Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.11.1898, Blaðsíða 3

Dagskrá - 12.11.1898, Blaðsíða 3
67 er líka farið að ryðja sértil rúms, bæði fæst útlend vara fyrir lægra verð mótí peningum, því af þeim eru hcldur engin affoll, og peningar fást fyrir vörur með því móti að slegið sé meira eða minna af þeirri verðhæð, sem hún hefir móts við vörur. Verðhæðin er ekki eðlileg, eðlileg sýnist hún þegar kaupmaður græðir jafnt á innlendri og útlendri vöru, en^bezt að fá peninga, græddi hann meira á innlendri, og hugsan- legast fyrir oss að keppa við kaupa- nauta vora um það, að útlenda varan sé sem lægst; í vöruskiftum kemur þetta í sama stað niður. Peningaskorturinn kemur af því að vörumagnið er of lítið til að uppfylla þarfirnar, til þess að bæta úr því.verð- um vér að fækka hinum ósönnu og ó- skynsamlegu þörfum og auka vörumagn- ið. Makindalíf og heimskulegur mun- aður hefur ekki verið þarfur framfara- þjóðunum, en hjá afturfaraþjóðunum hafa þau kallað hátt. Bezt mundi vera að auka nautgripa. rækt. Eftir því sem mjólkin vex minka þarfir fyrir útlendan mat. Fljót- lærðari mun einnig vera nægilega góð meðferð á nautgripum en sauðkindum, svo fylgir sauðfénu og margföld fyrirhöfn fram yfir naut-pening og hægra er að ráða við tjár-veiki ef það er færra en fleira. Það er eitt af lífskunnáttunni að vera fljótur og lipur að breyta ráðlagi sínu þegar kringumstæður breytast, og það verður hér eina ráðið. Treystið yður sjálfir, góðu landar, og leitið hóf- anna. En vonið hvorki á þing eða stjórn, ætlið aldrei lögunum að umbæta yður sjálfa eða ástæður yðar, það er hlutverk yðar eigin skynsemi og lífs- þroska. Bónd i. Nokkrir stúdentar og embættis- menn bæjarins héldu samsæti í Iðnað- armannahúsinu kl. 10V2 árd. til heið- urs við ritstjóra Þjóðólfs í tilefni af fimmtíu ára afmæli hans. Steingrím- ur Thorsteinsson yfirkennari mælti fyrir minni heiðursgestsins og Þjóðólfs, ósk- aði þess, að eins og Þjóðólfur væri allra karla elztur í hinum íslenzka blaðaheimi, þannig mætti núverandi rit- stjóri hans einnig verða allra karlaelzt- ur og hafa sem lengst á hendi stjóm Þjóðólfs. Hann gat þess að eins og Romverjar hefðu sagt, að það væri á- ríðandi að sérhver mælskur maðurværi „vir bonus" — góður maður, þannig væri það ekki síður áríðandi að sér- hver blaðamaður væri góður maður, og kvaðst hann vera sannfærður um að núverandi ritstjóri Þjóðólfs ætti það með réttu að vera nefndur góður maður. Hann héldi ekki öðru fram en þvf, sem hann væri sann- færður um að væri rétt, satt og gott og það væri stór kostur hjá blaðstjóra. Hannes Þorsteinsson þakkaði fyrir þann heiður, er þeir menn sýndu sér, sem komið hefðu saman með sér á þessum stað. Síðan mintist hann á það, hvernig blaðamenn ættu að vera. Þeir ættu að vera samvizkusamir menn, sem helguðu ættjörðinni öll sín störf, öll sín orð, allar sínar hugsanir. Blaðamenn mættu aldrei hugsa um hvað sagt væri, þeir yrðu að fylgja eigin sannfæringu og hræðast hvorki misjafna dóma, snarpar árásir né önnur óþægindi. Alls tóku þátt í samsætinu rúmir 20 manns. ástin var sameiginleg fyrir þau bæði. Þau voru að dást að víkinni, hve hún var indæl. Það var blæjalogn og eng- in bára sást, nema í einstaka stað, þar sem einhver sjávarfugl liafði rent sér niður á sjávarflötinn. Þar mynduðust smábárur, sem voru mjóar fyrst og breikkuðu svo jafnt og hurfu síðan. Hann settist niður í dálítinn legu- bekk, sem var þar í horninu og settist mærin á kné honum. Hún hallaðist hægt að brjósti hans og kinnar þeirra komu saman, brennheitar. Hann þrýsti henni fast að sér og kysti hana á munninn, — brennheitan ástarkoss, horfði svo ástfanginn framan í hana um leið og hann sagði: Heldurðu að mömmu þína gruni ekki neitt um þetta?" ' „Ég veit það ekki með vissu", sagði hún lágt og lét höfuð sitt hvíla við brjóst hans. „Heldurðu að hún væri ánægð með mig handa þér?“ „Húnræður ekkertyfir mínum tilfinn- ingum, hún getur ekki skilið okkur að, ég elska þig svo heitt", sagði hún um leið og hún lagði hvítu handleggina um hálsinn á honum og þrýsti honum að sér. Þau gleymdu tímanum af á- nægjunni að hugsa til þess að mega vera saman og gera hvort öðru lífið skemtilegt með ástinni. Þeim heyrðist vera komið við hurð- ina, hún rífur sig í vetfangi úr faðmi hans. í því kemur kaupmannsfrúin inn til þeirra. Frúnni varð svo hverft við, þegar hún sá Sigurð og dóttur sína, að henni varð orðfall, en auðséð var það á svipnum, að hún hafði ekki búist við þessu. Sigurður fór upp í svefnhús sitt og háttaði í skyndi svo að hann gæti farið að dreyma un ástmey sína. Hann vissi ekki hvað þeim mæðg- um fór á milli, en ekki fékk hann að sjá unnustu sína daginn eftir, og á frúnni sá hann berlega, að henni hafði þótt ættgöfgi sinni stórkostlega misboðið, enda var það engin furða, því faðir frúarinnar hafði verið danskur kaupmað- ur, enda sór hún sig í ættina, því að hún var kverkmælt og augnaráðið var ekki íslenzkt. Þegar kaupmaður kom heim, sá hann undir eins, að eitthvað meira en lítið gekk að konunni sinni. Hann bað hana blíðlega að segja sér það, ef hann gæti eitthvað bæit úr því. Henni fanst það svo stórkostlegt að hún gat varla stunið því upp. Hún sagði honum að það væri nú hvorki meira né minna en það, að strákurinn hann Sigurður væri búinn að tæla hana dóttur þeirra. Hún sýndi honum fram á það með hjartnæmum orðum, hvílík óbærileg hneisa það væri fyrir ætt þeirra, ef þau næðu saman. Brjóst hennar gekk upp og niður af þungum ekka og hún bað Guð almáttugan að hjálpa sér til þess, sem góðri og ættræknri móður sæmdi, að standa á móti þessari ógæfu, sem vofði yfir, og hún strauk með skjálfandi hendi hvíta klútnum um augun. Hún kvaðst einu sinni hafa sagt það, að dótt- ir sín skyldi verða sýslumannsfrú, en það yrðu óbærileg vonbrigði ef svona tækist til, og þá yrði lítill árangurinn af umhyggju sinni ogfyrirhöfn. Kaup- maðurinn varð snortinn af móðurást og ættrækni konu sinnar og fanst það vera slcylda sín að leggja alt sitt fram, ef hann ætti að vera verðugur svo göf- uglyndrar konu. Þau fóru bæði til dótt- ur sinnar og töldu um fyrir henni á allar lundir, ýmist með ógnum eða blíðu^ og innri maður þeirra hvattiþau til að nota öll þau meðul, sem þau gátu. Kaupmaðurinn sýndi dóttur sinni alvar- lega fram á, enþó meðkurteisum orðum, hvemikill heigull og lydda hann Sigurður væri, og jafnframt óþokki, þar sem hann hefði látið undan Hjálmari um sumar- ið, á móti betri vitund. Þau gátu talið henni hughvarf og þá gladdist sannar- lega hið viðkvæma móðurhjarta kaup- mannsfrúarinnar og þakklætisorð for- eldranna komust eitthvað áleiðis til himna- ríkis. Sigurð þlirfti nú ekki annað en reka í burtu og það var gert með sam- vizkusemi, alúð og knýjandi skyldu. Sigurður misti stöðuna og fór heim. Sigmundar gamli er nú sannfærður um að „assistentsstaðan" er ekki frjálsleg. Sigurður hefir verið uppi í sveit síðan Og unað nokkurnveginn hag sín- um, og vaka enn þá hjá honum endur- minningar um kaupmannsdygðina og móðurást kaupmannsfrúarinnar. Kaupmannsdóttirin er ekki orðin sýslumannsfrú enn þá, en móðuraugun vaka yfir henni og reyna stöðugt að leiðbeina henni í því góða. Hjálmar gamli og Hansen eru perlu- vinir eins og þeir vóru og jafnvel meiri. Horfurnar. Niðurl, Þá er að vita með hverju vér skyldum auka verzlunarvöru vora. Fyrst eykst hún af sjálfu sér, ef vér slátrum öllu því fé heima, semvérförg- um á haustin. Ullin verður meiri og tólkur rífkar upp verzlunina. Þá er smjörið; það ætti að verða mikil og góð verzlunarvara. Það er líka mikið og margfalt heilla- vænlegra að hafa arðinn af bústofnin- um fyrir verzlunarvöru en stofninn sjálf- an. Þá gæti einnig kæfa og hangið kjöt orðið nokkur verzlunarvara, altjend innanlands, og góðir ostar bæði inn- anlands og utan. En allar vörúr eiga að vera vel vandaðar, að því yrði mikill verzlunarhagur. Vér eigum hvorki að selja né kaupa svikna vöru, kæmist það á, og verzlunin yrði skuld- laus, myndi hún mjög breytast til batnaðar. Sé sú saga sönn, að þingey- ingar hafi fengið 85—90 aura fyrir smjörpund á Englandi í sumar, er mik- ill hnútur leystur í verzlunarmáli voru, þá getum vér lofað efrideild að hafa smjörlíkið í náðum handa fátækum. Bændur sumir kvarta undan því, hve vinnufólk sé orðið kostavant. Það getur ekki átt heima hjá fátæklingum efri deildar, því einginn herramanns- matur er ódýrasta smjörlíki — gaman væri að vita hve mikill aldursmunur væri á notkun þess og víðgangi krabba- meinsins Þá koma peningarnir; þeirra þurf- um vér. Hvað kemur til að vér get- um fengið tóma peninga hjá Englend- ingum fyrir vöru þá, sem þeir kaupa? það kemur til afþví, að þeir gefa ekki meira fyrir vöru vora en svo að þeir geti haft þann hagnað, er þeir ætla sér af því, sem þeir færa verð vörunnar íram þegar út kemur. En kaupmenn vorir setja svo hátt verð á íslenzka vöru, að þeir græða ekkert á henni, en hafa allan gróðan af því, semþeir leggja á hina útlendu Og ef þeir láta peninga þá verða þeir að leggja enn meira á útl. vöruna. F.f þeir græddu alt á íslenzku vörunni, eins og Englend- ingar, en ekkert á útlendu vörunni, væri þeim sama hvort þeir létu peninga eða vörur. Á peningana verður ekki lagt, og eftir því sem þeir græddu meira á íslenzku vörunni en minna á hinni útlendu, eftir því ættu þeir hægra með að láta peninga. Þetta verzlunareðli Dagbók Reykjavíkur, Laugardagur. Norðankaldi lítið frost og gott veð- ur. Kom út fimmtíu ára minningar- blað „Þjóðólfs", skrautprentað, tvöfalt. Var þar sögð æfisaga „Þjóðólfs" t „þrengri merkingu" og æfiágrip allra aðalritstjóranna.nema Kristjáns Þorgríms- sonar, sem þó var útgefandi hans og ábyrgðarmaður um tvö ár. Þegar mmst var aðalritstjóranna á annað borð sem, átti mjög vel við, þá var sjálfsagt að gjöra þeim öllum jafnhátt undir höfði að því leyti. Blaðið var vandað og vel úr garði gjört, bæði að efni og prentun. Með því voru þrjú fylgiblöð: eitt leikrit eftir séra Matthí- as Jochumson, var það æfiferill Þjóð- ólfs, annað var upptalning allra blaða og mánaðarrita, sem komið hafa út á íslandi; hverjir hafi verið og séu rit- stjórar þeirra, hver þeirra séu hætt að koma út og hvenær þau hafi verið stofnuð. Er það einkar fróðlegt blað og merkilegt. Þriðja fylgiblaðið er af- sökun frá útgefanda til kaupendanna á því að myndir þær, sem lofað hafði verið, væru enn ekki komnar. Stefnt nokkrum mönnum hér í bænum fyrir það, að þeir mættu ekki við slökkviæfinguna síðast. Sunnudagur. Au stankaldi, dalítið frost, heiðskírt veður. Skemtun var haldin í Iðnaðar- mannahúsinu til ágóða fyrir Kristinn Jónsson þann, er viltist og getið hefir verið um hér í blaðinu. Var aðsóknin svo mikil, að að- göngumiðar seldust upp á 1V2 klukku- stundu. Guðm. Björnsson héraðslæknir hélt einkarfróðlegan og skemtilegan fyrir lestur í Framfarafélagshúsinu, um kirkju- garðinn. Var hann prýðilega framflutt- ur, skír og ljós eins og alt er hjá Guð- mundi. Hann hefir ágætt lag á að láta menn taka eftir því, sem hann seg- ir og skilja það út í æsar. Þessi dagur var yfir höfuð mesti samkomudagur, sem verið hefir lengi Samkomur ekki færri en 8 og var svo mikill troðningur og gauragangur af á- huganum að komast áfram, að hver hljóp í fangið á öðrum og Iá við tjóni. Mánadagur. Logn og heiðskírt veður allandag- inn en dálítið frost. Sú saga gekk staflaust um allan bæinn að tvær konur hefðu flogist á við dyrnar á Hjálpræðisherskastalanum. Er sagt að leikurinn hafi lyktað þann- ig, að önnur hafi gengið af hólmi með blóðugt andlit og blá augu, en hin með rifið sjal og svuntulaus. Þá eru nú óeirðirnar farnar að vaxa, þegar kvennfólkið flýgst á eins og hundar og kettir.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.