Dagskrá - 15.10.1898, Síða 1
Dagskrá kemur út á hverj-
um laugardegi, kostar 3,75
(erlendis 5 kr.), gjalddagi 1.
október.
DAGSKRÁ
Afgreiðsla og skrifstofa er
Tjarnargötu 1, opin hvern
virkan dag kl. 11 —12 og
4—5 síðd.
III. M 13.
Reykjavík, laugardaginn 15. október.
1898.
Til minnis.
Bæjarstjórnat-fundir i. og 3. Fmtd. í mán.,
kl. 5 síðd.
jFdtœkranefndar-hmá'n 2. og 4. Fmtd. f mán.,
kl. 5 síðd.
ForngripasafniS opið Mvkd. og Ld. kl. 11—•
12 árdegis.
Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til
2 slðdegis. — Bankastjóri við kl. ii1/*—
i1/*. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1.
Landsbókasafnid'. Lestrarsalur opinn dagl. kl.
12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl.
3 síðd. — Utlán sötnu daga.
Ndttúrugriþasafnið (í Glasgow) opið á sunnu-
dögum kl. 2—3 síðd.
Söfnunarsjódurinti opinn í barnaskólanum
gamla kl. 5—6 síðdegis 1, Mánud. í hv.
mánuði.
Fastir fundir í Good-Templarhúsinu.
hHlím Mánud. kl, 8 síðd.
»Verðandh Þriðjud. - —
nBifrösh Miðv.d. - —
•stEiningim Fimtudag - —
David 0stlutid Sunnud. kl. 6V4 síðd.
Bindmdisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag
hvers mánaðar kl. 81/* síðd.
Barnaguðspjónusta hvern dag kl. 10 árd.
Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu.
Fundir Fratnfarafélagsins á hverjumsunnu-
degi. kl. 4 síðd.
Til allra auglýsenda
D agskrá tekur auglýsingar fyr-
ir það verð sem hér segir:
Hverja línu með meginmálsletri (Corp-
us), ef minna er auglýst en / þumlung-
ur 10 aura.
Hvern þumlung, alt upp aðj þuml. jo a.
Hvern þuml. ef augl. er j—10 þuml. 60
aura.
ogsé auglýst meira en tíu þuml. þá jo a.
og þar að auki afslátt, ef oft er aug-
lýst.
Þetta er svo lágt auglýsingagjald, að
allir ættu að sjá sér hag i því að aug-
lýsa í Dagskrá, þar sem það erþriðj-
ungi ódýrara en í sumum hinum
blöðunum og jafnvel meira.
Þakkarávörp verða tekin fyrir sama
verð.
Hærra.
Hetjum merki vort hátt
syngjum sigurlag dátt
tengjumst tí-sterku einingarbandi.
Elskum drengskap og dygð
hötum hræsni og lygð —,
hrekjum kúgunaranda úr landi,
Horfum ófeimnir hátt,
lengur krjúpum ei lágt;
föllum eigi að harðstjórans fótum.
Sjáið fjallvættafans
stíga darraðar-dans
svo að dunar í björgum og gjótum.
Óma frelsis-ljóð fríð. —
Út við sæ, upp við hlíð,
ljómar árroði fegurri tíða.
Bráðum útrennur öld,
þá sé alls þessa kvöld
er vér eigum við þungbært að stríða.
Berum höfuð vor hátt.
Lifum saman í sátt,
vörumst alt það er vakið fær greining.
Réttum hjálpandi hönd,
hverri aðþrengdri önd;
ávalt höldum við sjálfstæðri meining.
Heyrum nútímans nið.
Sjáið menningar sið. —
Allra þjóðar er orðtækið „hærra“. —
Yfir urðir óg grjót,
flytjum einhuga fót.
Einnig vér skulum keppa’ að því stærra.
Lárus Sigurjónsson.
Til hr. Eiríks Magnússonar.
H. ritstjóril Viljið þér leyfa lín-
um þessum rúm í háttvirtu blaði yðari
Það er mér þvert um geð, að fara
að eiga neitt stímabrak við hr. Eírík
Magnússon út af grein hans um „víl-
mögur" í Dagskrá þ. 27. júlí, enda er
nú langt um liðið. En mig hálflangar
þó engu að síður að láta það sagt
verða, að hr. E. M. hefir algjörlega
rangt fyrirsér, þar sem hann segir, að orð-
ið víl-mógr sé getgáta, af því að ekki
standi broddur yfir i-inu í hdr. Það veit
hver, sem átt hefir við hdr., að brodda
í handritum er lítið að marka, og að
þá vantar oftast. í Konungsbók Eddu-
kvæða standa þeir reglulaust. Á sömu
síðu, sem vil- stendur, stendur ritað
likn, = líkn, glikir = glíkir, og aftur
hins vegar fírna (io„) = jirna. Hér
eru ótal dæmi. Vil- má því jafnt lesa
víl sem vil; þetta hélt ég að hr. E.
M. vissi eins vel og ég.
Þarnæst vildi eg sagt hafa, að víl-
mögr, sem allir — það er ekki ég einn,
sem hefi lesið svo — hafa lesið svo
og skýrt á einn veg, er gamalt og al-
kunnugt orð, og það gefur ágæta hugs-
un, þar sem það er (sömu hugsun og
E. M. fær með sínum lestri). Orðið
vilmagi er tilbúningur hr. E. M. sjálfs;
orðið finnst hvergi í fornu máli né nýju,
prentuðum bókum eða óprentuðurn.
Þetta er næg ástæða til þess að hafna
orðinu, þegar þar að auk ekkert er
unnið með því, að hafa það hér á þeim
stað, er um er að ræða, En það er
þar að auki margt fleira móti því haf-
andi, en það er ekki blaðamál.
Alt eldhússhjal hr. E. M. má hann
eiga sjálfur; það er alt hans eigin til-
búningur, og ég viðurkennni ekki, að í
vísunni, sem um er að ræða, sé átt
við neitt, sem hangir uppi í eldhúsi til
reykingar. Þar með er loku skotið fyr-
ir neinji árangur af viðræðum milli
okkar um þann hlut.
Það þykir stundum bregða fyrir
smekkleysum í fornum kveðskap —
sem ég þó álít mjög sjaldgæft —, en
reyktir kálfsmagar finnast ekki þar.
Þeir eru 19. aldar matseld og þó eða
því lítt girnilegir til fróðleiks.
Khöfn., í sept. 1898.
Finnur Jónsson.
Lovisa Danadrotning.
Með Láru fréttist lát LovÍ6u Dana-
drotningar; hun lézt 29. september eft-
ir langa legu í vatnssýki. Hún var
81 árs að aldri og hafði verið gift
Kristjáni konungi í 56 ár. Hún var
mörgum góðum kostum gædd og þótti
vera atkvæðameiri en maður hennar, og
sumir telja hann eiga henni það að
þakka, að hann var viðurkendur sem
konungur Dana. Sambúð þeirra hjóna
var fyrirmynd og þau áttu svo miklu
barnaláni að fagna, að dæmafátt mun
vera. Þegar lát drotningar barst hing-
að, var flaggað í hálfa stöng og kennslu
hætt í öllum skólum nema prestaskól-
anum.
í Frakklandi er naumast um
annað talað en Dreyfus. Eru allharðar
deilur meðal manna um það, hvort
taka skuli mál hans fyrir að nýju eða
eigi; og verður það ekki gjört nema
því að eins, að hæsti réttur telji það rétt, en
þá verður Dreyfus að vera sjálfur við-
staddur samkvæmt lögum Frakka, og
þá verður hann sóttur frá Djöfulsey.
Hann hefir verið þar í 4 ár. Hershöfð-
ingjarnir gjöra alt til þess að sporna á
móti því að Dreyfusmálið verði rann-
sakað af nýju og ofsækja Piequert af
alefli; en hann hefir gjört alt mögulegt
til þess að sanna sakleysi Dreyfusar,
eins og Emil Zola og leiða í ljós sví-
virðu Esterhazy. Hertoginn af Or-
leans rær undir eftir megni; því hann
telur sig réttborinn til ríkiserfða á
Frakklandi og vill fyrir hvern mun að
uppreisn verði; því þá hefir hann von
um að geta komist til valda. Hann
hefir samið ávarp til þjóðarinnar
þar sem hann reynir að ófrægja ráða-
neyti Brissons. Hann segir að það
vilji láta endurskoða Dreyfnsmálið í ill-
um tilgangi.
P. Holm skraddari er nýlega
dáinn úr lungnabólgu. Hann var, eins
og flestir vita, ákafur jafnaðarmaður og
hafði verið settur í varðhald fyrir tveim
mánuðum fyrir grun um óráðvendni,
og þar dó hann.
Feliibyljir ákafir hafa geisað á
Vestureyjum um miðjan f. m. 300
manns létu líf sitt og fjöldi húsa hrundi
til grunna.
Embættisveiting. Eskifjarð-
arlæknishérað var veitt 26. f. m. Bjarna
Jenssyni lækni í Vestur-Skaftafellssýslu.
Kína. Þara hefur verið róstusamt
að undanförnu.
Tveir flokkar, sem eru andvigir;
hvor öðrum, hafa átt í brösum saman
er keisari annars vegar og hans fylgis-
menn; þeir vilja semja sig sem mest að
siðum Evrópumanna en hins vegar keisara-
ekkjanog Li-Hing-Chang, stjórnmálamað-
urinn mikli. Hann vill halda öllu sem
lengst frá áhrifum Evrópumanna".
Englendingar styðja keisarann en
Rússar Li-Hung-Chang.
Sagt erj að þau ekkjan, og hann
hafi nú orðið ofan á og keisarinn sé
tekin fastur og hafður í fangelsi. Lausa-
fregnir hata jafnvel borist um það, að
hann myndi hafa verið myrtur, en á
þeim er ekkert að byggja. Enn aðrir
kveða hann hafa flúið og segja að
gjörðir hafi verið út menn til þess að
leita hans. Öll blöð eru í uppnámi út
af þessu, einkum ensku blöðin, vilja
þau láta ensku stjórnina skerast í leik-
inn.
Krít. Þar eru altaf uppþot öðru-
hvoru og þykir útlitið ískyggilegt en
sagt er að stórveldin ætli sér að taka
í taumana, ef þessu fer fram.
Tveir stjörnieysingjar frá Ítalíu,
urðu fyrir skömmu uppvísir að því að
sitja á svikráðum við krónprinsinn og
ætla að ráða honum bana. Þeir voru
teknir fastir í Vfnarborg; fjöldi stjórn-
leysingja hefir þess utan verið tekinn
fastur á Ítalíu, jafnvel svo hundruðum
skiftir. Kúgunin og eymdin sverfur nú
svo að alþýðunni, að þeir þykjast ekki
mega horfa á, án þess að aðhafast eitt-
hvað, og ráðið er það að drepa og
eyðileggja.
Vesuvíus á Ítalíu hefir gosið og
valdið æfar miklu tjóni. Hraunið hefir
runnið miklu lengra en nokkru sinni
áður og öskufallið voðalegt. Hraunleðj-
an er >/2 míla að breidd, en klofn-
ar skamt frá gígnum og er hver kvísl
um 50 metra á breidd.
Hraunið rennur áfram 35 metra á
klukkustundinni Drunur og dynkir
voðalegir í gígnum og stendur mönnum
af hinn mesti ótti sem von er.
Búfræðis-
Og
búnaðarbálkur.
111.
Jarðvegurínn og jurtalífið.
Hitinn í jarðveginum stafar aðal-
lega frá sólunni. Aðeins lítilsháttar hita-
myndun á sér stað í jarðveginum sjálf-
um, af ýmiskonar efnabreytingum, sem
þar fara fram. Einnig leiðist ávalt
lítið eitt af hita út frá jörðunni sjálfri.
Það er þessum hita að þakka að jörð-
in er víða þíð undir klaka á vorin,
þegar leysir af, og leysist þar klakinn
af yfirborðinu og jarðveginum engu
síður af hlýindum að innan en af regni
og sólarhita að ofan.
Aðal hitauppsprettan í jarðvegin-
um er sólin. Hún er viðhald alls lífs
á jörðunni. Hún sendir jarðveginum
ilgeisla og hitar yfirborðið fyrst, og
leiðist svo hitinn smám saman nið-
ur í jarðveginn. Er hitinn ávalt mest-
ur næst yfirborðinu á jarðveginum.
Loftið umhverfis jörðina fær ekki hita
sinn beinlínis frá sólunni heldur óbein-
línis. Hitageislar sólarinnar fara í gegn-
um andrúmsloftið til jarðarinnar, en
án þess að verma það minnstu ögn.
En svo sleppir jörðin aftur hitanum út
frá sér og vermist þannig loftið næst
jörðunni óbeinlínis frá sólarhitanum.
Eftir því sem lengra dregurútfrájörðunni,
eftir því er andrúmsloftið kaldara.
Því er eins varið með hitalát jarð-
arinnar og líkama mannsins, að eitt eða
annað, sem leiðir illa hitann, getur skýlt
og varið hana hitaláti, svo sem snjór,