga, þótt sárt væri leikinn, að sterkur er stálharður vilji, já, sterkari flestu. Sig. Júl. Jóhannesson Fróðleikur. Sjóorustur á síJustu öld. í sjóorustunni við Abukir 12 ágúst 1798 milli Englendinga og frakka, voru 16 skip ensk, en 17 frakknesk. Frakkneski sjóliðs- foringinn Brueys féll, 9 skip tóku Englend- ingar, 4 sukku; helmingur af liðinu féll. Eng- lendingar mistu 900 manns, orustan stóð yfir í 17 klukkustundir. í sjóorustunni við Traf- algar 21. október 1805 féll Nelson sjóliðsfor- ingi, en Frakkar og Spánverjar mistu 23skip, 7000 manns; af Englendingum féllu 2500 manns, sjóorustan stóð yfir í 4 klukkustundir. I orustunni við Navarino 29. október 1827 mistu Tyrkir og Egyptar 26 skip og 6000 Tyrkir féllu. Hvers vegna tindra stjörnurnar? Því valda loftstraumar eða bylgjur í gufuhvolf- inu. Ljósið brotnar á þeim áleiðinni í gegn- um gufuhvolfið. Þessar bylgjur, sem eru ör- litlar, geta menn séð í góðri „fjarsjá". Róntgentsgeislarnir hafa engin áhrif á mannsaugað, en þar á móti virðast þeir hafa áhrif á skorkvikindaaugun. Ef menn láta t. d. býflugu í öskjur, sem þannig eru gjörðar að annar endinn er úr tré, en hinn úr blýi, og lætur x-geislana skína á þær, þá flytja skor- dýrin sig öll í blýendann, því x-geislarnir komast ekki í gegn um það. Til ,þess að sanníærast um að það eru augu dýranna, sem x-geislarnir hafa áhrif á, hafa menn tekið augun úr skordýrunum og hafa þau þá ekki hreift sig, þótt geislarnir hafi verið látnir skína á þau, Elzti háskóli heimsins er í Kairo í Afriku; hann er stofnaður árið 975. Sagan í Kína. Eins og sumstaðar annarsstaðar eru menn kostaðir af opinberu fé í Kína til þess að skrifa sögu þjóðarinnar, en því fylgja nokkrar kreddur. Sá sem á að rita söguna, er skyld- ur að skrifa alla merkustu viðburði og segja frá hlutdrægnislaust, en jafnskjótt sem einhver atburður hefir verið bókaður, er það sem ritað hefir verið um hann læst niður í járn- benta kistu, og þar er allri sögunni safnað þangað til sú konungsætt, er að völdum situr er útdauð, þá gefst mönnum fyrst kostur á að heyra hana. Þetta er gjört til þess aðsöguritar- arnir geti óttalaust sagt lof og last um við- komandi stjórn, og sagan þannig orðið áreið- anleg. Stjórn sú, sem nú situr að völdum í Kína hefir ríkt síðan 1644 og á því tímabili þekkja menn enga sögu Kína. Stýrimannaskólinn. 12. sept. skip- aði landshöfðingi Pál Halldórsson annan kennara við stýrimannaskólann frá 1. okt. Skipstrand. Þilskipið „Bloe Bell', 19. smálestir að stærð, rak á land upp 26. sept. og molbrotnaði. það var nýlega komið héðan frá Reykjavík með vörur og ýmsan flutning. Skipið átti Finnbogi kaupm. Lár- usson í Gerðum. Einn maður drukknaði er Einar hét Jónsson bóndi frá Endagerð.i en 3 var bjarg- að. Holdsveikraspítalinn, Sæmundur læknir Bjarnhéðinsson er nýkominn suður. Guðmundur ráðsmaður Böðvarsson er í óða önn að kaupa inn ýmislegt fyrir spítalann. Þegar hafa sótt um inntöku langt yfir 60. Byrjað verður að nota spítalann n.oktober. Heiðursgjöf úr styrktarsjóði Chr. konungs níunda hafa fengið á þessu ári.- Árni bóndi Þorvaldsson á Innrahólmi og Vigfús bóndi Jónsson á Vakursstöðum í Norðurmúlasýslu 140 kr. hvor, fyrir lofsverðan dugnað í jarðbótum. Þóroddsstaður í Köldukinn er laus. Landshöfðingi hefur veitt séra Luðvig Knudsen lausn Irá embættti án aptirlauna. Landeyjaþing veitti landshöfðingi 12. sept. séra Magnúsi Þorsteinssyni er þar hefir verið aðstoðarprestur. Kjötverð hér í bænum er nú 16 og 18 aura pd.; má það heita gott bæði fyrir kaupanda og seljanda. Ættu þeir sem kjöt selja, að mynda félag með sér og láta þetta kjötverð haldast. En því miður er ekki að bú- ast við slíku. Það hefir svo ávalt gengið, að sumir af kjötkaupm. hafa legið á því lag- inu, að fella verð á kjöti þar til það erkom- ið niður í það verð, sem bændur ekki geta unað við. Sagt er að kjötverð sé 16, 18 og jafn- vel 20 aura í verzlunum á norðurlandi, og kváðu bændur geta komið út svo miklu fé sem þeir þurfa, því kjöteklakvað vera erlendis nú fremur venju. Hitt og þetta. Hjátrú með ketti. í Tyrol trúa menn því, að þær stúlk- ur giptist snemma, sem þykj . vænt-.iun ketti. Og ef ketti er kastað útbyrðis á sjó þá bu- ' ast menn við fellibyl. í Pensylvaniu Dutch. Ef köttur er lengi að þvo sér þá veit það á gott veður. En ef köttur liggur við ofn og snýr hryggn- um að honum, veit það á illt veður. Hver sá, sem amast við ketti, verður grafinn í vondu veðri. Ef köttur hnerrar 3 sinnumþá verður allt heimilisfólkið innkulsa. f Þýzkalandi þykir það ekki gott að dreyma svartan kött um jólin; það veit á veikindi. Ef að rignir á brúðkaupsdaginn, þá er það af því að brúðurin hefir gleymt að gefa kett- inum góðan og mikinn mat. Þegar írar flytja sig búferlum, einkum sé það yfir vatnsfall, þá taka þeir ekki kött- inn með. Eins er það í Danmörku. I Noregi vænta menn þess, að gestur ur komi, þegar kötturinn þvær sér. Ef „tauið" rignir úti, er það álitið stafa frá því að húsmóðirin hafi verið slæm við köttinn. Skotar trúa þvíað „rós“ (bóla) batni efíeyra á ketti sé skorið og blóðið úr því núið um hinn veika stað á líkamanum. Einnig er þess gætt á Skotlandi, að láta köttinn fara fyrstan inn í hús, sem fólk flytur sig í svo han n taki tilsín sóttkveikjuefni, er þar kunna að vera. Vikan sem Ieið. Laugardagur. Suðaustanstormur allan daginr og oftast regn.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.