Dagskrá

Issue

Dagskrá - 22.10.1898, Page 2

Dagskrá - 22.10.1898, Page 2
54 Flestir, sem hafa lært hér sjófræði munu kannast við , að þeir brúka hér um bil aldrei astronomiskar observationir meðan á fiskiveiðum stendur, og þótt þessir menn ættu að fara á milli landa mundu þeir eigi brúka annað, en „be- stikkið “ og að rétta það, með því að athuga sólina í hádegisstað og reikna út hina observ. breidd. NB. — þegar sóiin sést. Þessi reikningur er ekki örðugri en það, að margir farþegar sem farið hafa milli íslands og Danmerkur fyrrum á seglskipum, gjörðu sér það til dægrastyttingar, að læra þennan reikning með tilsögn skipstjóra og á mánaðarferð voru þeir góðir, og skildu hvað þeir voru að gjöra, en sjómenn voru þeir ekki fyrir það, þótt máske sumir væru fult eins góðir og þessir 4 mánaða yfirmenn, sem ísland á að taka sér til þakkareins og margtfleira. Hvernig í dauðanum á að útvega öllum þeim mönnum stöðu, sem þyrp- ast á skóla þennan hinn nýja; 60—80— menn á þessu litla svæði byrja hann— þeir koma með sín skjöl, vottorð frá skipstjórum og prestum og ef maður- inn hefur siglt í þessa 4 mánuði, þáer alt gott. En hvernig stendur á þesum 4 mánuðumf Ætli það sé ekki komið frá okkar góðu Dönum. Þar stendur einhversstaðar. Enginn fær leyfi að sigla sem stýrimaður, nema hann hafi siglt í 3 ár og þar af á hann að hafa siglt í það minnsta 4 mánuði sem full- kominn háseti „fnldbefaren matros" og hafa siglt 3 ferðir til íslands, Græn- lands, eða eina ferð suður fyrir Horn á Suður-Ameríku eða Góðrarvonar- höfða, og í Danmörku fær enginn inn- töku á skóla, sem ekki hefur siglt í 2 ár og getur sannað það, Það hlýtur hver heilvita maður, sem vill skilja og hugsa rétt, að sjá, að þessi aðsókn að sjómannaskól- anum muni verða það fyrsta til að fella fyrirtækið. 3—4 ár getur þetta gengið, en ekki lengur, og þá á að halda skóla, þar sem enginn eða örfáir koma, því augu manna munu opnast, þótt þau séu lokuð nú, og eigi máske að vera lokuð, og þeir munu einhvern- tíma komast að þeirri niðurstöðu, að þeirra próf hér við skólann, er vitleys- islega of mikið, en ónýtt annarsstaðar. Enginn hefir enn þá siglt sem stýrimað- ur frá útlöndum nema hann sanni fyrir viðkomandi yfirvaldi, að hann sé próf- aður í siglingafræði við einhvern skóla í því landi, hvaðan hann ætlar að sigla og sýni og sanni um leið að hann hafi siglt hinar fyrirskipuðu ferðir og hinn fyrirskipaða tíma og verið það sem tiltekið er — fullkominn háseti í þann mánaðafjölda, sem hvert land á- kveður. Okkar próf hér er ónýtt í í Danmörku, því próf þar byrjar með danskri ritgjörð, vanalega um eitthvað efni er að sjó lýtur og sé sú ritgjörð ekki nokkurnveginn skrifuð, þá heitir það: „Farðu heim og lestu betur", og þótt það væri Tuxen sjálfur, sem ætti að ganga upp til prófs, mundi honum vera vísað frá, svo framarlega sem danski stýllinn hans væri ekki eptir kennara og prófdómenda nótum. Hér er kennd Danska, en hvað vita piltar í henni eftir skólaveruna, mjög svipað því er þeir vita í ensku, þeir kunna máske svo mikið, að þeir kunna að sletta einhverjum setningum uppá mont, því alt á brúka, hvort það á við eða ekki. Væri piltum kennd danska vel, þá væri þeim gjört vel til. Væri Enskukákinu slept, sem enginn hefir gagn af, með þeirri aðferð og kennslubókum sem við hafa verið hafðar, væri þeim líka gjört vel til, væri sá tími notaður til einhvers sem þeir hefðu gagn af. Væri lesin enska bókin, sem fylgir hinu nýasta í ensku korti, sem er lýsing á ströndum lands- ins, þá gætu piltar máske haft gagn at enskukennslunni, en að vera að stag- ast á setningum svo sem t. d. In a room is a table etc. og það í tvo metor, og vitandi, að kunnátta þeirra gjörir ekkert til við aðalpróf, það er nokkuð stíft. Það mun koma að því að megnið af þessum fjölda af nemend- um færi eigi þá stöðu sem til er ætlast. Þar sem eintómir sjófræðingar eru um borð getur agi ekki verið eins og þar sem yfirmennirnir eru það einungis, því allir vilja þar tala með. Komi að því, að menn þessir verði að leyta sér atvinnu í öðrum löndum, þá verða þeir að ganga þar undir próf, vilji þeir vera yfirmenn, í það allra minsta í máli viðkomandi lands, en þar munu þeir reka sig á, að þeir þurfa að hafa siglt og að ekkert ábyrgðarfélag hleypir mönnum um borð í þau skip, sem það ábyrgist, sem ekki hafa siglt nóg og lært nóg að undanskildu ísj. ábyrgðar- félaginu, sem tekur siglingartímann eptir hundatölu. — T. d. spurt er: Hve lengi hefur þú siglt? „Oh! 5 ár!“ Þau fimm ár lýta þannig út á pappírn- 5.6 mánuðir = 30 mánuðir = 2V2 ár að mannatölu. Þannig lýtur siglingar- tíminn út hér. Menn, sem þora að takast á hendur yfirstjórn á skipi hér á vertíð með margt fólk um borð, hvar allt hvílir á þeim, ábyrgð á skipi, lífi manna — m. m. og semhafageng- ið hér á skólann, þeir fara ekki að láta skrá sig á einfaldri danskri fore and aft skonnortu nema „letmatrosar“ og sigla fyrir minni Iaun en hin tilteknu letmatróslaun eru. íslenskir yfirmenn sigla fyrir 30 kr. um mánuð- inn þar sem Danir, eiga heimtingu á 40—42 kr.; mjög laglegt! Ég ræð þeim til, sem ætla að stunda siglingar, að sigla nokkur ár með útlendingum, til þess að verða sjómenn, því hæfileg- leika til þess vanta íslendinga ekki, taka síðan próf það sem dugar og vera ekki að láta margprófa sig í grein, sem allir með meðalgreind geta lært, en sem aldrei getur að notum komið, nema að verkleg þekking fylgji; og að öðru leyti væri ekki fjarri vegi, aðstór- ir og duglegir candidatar! í Navigation þektu merkin á lóðlínunni. Að svo mæltu kveð ég alla kunningja að sinni og vona að sjá þá aftur. Hafnarfirði 14. okt. 1898. Sveinbjörn A. Egilsson. Búfræðis- og búnaðarbálkur. IV. , Jarðvegurinn og Jurtalífið. Litur jarðeýnanna. Hinir ýmsu hlutar jarðvegsins hitna mismunandi mikið, eftir lit þeirra, Dökkleit jarð- efni hitna meira en þau sem eru ljós. Svartmold, er því að eðli sínu heitari jarðtegund en t. a. m. sú jarðtegund, sem er rauðbrún. Moldjörðin hitnar vanalega meira en sandjörð, sem er meira eða minna Ijósleit. Þegar mold- jörð er köld jarðtegund, þá er það af því, að hún er of vot, en það er hún, sé hún ekki gagnræst. Er því svo þannig varið hjá oss, að moldarjörð er kaldari jarðtegund alla jafnan, en sand- jörðin, sem þó að eðli sínu er kaldari jörð. Skal þess líka getið, að þeim hita, sem moldarefnin fá, sleppa þau langtum síður frá sér, en sandjörðin gjörir sem hitnar oft fljótt og kólnar fljótt. Er sandjörðin venjulega heit- asta jarðtegundin hjá oss, af því að hún er þurust. En ekki eptir því frjó- söm eða hentug til ræktunar, nema í sambandi við aðrar jarðtegundir, að meira eða minna leyti. Hitarými. Jarðvegur sá, sem mynd- aður er af þeim jarðefnum, sem lítið hitarými hafa, þarf minni hita til þess að ná einhverju vissu hitastigi, en ann- ar, sem hefir í sér þau efni er mikið hitarými hafa, vatnið hefir meira hita- rými en nokkurt annað jarðefni ogþarf því margfalt meiri hita til þess að hita jarðefnin, þegar þau eru vot, en þegar þau eru þur, eins og að framan er tekið fram. — Eptir því sem eðlisþungi jarðtegundanna er minni, eftir því er hitarými þeirra meira. Hitaleiðsla. Af því sem hér á undan er komið er vel skiljanlegt, að hin ýmsu ólíku jarðefni leiði hitann misjafnlega mikið út frá yfirborðinu og út í loftið umhverfis, eða réttara sagt, haldi þeim hita mismunandi vel, sem þau hafa einusinni tekið á móti. Eng- inn er sá hlutur til, að hann ekki smátt og smátt láti frá sér þann hita, sem hann einu sinni kann að hafa fengið. En mismunandi er það, hvað hinir ýmsu ólíku hlutir sleppa hitanum fljótt. Fer það fyrst og fremst eftir efnismegni þeirra og svo eftir ásigkomulagi þeirra. Bergtegundir sleppa fljótara hita frásér en mold og torfefni. Til þess að verja jörðina fyrir miklu hitaláti er gott að bera á hana þau efni sem leiða hitann illa og skýla rótinni, svo sem mold og allskonar áburð. Er því f þessu tilliti betra að dreifa áburði yfir túnin að haustinu, en að vorinu. Það hlífir jarð- veginum mjög fyrir frosti og næðing- um. Náttúran skýlir jarðveginum með þéttum jurtagróðri og ver hann hita- láti. Þar sem Jörð er snævi þakin mestallan veturinn, er jarðvegurinn vana- lega frjórri og hlýrri (frostminni) að vorinu. Gengur klakinn þar grynnra í jörðu, en þar sem hún er auð og ber. Hefir þvf snjórinn frjófgandi áhrif á jarðveginn, Þar sem snjóþyngsli eru mikil á vetrum, eru landkostir vanalega góðir. Hér að framan hefir verið minst á þá fýsisku eiginleika jarðvegsins, sem hafa áhrif á hitamegn hans. Skal svo í fám orðum skýrt frá efnatökuafli jarðvegsins og dýralffinu í honum, o. s. frv. — Efnat'ókuafiið í jarðveginum er sá kemiski eiginleiki hans að binda (absor- bere) ýms uppleyst jurtanæringarefni, sem eru í jarðveginum, umfram það sem jurtirnar geta hagnýtt sér jafnóðum. Sé áburðarlegi helt í gegnum jurta- pott sem fyltur er með mold, rennur vatnið tært og hreint í gegnum opið á botninum, í gegnum moldina. Liturinn og liktin, sem lögurinn hafði, er með öllu horfin. Sé f staðinn fyrir áburð- arlög látið í pottinn einhver saltupp- leysing verður ekkert eftir af hinu upp- leysta eftir f leginum, sem síast gegnum moldina. Jörðin hefir tekið til sín saltið og bundið það. Sömuleíðis stækindin (ammoníakið) og hin upp- leystu efni úr áburðarleginum. Þessi merkilegi og mikilsvarðandi eiginleiki sem kallast efnatökuafl jarð- vegsins hefir ómetanlega mikla þýðingu fyrir jurtalífið, því við rannsóknir hefir það komið í ljós að það eru einkum hin þýðingarmestu jurtanæringarefni. animoníak, fosfór og kalí, sem bindast í jarðveginum, fyrir áhrif efnatökuafls- ins. Þegar nú þessi áminnstu efni í á- burðinum flytjast á jarðveginn og rigna svo niður f hann þá bindast þau í efsta lagi jarðvegsins (matjörðinni). Ef þessi efni eru óuppleyst, hefir jurtagróðurinn þeirra engin not. Efnin, sem jörðin bindur, eru ekki allskostar uppleyst og heldur ekki óuppleyst; þau eru mitt á milli, Breytast í uppleyst ástand í lítið eitt tregleystara ástand. Jarðvökvinn getur ávalt leyst upp hin „absorberede" efni, eftir þörfum jurtanna. (Frh.). Ferðapistlar Eftir Sig.Júl. Jóhannesson. VI. Þegar við komum á Blönduós, var þoka og veður hið versta. Höfn er þar ill og lending eins, vildum við því ekki fara í land, til þess að eiga það ekki á hættu að komast ekki út aftur og verða strandaglópar, enda var okkur sagt, að skipið stæði þar stutt við. Reyndin varð þó önnur og við urðum að bíða þar alllengi, þótt nálega væru engar vörur þangað eða þaðan. Ain Blanda, sem þar rennur í sjó, er brúuð; hefir brúin kostað yfir 20000 krónur, og er mannvirki mikið. Glögg- lega mótar fyrir ánni langt út á sjó, þvf hún er eins og skolavatn á litinn. A Blönduósi er stór og merkileg bryggja, sem byggt hefir Einar Guðmundsson á Hraunum. Þá komum við næst á Skagaströnd. Þar er höfn stærri og landsýn ekki fall- leg. Lending var hvergi eins ill og þar á leið okkar. Þar voru engar bryggjur við aðra verzlanina, (þar er Hólaness- og Höfðakaupstaður), en við hina einhver stúfur, sem einungis verð- ur notaður um háflóð. Við fórum þar í land og vorum svo óhepnir að bát- urinn, sem við fórum með, varð að bíða lengi fyrir utan lendingastaðinn, eftir því að annar bátur affermdi, því tveir bátar gátu með engn móti lent þar í einu. Þegar skipað var út, urðu menn að stikla á borðum sem lögð voru milli steina og var það ekki á- renniiegt. Spákonufell er þar skamt frá og stukkum við þangað á meðan skipið stóð við, til þess að fá okkur mjólk; en ekki þorðum við annað en flýta okkur sem mest við gátum því skipið átti að standa við aðeins stutta stund; en þar fór eins og víðar. Þeg- ar Thyra hafði staðið þar við lengi að óþörfu, var orðið svo lágsjávað að hún varð enn að bíða 4—5 klukku- stundir. Eitt var það, sem okkur þótti ein- kennilegt á Skagaströnd og jafnvel hlægilegt; við sáum á báðum búðum auglýsingu þannig hljóðandi: „Hér með gefst heiðruðum almenningi til vitund- ar, að upp frá þessum tíma verður ekki verzlað á sunnu- eða helgidÖgum". A leiðinni frá Skagaströnd til Sauðárkróks er Drangey Hana þekkja allir, eða hafa heyrt hennar getið. Þar bjó Grettir Ásmundsson og segja menn að enn sjáist rústir eftir kofa þann, er hann bygði þar. Víð Drangey eru stundaðar fuglaveiðar og níðingslega með þá farið. Þeir eru veiddir á „flek- um" í snörur, en þegar þeir eru teknir er einn látinn vera eftir og hann er bundinn á flekann; þann fugl nefna

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.