Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 12.11.1898, Blaðsíða 4

Dagskrá - 12.11.1898, Blaðsíða 4
68 Sigurður Einarsson á Seli kom sunna núEGarði, hlaðinn fiski, 180 í hlut; var það mest stór-ísa og stútungur. Sigurður hafði aflað þetta í 5 róðrum. Þriðjidagur. Austankaldi, frostlaust, þykt loft en oftast þurt veður. 5 Svíar, skipverjar af Vestu, gjörðu óspektir miklar í landi. Slóust upp á saklausa menn og meiddu þá allmikið. Einn þeirra er fyr- ir þessu varð, var Bertelsen málari. Þeir voru sektaðir um 80 kr. fyrir tiltækið. Miðvikudagur. Þoka og rigning allan daginn, oft- ast lygnt. Vesta fór til útlanda og með henni nokkrir farþegar; þar á meðal Brynjólf- ur Þorláksson landshöfðingjaskrifari, til þess að fullnuma sig í söng, Einar Helgason garðyrkjufræðingur; ætlarhann að dvelja erlendis í vetur, Páll Snorra- son verzlunaragent, C. Nielsen verzlun- arstjóri á Eyrarbakka og Ágúst Ólafs- son í Keflavík. Fimtidígur. Suðaustan stormur, rigning öðru hvoru, kafalsél þegar á daginn leið, fraus lítið eitt um kveldið. Sagt er að skósmiðanemendur hafi myndað með sér félagsskap, en í hvaða tilgangi, er ekki ljóst. Segja sumir að meistararnir hafi komist á snoðir um þetta og haldið fund með sér til skrafs og ráðagerða. Það nálgast smámsaman þeir tím- ar, að menn hætta að bauka hver í sínu horni. Föstudagur. Sunnanstormur, frostlaust, en kaf- aldsél og kalsi: Manni var ekið á vagni vestur Hlíðarhúsastíg, sem var viti sínu fjar af ölæði — það eru nú reyndar engar fréttir. Sárfáir komu inn á „Svfnastíuna" -—það eru stór fréttir. Sjötíu og j>rír menn hafa gengið í Good-Templarstúkurnar í Reykja- vík þessa viku. Þess var nýlega getið í Dasgkrá að hús Gunnars Einarssonar kaupm. væri eina þrílyfta húsið í Reykjavík, en þetta er ekki rétt. Hús hr. kaupm. W. Ó. Breyðfjörðs er einnig þrílyft; Það var bygt 1891. Látinn er Jónas bóndi Guðmunds- son á Ölvaldstöðum í Borgarhreppi, mesti gáfu- og merkismaður;; hann varð bráðkvaddnr á ferð neðan úr Borgar- nesi. Rausnarleg- gjöf, Herra Ellef- sen hvalveiðamaður sendi í haust bind- indisfélaginu »Dagsbrún“ á ísafirði þrjil hundruð krónur að gjöf. Það er mað- ur, sem metur ekki einskis tilraunir bind- indismannanna. Þess skal getið að hann vill enga menn hafa í sinni þjón- ustu nema þeir séu bindindismenn eða bragði ekki áfengi. Hann hefir ekki þá trú að menn séu afkastameiri eða úthaldsbetn, þegar þeir séu ölvaðir. 5. þ, m. fór seglskip til Ítalíu með alíslenzka skipshöfn. Erþaðjjí fyrsta skifti, sem íslendingarhafa farið þangað án þess að nokkur útlendur maður hafi verið í förinni. Skipstjóri er hr. Guðmundur Kristjánsson. 40 Vesturgötu 40. Skófatnaður af öllum tegundum er smíðaður eftir máli. Efni af beztu teg- undum. Alt unnið af útlærðum sveinum ATHS. Þeir. sem hugsa sér að fá skófatnað fyrir jól, eru vínsamlegast beðnir að gefa sig fram fyr en síðar, þar eð verkstofa mín leysir verkið af hendi eftir röð pantananna. Þar eð ég nú hefi svo mikið vinnuafl, get ég afgreitt allar nýjar pantanir eftir 2 daga og allar aðgjörðir samdægurs. Tombólu heldur liið íslenzka Kvennfélag laugardags- kveldið 19 og sunnudagskveldið 20. þ. m. í Handiðnamannabúsinu. Ágóðinn gengur í sjóð félagsins. Þeir, sem góðfúslega gefa muni á tombóluna, eru beðnir að snúa sér til einhverrar af undirskrifuðum. Þorbjörg Sveinsson. Katrín Skúladóttir. Olafía Jónsdóttir. Ingibjötg Johnsson. Ingibjörg Bjarnason. Magnea Jóhannessen. Kristín Benediktsdóttir. Pdlina Bdlsdóttir. Kristín Sveinbjarnardóttir. Hólmfridur Róscnkranz. Sigfrúður Ft iðriksdóttir. María Kristjdnsdóttit. Ingunn Hansdóttir. Ragnhildur Skúladóttir. Sigríður Eiríksdóttir. Sigþrúður Guðmundsdóttir. Anna Pétursson, Anna Jakobsen. Sólrún Einksdóttir. Briet Bjarnhéðinsdóttir. Rannveig Felixson. Helga Árnadóttir. Pdlina Pdlsdóttir. Gvðrún Brynjólfsdóttir. Guðrún Pétursdóttir. Gudrún Sigurðardóttir. Guðleif Stefdnsdóttir. Ingunn Bjarnason. Reykjavík, 12. nóv. 1898. Jón G. Johnsen. Jónina Hansen Guðlaug JóHsdóttir. Þöra Ólafsdóttir. Margrét Pdlsdóttir. Ágústa Magnúsóttir. Ólafía Jóhannsdóttir. Kristin Thorlacius. Takið eftir! Lovenskjold Fossum-Fossumpr.Skien Fæði, húsnæðl og þjónustu selur frú Sigríður Eggerz í Glasgow. tekur að sér að útvega kaupmönnum við. Einnig eftir teikningum að byggja ■ hús. Semja má við PÉTUR M. BJARNASON á ísafirði. Menn ættu að nota tækifærið, því hvergi mun fást ódýrari viður, eða með betri kjörum en hjá undirskrifuðum. Pétur M. Bjarnason. íwLESIÐ.-^* KOMIN AFTUR. 5 Bröttugötu 5. Undirritaður hefir altaf nægar byrgðir af útlendum skófatnaði, mjög ó- dýrum en vel vönduðum t. d. KARLMANNSSKÓ á . . 6,85- KVENNSKÓ með lakkskinns- forblöð.............7,35 KVENNSKÓ reimaða með táhettum úr lakkskinni . 6,00 KVENNSKÓ hnepta . . 6,00 BARN.ASKÓ á . . 5,50—2,00 Enn fremur hefi ég til vatnsstígvél og skó, unnið á minni eigin, alþektu vinnustofu. Allar aðgjörðir eru fljótt og vel af hendi leystar. Alt mjög ódýrt mót peningum út í hönd. Enn fremur hefi ég til þann bezta stígvélaáburð, sem hægt er að fá, ágæta skósvertu, leður- reimar og snúrureimar. Sérstök hlunnindi eru það, að þeir sem eiga erfitt með peninga, geta borg- að í innskrift hjá: Th. A. Thomsen, J. P. T. Bryde og Th. Thorsteinson. Það mun borga sig að verzla við mig. Virðingarfyllst M, A, Matthiesen (skósmiður). Stúlka, sem er vel að sér og æfð í allskonar saumaskap, óskar eftir at- vinnu nú þegar. Ritstjóri vísar á. ndirritaður kennir að tala og lesa ensku. Laugarvegi 37 Sigurður Pétursson. Álftnesingar, Hafnfirðingar og Mos- fellssveitarmenn eru vinsamlega beðnir að vitja Dagskrár í búð Jóns kaupm. Jónssonar, Aðalstræti 10. Þar eð ég er nú komin heim aftur, leyfiégmérað láta heiðraða Reykvíkinga og nærsveitamenn vita, að ég tek að mér að prjóna ýmsan fatnað, svo sem sokka, vetlinga, skyrtur, buxur o. s. frv. eins og að undanförnu, fyrir mjög væga borgun. Garðhúsum 4. nóv. l89g. Guðbjörg Bjarnadóttir. EW^HiÍS'PE nýbygt, mjög vandað, með góðri lóð er til sölu á hentugum stað í bænum. Ritstj. vísar á. TVÍLYFT HÚS með góðum kál- garði á hentugum stað í bænum er til sölu. Ritstjóri vísar á. VIÐGERÐ og HREINSUN á saumavél- um tekur að sér GUÐJÓN JÓNSSON á Smiðjustfg nr. 7 mót mjög vægri borgun. Alþýðuskólinn 1 REYKJAVÍK Nokkrir nemendur geta enn kom- ist á Alþýðuskólann. Ef einhverjir vilja taka þátt í einstökum greinum, geta þeir fengið það. Heimilt er nemendum að lesa í skólastofunni, ef þeir vilja, ekkert. Utgcfand i: Félag «ltt í Reykjavik. Abyrgðarm.: Sig. Júl. Jóhannesson, cand. phil. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.