Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.11.1898, Blaðsíða 2

Dagskrá - 12.11.1898, Blaðsíða 2
66 Ritdómur. í tímariti Bókmentaféiagsins þ. á. er söguleg ritgjörð um Odd lögmann Sigurðsson og Jón biskup Vídalín, eftir Jón Jónsson, höfund Skúlasögu landtó- geta. I ritgerð þessati skýrir höf. nokk- uð frá ástandinu hér á landi í þá daga, en mest er frásögnin um brösur þeirra Odds og Jóns. Segir þar ítarlegar frá viðskiftum þeirra, en áður hefir gert verið og af meiri sanngirni, enda styðst frásögn Jóns við skjöl aðilanna sjálfra. Mun ritgjörð þessi mörgum kær- komin, enda þótt flestir hefðu fremur kosið að fá sögu Odds og samtíða- manna hans í heilu lagi, sem sagt er að höf. þessi hafi samið. —- En rnálið á grein þessari er ekki svo gott, sem skyldi, og er það mikill skaði. Setningarnar eru víða langar og orðaröð og niðurskipun dönskuleg. Skal hér tekinn til dæmis lítill kafii úr grein- inni (i bls. 174) og svo sami kafli með breyttri orðar^V til samanburðar: »26 ára gamall var Oddur þannig hafinn til hinna æðstu metorða á íslandi' Hvílíkt vald hann haíði, má greinilega sjá af ofanskráðu inn- taki úr reglugjörð hans, og að hann mundi eigi spara, að beita því til hins ítrasta, gátu allir sagt sér sjálf- ir, er nokkuð þektu til hans". Oddur var 26 ára gamall, er hann var hafinn tilhinna æðstu metorða á íslandi. Má greini- lega sjá af ofan- skráðu inntaki úr reglugjörð hans, hvílíkt vald hann liafði, og gátu allir sagt sér sjálfir, er nokkuð þektu til hans, að hann mundi eigi spara, að beita því til hins ítrasta. Mun flestum sýnast eitt um það, að orðaróðin sé viðkunnanlegri og eðli- legri í síðari kaflanum, enda miklu lík- ari íslenzku máli, bæði að fornu og nýju. Sumstaðar setur höf. neitunina »ekki« á undan sögninni, t. d. (á bls. 168): »Hefðarskikkjan er sjaldan svo þétt, að smjaðrið og flærðin ekki komist inn um eitthvert lykkjufa!lið«, en þessi ósiður, sem mörgum er tamur, gengur í ber- högg við ísl. tungu og er stæling úr dönsku, sem hvergi heyrist í daglegu máli, nema helzt hér í Reykjavík og hjá hálfdönskum fjölskyldum í öðrum kaupstöðum landsins.—Ábls. I99stend- ur: „ . . . hvernig alt hafi gengið til“, og er það afleit dönskusletta, og sama má segja um „ í Jleiri tilfellum", á bls. 180.— „Að mæta fyrir þingi" (bls. 203) mun ekki sagt á íslenzku, heldur „að mæta á þingi". Það er því leiðara að sjá, þetta og annað eins í ritsmíðum höfundar þessa, sem hann virðist hafa allmikið vald á málinu í aðra röndina og er auðugur að talsháttum.. En talshættir fegra alt mál, ef þeir eru vel valdir og rétt er með þá farið, en út at því bregður oft- ar en um sinn hjá höf. Á bls. 167 stendur „í miðjum kliduni “, en það er ekki réttt; sagt er „í miðjum klifam, eða „miðjum hlíðum", en hitt aldrei.— Þeir rithöfundar geta borið fyrir sig orðskort tungunnar, sem rita um heimsspeki, eðlisfræði, eða annað það, sem lítt eða ekki hefir verið ritað um hér á landi, en sagnaritarar geta ekki fundið sér það til afsökunar. Þá skort- ir ekki tyrirmyndina, þar sem allar íorn- sögur'nar eru, enda er það mest talið íslenzkri tungu til ágætis, að sögumál- ið sé fagurt. Kunna og margir að rita sögumál vel enn, sein sjá má á þjóð- sögunum og sögum Páls gamla Melsteds, þótt nokkrar misfellur finnist á máh hans sumstaðar. Væri það nokkuð úr vegi, — eða nokkur smán rithöfundum, þótt þeir fengju málfróða menn til þess að lesa ritsmíðar sínar og lagfæra það, sem kemur í bága við gott mál? — Sum- um kann að þykja þetta óþörf og óvit- urleg tillaga, — en að því, er Bók- mentafél. viðvíkur, þá finst mér, að það ætti að vera föst regla þess, að láta færa til rétts máls þær ritgjörðir, er það gefur út, ef þeim er ábótavant um mál, — úr því að það er stofnað til verndar og viðhalds íslenzkri tungu. Hallkell. Röggsamlegt yfirvald. Amtmaður Páll Briem hefir ritað grein í blaðið Stefni, 17. tbl., sem er næsta eftirtektarverð. Vér leyfum oss að taka hana upp f blað vort, til þess að fleiri getið les- ið hana. Vér erum óvanir því, bind- indindismenn, að jafneinarðlega og á- kveðið sé tekið í *taumana af yfir- völdum vorum og amtmaðurinn kveðst œtla að gjöra. En hitt er meira vert, að hann er sá maður, sem óhætt er að treysta til þess að láta það verða meira en orðin ein, og vil ég telja þessa heitstrenging hans gleðilegan vott nýrra og mikilla framfara. Vilja nú ekki embættisbræð- ur hans gjöra slíkt hið sama? — Ritstf. Þjóðhátíð og drykkjuskapur. í blaðinu „íslandi" 17. þ. m. eru sagðar þær fréttir, að þjóðhátíð Eyfirð- inga hefði farist fyrir, af því að Páll amtmaður Briem hefði bannað, að hvíldardagurinn væri vanhelgaður með henni. Eg vil biðja ritstjóra íslands að geta þess í blaði sínu að þetta sé tilhæfulaust. En það var annað, sem ég vildi ekki láta viðgangast, og það var, að ólöglegar veitingar áfengra drykkja færu fram á hátíðinni, og þetta varð til þess, að hætt var við hana. Eg heyrði það von bráðar, að mönnum líkaði þetta mjög illa, en ég vil taka það fram hér, að mér dettur ekki í hug að leyfa, að skýlaus lög séu brotin. Fólk má verða svo reitt, sem það vill út af því og spinna út af því hver helzt ósannindi, sem því sýnist, ég vík ekki eitt fótmál frá því, sem skýlaus lög bjóða, hvað svo sem sagt er. Svo er annað, sem einnig er vert að athuga. Er ekki nóg um dryhkju- skap hér í Eyjafirði? Samkvæmt verzl- unar- og tollskýrslum hafa áfengir drykk- ir verið fluttir hingað til Eyjafjarðar h»n síðustu ár fyrir meir en 50 þús. kr. á ári. Á fjórum árum hefir fólkið, sem verzlar hér, keypt áfenga drykki fyrir nærri V4 miljón króna. Þrátt fyr- ir vandræði manna og peningaleysi hefir þetta farið vaxandi, svo manni verður ósjálfrátt að spyrja, hvar þetta lendi. Hér á Akureyri eru menn dögun- um oftar fullir á götunum, og er so*-g- legt að sjá, hvernig jafnvel góðir menn úr sveitum eru til reika. Það er vana- lega álitið, að konum sé illa við drykkju- skap. Hvort svo er hér alment, veit ég ekki. en að minsta kosti er þeim það ekki öllum, og ber þess ljósan vott bréf, sem tvær eyfirzkar konur hafa sent mér nýlega. Þegar kvenn- fólkið fer að ráðast á þá, sem vilja halda uppi lögunum gegn drykkjuskap manna, þá sýnist sómatilfinning þjóð- arinnar vera komin í einkennilegt horf. Drykkjuskapur á götum bæjarins virðist mér vera eigi að eins bænum til vanvirðu heldur og landinu, og1) /é að fólki, ef til vill, líki það næsta illa, þá œtla ég að gj'óra mitt til, að stemma stigu fyrir þessu, og bera uþþ í bœj- arstjórn Akureyrarkaupstaðar viðauka við lógreglusamþyktina í þá átt, að þeir sem eru. augljóslega fullir á götunum, verði sektaðir. Eg get ímyndað mér, að mónnum líki þetta afarillafgþykiþetta hart gagnvart drykkjumönnum, en í raun ogveru œtti siðferðisástand og menning þjóðarinnar að vera komin á það stig, að það væri eigi að eins veitt heimild til, að setja lágar sektir fyrir drykkjuskaþ í fáein- um lögreglusamþyktum, heldur ættu að vera almenn lög um drykkjuskaþ manna, og hegning fyrir hann að veta eigi að eins sektir heldur jafnvel fangelsi. Fg skýrði frá því í Lögfræðingi í fyrra, að í ýmsum löndum væri fang- elsishegning lögð við drykkjuskap. Hegningarlaganefnd Norðmanna hefir lagt það til, að hegning fyrir drykkju- skap skuli vera scktir eða fangelsi. Nefndin hefir fært rök fyrir þessu, og væri margt óþarfara f blöðunum, en þýðing á orðum hennar um þetta efni. í hegningarlögum Hollendinga er svo hart tekið á drykkjuskap, að það má jafnvel setja drykkjumenn í nauðungarvinnuhús alt að því eitt ár. En hvað tjáir að tala um slíkt í þessu landi? Akureyri, 27. sept. 1898. Páll Briem. ísland og Ingólfur. Einar hét maður og var Andrés- son, hann var fátækur, norðlenzkur bóndi. Mestan hluta æfi sinnar var hann í Skagafirði, en síðast bjó hann að Þorbrandsstöðum í Langadal í Húna- vatnssýslu. Þar dó hann árið 1891 og var þá mjög við aldur. Hann var gáfumaður mikill og skáldmæltur vel. Bókamaður var hann nafnkunnur þar nyrðra, enda var hann fróður um margt, einkum var hann vel að sér í fornum fræðum íslenzkum og hefir ritað nokk- uð í þá átt. Var hann einn vetur að Jóns sýslumanns Espólíns hins fróða, og er líklegt að hann haft margt af af honum numið. Því miður mun flest það nú glatað, er hann hefir rit- að í óbundnu máli. Aftur á móti eru til nokkur ljóðmæli eftir hann og er eitt þeirra kvæði það, er hér fer á eft- ir. Eru kvæði hans einkennilega vel ort af alþýðumanni. Tíðastur er sá gallinn á kveðskap þeirra, að málið á kvæðunum er ekki gott, en málið á ljóðum hans er rammíslenzkt. Stöku sinnum viðheflr hann þó miður vel íslenzk orð, en það gera hinir „lærðu" líka. Kvæði hans eru yfirleitt kjarn- yrt og rík að efni. Af Einari er sögð saga í Huld 1898, bls. 60. N. G. Enn situr ísbeltuð kona Atlants- í norður -hafs straumi sæbörðum bjargstóli á, búninginn fjölskreytta meður. Faldur er frostrósum ofinn, feldurinn daggperlum stráður, skykkjan er skrúðgræn og sfð, skínandi blómknöppum sett. Ung var sú tignarleg talin og tiguleg eykonan mikla. Hetju og hersannasveit hennar því fýstist á vit. Þá hleypti hafrauknum austan um hyldýpi freyðandi Ránar 1) Letur breytingin gjörð af oss. Ingólfur frækinn með flokk, frelsi og bústöðum ná Sundmóðum seglmörum áði, í svefn þegar hafstormar féllu Blikandi bára þar hneig bjartan og fagran við sand. Reisti þá ríkmannlegt bú í Reykjavík þjóðfrægur kappi. Spjallvitur rekkum svo réð Rosmhvala- suður á -nes. Son hans var Þorsteinn hinnjþarfi, sem þingstörfum Kjalarness gegndi áður en eldrunnið torg við Öxará þingstaður varð. Þess son var Þorketill máni, á þingi sem lögsögu stýrði. Sig, þegar sótti að hel, sólarljóss mildingi fól. Þorkels var Þormóður hefnir, þjóðvitur allsherjargoði. Gat sá af gumum þá téð göfgasta manntírinn sér — hraustur og höfðingja jafni Hamall var Þormóði getinn vitur og virðingastór, vaktaði þjóðernislund Fögur er feðranna saga, fornar sem ritgerðir lýsa. Félagsskap, framtök og starf fléttuðu samheldnisbönd. Látum í þjóðerni lifa lofsverðust feðranna dæmi! Kappkostum dugnað og dáð, drengskap og samtökin holl. Kaupmaðurinn, Eftir Þórð Sveinsson. Niðurl. Það var seinni part sumarsins, að Kristinn sonur bóndans á Tjörn ætlaði að gifta sig og ganga að eiga Mar- grétu dóttur séra Gísla á Felli. Það átti að vera hóf mikið og fara fram á Felli, því þar var all góð bygging. Prestur var mesti sómamaður og lagði stórmannlega til hófsins og sömuleiðis Tjarnarbóndinn, því hann var svo hjart- anlega glaður efir því, að Kristinn son-' ur hans skyldi ná í Fellsauðinn, og horfði þessvegna ekkert í tilkostnaðinn. — Margrét var einberni, svo það var ekki svo óefnilegt. Einn sérstakan hagnað sá Tjarnarbóndinn að hann gat haft af giftingunni, það var það, að honum mundi veitast létt að greiða prestsgjöld- in, þar sem þeir væru orðnir svona tengdir, en þau voru talsvert mikil. Kaupmannshjónunum frá Vík var boð- ið, dóttur þeirra og bókhaldaranum, en dóttir þeirra var svo óheppin, að hún var lasin og treysti sér ómögulega. Kaupmannshjónin fóru og bókhaldarinn. Hansen ætlaði frá Felli og út að Eyri til þess að finna kaupmannirm þar, áð- ur en haustkauptíð byrjaði, en frúin ætl- aði að fara beint heim aftur og bók haldarinn með henni. Frúin sagði við dóttur sína, þegar hún kvaddi hana, að hún byggist við að hún gæti ekki kom- ið fyr en seinni part næturinnar, því það vildi aldrei sleppa manni, ^en hún skyldi reyna að koma svo fljótt sem hún gæti. í litlu herbergi, sem var inn af gestastofunni í íbúðarhúsinu hans Hans- ens í Vík, stóðu tvær persónur, karl- maður og kvennmaður, við gluggann, sem vissi út að jurtagarði kaupmanns- ins. Þau voru bæði ung og æskan og

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.